Morgunblaðið - 27.01.1968, Side 16

Morgunblaðið - 27.01.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANTTAR 196« A URSUTALEIKNUM I MONTEVIDEO Eftir sr. Robert Jack URUGUAY er fyrir norðan Argentínu og hinumegin við La Plata ána og er höfuðborg þess Montevideo. Sagan segir að sjó- maður nokkur um borð í skipi Magellans á 16. öld hrópaði ,mont vid eu“-ég sé f jall. En það sem hann horfði á var í rauninni að- eins hæð sem nú heitir E1 Cerro því engin fjöll eru á suður ströndinni. Fjarlægðin milli Bu- enos Aires og Montevideo er um 300 kílómetrar. Ég vissi um tvær leiðir til Montevideo: á flugvél og á loftpúðabát. Hinir Skotarn- ir, sem ætluðu á knattspyrnu- leik pöntuðu far á flugvél. Við hjónin ætluðum með bátnum og með því móti sjá eitthvað af löndunum beggja megin við ána. Til þess að panta farseðla skrapp ég í skrifstofu Kruger og þar, í fyrsta skipti hitti ég Christian Faber, sem ég hefi get- ið um og er fyrrverandi Kaup- mannahafnarbúi. Faber er al- vörugefinn maður og velnorr- ænn. Hann, ásamt fjöldskyldu sinni, hefur búið í Buenos Aires í rúmlega 18 ár. Hann hafði heyrt getið um mig frá Hans Kruger og var hinn vingjarn- legasti. Við töluðum dálítið lengi um daginn og veginn og líf í Buenos Aires þangað til hann tók upp litla bók úr skúffu í skrifborði sínu og byrjaði að lesa rólega úr henni. Ég var undrandi því að málið, sem hann mælti var forníslenzka. Hann hætti og rétti mér bók- ina. Hún var Völuspá, og leið ekki á löngu þar til ég komst að raun um að þessi bók var nokkurskonar Biblía Christian Faber. f bókinni voru skýringar á þýzku. En þær nægðu ekki Fab er. Hann hafði margar eigin skoðanir um innihald bókarinn- ar, sem því miður vinnst hvorki tími né rúm til að segja frá. En hann lítur á Óðin meðal annars, sem forföður allra nor- rænna manna. Hann lítur á fs- land sem mestu menningarþjóð heims. Hér í skrifstofu á hliðar- götu í stærstu borg Suður- Ameríku hitti ég íslandsvin. í miklum hita var það eins og fersk norðan gola. En þótt að við værum með vegabrefaáritan ir frá Hjalta Björnssyni, ræðis- manni Uruguay í Reykjavík, vildi hlutaðeigandi ekki viður- kenna þær og þar með var bátsferðinni lokið. Mér gramd- ist þessi neitun og sagði ég Fab- er að ég færi til Montevideo einn. Hann brosti og sagði ekk- ert við því. En í stað þess að við lentum bæði í vandræðum var Faber svo elskulegur að bjóða konu minni í bíltúr um borgina, og að því loknu dvaldi hún í góðu yfirlæti heima hjá honum og fjöldskyldu hans. Það er satt að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Klukkan var sex árdegis, er ég sýndi vega- bréfið mitt með áritun Hjalta hjá útlendingaeftirlitinu á flug- stöðinni í Montevideo. Maður- inn horfði gaumgæfilega á það og síðan á mig Hann mælti ekki eitt einasta orð heldur rétti mér vegabréfið, en ég gekk út úr stöðinni í glampandi sólskin og hita. Ég hafði farið með fyrstu flugvél dagsins frá Buenos Aires og beið fyrir utan flugstöðina þangað til hinir félagarnir komu um níu leytið og þá fórum við allir í rútubíl til borgarinnar. Leiðin var hin fegursta og eftir hinni löngu götu Rambla, sem liggur meðfram ánni og breiðri sandfjöru hennar. En þess skal geta hér að þótt La Plata sé á, er hún reyndar stór og breið- ur sjór og sér maður ekki land á milli. Eftir að við höfðum skil- ið við bílinn fórum við tveir á kaffihús og fengum okkur Kaffi a letchi, kaffi og heita mjólk og ólystugt'brauð með kjöti. Að því loknu gengum við rakleiðis Á knattspyrnuvelli í Montevideo. Tveir að byrja að rífast (S. Aeríkumenn). niður að Rambla veginum og sandfjörunni. Þar var ágætt að vera í sólinni og sátum við þar saman að spjalla. Það var liðin stund og þá heyrðum við manns- rödd og snerum okkur við strax við. Fyrir aftan okkur stóð mað- ur, auðsjáanlega suður-amerísk- ur, virðulegur, sennilega um sex tugt. Hann ávarpaði okkur á ensku og settist hjá okkur. Hann tjáði okkur að bæði afi hans og