Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1963 13 LOFTUR JULIUSSON: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær fyrir land og þjóð am alla fram- tið. Til að toyrja með eigum við að ‘kanna þá mögulei'ka, að fá leigðan srvona flota að mestu leyti yfir veiðitímann o.g þá ’helzt að leita tii Japana fyrst og fremst, .því ’þeir eiga úrval af heppilegum skipum ásamt ódýru vinnuafli, einnig eru þeir sér- lega duglegir fiskimenn og kunna vel til allra verka er að sjómennsku lýtur, þar á meðal öllu er lítur að því að skipa á milli úti á rúmsjó við erfiðustu aðstæður og :hefi ég sjéilfur fylgzt með vinnúbrögðum þeirra FUNDUR sá er haldinn var á /egura skipaskoðunarstjóra í Sjómannaskólanum um síðustu áramót þótti bæði nauðsynleg- ur og gagnlegur, og ættu sjó- menn oftar að koma saman og ræða ýmis málefni er snerta öryggi þeirra og starf. Ég vil hér í óbeinu sambandi af því er rætt var á fundinum minnast á veigamikið mál er snertir fyrst og fremst sjómennina sjálfa og þjóðarbúskapinn í heild. Sfðan byrjað var að fiska síld með kraftblökkinni með sérstaklega góðum árangri, þá hafa skipin stækkað og veiðarfærin einnig. Hvar takmörk eru í þeim efn- um er ekki gott að segja til um þar sem breytingar á öllum sviðum nú tíl dags eru svo ör- ar, og erum við betur og bet- ur að finna fyrir því, en þar vil ég nefna sem dæmi þær síldarverksmiðjur er byggðar hafa verið á undanförnum ár- um nær allt í kringum landið, nú síðast á Austurlandi. Sama er að segja um síldarplönin. Austurlandið virðist vera enda- stöðin í kapphlaupinu og hvað tekur svo við? Staðreyndir frá síðastliðnu ári sýna okkur það að einhver stórbreyting verður að ske og það fljótt. Við getum ekki haldið áfram áð bíða og vona að á næsta ári komi síld- in aftur upp að landinu á gömlu slóðirnar og í sama magni og þá er bezt gekk. Hér má ekki ske það sama og í togaramál- um okkar að halda að sér hönd um og gera ekki neitt, en láta allt grotna niður, og láta aðrar þjóðir skjóta okkur aftur fyrir sig. Nei, hér eigum við að hugsa stórt og framkvæma stórt ef vel á að fara í framtíðinni, en ekki að herða sultarólina. Þetta er fólgi’ð í því að koma upp fljótandi vinnslustöðvum og fleiri síldarflutningaskipum, en og meira öryggi og betra skipu lag í heild en þar á ég við betri viðgerðarþjónustu, læknisaðstoð og hvíldarstundir fyrir skips- hafnir veiðiskipanna um borð í stóru vinnsluskipunum sem hefðu upp á að bjóða sal til kvikmynda- og leiksýninga og ýmissa tómstundaiðkana. Ég minnist á leiksýningar, en þar hefi ég í huga hvað Bandaríkja menn gera fyrir sína útverði á hjara veraldar, senda þeim beztu skemmtikrafta með gó’ð- um árangri. Við eigum ágæta skemmtikrafta sem á sumrum dreifast í flokkum kringum landið, þeir hefðu ánægju vona ég af að heimsækja okkar út- verði og skemmta þeim á sjálf- um síldarmiðunum. Einnig ætti að staðsetja á svona skipum þyrlu, er í neyðartilfellum kæmi skipunum til hjálpar hvort held' " ur er í sambandi við að flytja strax