Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1»6« 17 eth Wolstenholme í forustugrein og dirfðist að segja að með þess- um áróðri á moti Glasgow Celtic hafi BBC brotið lýðræðishug- sjónina. En baráttan á leikvell- inum, sem hefur verið kölluð hin síðari orusta við La Plata, var lítil miðað við blóðbaðið, sem átti sér stað milli Urugu- aya og Argentínumanna eftir leikinn og fram fór utan vall- arins. Var þð eingöngu fyrir mildi Guðs að enginn af okkur var alvarlega meiddur. Það hafði viljað svo til að á meðan leik- urinn stóð fyri sungu Argen- tínumenn söng þess efnis að Ur- uguayar hefðu selt sál sína í hendur Breta með því að fá stórt lán frá brezku stjórninni. Það var nóg. Og þessvegna, eins og fyrr segir, kom til blóðugra á taka eftir leikinn og voru fjög- ur hundrað manns teknir til fanga auk þeirra, sem voru flutt ir á sjúkrahús. Þetta var það agalegasta sem ég hefi hingað til séð. Lögreglan og hermenn allir á hestum beittu kylfum án miskunnar og brynjaðir vagnar skutu yfir mannfjöldann með engu tiltiti til neins. Litli hóp- urinn okkar ásamt Celtic leik- mönnum og stjórnarmönnum kom ust ekki í bíla fyrir látum en fengum við, eftir góða stund, lögregluvernd í bílana og í þeim út úr „orustuvelli" og í borgina. Seinna um kveldið, þeg ar við vorum við matarborðið á Victoria Palace hóteli kom Arg- entínulýðurinn og kastaði stórri líkkistu inn í forstofuna. A henni var letrað "R.Í.P. Celtic“ —Hvíldu í friði, Celtic. Ég komst ekki frá Montevideo fyrr en með síðustu vélinni um kvöldið og átti hún að fara kl. 11.30. Ég vildi nota tímann og eftir kveldmatinn á Victoria Pal ace yfirgaf ég hópinn og skrapp niður í bæ. Mér fannst Monte- vidio aðlaðandi staður í björtu en ekki eins undir ljósum, og aðallega fyrir það að borgin var illa lýst Aðalgöturnar litu út eins og hliðargötur annarsstaðar í heimi því .þar skorti ljós. Ég fór inn í veitingarhús sem var bjart og loftið gott. Salurinn var allstór en fóldið fátt. Á gólf inu stóðu tveir dökkhærðir menn. Annar lék á harmoniku, en hann _ á gítar. Músikin var suðræn. Ég settist við autt borð og þegar þjónninn kom bað ég um góða hressingu. Mér veitti ekki af eftir svona vitleysu, sem á undan hafði gengið. Hann kom með það og var það ódýrt. Tón- listin hélt áfram og hvort að það var mér að þakka eða ekki byrj aði fólkið að dansa og um leið kom roskinn maður að borði mínu, bað afsökunar að gera ó- næði, og sagði að sér fyndist það leitt að Skotarnir skyldu tapa. Hann settist við borðið hjá mér. Hann var frá Uruguay, ekkill með tvö börn uppkomin og við störf í þjónustu ríkisins. Hann var sérstaklega aðlaðandi maður fíngerður og kurteis í alla staði. Hann sagðist hafa vitað, að ég myndi útlendingur, senni- lega einn af stuðningsmönnum Glasgow Celtic og vildi hann leyfa sér að tala við mig. Enska hans var með bezta móti. Eftir stutta stund bauð hann mér á einkafélagsheimili sitt, sem var eingöngu handa starfsmönnum ríkisins og gestum þeirra. Húsið var gamalt og hrörlegt miðað við það sem við venjumst hér á landi en veitingarnar voru bæði góð- ar og ódýrar. Mig furðaði á því hversu margt ungt kvenfóldk sótti staðinn, og þegar ég spurði gestgjafann minn um það svar- aði hann því til með brosi að þærværu vinkonur ríkisstarfs manna. En hér var hljómsveitin góð og mikið dansað. Kunningi minn kynnti mig fyrir félögum sínum, en því miður var tími minn naumur og varð ég að yfir gefa staðinn og komast út á flug völlinn. Það stóð ekki á því að ég fékk leigubíl á reikningi fél- agsheimilinsins. Þetta var í eina skipti, sem ég komst í snertingu við gestrisni á meðan ég dvaldi í Suður Ameríku fyrir utan það sem Skandinavar gerðu fyrir okkur í Buenos Aires. Þegar ég kom aftur til Beunos Aires kl.1.30 um nóttina voru Við La Plata