Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 20
20 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANtTAR 1968 Gjöf til barnaskólans á Finnbogastöðum NÝLEGA barst Barnaskólanum á Finnbogastöðum kr. 20.000.00 að gjöf frá frú Guðrúnu Sæ- mundsdóttur nú til heimilis að Fkikagötu 10 Reykjavík. Fjár- upphæð þessa gefur hún til minningar um maran sinn, Guð- mund Þ. Guðmundsson, skóla- stjóra á Finnbogasitöðum, og skal henni varið til að stofna sjóð til styrktar kaupum á verð- mætum kennslutækjum fyrir skólann. Skólanefnd og skóla- stjóri hafa skrifað gefandanum og þakkað þesisa höfðinglegu gjöf. Jafnframt á frú Guðrún beiður og þakkir skilið fyrir ó- metanlegan stuðning, er hún veitti manni sínurn við uppbygg ingu skólans og starfsrækslu hans og mótun fyrstu árin. Fer vel á því, að sjóðurinn sé tengd- ur nafni Guðmundar Þ., mann- ins sem stofnaði skólann og helgaði honum krafta sína alla. Guðmundur Þ. var fæddur 7. júní 1892 að Finnbogastöðum á Ströradum. Hann var sonur hjón anna Guðmudar Guðmudssonar bónda þar og Þuríðar EÍTÍksdótt ur bónda á Bjargi í Míðfirði, hvort tveggja vel þekktar kjarna-ættir. Guðmundur Þ. lauk kennaraprófi árið 1916 og hóf siðan kennslustörf í sveit- inni sem farkennari, því skóla- hús var ekkert Hann var af- bragðsgóður kennari. Það duld- iist honum heldur ekki, að góð- ur árangur næðist ekki nema að staða til kennslustarfsins yrði bætt. Þess vegna réðist hann í það stórvirki árið 1929 að byggja á eigin kostnað skólahús úr timbri á lóð, sem faðir hans og föðursystir höfðu gefið skólan- um úr landi Finnbogastaða. Um þær mundir kvæntist Guð mundur Þ. Guðrúnu Sæmunds- dóttur frá Hól í Bolungarvík og stofnuðu þau þá þegar heimili sitt í nýja skólahúsinu. Mikil hafa viðbrigðin verið, að fá fast an samastað fyrir skólahaldið í staðinn fyrir þeytinginn á milli bæjanna og sjálfsagt misjafnlega hentugt kenslupláss. En þetta húsnæði, sem svo mikl ar vonir voru bundnar við og reist hafði verið með ærnu erf- iði, kom skemur að notum en nokkurn hafði órað fyrir. Það brann til grunna aðeiras fjórum árum síðar og varð sáralitlu bjargað úr eldsvoðanum. Ungu hjónin stóðu því uppi slypp og snauð. Efalaust hefði hver rraeð- almaður látið hér staðar numið í sporum Guðmundar og gefizt upp við frekar viðleitni til upp byggingar fræðsiustarfseminni í þessu afskekkta byggðarlagi. Hér bættist og við mótlætið, að heimskreppan mikla fór í hönd og urðu þeir tímar síður en svo til að auka áhuga for- sjármanna sveitarfélaga fyrir kostnaðarsömum framkvæmdum eins og skólabygging hlaut að vera og slíku máli einungis sýnt tómlæti þegar bezt lét. Mun það sjónarmið trúlega hafa gilt í flestum héruðum landsins á •þeim tíma. En Guðmundur Þ. var ekki þeirrar gerðar, að hann bognaði fyrir erfðileikanum og hlypi frá hugsjón sinni í miðjum klíðum. Áður en síðustu glæðurnar í brúnarústunum voru kulnaðar hafði hann strengt þess heit að byggja annan skóla stærri og varanlegri en þann, sem raú var ti'l ösku brunninn. Og snauður að veraldlegum fjármunum en gæddur nánast ofurmannlegu framkvæmdaþreki, fórnarlurad og bjartsýni hóf hann barátt- una að nýju. Og hann litfði það að sjá hugsjón sína rætast. Árið 1934 reis skólahús það, sem nú stendur hér á Finnbogastöðum. Er það byggt úr steinsteypu með heimavjstarrými fyrir alit að 15 nemendur. Var þá þegar flutt í nýju bygginguna og hafin kennsla, þótt frágangi hússins væri ekki að fullu lokið. Skylt er að geta þess, að margir sveit- ungar og vinir Guðmundar veittu honum öfluga aðsitoð við báðar s'kólabygigingarnar. RíkiS greiddi og sinn hluta af stofn- kostnaði síðari byggingarinnar, en Guðmundur Þ. tók á sig þann hlutann, sem sveitarfélaginu bar að greiða. Ekki þarf að eyða orðum að því, hvílík urraskipti urðu ti'l hiras betra, hvað uppfræðslu barnanna í Árneshreppi sraerti, eftir að þessi menntastofnun komst á fót. En því miður naut Guðn»undar eklfi l^ngi Við eftir þetta. Hann hafði lagt allt í söl- urnar fyrir hugsjón sína og raú var heilsa hans þrotin. Hann andaðist 2. júlí 1938 aðeins 46 ára gamall. En ávaxtanna af starfi hans, hugsjónaaiuðgi og fraimtakssemi murau íbúar Ár- neshrepps njóta enn um langan aldur. Barnaskólanum Finnbogastöð- um, 19. des. 1967. Torfi Guðbrandsson. ISAL Hafnarfjörður Piltur eða stúlka óskast til aðstoðar við ljósprentun á teikningum. Umsóknir sendist fyrir 4. febrúar í pósthólf 244, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. BLAÐBURÐARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi Aðalstræti — Laugarásvegur — Túngata — Tómasarhagi. Talið v/ð afgreiðsluna i sima 10100 2 LESBÓK BÁRNANNA LESBÓK BARNANNA 3 framan kúna og báðu hana um að þegja. Litlu seinna kom son- urinn heim og sá að eng inn var í húsinu. Hann leitaði þeirra og fann þau krjúpandi fyrir fram an kúna úti í fjósi. — Hvað kom fyrir? spurði hann. Þegar móðir hans hafði sagt honum alla sög una varð hann öskureið- ur og sagði: — Finni ég í þessari borg jafnheimskt fólk og ykkur kem ég aftur til ykkar. annars munið þið ekki sjá mig framar. Og hann lagði af stað í leit að fleiri heimsk- ingjum. Hann kom að húsi nokkru þar sem fjór ír menn voru, án árang- urs, að reyna að koma planka inn um dyr húss ins. Það var ekki von að vel gengi því að menn- imir báru plankann þversum að dyrunum og komust þess vegna aldrei lengra en að dyrastafn- um. Eftir nokkrar til- raunir settust mennirnir niður dauðuppgefnir. Einn þeirra sagði: — Við verðum ITklega að saga plankann í tvennt. En eigandinn sagði: — Nei, ég þarfnast planka af þessari lengd — hvorki lengri né styttri. Þá sögðu hinir: — Það virð- ist ekki um annað að iræða en að brjóta niður vegginn til þess að koma plankanum inn. Þeir tóku axir sínar og ætluðu að fara að höggva vegginn niður þegar ungi maðurinn gekk til þeirra og spurði hvað þeir væru að gera. Þeir útskýrðu vanda- málið fyrir honum, sem bezt þeir gátu, en hann sagði: — Ef þið berið plank- aran langsum komið þið honum strax í gegnum hurðina. Þeir gerðu svo. oig plankinn komst inn í hús ið. Urðu þeir þá mjög ánægðir og sögðu hver við annan: — Sá maður, sem getur þetta, hlýtuT að vera mjög gáfaður. Ungi maðurinn hélt á- fram og kom nú að akri með háum velvökvuðum ibómullarplöntum .Úti á miðjum akrinum var úlf aldi, sem át græðgislega plönturnar. Eigandinn sá þetta og kallaði hátt til nágranna sinna: Komið fljótt og hjálp- ið mér að reka úlfald- ann út af akrinum, ann- ars treður hann allar plönturnar niður. Nágrannarnir æddu út á akurinn og stóðu þar alveg í vandræðum með hvað þeir ættu að gera v.ið úlfaldann. Einn þeirra sagði: — Við skulum reyna að fella dýrið, binda fætur þess og draga það í burtu. Þeir bundu fætur úlf- aldans, en jafnvel þótt þeir væru margir gátu þeir ekki dregið dýrið út af akrinum. það hreyfð ist ekki. Kom þá ungi maður- inn þar að og spurði hvað væri um að vera. Eigandi akursins sagði: — Þetta er minn akur. Ég var rétt að ljúka við að vökva hann þegar úlf aldinn kom, og nú vill hann ekki hreyfa sig. Ef við komum honum ekki í burtu eyðileggur hann allar plönturnar mínar. Við getum ekki heldur rekið hann, því þá tryll- ist hann og ræðst á hvað sem fyrir verður. Við bundum því fætur hans og erum núna að reyna að draga hann í burtu. Ungi maðurinn hló. — Þið eruð vissulega heimskir, sagði hann. — Getur ekki einhver ykk- ar komið bandi um háls úlfaldans og teymt hann í burtu — með því móti mynduð þið ekki troða niður jafnmikið af plönt unum. Mennirnir losuðu fætur úlfaldans og komu bandi um háls hans og leiddu hann i burtu. Allir urðu nú mjög glaðir og róm- uðu gáfur unga manns- ins. Þá sagði hann: — í þessari borg eru svo margir heimskingjar, að ég get alveg eins far- ið aftur heim til konu minnar, móður og föður. Og hann fór aftur heim til hinnar heimsku fjölskyldu sinnar. — 0 — Siggi litli er að stafa og gengur hálfilla að muna nöfnin á sumum stöfunum. Nú er pabbi hans að sýna honum j og segir: — Manstu ekki hvað þessi stafur heitir? Sérðu, hann er nokkuð langur og gengur niður úr línunni. Siggi: — Já, þá heitir hann víst göngustafur. Listaverk Péturs Hvað á nú þetta að vera — listaverk! Pétur sagði að við myndum sjá þð ef við lituðum r.lla hlutana sem eru með punkti í. — 0 — Móðirin (reið): — Ég hafði ekki búist við því, Erna, að koma að þér borðandi af ávaxtamauk inu. Erna: — Því bjóst ég aldrei við heldur. SMÆLKI Frú (við vinnukonu): — Ætlarðu ekki að þvo fiskinn áður en þú lætur hann í pottinn? Vinnukonan: — Nei, ég held að það sé hreinn óþarfi. því að hann hef- ur verið í vatni alla sína ævL Kennarinn: „Hvað getur þú sagt mér um Neró. Nonni min'n?‘' Nonni: „Hann var ótta- lega grimmur og bæði beit og reif lömbin. svo að pabbi varð að drepa hann“. Kennarinn: „Hvaða bull er í þér> drengur?“ Nonni: ,Þetta er alveg satt. Og nú er hann pabbi búinn að fá sér miklu betri hund í staðinn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.