slasaðan mann eða mikið veikan um borð í móðurskipið, sem hefði fullkomna læknis- og sjúkraþjónustu fyrir allar venju legar aðgerðir. Að öðru leyti að flýta fyrir að koma sjúklingn- um á sjúkrahús í landi með elds neytistöku frá skipum er væru í stöðugum flutningum miDi veiðasvæða og lands. Einnig væri þyrlan nytsömu við björg- un, aðstoð og varahlutaþjónustu til skipanna ásamt ýmsum öðr- um störfum. Ég er 'hér ekki að benda á neina draumóra (fan-tasíu) held- ur er þetta 'blákaldur veruleik- inn er verið hefur í framkvæmd með góðum árangri á undanförn um árum meðal fremstu þjóða í fiskveiðum eins og t.d. Rússum og Japönum en einmitt þessi að- ferð genði þeim mögulegt að ná mestum árangri í fiskveiðui\ í heiminum samfara geysistórum og öflugum skipaflota af öllum stærðum og ýmsum gerðum, er sækja á öll fjarlægari mið hér í Japanskir skuttogarar umskipa fiski um borð í verksmiðjuskip. í þeim efmum. Einnig eru til sölu eða leigu nú þegar 3 verk- smiðju&kuttogarar um 3.000 lest- ir að stærð hvor er geta flakað og -fryst 30 tonn á sólarhring o.g mjölvirrnslu með 5 tonna afkasta gei,u pr. dag. Samtímis að 'hag- nýta sérlega gott dekkpláss ofan dekks fyrir síldarsöltun (plan), lestarrými undir- farminn er 1.000—1200 tonn og góðar vistar- verur fyrir 70—80 manna á'höfn. Hér hefi ég lítillega minnzt á afar að'kaliandi mál sem ráða- mönnum viðkomandi útvegs og þjóðarinna.r í heild ‘ber skylda til að kanna og ganga úr skugga um nauðsyn þess, að hrinda í framkvæmcL, í staðinn fyrir að tvístíga yfir að reyna að finna laiusn á því sem tilheyrir fortíð- inni. Við íslendingar skulum strax gera okkur ljósa grein fyr- ir þeirri staðreynd, að ef við ætl- um áfram að stunda fiskveiðar með góðum árangri, þá verðum við að sækja á fjarlægari mið og það bæði á litlum og stórum skip um alveg eins og aðrar þjóðir gera bæði til síld og botfiskveiða, en þetta verður ekki að neinu gagni nema tíl komi breifanleg- ur floiti af samsvarandi s'kipum er ég ‘hefi minnzt á hér að fram- an. Reykjavík, 7. janúar 1966. Loftur Júlíusson. mzsz*r - - • , sSSft." Má mm i igigip ■■ "•■■m Skozki verksmiðjutogarinn „Fairtry 1“ þau er fyrir eru nú hafa þegar sannað gildi sitt fypr verk- smiðjurnar í landi til að byrja með eigum við að koma upp flota af flutningaskipum allt að 10, svipaðri stærð og Haförnin, eingöngu til síldarflutninga fyr- ir verksmiðjurnar í landi. 1— 2 20—30 þúsund tonna skip er eingöngu salta og verka (full- vinna) síldina um borð, nokk- urs konar fljótandi síldarplön. Síðan 2—3 frystiskip um 3000 tonn að stærð er flökuðu, sölt- úðu og heilfrystu (beitusíld) síldina og til annara nýtingar eftir þörfum. í staðinn fyrir að eyða dýrmætum veiðitíma í 6 —8 daga siglingu til og frá fiskimiðum með ca 300 tonna afla (farm) til losunar í land og þá hráefnið í fles'tum tilfellum orðið lélegt, þá eiga þessi skip á sama tíma að vera kyrr á mið unum og halda áfram að veiða og landa nokkrum sinnum 300 tonnum um borð í ofangreind flutninga og vinnsluskip, annað er hreinn molbúaháttur. Með þessum a'ðgerðum skapast meiri afköst og aukin aflaverðmæti, auk olíusparnaðar fyrir flotann N.