Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 12
12 MORGrUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANTJAR 196« Rætt við Þór Guðjónsson veiði- málastjóra MORGUNBLAÐIÐ átti fyrir skömmu samtal við Þór Guð I jónsson, veiðimálastjóra, og ' spurði hann um það helzta sem væri að gerast í veiði- málum — bæði hvað snertir sumarlaxveiðina og laxeldis- málin. — Hvernig var laxveiðin í sumar. Þór? — Við erum ekki búnir að fá endanlega tölu um lax- veiðina. en í 'heild mun sl. ár hafa verið með beztu veiði- árum. Veiðin var mjög mik- il sumstaðar, t.d. í Árnes- sýslunni, en hvað lökust á Norðausturlandi. Veiðin var t.d. ágæt í Elliðaánum, Laxá _ í Kjós, Laxá í Leirársveit. Þverá og Norðurá, en á hinn bóginn hefur veiðin verið með lakara móti nú eins og á undanförnum árum í ánum í Húnavatnssýslu. Stafar það sennilega af því, að afhroð munu hafa orðið á göngu- seiðum í sjónum sumarið 1965, þegar ísinn lá fyrir Norð urlandi fram í júní. en sjór- inn var þá mjög kaldur eða 2—3 gráður lægri en venju- lega allt fram í ágústmánuð. Þá má nefna að veiði í Laxá Þór Guðjónsson. í Þingeyjarsýslu var vonum betri í sum.ar, en hún hefur verið með minna móti á sl. árum. — Við víkjum að laxeldinu, og Þór segir: — Framfarir hafa orðið miklar í fiskeldi hérlendis á síðustu árum, og þróunin ver ið ör. Setur nú fiskeldið ó- neitanlega talsverðan svip á veiðimálin og er árangur af að sleppa gönguseiðum að koma fram í sumum veiði- ánna. Síðastliðið vor var sleppt 120—30 þúsund göngu seiðum í ár víðsvegar um landið. og hefur seiðafram- leiðslan aukizt um 100% frá því 1966, en_þá var sleppt um 60 þúsund gönguseiðum. Ár- ið áður var sleppt í árnar um 30 þúsund gönguseiðum. Enn er fiskeldið þó allt á byrjunarstigi, þar sem vissan tíma þarf til að koma fótum undir það — komast upp á lagið með að ala seiðin upp í göngustærð, koma upp eld- isstöðvum. fá þjálfað fólk til starfa og næg.t fjármagn. Margir, sem fara út í fiskeldi, lenda í erfiðleikum út af skorti á fjármagni og er milk il þörf á að koma þeim málum í lag og hjálpa mönnum, sem hug hafa á að leggja út í fisk eldi. um hagkvæm lán til að byggja eldisstöðvar. — Hver er forsaga laxeld- is í þeirri mynd, sem það er nú? — Byrjað var lítilshiáttar á að fóðra laxaseiði í Borgar- firði 1944 og í Árnessýslu 1947. Um þær mundir lagði ég til að rfkið kiæmi sér upp eldisaðstöðu, og Rafmagns- veita Reykjavíkur hafði á- form um að reisa nýtt klak- Eldiskassar í eldisstöð Snorr a Hallgrímssonar og Kristins Guðbrandssonar að Keldum. hús í stað þess, sem það á við Efri-EUiðaár, Þá hafði Stangaveiðifélag Reykjavíkur samþykkt á aðalfundi sínum 1948 að koma sér upp klak- húsi. Tillaga kom fram um. að þessir þrír aðilar samein- uðu krafta sína og byggðu í sameiningu klag- og eldis- stöð. Viðræður fóru fram um málið og í framhaldi af þeim, skrifaði ég greinangerð um klak- og eldisstöð 1949 og á- ætlun um slíka stöð 1950. Sig urður Ólafsson, verkfræðing ur ,gerði kostnaðaráætlun um byggingu eldisstöðvar með mismunandi framleiðslugetu með upphitun á eldisvatni hluta