Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1968 21 — Seiðaframleiðsla Framhald af bls. 12 Elliðaár. Ekki komist þetta mál hefflt i höfn þá, en upp úr þessu lét Steingrímur Jónsson. fyrr verandi rafmagnsstjóri, koma upp eldisaðstöðu við Elliða- árnar. Var þá byrjað í fyrstu að ala upp laxaseiði sumar- langt og hafði Erik %ieitinn Morgensen umsjón með henni allt til ársins 1962, er hann réðst til Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði. Það var árið 1961, að ríkisstjórnin sam- þykkti að festa kaup á jörð- inni Kollafirði í Kjósarsýslu, og hefja þar byggingu á til- raunastöð fyrir laxfiskaeldi. —■ Um svipað leyti fóru fleiri aðilar af stað- og nú sl. ár munu 12 aðiiar hafa fengizt við laxeldi víðsvegar um landið. Stöðvarnar eru að vísu misjafnar að stærð, en þær eru: Laxeldisstöðin við Elliðaár, eldisstöð að Keld- um ,eldisstöðin á Laxalóni, eldisstöðin við Bullauga og tilraunastöðin í Kollafirði. sem er hin langstærsta þess- ara stöðva. Ennfremur er stöð í Vatnsholti í Staðar- sveit og við Búðaós á Snæ- fellsniesi, á Sauðárkróki, og stöðvar eru á Teigi við Akur- eyri og á Húsavík. Þá hefur eldi laxaseiða verið fram- kvæmt í Steingrímsstöð við Sog. Fiskeldi hefur ennfrem ur verið í undilbúningi í Kald baksvík á Ströndum og í Vatnsholtsvötnum á Snæfells nesi, í Lárósi við Gtrundar- fjörð og í Goðdal, en á þrern- ur síðastnefndu etöðunum er um fiskhald að ræða. en þá er fiskur ekki fóðraður. — í fyrstu voru seiðin að- ei-ns alin upp yfir sumartím- ann og sleppt í árnar í ágúst eða septemfbermánuði, en nú er hins vegar tíðast að ala seiðin upp í göngustærð og sleppa þeim um göngutímann. Fara þau þá svo beint til sjávar. 1 tilraunastöðinhi í Kolla- firði ölum við fiskinn upp, og þegar hann hefur náð göngustærð látum við hluta seiðanna ganga úr tjörnum stöðvarinnar til sjávar, en laxinn gengur síðan upp í stöðina aftuir eftir veruna í sjónum. Með þessu móti fengum við 704 laxa upp í stöðina 1966 og 610 laxa á sl. sumri. Þetta er skemmti- leg nýjung og opnar nýja at- vinnumöguleika. Sleppa má þannig gönguseiðum í vötn og ár. þar sem þau hafa mögu- leika á að ganga til sjávar og koma þau flest síðan aftur fullþro^ka þangað, sem þeim var sleppt. Þessi aðferð okk- air hefur vakið athygli erlend is, og hafa erlendir sérfræð- Hins vegar eru fjárveitingar til þessa takmarkaðar, og er allt útlit fyrir að á þessu ári getum við aðeins merkt fjórða hluta þess.a magns. Veiðimálastofnunin er mjög þakklát veiðimönnum fyrir þann skilning, sem þeir hafa sýnt varðandi merkingarnar, og hve vel þeir hafa staðið í skilum á merkjum, sem þeir hafa fengið. En ef einhverjir skildu eiga í fórum sínum merk'i, sem þeir eiga eftir að skila, þætti okkur vænt um að fá þau sem fyrst. Laxaeldið skapar geysi- mikla möguleiba' því að með því að sleppa seiðum af göngustærð í árnar má stór- um auka veiðina í þeim og jafnframt veiðiálagið í ánum. Er þetta gagnstæð þróun við það sem gerist erlendis, þar sem rýrnun er í laxastofnun- um vegna mengunar í veiði- ám og vegna orkuvera, sem við þær risa. Markaður fyr- ir lax hefur líka aukizt inn- anlands að undanförnu, og er hér hægt að fá þennan gæða- mat á hóflegu verði miðað við það, sem gerizt í ná- grannalöndum. Frá laxeldistöð ríkisins í Kollafirði. ingar sýnt áhuga á að kynn ast starfsemi og fyrirkomu- lagi stöðvarinnar í Kolla- fiirði og niðurstöðum þar. í Lárvatn á Snæfellsnesi, sem er tiTbúið vatn í sjávar- ósi. hefur verið sleppt laxa- seiðum af ýmsum stærðum. í sumar gengu 229 laxar upp í gildru í ósi Lárvatns og lax veiddist í nærliggjandi sjáv- arósum. Er hér um mjög at- hyglisverðan árangur að ræða, en þessi tilraun er á byrjun- airstigi. Aðra merkilega til- raun mætti nefna, sem Snorri Hallgrímsson, prófessor og Kristinn Guðbrandsson, for- stjóri hiafa gengizt fyrir á vatnasvæði Skaftár. Hafa þeiir félagar sleppt gönguseið um í Tungulæk. sem fellur í Skaftá, og í fyrra urðu þeir variir við lax. í sumar feng- ust svo um 80 laxar á Skaft- ársvæðinu og í Eldvatninu, þar sem nær enginn var fyr- ir, og er áætlað að 200—300 laxar hiafi gengið þaima upp. Er þetta mjög ánægjulegur árangur. — Takmarkið með laxeldis stöðinni í Kollafirði er m.a. að gera tilrauniir með fisk- eldi- og fiskigöngu, og finna út hvað verður um seiðin. er þeim hefur verið sleppt. Vegna þess verðuir að leggja áiherzlu á merkingar á lax- inum og árið 1966 lét Veiði- málastofnunin merkja 8500 gönguseiði og í fyrra irúm- lega 10 þúsund seiði. Með þessu móti fáum við upplýs- ingar um göngu laxanna, hvar þeir skila sér og í hve mikl- um mæli. T.d. fengum við sent merki fyrir skömmu af laxi, sem veiddist við Græn- la:nd. Er mjög mikilvægt að fá sem tnaustastar upplýsing- ar um það, hve mikið af ís- lenzkum laxi veiðist við Grænland. Um 60% islenzka laxins er aðeins eitt ár í sjó, og veiðist ekki við Grænland. en hinn hlutinn gæti farið á veiðisvæðin þar. GRINDAVÍK Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn í kvenfélagshúsinu 28. jan. kl. 5 s.d. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. LITAVER 12-24 1-32Z62 Postulíns veggflísar 7,5 cm x 15 cm 11 cm x 11 cm GLÆSILEGIR LITIR - GOTT VERÐ Ég býst við að fæstir geri sér grein fyrir þýðingu merk inganna í sambandi við fram tíð fiskræktarinnar, en á hinn bóginn eru þær gagns- litlar ef minna en 10 þús- und seiði eru merkt árlega. Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2y4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. HADEGISVERÐAR- FUNDUR Laugardagur 27. jan. kl. 12.20 Hannibal Valdimarsson, 1 forseti A.S.Í. ræðir um Islenzka verkalýðshreyfingu HOTEL FUNDARSTAÐUR: Verzlunar- og skrifstofufólk, fjölmennið og takið með ykkur gesti. HEIMDALLUR F.U.S. Klúbbfundur Fyrsti klúbbfundur ársins verður n.k. laugardag, 27. janúar kl .12,30 í Tjarnarbúð, niðri. Gestur fundarins verður JÓHANN HAFSTEIN, dómsmálaráðherra, varaform. Sjálfstæðisflokksins, og talar hann um Hlutverk yngri manna í stjórnmálum STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.