Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1%® Olafur Finnsson bóndi í Bergvík BNN er ihöggivið skairð í bænda- hóp okkar Kjalarnesinga. Nú síð a.st þann 21. þ.m. andaðist Ólafur Finnnsson frá Bergvík, Hann var með elztu búendum í sveit- inni eða 52 ár hafa þau hjón Jakobína og Ólafur búið í Kjal- arneshreppi á Jörfa og Bergvík. Ólafur var fæddur 2. júní 1800 að Múlakoti í Stafholtstungum í Borgarfirði. Foreldrilr hans voru ,4.sta Guðmundsdóttir ættuð úr Borgarfirði og Finnur Ólafsson fæddur í Útkoti og var Kjalar- nesingur. i>au hjón, Finnur og Ásta, fluttu á Kjalarnesið þegar Ólafur vair barn að aldri (9 ára) og munu lengst hafa búið í Mýr arholti (nú í eyði). Ólafur átti heima á Kjalarnesinu alla tíð eftir þetta utan 2 ár sem hann var á Lágafelli hjá Daníel Daní- elssyná. Ólafur fór snemma að vinna fyrir sér og hjálpa foreldrum sínum með iþví að fara í vinnu til annarra. Hann var ötu'll, dug- legur og viljugur og varð því mjög eftirsóttur af öllum sem kynntust honum. Ólafur mun lengst hafa verið starfsmaður hjá Daníel Daníelssyni í Brautar holti og siðar á Lágafellli þar ti'l hann stofnaði sjálfur heknili og búskap. Á þessum árum áður, stundaði Ólafur sjómennsku nokkuð á þilskipum. Árið 1915 kvæntist Ólafur eft- irlifandi konu sinni Jakobínu Björnsdóttur fró Knarramesi á Vatnsleysuströnd, ólst upp í Katrínairkoti, Garðaíhreppi. Þau hjónin eignuðust 7 börn, sem flest komust till fullorðins ára. 4 þeirra eru á lífi: Guð’mundiur, Guðrún og Kristbjöirg búsett í Reykjavík og Sigríður, býr í Mos fellssveit. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Jón Vikar, sem býr nú í Lykkju á Kjalarnesi. Öll eru þessi böm góð, dugleg og myndarleg. Ég þekki þau öl1 vefl. Fyxstu hjúskaparár sín bjuggu þau Ólafur og Jakobína á Jörfa en þaðam fluttu þau að Bergvík, ný'býli úr Hofs- og Valláarlandi. t Runólfur Þorsteinsson Berostöðum, andaðist í sjúkrahúsinu Sól- vangi í Hafnarfirði 25. jan. Anna Stefánsdóttir og börn. t Systir okkar Fanney Sigurðardóttir frá Stekk lézt í Landsspítalanum 21. jan. Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. jan. kl. 13.30. Blóm vin- samlega afþökkuð. Systkinin. Hafði Einair bróðir Ólafs, byggt þar lítið hún sem hann bjó fyrst í og hafði hann fluttninga miUi Reykjavíkur og Kjalamess sjó- veg. Þá var enginn vegur kom- inn, en afl'lt flutt sjóveg. Einai fór frá Bergvík að fh-estshúsum, en þá flutti ólafur sig að Berg- vík. Ræktaði þar tún og toom sér upp skepnum smám saman og fénaðarhúsum. Allt var þetta vel hirt og snyrtilegt utanbæjar og innan þrátt tfyrir mörg börn. Lengi framan af búskapnum varð Ólafur að vinna utan heim- ilisins, því jarðnæðið var lítið og skepnurnar of fáar, en heim- ilið nokkuð þungt. Ólafur vann ö>lCL árin við steypustöðina sem rekin var á Hofsbökkum og steypti þar hol- steina og fl. til byggingar. Jafn- hliða sand- og malarflutningi til Reykjavíkur. Hann var þar tfast- ur starfsmaður og verkstj. eða umstjónarmaður á þeim ámm sem það fyrirtæki var starfrækt þar á Kjalarnesinu. Einnig þótti flestum gott að grípa til Úlafs í Bergvík þegar sérstök verk þunfti að