af árinu. Ráðgert var að stöðin yrði staðsett við Framihald á bls. 21 Bátar eins og þessir eru mikið notaðir við veiðar nálægt landi. „Nota gamla tundur- skeytabáta við veiðarnar Viðtal við dr. Jakob Magnússon fiskifræðing, sem starfar á Filipseyjum á vegum FAO DR. Jakob Magnússon, fiski- fræðingur dvaldfet hér í stuttu leyfi um nýárið með fjölskyldu sína, en tvö siðast liðin ár hefur hann starfað á Filipseyjum, á vegum Mat- væla- og Iandbúnaðarstofnun ar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Fréttamaður Morgun blaðsins hitti dr. Jakob að máli, og það hann að segja frá starfi sínu og annarra starfsmanna FAO á Filips- eyjum. — Það er níu manna hó.pur sem starfar þarna undir for- ustu Einars R. Kvaran. Hlut- verk okkar er a-ð auka og bæta fiskveiðar og fiskiðnað. Þessi áætlun hófst árið 1966 og ætlunin er að vinna að þessu í fimm ár. Það er kannske bezt að ég skýri dá- lítið frá staðháttum þarna. Eyjarnar eru í hitabeltinu eins og flestir vita og þetta er stór eyjaklasi, þaer eru alls um 700 og ííbúarnir um 33 milljónir. Þrjár þeirra eru þó langstærstar, en landið sam- anlagt er um 116 þúsund fer kílómetrax. Þarna hefur ver- ið mikil skipting frá fornu fari, og þróast frumstæðar menningar og mjög mismun- andi. Málið er einnig breyti- legt og þarna eru töluð ei-n áttatíu mál eða miállýzkur. Það er þó verið að reyna að innleiða eitt aðalmál, Taga- log, sem þeir kal'la svo Filip oino. Fólkið er af malayis'k- um kynstofni en mjög bland- að víða. Enskan er aðal við- skiptamálið og margir skólar kenna á ensku. Loftslagið er hlýtt og ra-kt, og hitinn er ekki svo óstjórnlegur í sjálf- um sér, en vegna rakans finn ur maðor myn meira fyrir honum. Hitinn er yfirleitt 30 til 33 gráður á celsíus og fer allt upp í 40. Ef hann hins- vegar .niður fyrir 25 gráð- ur byrja innfæddir að skjálfa. Fólkið er brúnt á hörund, fremur smávaxið á okkar mælikvarða, laglegt, vin- gjarnlegt og gestrisið, en jafnframt viðkvæmt í lund og mjög stölt. Um 95% íbúanna hafa tek- ið kristna trú, flestir eru ka- þólskir, en á suðurhluta eyj- anna er enn nokkuð um Múha meðstrúarmenn. Ég er stað- settur í Manilla, sem er að hluta mjög nýtízkuleg borg með óskaplegri bílamergð, og vegakerfið er svona og svona. , — Og hvernig er starfi ykk ar hagað? — í þessum hópi okkar eru ráðgjafar á ýmsum svið- Dr. Jakob Magrnússoa. um. Þar eru t.d. þrír skip- stjórar sem kenna snurpu- veiðar, togveiðar og það sem kallað er „live bating“. Þá eru ráðgjafar í markaðsmál- um, frystitækni, skipaverk- fræði, skýrslusöfnun og svo ég í fiskifræði. Einar Kvar- an er vélaverkfræðingur að mennt, og sú menntun hefur oft komið að góðum notum. Hlutverk skipstjórans er að innleiða nýtízkulegri veiðiað- ferðir. Þeir fara út með bát- um stofnunarinnar og hjálpa þeim og öðrum til að veiða, og kenna skipstjórunum að út-búa þá undir veiðar. Mitt starf er eiginlega tví- þætt, ég kenni þeim innlendu Fraimihald á bls. 19 Hvað segja þeir í fréttum? Seiiaframleiðslan hefur aukizt um 100% frá 1966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.