Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 3 Nýr ránfugl á íslandi VIÐ hittum að máli Jón Arn- finnsson, garðyrkjumann, og sagði hann okkur frá því, að hann hefði verið staddur nið- ur við Tjörn, fyrir tveimur dögum. Rétt hjá Sverrishólma haJi allt í einu stungið sér niður úr háalofti, ránfugl, Ijósmó- brúnn á lit, slegið lítinn máf heljarhöggi, sennilega hettu- miáf, og datt máfurinn sam- stundis niður á ísinn, þangað sem ræninginn sótti ihann, í nefið og flaug með hann suður fyrir tjörn. Jón Arnfinnsson er maður glöggur á náttúrunnar hluti, hefur lengi verið félagi í Náttúrufræðafélagi íslands, sótt samhomur félagsins allt frá því, að Bjarni sálugi Sæ- mundsson var þar forseti. Hann sagði okkur frá því, að ránfuglinn hefði verið út- lenzkur fálki, sem áldrei hef- Svölugleða. ur sést á landi hér fyrr. Sérstaka athygli hans hefði vakið, að þessi móbrúni fálki hefði haft kl'ofið stél, líkt og á kríu, og þess vegna færi það ekki á milli mála, að hér hefur verið um að ræða alveg nýjan fugl á íslandi, sem fugiabók Almenna Bókafélags ins nefnir Svölugleðu, og er það fuglinn, sem mynd birtiist af með þessum línum. Svölu- gleða hefur aldrei sést hér á landi, en er algeng um Mið- Evrópu, en sjálfsagt hefur hér verið um að ræða flæking, sem hefur svifið hingað norð- ur á vængjum vinda. Sakar þó ekki að geta þess, að dr. Finnur Guðroundsson segir í Fuglabókinni, að rödd Svölugleðunnar sé hátt mjálm „hí-hí-!hí“, sem minni á mjálm músváks. — Fr.S. Athwgasemd frá vegamálastjóra i STAKSTESMAR íslenzki Rauði krossinn aðstoðar bágstadda á Sikiley — Loftbrú milli Rómar og jarðskjálftasvæðanna ÍSLENZKI Rauði krossinn hefur lagt til við ríkisstjómina með hliðsjón af fyrirspurn um gjafa- sendingu að sent verði til jarð- skjálftahéraðanna á Sikiley 340 ullarteppi, 300 ullarpeysur og 120 hlífðarfatnaðir á böm og unglinga. Innkaupsverð þessa varnings er um 200 þúsund krón ur, að því er Ólafur Stephen- sen, framkvæmdastjóri Rauða krossins upplýsti í gær, en það er þó miklum mun lægra, en raunhæft gildi hans, vegna hins mikla afsláttar, sem fékkst. Sagðist Ólafur þakka mjög skjóta og góða aðstoð. framleið- enda, svo og Flugfélags íslands, sem ætlar að flytja varninginn til London. ftalski rauðí krossinn, befur ekki beðið um aðstoð Alþjóða Rauða krossins og telur sig ráða við, þau vandræði, sem slkapazt hafa á Sikiley. Þrátt fyr ir það h'afa 25 rauðakrossfélög víðsvegar um (heirn þegaT sent gjafir til hins bágstadda fólks og kornið hefuir verið upp lotft- brú milli Rómar og Tripani ó Sikiiey. Aðalstöðvunuim í Róm stjórnar einn af aðalfulltrúum Alþjóð'a rauða krossims, Vittani. Ferðum um loftbrúna er haldið uppi með þyrlum, er franska stjórnin hefur lánað og st'anda birgðir gjafavarnings aldrei við nema í hæsta lagi í 4 til 6 klUikku'Stundir. Rauði krossimn hefur komið upp sér.stökuim matargjaf'a- stöðvum á jarðskjálftaisvæðún- um og unnt er að framleiða þar um 1000 máltíðir á dag. Enn- fremur hetfur verið komið upp bólusetningar- og slysavarðstof um, en nú er talið að hætta far sótta sé að mestu að líða hjá, Norski Rauði krossinn er nú að leita fyrir sér með fjársöfn- un til kaupa á tilfbúnum húsum, bæði í Norgei og í Finnlandi, o.g er ætlunin að senda- þessi hús til húsnæðislauss fólks á Sik iley. Það skal þó endurtekið að ítalski Rauöi krossinn hefur ekiki .farið fram á neina aðBtoð. ís- lenzki Rauði krossinn hefur þrátt fyrir það haft daglegt sam band við AlÞjóða rauða kross- inn um þetta mál. Er nú afráðið eins og áður er sagt að senda eina gjafasendingu og fer hún mieð flugvél Fiugfélags fslands til Londom, þar sem annað hvort Alitalia eða