amma hefðu verið ensk og setzt að í Montevideo um aldamótin. Hann Þóttist vita að við værum Skot- ar,komnir til að sjá stóra knatt- spyrnuleikinn, en ef við kærð- um okkur um myndi hann fús- lega sýna okkur gasstöðina, sem hann væri forstjóri fyrir og stæði skammt frá. Þá benti hann á stóra byggingu við fjöruna uim fimm hundruð meitra frá. Við þágum þetta góða boð. Forstjórinn hét Alfonso og var hann hinn bezti fylgdarmaður og fræddi hann okkur mikið um Uruguay og höfðuborg þess. Auk þess sýndi hann okkur gas stöðina og kynnti okkur fyrir nokkrum mönnum þar. Hann hafði ánægju af að vita, að ég kæmi frá íslandi, en hann hafði aldrei séð snjó á æfinni og bað mig um að lýsa landinu kalda, sem ég gerði eftir beztu getu. Við fengum að þvo okkur við útivask og eftir hressingu.sem hann veitti, settumst við þrír niður við gamlan bát í fjörunni og skiptumst á spurningum um Uruguay og ísland. Allt sem stöðvarstjórinn sagði um land sitt reyndist vera rétt, enn fremur var hann vel lesinn maður og góður í ensku. í Urugu ay eru hæstu árstekjur á mann í allri Suður-Ameríku, eða. kr. 31,050.00. f landinu eru rétt rúm lega 2.000.000 fbúa og Ihelming urinn á heima í Montevideo. Inn flytjendur eru velkomnir, því að landið vantar fleira fólk. Þótt landið sé katólskt, að minnsta kosti að nafninu til, ríkir mikil andúð á kirkjunni. Jóladagur- inn heitir ekki lengur því nafni heldur ”fjöldskyldudagur“ og páskavikan heitir nú ”ferða- mannavikan". Sjúkrasamlagið í Uruguay nær til fjöldans, elli- styrkurinn mikill og getur hver sem vill hætt störfum eftir þrjá tíu ára þjónustu á fullum laun- um. En stöðvarstjórinn virtist vera raunsæismaður, því hann brosandi við: ”Auðvitað kostar þetta allt saman mikið og erum við á tréfótum! Uruguay er að- allega landbúnaðarland og þar sem ull og gærur hafa lækkað í verði eigum við við marga erf- iðleika að etja.“ Ég skildi vel hvað hann átti við. Um stund sátum við þegjandi og horfðum út yfir breiða ána dökka því að vatn í La plata er morlitað. "Hvernig var það með herskip- ið þýzka, Graf Spree“? spurði ég, ”Var ekki orustan mikla hér á La Plata?“ ”Jú“ svaraði stöðv arstjórinn ”ég man vel eftir henni og horfði á skothríðina frá gasstöðinni. Aumingja skip- stjórinn sökkti skipi sínu af ótta víð Breta, sem léku á hann, og sennilega af skömm og hræðslu við Hitler drap hann sig í hót- eli í Buenos Aires“. „En hvað um hina skipsmennina?" spurði ég. ”Ja, þeir kunnu að lifa“. Ain Tiger í Buenos Aires svaraði Alfonso ”Ég veit að flestir þeirra giftu sig bæði hérna og í Agentínu, og ég held að flestir séu ennþá á þessum slóðum“. Á þessu opna svæði var hit- inn nú orðinn fullmikill og vild um við komast upp í bæ til að vera í skugga stórra býgginga. Það var þesevegna, að við kvöddum stöðvarstjórann og þökkuðum honum fyrir allt. Eftir hálftíma vorum við komnir á Plaza Winston Churchill. Uruguay hefur lengi verið vinaþjóð Bretlands og er lýð- ræði þar í landi. Grundvöllur alls lífs í Uruguay er frelsi og ótti við það að týna því. José Battle y Ordófiez er frelsis- og umbótahetja þjóðarinnar. Hann lézt árið 1929 aldraður maður. Hann barðist á móti kommún- isma og trúði því af hjartans sannfæringu að rétt þjóðfélags- þróun myndi eyða stéttarskipt- ingu betur og fljótara en Marx- ismi. Það var hann, sem lagði grundvöll að hinu víðtæka trygg ingarkerfi ríkisins og kom því til leiðar að ríkinu væri skylt að sjá fyrir þegnunum, þegar starfskraftar þeirra væru á þrot um. Nafn José Battle y Ordófiez er haldið í heiðri um allt Urug uay. Knattspyrna er meir en í- þrótt í Uruguay. Hún er dýrkuð. Hún er eins og dýpsta trú. Allar byggingar voru fánum skreyttar og bar mikið á skozkum fánum Uruguayum er illa við Argen- tínumenn og er það af pólitísk- um ástæðum: einræði og lýðræði semur aldrei vel. Við fengum okkur svaladrykk á matsöluhúsi við torgið og héldum afram að Plaza Inde- pendencé og að Vittoria Palace hóteli, þar