ána, Montevideo, Urugnay. mikil fagnaðarlæti í borginni. Raeing Klúb Argentínu hafði unnið Glasgow Celtic og þar með orðið heimsmeistarar í knatt spyrnuleik. Það var dansað á götunum og gleðin mikil. Um kl. að nóttunni komu stuðningsmenn Argentínuliðsins að City Hótel- inu og gerðu þeir gys að okkur Skotunum, sem áttu þar heima. Þeir hrópuðu og æptu og léku hátt á hljóðfæri þangað til lög- reglan rak þá frá. Aldrei hafði annað eins skeð í Buones Aires. Daginn eftir fórum við öll á Ranchos og var hann í sveit- inni langt frá borginni. Við ferð- uðumst í gegnum nokkra smá- bæi og þorp og sá ég skrifað stórum stöfum víða á húsveggi Perón o Murte. Skildist mér að samkvæmt þessu vildu andstæð- ingar Peróns láta taka fyrr- verandi forseta landsins af lífi. Við komum að smábænum ÍLLA, sem var allur í gömlum spænskum stíl og er eign ríks manns og hershöfðingja, Rodrigu ez. Landið er hér slétt og hvergi sézt hæð, en skógurinn er mikill og fagur. Geldnaut skipta tug- þúsundum á beitilandinu og sá ég einnig fjölda hesta, enda er hestakyn gott í Argentínu. Skot- arnir byrjuðu fyrst að flytja kynbótanaut til Argentínu árið 1827 og Englendingar hesta nokkrum árum áður. Síðan hafa argentínskir stórbændur verið tíðir gestir á landbúnaðarmörk- uðum á Bretlandseyjum, og kaupa þeir árlega stórgripi. Með an gin— og klaufaveiki géisar á Bretlandseyjum verða argen- tínskir bændur fyrir miklu tjóni því að Bretar hafa bannað innflutning á kjöti þaðan. Á Ranchos fengum við marga þjóðarétti, alla úr kinda— eða nautakjöti og var slátur einn þeirra. En hakkað nautakjöt, sem hakkað var í potti svipað og kleinur var hinn bezti og ljúfengasti matur, og heitir þessi réttur Empanadas. Eftir matinn var þjóðdansasýning á litlum palli út í garðinum. Þrjú pör í þjóðbúningum sýndu þar dans með trumbu og gítar undirleik og á eftir voru áhorfendur dregn ir inn í dansinn og var það hin bezta skemmtun, því enginn þeirra kunni dansana en öll gerðu sitt bezta. Á leiðinni aftur í borgina kom- um við að stórurn blæjubíl, sem hafði lagzt á hliðina hérum bil þvert yfir veginn og urðum við að bíða þar í tvo tíma til að komast fram hjá. Okkur þótti þeir heldur seinir að lagfæra ástandið, en það var einnig gott dæmi um framtaksleysi á ýmsum sviðum, sem við urðum vör við. Þegar við komum inn í borgina lentum við í umferðaröngþveiti og tvær rútur rákust saman. Báð ar bifreiðarnar skemmdust tölu- vert. Bílst’órarnir snöruðust út, spjölluðu s»man dálitla stund og skellihlógu svo báðir. Síðan var ekið af stað. Þeim stóð hjartan- iega á sama, þar sem hvorugur þeirra átti bílinn. Tími okkar í Argentínu var nú senn á enda, og þegar við hjónin fórum til að kveðja Hans Kruger og Christian Faber sögðu þeir báðir að við mættum alls ekki fara án þess að fara í ferð niður Tigre ána að Paraná vatnsvæði. Þetta var skemmtileg og falleg sigling. Báturinn, sem fór með okkur, var nokkuð stór og farþegarnir fáir. Við sigld- um einnig um margar kvíslar og allsstaðar var vatnið mó- rautt. Til beggja hliða við þessar kvíslar og Tigre ána var skóg- urinn það mikill að ekki sást í gegnum trén en öðru hvoru var iítið timburhús sem virtist hanga á bakkanum. Einn farþegi sagði mér að umhverfið minnti sig á Amazon ána en þó í minna stíl. Hann var bandarískur kaupsýslu maður, sem hafði nýlega siglt upp Amazonána og fest kaup þar á landi, sem hann ætlar að leggja undir ræktun. Hann bjóst við því að aðeins undirbúningurinn undir starfið myndi nema um hálfa milljón dollara. Við nám- um staðar við eina litla fúna trébryggju, stukkum þar í land og fengum okkur hressingu í tré- kofa, sem virtist hafa á boðstól- um alla drykki milli himins og jarðar, sterka og veika,. Það var eins og að sitja í skjóli í frum- skógi því allstaðar voru trén há og þétt