BEA tafca við henni og flytja hana til Rómar. Þar kemist semdingin inn í loftbrúna til Sikileyjar. Herra ritstjóri í DÁLKUM Velvakanda hinn 28. janúar birtist bréf undir yfir- skriftinni. „Vegamái og sparn- aður“. í grein þessari er spurt um það hvers vegna vega.gerðiri haldi op- inni vetrarleið um Fróðár'heiði, þegar völ sé á leiðinni fyrir Jök- ul, sem öll liggi um láglendi. Þessu er því til að svara í fyrsta lagi, að leiðin um Fróðár- heiði frá vegamótum sunnan heiðar til Ólafsvíkur er aðeins 19 km löng, en leiðin fyrir Jökul Ö1 km, eða liðlega þrefalt lengri. í öðru lagi, þá er vegurinn yfir Fróðáriheiði vel upphieyptur og því tiltölulega auðvelt að hreinsa af honum snjó, en af leiðinni fyr- ir Jökul til Hellissands, sem er 52 km löng, er þriðjungur vegar- ins ruddur eða mjög lágur veg- ur, sem illgerlegt eða ógerlegt er að halda opnum með viðráðan legum kostnaði. Þetta viðhorf getur að sjálf- sögðu breytzt, þegar vegurinn fyrir Jökul hefur verið fuilgerð- ur, en vegalengdirnar til Ólafs- víkur og Heliissands breytast þó ekki við það. Uppbyggingu Útnesvegar verð ur haldið áram eftir þv'í, sem fé verður veitt til þess í vegáætlun. En ól'íkiegt verður að telja, að í'búar á utanverðu Snæfeiisnesi sætti sig við að spara allan snjó- mokstur á Fróðárheiði, þar til vegurinn verður fullgerður fyrir Jökul. Viðingarfyllst, Sigurður Jóhaunsson. AUGLYSINGAR SÍIVII 22-4.80 Brotizt inn í kjall arageymslur BROTIZT var inn í fimm kjall- arageymslur á milli klukkan 16 og 19 í fyrradag. Fjórar þeirra eru í húsum við Grettisgötu, en e:n í húsi við Kleppsveg. Á öll- um stöðunum voru brotnar upp hurðir, en hvergi var að sjá, að neinu hefði verið stolið. INNBROT og þjófnaðir eru tíð- ari í Reykjavík, en margan grunar, og oft líður varla sú nótt, að ekki sé brotizt inn á einum eða fleiri stöðum. Þó innbrotsmennjirndr hafi ekki alitaf mikið upp úr krafs- inu, vinna þeir mikið tjón með skemnidum og nemur það oft hærri upphæð en þýfið. Þjófnaðir í heimahúsum eða á vinnustöðum eru einnig óvenju miklir og ætti fólk að hafa það i huga að með því að yfirgefa ólæsta íbúð og yfirhafnir á vinnu stað er hættunni boðið heim. Þetta kort sýrnir innforotsstað- ina í Reykjavík vikuna 21. janúar til 27. janúar sl., alls 9, og þrjá staði, þar sem farið var inn og peningaveskjum stolið. Á þessu tímabili var tvisvar brotizt inn í stórverzluin Slátur- félags Suðurlands við Háaleit- isbraut og í bæði skiptin var brotin rúða í hurð og farið þar inn. í fyrra skiptið var stolið um 2000 krónum og reyndust tveiir 14 ára p.ltar sekir um það, en í seiinna skiptið var s'tolið einum konfektkassa og einni kjötdós og náðist einnig í þann þjóf. Aðfaranótt mánudagsiins 22. var brotizt inn í Nesti við Elliða ár og stolið þaðan 40 — 50 pökk- um af sígarettum. Sömu nótt var brotizt inn í Hamxakjör við Stigahlíð og stolið 3000 krónum Einnig var þessa sömu nótt brot zt inn í íþróttahúsið við Laugar dalsvöll, en litlu sem engu stolið þaðan. Næstu nótt var brotizt inn í vörugeyroslu KRON við Hverfisgötu, farið þar inm á lag- er og stolið 55 kartonum af síga- riettum. Aðfaranótt föstudagsins 26. var brotizt :nn á þremur stöð- um. í Mýrarbúð við Mánagotu og Vogaver við Hálogaland. Þar var stolið einhverju af vörum. Þriðja innbrotið þessa nótt var í Holtsapótek við Langholtsveg. Þar var brotin rúða og stolið tugigugúmmíi, en þar voru umgl ingar að verki. Næstu nótt var svo brotizt inn í Menmtaskólann við Hamra- hlíð og stolið um 2000 krónum. Eins og sjá má af þessari upp- talingu er það í mörgum tilfell- um ekki miikið, sem mienn gerast þjófar fyrir. Og þegar það er Ihalft í huiga, að miikill