-Atlantsbafi aðallega Rússar vestur á bóginn til Lábrador, Newfoundlands og útaif austur- strönd Bandaríkjanna einnig við strendur Afríku og Suður- Ameríku auk annarra veiði- svæða þekktra og óþekkitra hér í álfu. Ég 'hefi séð stór móðurskip, fiskvinnslu og flutningaskip auk olíuskipa, liggja fyrir akkerum úti á miðunium á annað hundrað faðma dýpi með 4—8 veiðiskip á hvorri síðu losandi aflann um borð síðan eftir losun leggjast veiðiskipin að ol'íus’kipuinu til eldneytistöku, síðan sigla nokkuð hundruð faðima frá og 'hefja veið ar. Þarna eru á ferðinni eftir þörfum næg flutningaskip og birgðasklp er leysa hvort annað aí og enu í ferðum milli veiði- svæða og afskipunarhafnar heima fyrir og eru fjarlægðir stundum ekkert smáræði þar á milli. Með þessu móti fæst full nýting veiðiflotans í iheild 'hverju sinni og væri verðugt verkefni fyrir hagfræðinga okkar að reikna út þann gífurlega mismun sem þar kæmi fram til hagsbóta Seyöisfjarðarkirkja tekin í notkun aö nýju Á JÓLADAG síðast liðinn fór fraim hátíðaguðþjónusta í Seyðis fjarðarkirkju, og var húsið þá formlega afhent söfnuði eftir u. þ.to. sex mánaða hlé á belgihaldi innan veggja þess. Verður hér skýrt stuttlega frá þeim endur- bótum, er fram höfðu fairið á nefndum táma. Með lögum frá 7 marz árið 1882 var leyft að flytja kirkju frá Dvergasteini inn til Seyðiis- fjarðar. Var kirkjan þá reist á Vestdalseyri. Fauk hún í ofviðri, og var önn.ur kirkja byggð neð- ar á eyrinni. Síðari kirkjan var rifin og viðir hennar notaðir til bygging ar nýrrar kirkju á Fjarðaröldu í Seyðisfjarðarkaupstað Var hún vígð hinn 6. ágúst 1922 og stend ur enn. Kvenfélag Seyðisfjarðar hafði frá upphafi forgömgu um byggingu kirkjunnar og fjáröfl- un til framkvæmda. Jón G. Jón- asson gerði teikningu að hús- inu. Varð það allmiklu stærra en kirkja sú, er staðið hafði á Vestdalseyri, og frábærlega stíl- hreint og reisulegt Þá málaði Jón kirkjuna, en Sigurður Björns- son var yfirsmiður við bygging- una, Kirkjugrunninn reisti Jón Vigfú'sson. Seyðisfjarðarkirkja er timbur hús, sem fyrr greinir, en járn- vari'n er hún hið ytra. Á þeim rösklega fjórum áratugum, sem á síðasta ári voru liðnir frá byggingu kirkjunnar, hafði hún nokkuð látið á sjá, enda engar teljandi endurbætur farið fram á kirkjuskipinu innanverðu til þess tíma. Að utan hafði kirkj- unni á hinn bóginn verið haldið við eftir þörfum. Undanfarin ár hafði Seyðfirð- ingum orðið æ ljósara þörfin fyrir gagngera viðgerð á kirkj- umni, Hafði það mál m.,a. verið rætt á fjörutiu ára afmæli kirkjunnar. Eftir það gerði sóikn arnefnd ýmsar undirbúningsat- huganir, og hafði þáverandi sóknarprestur, séra Erlendur Sigmundisson, nú biskupsritari. forgöngu um framkvæmdir. Af ýmsum ástæðum dróst verk þetta þó á langinn en vet- urinn 1S>©6—7 gerði Ragnar Emilsson arkitekt uppdrætti að nýrri innréttin.gu kirkjunnar og