framkvæma svo sem byggingar og þessháttar fram- kvæmdir, því hann var ágætlega lagvirkur, hafði glöggt aiuga og góðan smekk, auk þess duglegur og vanur margvíslegri vinnu. Oft var til Ólafs leitað ef að hjálpa þurfti skepnum t.d. um burð o.g ekki náðist til dýra- læknis, eins og stundum kom fyr- ir hér áður fyrr þegar samgöng- ur voru erfiðari og dýralæknar fáir. Þegar jafnaldrar manns, vin- ir og samtíðarmenn eru að kveðja, staldrar maður við, lítur um öxl og tfinnur brátt, hvað minningarnarnar eiru í raun og veru ólíkar um hvern og einn. Ótal góðar minningar á maður um samferðamennina en mynd- irnar eru svo margar og ólíkar sem koma þá í huga manns. Þegar ég nú hugsa um Ólaf í Bergvík sem samferðamann og jafnaldra, þá sé ég hann glaðan, ljúfan, brosleita.nn og hæglát- ann, aUtatf eins. Eins og 'lífið hafi alltaf ‘brosað við honum. Veit ég þó vel, að svo var ekki. Hann missti t.d. 3 börn sín, 2 syni, upp komna, duglega og góða drengi og hálfvaxna stúlku. Heimilið í Bergvík h efir ektoi aliltaf haft allsnægtir. Jörðin var lítil og ekki hægt að stækka hana. Þar af leiðandi var fénað- urinn of fár fyrir heknilið. Varð því ólafur að fá vinnu utan heim ilisins eins og áður er sagt, sem kannske var stundum stopul. Börnin urðu að vinna utan heim- ilis þegar þau komust á legg. Nokkur hjálp að róa litllum bát t Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför fö'ður okkar, tengdaföður og afa, Sigurðar Jónssonar bónda frá Mánaskál. Börn, tengdabörn og barnaböm. til tfiskjar. En þegar heim var komið, var heimili hans bjart, hlýtt og hreint, börnin efnileg, góð, léttlynd og komu sér vel við ■alla. Þetta síðasta vóg kannske upp á móti áhyggjum um afkom- una. Þegar Klébergsskóllinn var tek inn til sta.rfa, var oft ‘leitað til Ólafs að lagfæra, þegar á lá, eins að undirbúa ef skemmtanir áttu að vera eða stórir fiundir. Stóð þá aldrei svo illa á hjá honum að hann gæti ekki komið til hjálpar. Ber.gvíkurheimiflið var góður nágranni skólans. Það voru að vísu allir á Nesinu, en þetta var næsti nágranninn og skólabörnunum fannst þar vera sitt annað heimili. Vildi ég nú mega þakka næstu nágirönnium skólans, 3 heimilum, sem allt fólkið nú er farið af: Vallá, Grund og Bergvík, fyrir velvild og gæði börnum mínium til handa, sem öll voru í heimavist á Klébergi. Svo að endingu kveðja til Ólafs fermingarbróður mdns, og samúðarkveðja til konu bans og barna. Jónas Magnússon. I DAG er kvaddur hinztu kveðju frá Brautarholtkirkju, Ólafur Finnsson, bóndi í Bergvík í Kjalarneshreppi, sem lézt að- faranótt 21. jan. sL Hann var fæddur 2. júní 1890 í Múlakoti, Stafholtstung- um, Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Gúðmunds- dóttir, ættuð úr Borgarfirði og Finnur Ólafsson frá Útkoti í K j alarneshreppi. Þau foreldrar Ólafs bjugu við þröng kjör og ákváðu því að breyta til aldamótaárrið og fluttu suður á Kjalarnes. Höfðu þau eignazt 12 börm, af þeim náðu aðeins sex fullorðinsaldri. Þegar á Kjalamesið kom, fóm þau Finnur og Ásta fyrst að Lambhúsum í Brautarholts- hverfinu óg síðar að Mýrar- holti. Svo sem í þá daga var títt, fór Ólafur snemma