Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. ÞÝÐING SJÁ VAR ÚTVEGSINS ótt íslenzkt þjóðfélag hafi tekið margvísleguna breyt ingum á undanförnum árum og áratugum og nýjar at- vinnugreinar verið byggðar upp, hefur þó síður en svo dregið úr þýðingu sjávarút- vegsins, útgerðar og fiskverk unar, fyrir landsmenn. Þess- ar atvinnugreinar eru enn sem fyrr undirstaða lífskjara fólksins í þessu landi, og þannig mun það verða um langa framtíð. Þýðing útgerðar og fisk- vinnslu fyrir íslendinga verð ur bezt skilin með því að ferðast um sjávarþorpin og kaupstaðina hringinn í kring um landið. Það þarf ekki glöggan mann til þess að sjá, að nær allar þessar byggðir hafa risið upp í kringum fiskverkunarstöðv- ar, eina eða fleiri, og útgerð. Þetta er staðreynd, sem blas- ir við augum hvar sem kom- ið er á landinu, hvort sem það er í hinni miklu útgerð- arstöð Vestmannaeyjum, í sjávarplássum á Vestfjörð- um, síldarbæjunum á Norð- ur- og Austurlandi eða út- gerðarstöðunum á Snæfells- nesi. Alls staðar er myndin sú sama, — það er fiskurinn, sem fólkið byggir lífsafkomu sína á. Þetta er með nokkrum öðrum hætti í höfuðborginni Reykjavík. Reykjavík hefur vaxið og stækkað á undan- förnum árum og áratugum, og eftir því sem borgin stækkar og borgarbúum fjölgar, verða ýmsar þjón- ustugreinar æ mikilvægari þáttur í atvinnulífinu. Þótt Reykjavík sé enn stærsta út- gerðarstöð landsins, má með nokkrum sanni segja, að Reykvíkingar, og þá kannski fyrst og fremst unga kyn- slóðin í Reykjavík, hafi misst tengslin við sjóinn og fiskinn og skilji þess vegna ékki nægilega þýðingu sjávar útvegsins fyrir fólkið, sem byggir þetta land. Þeir sem búa í sjávarpláss um út um land og finna það strax í minnkandi atvinnu og lækkuðum tekjum ef fisk- urinn bregzt. Vita hvað sjáv- arútvegurinn þýðir fyrir ís- lendinga, hinir sem vinna við ýmis konar þjónustustörf og verða ekki strax varir við þau áföll, sem afkoma fólks- ins í landinu verður fyrir, ef sjávarafli bregzt, eiga kannski erfiðara með að skilja þetta. Á þessu þarf að ráða bót. Unga fólkið í höfuðborginni og annars staðar á landinu þar sem líkt kann að vera á- statt, má ekki missa tengslin við sjóinn. Það verður að skilja, eins og foreldrar þeirra, afar og ömmur hafa skilið, að sjávarútvegurinn er undirstaða lífsafkomu fólksins í landinu. Bregðist hann bregzt margt annað. Hagsmunasamtök sjávarút- vegsins geta átt mikinn þátt í að skapa þennan nauðsyn- lega skilning með þjóðinni, ekki sízt þeim yngri. Þessi samtök skapa slíkt almenn- ingsálit fyrst og fremst með víðtækri kynningarstarfsemi meðal unga fólksins í land- inu og með því að ganga hreint til verks og skýra fyr- ir fólkinu þau vandamál, sem við er að etja hverju sinni. Því miður hafa samtök sjávarútvegsins ekki alltaf skilið nauðsynina á þessu, og oft hafa þeim orðið á slæm mistök, eins og t.d. nú, þegar samtök frystihúsaeigenda knýja fram stöðvun svo til allra frystihúsa í landinu, m. a. með því að stöðva sölu umbúða til frystihúsanna. — Slík framkoma er ekki lík- leg til að auka skilning al- mennings í landinu á mál- efnum sjávarútvegsins, en stuðlar þvert á móti að þeirri tortryggni og því skilnings- leysi á þýðingu sjávarútvegs ins fyrir landsmenn, sem gætir í allt of ríkum og raun- ar vaxandi mæli meðal fólks. HÆTTUÁSTAND