sem við ætluðum að borða með skozka liðinu, sem hélt þar til. Skólabróðir minn er framkvæmdastjori Glasgow Cel- tic, og ætlaði eg að spjalla dá- lítið við hann á undan matn- um. En það var auðveldara sagt en gert að komast inn í hótelið. Mikill múgur Argentinumanna stóð fyrir utan og heimtaði Cel- tic liðið fram. Þegar við loksins komumst inn í forstofu hússins var varla hægt að hreyfa sig fyrir fólki Þarna voru saman komnir knattspyrnuforvígismenn frá Ameríku og Evrópulöndum. Allir leikmenn úr Penarole, knattspyrnuliðinu sem vann heimsmeistaratitilinn í fyrra og sem tapaði fyrir Celtic í Glas- gow fyrir stuttu, stóðu hver með blómvönd í hendi til að afhenda Skotunum. Mér var bent á Pelé hinn heimsfræga kappa frá Brasilíu og vildi ég endilega ná tali af honum. Ég náði í háskólanema, sem -afði beðið mig um Celtic merki, þeg- ar ég kom inn um dyrnar, og bað ég hann að túlka fyrir mig. Hann gerði það gegn því að fá merk- ið. Pelé er aðlaðandi ungur mað- ur, og gat ég því miður aðeins spurt hann þriggja spurninga því að í þessum mikla mann- fjölda var hann eftirsóttur af fjölda blaðamanna. Fyrst spurði ég hann, hvernig hann héldi að leikurinn myndi fara. Hann svar aði því til, að hann héldi að Skozka liðið myndi sigra vegna þess - að leikmenn þess væru miklu fljótari en þeir í Racing Club Argentínu. Því næst spurði ég Pelé hvort hann hyggðist fara til að leika með liði í Ev- rópu. Nei, hann var á móti því. Og í þriðja lagi, spurði ég hvort hann kæmist í fjárþröng, ef hann hætti atvinnuknattspyrnu á morgun. Hann hélt nú ekki, hann væri vel stæður og ætti í fjöldamörgum fyrirtækjum bæði í Brasilíu og Evrópu. Þegar ég sagði að lokum að ég væri frá Islandia, horfði hann á mig dálítið undrandi, hafði sýnilega enga hugmynd um það land. Mér þótti þetta stutta viðtal við Péle nokkurskonar ’scoop' því að ég vissi seinna um nokkra blaðamenn, sem gátu ekki rtáð tali af honum þótt þeir reyndu Ég fékk beztu máltíðina í Suð- ur Ameríku í Victoria Palace hótelinu. Var það ljúffeng skóg- arfuglasúpa og „ómelett“ var framleidd úr rjúpnaeggjum með gorkúlum, ræktuðum í sérstök- um sandgryfjum. Hún var herramanns matur, og allt sam- an kostaði lítið meira en kr. 100.00. Eftir matinn forum við út úr hotelinu, og beint á móti blasti Palacií Salvo við augum okkar. Þessi stóra byggtng, 26 hæðir er forsætisráðuneyti lands ins. Blaðamenn, sjónvarpsmenn og frægir íþróttamenn þyrptust út úr hótelinu á leið á stóra leik- völlinn, sem var byggður árið 1930 í sambandi við heimsmeist- arakeppni í knattspyrnu og rúm ar 80.000 áhorfendur alla í sæti Ég talaði örlítið við Manning, þekktan íþróttafréttaritara fyr- ir Daily Mail í London, og spurði hvernig hann héldi að leikurinn myndi fara. Ég hefi enga hugmynd", svaraði hann og hélt áfram. Nei, Englending- ar voru ekki hrifnir af því að Glasgow Celtic vann í maílok Evrópumeistaratitil í knatt- spyrnu með því að sigra Inter Milan í Portugal. Og öfund þeirra snerist í gleði, þegar dóm- arinn frá einræðisríkinu Paragu ay lét ruddaskap Argentínu- manna afskiptalausan, jafnvel þótt Skotarnir þyrftu að þurrka hráka þeirra af andlitum sínum, og tóku að svara með hrinding- um og handalögmálum. Þess skal getið, að þegar Cel- tic leikmenn komu aftur heim til Glasgow lögðust fimm peirra í rúmið með vírussjúkdóm, og benti einhver óviðkomandi á það að þessi veikindi stöfuðu af hráka Argentínumannanna. Mál ið hefur verið í rannsókn. Celtic tapaði 1 mark gegn núlli. BBc gladdist yfir því og Kenneth Wolstenholme birti í sjónvarps- þætti sínum allt það ‘Ijótasta1 sem Celtic hefði gert til að verj ast andstæðingum sínum. Hann sýndi ekki orsök og ástæðu fyr- ir því. Hallur í Tímanum birti eitthvað af þessum myndum Wol stenholme. Hver elskar sér líkt? Duncan, hinn mikilsvirti rítstjóri stórblaðs brezka ‘Brit- ish Week hefur nýlega dæmt þessa framkomu BBC og Kenn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.