að heiman til þess áð vinna fyrir sér, fyrst sem léttadrengur að Bakka og síðar sem vinnumaður að Braut- arholti. Minntist hann síðar með þakklæti ágætra húsbænda sinna á bæjum þessum. Það var í senn fróðlegt og skemmtilegt að heyra Ólaf segja frá daglegu lífi og starfi fólksins, hér á nesinu, á upp- vaxtarárum sínum, því hann var félagslyndur maður og hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu. Jafnaðargeð og létt lund hans kom þar bezt í ljós, að hann minntist ætíð bjartari hliðanna I lífinu en ekki þeirra döpm. Árið 1915 steig Ólafur mesta gæfuspor í lífi sínum, er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jakobínu Björnsdóttur. Lifðu t Þakka margháttaða vin- semd og hluttekningu við fráfall Jóns Magnússonar fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Fyrir hönd vandamanna. Ragnheiður E. Möller. t Alúðarþakkir flyt ég öllu skyldfólki og vinum, nær og fjær, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og bálför móðurbróður míns, Kristjáns Stígssonar. Sigurbjörg Kristófersdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við frá- fall og jarðarför móður okk- ar Kristínar Jónsdóttur Kaplaskjólsveg 7. Börn og tengdabörn. þau I farsælu hjónabandi meir en fimmtíu ár. Bjuggu þau ungu hjónin fyrsrtu búskaparárr sín að Jörfa hér í hreppi, en fluttu árið 1919 að Bergvík, þar sem þau bjuggu æ síðan. Bergvík er lítið býli vi’ð Hofs vík, og reistu þau hjónin sér snoturt hús á sjávarbakkanum. Ekki framfleytti jörðin stórum búpeningi, en notadrjúg var hún Ólafi og Jakobínu, því þar fram- fleyttu þau og komu til manns, með ráðdeild og hagsýni, sjö börnum sínum og einum dótt- ursyni, er þau ólu upp. Einnig vann Ólafur utan heim ilis, það er til féll, til þess að drýgja björgina. Enda var hann alla tíð maður fús til vinnu og verklaginn. Af börnum þeirra hjóna eru þrjú látin, Halldór og Finnur er náðu fullorðinsaldri og Ásta sem lézt á barnsaldri. Á lífi eru Guðrún, Sigrríður, Kristbjörg og Guðmundur, auk dóttursonarins Jóns Vikar. — Barnabörnin og bamabamaböm in eru orðin mörg. Hafði Ólaf- ur af þeim mikið yndi, svo barn gó'ður maður, sem hann var. Skemmtilegar bernskuminn- ingar eru það, er lítill hnokki lagði leið sína, á vormorgni, meðfram sjónum í bamaskól- ann á Klébergi. Lá þá leiðin um hlaðið í Bergvík. Var þá Ólaf- ur gjarnan að huga að bát sín- um eða gera að hrognkelsum og ávarpaði drenginn með hlýjum orðum. Þannig er það með okkur mannanna börn, áð sumir festa ekki rætur, þar sem þeir búa, jafnvel alla sína ævi, en aðrir festa svo djúpar rætur í um- hverfi sínu, að þeir verða hluti af því, og eitt af einkenmun þess. Þannig var Ólafur hluti af umhverfi sínu og unni sveit sinni fölskvalaust. Hann var vinmargur maður, og auðfúsugestur, þar sem hann bar að garði. Nábýli hans við bamaskól- ann að Klébergi færði hann í miðdepil félags- og skemmtana- lífs hreppsbúa. Var hann þar mjög virkur þátttakandi, var ekki sá mannfundur, að Ólafur í Bergvík kæmi þar ekki. Þar mættu margir af læra, því „mað ur er manns gaman', þau orð áttu vel við Ólaf heitin. Þegar yngri kynslóðin taldi sig borna