í KÓREU í standið úti fyrir ströndum Kóreu er nú mjög í- skyggilegt eftir töku Norður- Kóreumanna á bandarísku könnunarskipi. Bandaríkja- menn hafa stefnt miklum herafla til flugstöðva í Suð- ur-Kóreu og miklum her- skipaflota úti fyrir ströndum Norður-Kóreu. Greinilega er hér.mikil hætta á ferðum. Nú eru bráðum tveir ára- tugir liðnir frá því að Norð- ur-Kórea hóf innrás sína í Suður-Kóreu, en Sameinuðu þjóðirnar snerust til varnar. Óhjákvæmilega hlýtur sú spurning að vakna, hvort að- gerðir Norður-Kóreumanna nú sé vísbending um það, að kommúnistar hyggist opna nýjar vígstöðvar í Asíu og draga þar með úr þunga Deyfð yfir skæruliðum í Bolivíu SKÆRULIÐ AHREN AÐI í Bolvíu er halidið áfram, en hóparnir eru hikandi og fálm andi og eru á stöðugum flótfa undan Bólivmher. Öll at- hygli manna beindist að þess- ari iðju í Bólivíu, er „Che“ Guevara var veginn 9. októ- ber í fyrra. Guevara kvartar í dagbók sinni undan því, að bylting- araðgeðir hans hljóti lítinn stuðning frá íbúum þeirra héraða, þar sem han hélit sig iengt af. Eftir dauða hans, virðist sem allur vindux sé úr skæruliðaflokfcum, að minnista kosti þessa stundina. Margir telja, að eini ávöxt- ur af starfi Guevara, sé sá að íbúar landsins hafi í fyrsta skipti fylkt sér um forsetann Rene Barrientos. Mönnum er vitaskuld ljóst, að ástandið getur snöggbreytzt á einum sólarhring. En þetta hefur veitt Barrientos tækifæri til að treysta sig í sessi. Mestu máli SkiptÍT fyrir hann, að vinstrisinnaðar stúdentar og verkamenn í námum lands- ins, hafa ekki efnt til neinna óeirða síðan Guevara dó, þó að segja megi, að þeir hafi fulla ástæðu bæði til mót- mælaaðgerða og verkfalla. En Barrientos hefur fengið vinnufrið til að koma fram ýmsum félagslegum og efna- hagslegum umbótum. Sam- tök námuverkamanna hafa fallizt á að fresta kaupkröf- um sínum í nokkra mánuði. Námur landsins skila nú hagnaði í fyrsta sinn og eru skattlagðar. Með framleiðslu- aukniragunni hefur útflutn- ingurinn vaxið um 30 prósent á þremur árum, Mi'klar fram- kvæmdir hafa verið á vegum rífcisinis þennan tíma, sfcólar reistir, vegir byggðir og mörgu öðru hrundið í fram- kvæmd. Kostnaður ríkisins til að halda skæruliðunum í skefj- um hefur verið mi'kill mörg undanfarin ár. Barrientes hefur beitt sér fyriir að draga úr útgjöldum ríkisins og ný- lega gaf hann 25% árslauna sinna til ríkisins og fordæmi hans hafði þau áhrif að margir háttsettiir embættis- menn fóru að dæmi hans. >ó að kyrrt sé nú í Bólivíu gerir forsetinn sér Ijóst, að í odda getur skorizit milli hans og stúdenta og verka- manna hvenær sem er. Hann segir, að nauðsynlegt sé að bæta kjör námuverkamann- anoa, engin lamsn sé önnur á vandamiálum landsins. Mestri andstöðu mætir Barrientes nú frá sínuim eigin flokki, MNR sem sitjórn aði landinu frá 1952—1964. Allmiklir flokkaidrættir og valdarígur hefur verið innan flokksins og talsverður ágrein ingur kom upp, þegar Barri- entes steypti af stóli löglega kjörnum forseta landsins Victor Paz Osetenssoro með byltingu hersins. Annar and- stöðuflokkur, Miðtflokkurinn, virðist einnig reiðubúinn að tafca saman við klofnings- flokk Bairrientes, sem varð til, þegar hann komst til valda. Kommúnistatflokkur hefur aldrei opimberlega lýst yfir stunðingi við skærulið- ana, en vi'tað er að þeir geta risið gegn forsetanum þegar þeim byði svo við að horfa. Barrientes var áður hers- höfðingi í bóliviska flughern- um. Hann má gera ráð fyrir því. að viðsjár aukist jafn- sfcjótt og skœrul'iðar hatfa skipað liði á ný, eftir það áfall sem þeir urðu fyrir við víg Guevara. (Þýtt og enduirsagt). Nýtt hefti of 65° MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt tímaritið 65 ‘, vetrarhefti 1968. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum er tímarit þetta ársfjórð ungsrit nm íslenzk málefni, gef- ið út á ensku. Ritstjóri og út- gefanidi er frú Amalía Líndal. í þessu hefti eru eftirtaldar greinar: Ideland and the Four Elements eftir Sigurð NoTdal; Oour Patronymic System eftir Stefán Bjarnason; Does „Any- thing Go“?; eftir Amalia Líndal; The Canaidan-Icelanders, eftir Haraild Bessason; The Diistribu- tion of Population, eftir Pétur Eiríksson; Mental Illness — the Hiddien Diease . . . Interview, eftir Amalia Líndal; Women’s Rights and Tradition, eftir Önnu Sigurðardóttur. Officially Spe- aking, eftir A. S. Halford-Mai Leod og Iceland Periscrope, eftir Jón Magnússon. Margt fleira efni er í ritinu, sem er 40 síður og vandað að öllum frágangi. Fangaskiptum lokið Tel Aviv, 23. jan. NTB—Reuter ÍSRAEL og Egyptaland hafa nú lokið sk'ptum á stríðsföngum, sem handteknir voru í júnístríð inu. ísraelar hafa iátið lauisa 4,481 fanga, þar á meðal 493 herfor- ingja, en Egyptar hafa sent til síns heima sex herforingja og fjóra óbreytta hermenn. árása Bandaríkjamanna á N- Víetnam og veikja hernaðar- aðgerðir þeirra í Suður- Víetnam. í lengustu lög munu menn þó vona að svo alvarlega horfi ekki enn, þar sem þá er ómögulegt að vita hversu víðtæk þau hernaðar- átök kynnu að verða áður en yfir lyki. Uppþvoftavél knmn vatnsþrýstingi NÝLEGA er komin hér á mark- aðinn ný gerð uppþvottavéla, sem framleiddar eru í Kanada. Uppþvottavélar þessar eru að því leyti frábrugðnar eldri gerð um, að þær eru knúðar með vatnsþrýstingi en ekki raf- magni. Reksturskostnaður minnkar til muna. Nýju uppþvottavélarnar eru mjög einfaldar í uppsetningu. Þær eru settar ofan í eldlhús- borð og tengdar við heitavatns- lögnina. Vatnið knýr grindina með leirtauinu. og tekur hver fullkominn uppþvottur þrjár mínútur, þannig að þær geta afkastað miklum uppþvotti á skömmum tíma. Uppþvottavélar þessar hafa verið á markaðnum í Kanada, Bandarífcjunum og í flestum Evrópulöndum um nokkurt skeið. Uppsetning vélanna er einföld eins og fyrr segir og má koma þeim fyrir í flestum eldlhúsum, nýjum sem gömlum. Skogfirzkir bændur ódnægðir með verðlog lnndbúnnðnrnlurða Hofsós, 25. janúar. ÞRIÐJUDAGINN 23. janúar var að Stóru-Ökrum í Skagafirði, að tilhlutan Búnaðarsambands Skag firðinga, haldinn almennur bændafundur. Mættur var á fund inum Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda og ræddi hann um verðlagsmál Iandbúnaðarins. Á fundi þessum voru mættir um 200 bændur. Mikil óánægja var meðal fund- armanna um verðlagsimálin og var samþykkt samihljóða ályktun frá fundinum, sem vítti mjög gerðir yfirdóms á síðustu verð- lagningu landbúnaðarafurða, og ákveðnar kröfur gerðar um lag- færingu á grund'vallarverðiniu. Hér eru nú jarðbönn um allau Skagafjörð fyrir hross^ en snjó- lítið. Gæftir eru slæmar til sjáiv- ar. — Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.