og hitinn ofsalegur. Og það var eins í veðri, þegar við kvöd'dum Buenos Aires og héldum af stað norður á bóginn, norður í vetur og kulda. Við vorum á leið í allt annan heim. - ALÞINGI Framhald af bls. 8 Og ennfremur hver reynsla væri af einbýlishúsum nefndarinnar t.d. miðað við 'húsin sem Iðja á Akureyri reisti við Mývatn. Jón Þorsteinsson (A) sagði að kostnaðarverð á fermetra væri lægra í Breiðholti en við Mývatn. En timburhúsin í Breið- holiti 'væru heldur stærri þannig að þessi kostnaðarmunur væri eðiilegur. Hann tók það fram, að nefndinni hefði sérstaklega verið falið að koma upp þessum ein- býlisihúsu'm. Ræð'umaðiur sagði að erfitt væri að gera samanburð við aðra en nú væru fleiri aðilar að byggja í Breiðholti og þá væri kjörið tækifæri til þess að gera slíkan samanburð. Loks sagði hann að ef verkalýðsfélögin teldu sig hafa verið svikin í þess- um samningum, þá hefðu fulltrú ar þeirra væntanlega kvartað við ríkisstjórnina, en það hefðu þeir okki gent. Magnús Kjartansson (K) sagði að ri'kisstjórnin 'hefði ekki staðið við fyrirheit um fjáröflun til Breiðholtsframkvæmdanna, að- eins fengið lán úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði en að öðnu leyti velt byrðinni yfir á Byggingar- sjóð ríkisins. Hann kvaðst efast úm aö tölur félagsmtálaráðherra um óafgreiddar umsóknir væru réttar, því að skömmiu fyrir jól hefði hann fengið upplýsingar um að þær næimiu um 2000 og kvaðst telja líklegt að töluT ráð- herrans ættu aðeins við nýjar umsóknir en ekki framlhaldsum- sóknir. Eggert G. Þorsteinsson kvaðst hafa upplýsingar sínar frá Hús- næðismálastjórn. Hann gerði að umtalsefni samkiomiulagið frá 1965 og kvaðst hafa átjt aðild að þeim viðræðum. Þar Ihefði raun- ar verið um að ræða einhliða yfirlýsing« frá ríkisstjórninni, sem verkalýðshreyfingin hefði hins vegar lýst yfir að hún mæti til kjarabóta. AðalVerkefnið i þessum umræðum hefði verið að finna leiðir til þess að veita a.m.k. 750 full lán en það fé sem yrði umfram hjá Húsnæðismála- stjórn yrði notað í hinar almennu framkvæmdir. Það eina sem hefði brugðizt í þessu sambandi væriu lífeyrissjóðirnir, sem hefðu áht að gegna tilteknu hlubverki, sem þeir hefðu ekki fallizt á. Eysteinn Jónsson (F) sagði aí nokkur meginatriði væru að skýrast í þessum umræðum. Pen- ingarnir í Breið'holti hefðu að mestu verið teknir í Breiðho't þótt öðru hefði verið lofað. Gísli Guðmundsson (F) óskaði eftir því að ráðherrann afhenti þingmönnum yfirlit «m lánveit- ingar Húsnæðismálastjórnar 1966 og 1967 eftir einstökum lands'hlutum. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði að 1957 hefðu 93'5 ibúðir verið fullgerðár í Reykjavílk og 1958 865 íbúðir. 1960 hins vegar 642, 1901 541, 1962 596, 1966 665 og 1964 574. Þessar tölur sýna, sagði ræðumaður, að aðstaða til að byggja hefur verið betri á vinstri stjórnar tímanum en nú. Loks tóku stuttlega til máls Vilhjálmur Hjálmarsson og Egg- ert G. Þorsteinsson, sem sagði að töiur Þórarins segðu ekkert um lánveitingar Húsnæðismála- stjórnar á þessum bveimur t'íma- bilum. — Baunsgaard Framlhald af bls. 1. ný rí'k'sstjórn undir forustu fjöl mennasta þingtflokksins, þ.e. Só síaldemókr at a. Eftir viðræðurnar við koniung var Baunsgaard að því spurður hvort hann hygðist taka upp við ræður um stjórnarsamvmnu við fulltrúa allra flokka. Svaraði hann því til að sanngj'arnt væri að ræða við fulltrúa allra þing- flokka, en v'Jldi ekkert um það segja í hvaða röð hann ætlaði að boða flokkana til viðræðma Þessar viðræður sagði Bauns- gaard að gætu varla hafizt fyrr en fulltrúar annarra flokka hafa rætt málið innbyrðis, og er bú- izt við að þeiim fun'dairhöldum verði lokið snemma á morgun. Jens Otto Krag og Per Hækk- erup, le.