hluti þessara afbrota kemst alltaf upp, er erfitt að sjá amnað, em að innbrotsmiennirnir láti roest stjórnast af skemmidarfýsn, hvort sem þar eiga í hlut ungl- imgar eða fu'llorðnir. Þá var í þessari viku stolið þrtemur veskjum. f húsi við Há- vallagötu var stolið veski með 35.000 krónum í. Á vinnustöðum við Súðarvog og Grensásveg var farið inn og veskjum stolið úr jökkum, sem þar lágu á stól- bökum. í öðru veskinu voru 15.000 krónur og benti níu ára gamall drengur rannsóknarlög- reglunni á, hvar það væri að finna. í hinu veskinu var ávís- anahefti, sem enn er ófundið. Tvær stefnur Það hefur verið býsna fróð- legt að fylgjast með skrifum málgagna hinna tveggja arma Alþýðuibandalagsins síðustu vik ur og mánuði um verkalýðsmál og stefnuna í kjaramálum. Þjóð viljinn hefur í skrifum sínum frá því í haust gagnrýnt bæði leynt og ljóst þá kjariastefnu, sem smátt og smátt hefur verið í mótun hjá verkalýðssamtökun- um frá því í júnímánuði 1964 og hefur fyrst og fremst byggzt á því, að verkalýðssamtökin hafa metið til kjarabóta ýmis atriði, svo sem hækkun húsnæðismála- stjórnarlána 1964, aðgerðir í hús næðismálum sunnanlands og at- vinnumálum norðanlands 1965 og aðstöðu í verðlagsnefnd 1967. Það má greinilega sjá á skrif- um Þjóðviljans, að hann telur illa farið að verkalýðssamtökin hafa farið inn á þessar hrautir og sérstaklega hefur afstaða Al- þýðusambandsins til verðlags- mála farið í taugarnar á rit- stjórum Þjóðviljans. Tfirleitt hiefur þessi nýja stefna í kjara málum verkalýðssamtakanna verið kennd við Hannibal Valdi- marsson og Björn Jónsson sem eru á öndverðum meið við sós- íalistaflokksmennina í Alþýðu- bandalaginu, en þetta er ekki alls kostar rétt. Samningarnir 1965 Samningarnir, sem gerðir voru í júlímánuði 1965, eru raunveru lega einn höfuðþátturinn í hinni nýju kjarastefnu verkalýðssam- takanna og þeir voru tviþættir. Annars vegar samdi Björn Jóns son á Akureyri um nokkra kaup hækkun og þá ekki síður sér- stakar aðgerðir í atvinnumálum Norðlendinga. Hinsvegar er á- stæða til að vekja á því sérstaka aíhygli að Verkamannafélagið Dagsbrún var aðalsamningaaðili af hálfu verkalýðssamtakanna í þeim samningum, sem gerðir voru í Reykjavík 5. júlí það ár og leiðtogi Dagsbrúnar í þeim samningum var Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, í veikindaforföll- um Eðvarðs Sigurðssonar. í þeim samningum samdi Guð- mundur J. Guðmundsson um hóf samar kauphækkanir, en lagði þess í stað megináherzlu á sér- stakar aðgerðir í húsnæðismál- um láglaunafólks, þ.e.a.s. bygg- ingarframkvæmdir í Breiðholti, en á þessu ári munu fyrstu fjöl skyldurnar flytja í íbúðir í Breið holti, sem þær eignast með sér- staklega hagkvæmum kjörum, 80% af kostnaðarverði íhúðaima er lánað til 33 ára með lágum vöxtum. Síðan hefur varafor- maður Dagsbrúnar átt sæti í framkvæmdanefnd hyggingar- áætlunar, sem annast fram- kvæmdirnar í Breiðholti og hef ur í fjölmörgum blaðaviðtölum, ekki sízt í Þjóðviljanum, lýst þýðingu þessara framkvæmda fyrir verkalýðshreyfinguna. Árásir Þjóðviljans Þetta er rifjað hér upp til þess að vekja athygli á því, að árás- ir Þjóðviljans á forystumenn verkalýðssamtakanna fyrir af- stöðu þeirra til kjaramálanna sl. fjögur ár hitta Guðmund J. Guðmundsson ekki síður en aðra forystumenn verkalýðssam takanna og einnig má á það minna, að Eðvarð Sigurðsson, einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, og einn þeirra, sem enn sækir þingflokksfundi þeirra samtaka, er einn af helztu forystumönnum Alþýðu- sambandsins og ber sem slíkur fulla ábyrgð á stefnu þess og ekki sízt í verðlagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.