til þess að reisa nýtt menningarsetur hreppsbúa, gat ekki dyggari stuðningsmann en Ólaf í Bergvík. Hvatti hann óspart til dáða og þótti víst á stundum ekki verkið ganga sem skyldi, er nokkur dráttur varð á vegna fjárskorts, svo sem oft vill verða um svo fjár- frekar framkvæmdir. Honum auðnaðist að vera við- staddur, þegar Fólkvangur var tekinn í notkun á fögrum vor- degi á sl. árri. Og það kom af sjálfu sér, og vakti mikla gleði viðstaddra, þegar Ólafur og Jakobína færðu upp fyrsta dansleikinn, sem þar var hald- inn. Ef til vill voru þau ekki eins létt í spori og áður var, en gleði svipurinn á andlitum þeirra var hinn sami og áður fyrr. í dag kve'ðja Kjalnesingar góðan son sveitar sinnar með þakklæti og virðingu, um leið og þeir senda frú Jakobínu og börnum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. J. Ó. Vilhelm Davíðsson blikksmíðameistari Kveðja HINN 29. des. sl. lézt í Lands- spítalanum, Vilhelm Davíðsson, Laugarnesveg 69, Reykjavík. Hann var fæddur 17. ágúst 1913 í Reykjavík, sonur hjón- anna Davíðs Ólafssonar og Einínu Sigurðardóttur, báðum ættuðum úr Borgarfirði. Hann var næst yngstur 8 systkina og því stór systkinahópurinn. Ólst hann upp með foreldrum sínum til 10 ára aldurs, en þá missti hann föður sinn og var það mik- ill missir fyrir hann svo ung- an. En móðir hans tók þá vfð foreldrahlutverkinu og innti það þannig af hendi, að það mótaði Vilhelm og var honum ógleym- anlegt. Á unglingsárunum vann hann við verzl. Einars Eyjólfssonar, þar til 1927, að hann réðst til Blikksmiðju J. B. Péturssonar, sem lærlingur í blikksmíði og lauk sveinsprófi 1931. Hjá því fyrirtæki starfaði hann til árs- ins 1942, að hann stofnsetti ásamt félaga sínum Litlu Blikk- smiðjuna og rak þann iðnáð einn frá árinu 1951 til dauðadags. Stofnfélagi var hann að Blikk smiðafélagi Reykjavíkur. Hinn 31. maí 1936 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Kristínu Magnúsdóttur frá Við- ey. Þau eignuðust þrjá syni, Davíð, skrifstofustjóra í Frank- furt, sem giftur er þýzkri konu Ursulu, Guðbjart, verzlunar- stjóra, sem giftur er Sigríði Birnu Guðmundsdóttur og Haf- stein, nemanda í Verzlunarskóla íslands. Allir bera synirnir með sér hver heimilisbragur hefir ver ið á heimili samstilltra ágætra foreldra, því þar var gott að koma og njóta þeirrar gestrisni og hlýju, sem þar mætti manni. Heimilið var hans helgidómur. Þar naut hann þess að vera félagi konu og sona, og á seinni árum sona barnanna. í Oddfellowreglunni var hann traustur félagi. Hann var heldur hlédrægur, en traustur að sama skapi og því ánægjulegt að eiga þess kost að blanda geði með honum, sem ávallt vildi leysa hvers manns vanda, ef til hans var leitað. Nú ert þú horfinn yfir móð- una miklu elsku mágur minn til samfunda við ástvini, sem á und an eru farnir. Nú er þín sárt saknað af eiginkonu, sonum, barnabörnum, tengdadætrum, tengdamóður, eftirlifandi systr- um og öðrum ættingjum. Mætti góður Gúð styrkja þau og styðja í harmi þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hinzta kveðja. Guðmundur Einarsson. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.