fyrir toams milligöngu gerði síð- an Jóihann Indriðason rafmagns verkfræðinigur, teikningu af endurnýjaðtri raflögn, ásamt til lögum um ljósabúnað. Garðar Eymundssom. byggingameistari, tók að sér smíði og alla máln- ingu, en Leifur Haraldsson. raf virkjameistari, tókst á hendur raflögn kirkjunmar og lýsimgu. Verkið var síðan hafið í júnírmán uði síðast liðnum, en guðsþjón- ustur og aðrar kirkjulegar at- hafnir voru þá fluttar í Barna- skól'a- Seyðisfjarðarkaupstaðar. Framkvæmdum var í aðalatr- iðum hagað á þessia leið: Gert var að þakleka og glugg um, en útveggir, einkum að austan endumýjaðir að nokkru, Skipt var um gólf í kirkjun-ni, bæði máttarviði þess og klæðn- ingu, en teppi að lokum lagt á gólfið, aLlt utan frá dyrum og inn að kórgafli. Áður voru veggir kirkjunnar að innan klæddir gisnum og þunnum panel, en hann aftur klæddur pappa sem orðinn var gamlaður nokkuð. Var pappír- imn nú ofan tekinn, em í hans stað komu olíubornar s-pónaplöt- ur og síðan eikarklæðni-ng, sér- lega vönduð og fögur. Eru nú framt voru vegglægjur fegraðar með mokkrum helgitáknum. Ljósabúnaður kirkjunnar var m-jög úr sér genginn. Va-r han-n nú endurnýjaður gjörsamlega, og er lýsing hússins nokkuð með öðrum hætti en fyrr, í senn bjartari og fyrirferðarminni. Á hinum nýju teikningum er gert ráð fyrir því. að kór ki-rkj- unnar verði í senn hækkaður og dýpkaður verulega. Ekki reyndi-st unnt að framkvæma þes.sa nýsmíð að sirnni, en svo var gengið frá kórga-fli, að í fyl'ling-u tímams verður a-uðvelt að vinna þetta verk, án jfcss það valdi nokkurri röskun á hú-sinu að öðru leyti eða starf- semi þeirri, er þar fer fram. Aðrar umibætur eru fyrirhug aðar jafnskjótt og aðstæður leyfa. Skrúðhús nýtt verður í tengslum við kórbygginguma og e.t.v. enn aðrar vistarverur. Úti- hurðir verða endurnýjaðar og tröppur lagfærðar. vatns- og frá rennslislögn kom-ið fyrir í kidkj unni, _ ásamt hreinlætisherbergj- um. Skipta þyrfti um kirkju- bekki, og stefnt er að kaupum á pípuorgeli. Fjár til þeirra framkvæmda, sem nú er lokið, hefur verið af.lað m-eð ýmsum hætti. Kirkj- an átti nokkurt fé í sjóðurm en vitað var, að það mun-di hrökkva skammt. Var því leit- að tii Bæjarstjórnar Seyðisfjarð arkaupstaðar. sem um árabil “ . , . , : “ , , , | arK-aupsraoar. sem um ara-ou veggir kirkjunnar allir pryddrr hefur sýnt m,álefnum Seyðis- kilæðningu þessari. Lofthvelfingu hússins, súlur og bi-ta, þurfti mjög að bæta og sumt að endursm-íða. en síðan vo-ru þessir hlutar byggingarinn ar málaðir að nýju. Vegglægj- ur voru skreyttar m-eð þriðja versi úr 84. sálmi Daviðs, rit- uðu með gotnesku letri. Jafn- fjarðarkirkju mikinn skilning. Lagði toæjarstjórn fram mikil- vægan skerf til byggingarfrarrv kvæmdanna. Kvenfélag Seyði-sfjarðar gaf teppið á allt kirkjugólfið og vinnu við frága-n.g þes-s, ásamt va-ndaðri ryksugu. Kvenfélagið Framíhald á ‘bls. 10 Séð yfir hluta af Seyðisfjarð arkirkju við hátíðaguðsþjónustu á jóladag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.