ðtogi þingflokks Sósíal demókrata, gengu tvívegis í dag á fund konungs. í fyrra skiptið var enn óákveðið hverjum kon- ungur fæ'li að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Lýsti Krag því þá yfir að flokkur hanis teldi sjálfsagt að mynduð yrði rí'kis- stjórn undir forustu Sósíaldemó kraba, og að sú stjórn fylgdi stefnu Sósíaldemókrata. Sagði Krag að flokksstjórnin hefði gengið frá ýmsuim liðum í vænt anlegri stefnuskrá, sem hugsan- legt væri að fulltrúar Radi’kala flokksins gætu aðhyllst. Þá sagði Krag að hann hefði rætt við Karl Skytte, annan af höf- uðleiðtogum Radikala, í síma í dag og þeir orðið sammála um frekari viðræður flokkanna. Poul Hartling, leiðtogi Vinstri flokksims, sagði að loknum við- ræðum við konung, að hann hefði mælt með því, að Bauns- gaard yrði falin stjórnar'mynd- un. Sagði Hartling, að úrslit kosninganna bentu til þess, að tími væri kominn til að skipta um stjórn í Danmörku, og kvaðst ekki sjá aðra leið til þess en að mynda samsteypuistjórn Raidikaia, íhaldsflokksins og Vinstri flokksms. Hann sagðist ek'ki geta hugsað sér nýja rík- isstjórn undir forustu Sósíal- demókrata og að Vinstri flokk- urinn vi'ldi ekki stjórnarsam- vinnu við Sósíaldemókrata. Leiðtogar íhaldsflokksins, þeir Poul Sörensen og Poul Möller, sögðu, að loknum viðræðum við Friðrik konung, að þeir hefðu einnig lagt til að Baumsgaard yrði falin stjórnanmyndun. Lagði Sörensen áiherzlu á að sbefna stjórnar Sósíaldemókrata undanfarna 14 mánuði hefði úti lokað möguleika á því, að ný : stjórn þess flokks tæki niú við völdum. Þeir Axel Larsen og Morten Lange, leiðtogar SF-flokksins gengu einnig á fund konungs í dag, en þeir voru. hlynntir því að Jens Obto Krag yrði falin stjórnarmyndun á ný. Baunsgaard lét ekki á sér j standa þrátt fyrir ummæli um að viðræður gætu ekki hafizt 1 fyrr en á morgun. Átti hann síð- i degis í dag viðræður við full- i trúa frá hinum þingflokkunum í Kri'stjánsborg. Er talið að eft- ir þær viðræður séu meiri likur fyrir því en áður, að mynduð verði samsteypustjórn borgara- flokkanna þriggja, Radikala, íhaldsflokksins og Vinstri. Heí- ur Baunsgaard boðað fulltrúa þessara flokka til frekari við- ræðna í Kristjánsborg í fyrra- málið. -----~--------- ? — Lestarræninginn Framihald af bls. 1 mikla leit hefur ekkert til hans spurzt fyrr en nú. Þegar Wilson var handtekinn í Kanada nú, var það gert á vegum útlendingaeftirlitsins. Var hann saikaður um að hafa komizt til Kanada á ólöglegan hátt í janúar 1966, án þess að hafa tilskilin s'kilríki. Hann er sagður hafa komið til Kanada með flugvél frá Belgíu, og eftir komuna keypti hann sér 40 þús- und dollara hús í Rigaud, um 50 kílómetra fyrir vestan MontreaL Þar hefur hann búið síðan með konu sinni og þremur börnum þeirra hjóna. Alls voru það 15 menn, sem þátt tóku í lestarrán- inu mikla, og hafa allir nema einn Bruce Reynolds, niáðst. Wilson var „bjargað" úr fangels- inu eftir að h'atfa setið þar í fjóra mánuði og öðrum ræningja, Ronal'd Biggs, var forðað þaðan nærri ári seinna. Leikur Biggs enn lausum hala. Ræningjarnir 15 stöðvuðu hraðlest á leiðinni frá Glasgow til London en með lest þessari var verið að flytja gamla pen- ingaseðla, samtals að upphæð um 2,7 milljónir sterlingspunda, til Englandsbanka í London, þar sem átti að brenna þá. Þótt 14 ræningjanna hafi verið handtekn ir 'hefur lögreglunni brezku ekki tekizt að finna nema örlítinn hluta þýfisins. Fulltmar Scotland Yard í London eru komnir til Montreal, og fylgja þeir væntanlega Wil- son heim til Bretlands á næst- unni. Leiðrétting MISRITANIR áttu sér stað 1 minningarljóðum um Guðmund Óskar Frímannsson í blaðinu í gær. Standa átti: „í fjörusandi fótsmár faldi sporin, fley sinna óska sneið úr þönglagreinum Og sfðar: „ vorsólar- skin frá ströndum að vestan“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.