Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 19« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. IÐNAÐURINN au áföll, sem útflutnings- atvinnuvegir okkar urðu fyrir á sl. ári vegna verð- falls, aflabrests og söluerfið- leika, hafa að sjálfsögðu haft víðtæk samdráttaráhrif í öðr um atvinnugreinum og efna- hags- og atvinnulífi lands- manna yfirleitt. Iðnaðurinn, sem veitir fleiri landsmönn- um atvinnu en nokkur önn- ur atvinnugrein, hefur orð- ið fyrir barðinu á þessum samdrætti, ekki síður en aðrir þættir atvinnulífsins. Slíkar sveiflur eru ekkert einsdæmi fyrir Island. Um alla Evrópu gætti á sl. ári ýmislegra erfiðleika. Hins vegar er það engum vafa bundið, að iðnaðurinn hefur verið betur undir þessa erf- iðleika búinn að þessu sinni en oft áður. Að baki er tíma- bil mikillar uppbyggingar í iðnaðinum, endurnýjunar vélakosts og verksmiðju- húsa. í grein, sem Gunnar J. Friðriksson, formaður Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, ritaði í Morgunblaðið sl. þriðjudag um stöðu iðnaðar- ins um áramótin, vekur hann athygli á þessari staðreynd og segir m.a.: „Mikil og hröð þróun hef- ur átt sér stað undanfarin ár í atvinnulífi okkar íslend inga og þá jafnframt í iðn- aðinum. Sá tími hefur verið notaður til þess að byggja upp fyrirtæki með bættum húsakosti og vélum. Má segja, að á vissan hátt sé ís- lenzkur iðnaður betur undir það búinn en áður að taka upp harða samkeppni. Við- urkennt er að gæði íslenzkr- ar iðnaðarvöru hafa stórum aukizt undanfarið, jafnframt því sem bættur húsa- og vélakostur stuðlar að auk- inni hagræðingu og lægri framleiðslukostnaði. Þetta hefur gerzt, þrátt fyrir það að efnahagsástand undan- genginna 3—4 ára hefur ver- ið iðnaðinum mjög óhag- stætt. Svo hratt hefur verið sótt fram, að víðast hvar hefur ekki gefizt tóm til að treysta nægilega fjárhags- grundvöll fyrirtækjanna.“ Vafalaust er það rétt hjá formanni Félags íslenzkra iðnrekenda, að eftir það stöðnunartímabil í iðnaðin- um, sem ríkt hafði fram til ársins 1960, var löngun manna til umbóta svo sterk, að líklega hefur ekki verið gætt fyllsta hófs í þeim efn- um. En eftir stendur sú ó- hagganlega staðreynd, að á sl. 5—6 árum hafa risið upp ný og mikil verksmiðju- hverfi í höfuðborginni, iðn- fyrirtæki hafa tekið nýjan vélakost í notkun og má t.d. minna á nýtízkulegan véla- kost Hampiðjunnar til veið- arfæraframleiðslu, hina full- komnu húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar h.f. og fleiri verksmiðjur, sem hafa fullkomnað fram- leiðslutækni sína mjög. Víða úti um land hefur einnig verið um að ræða umtals- verðar framfarir í iðnaði. Þetta eru framfarir, sem iðn aðurinn mun búa lengi að. Iðnaðurinn hefur átt við harðnandi samkeppni að búa undanfarin ár, vegna aukins vöruframboðs erlendis frá, og íslenzkur iðnaður hefur tvímælalaust brugðizt þann- ig við þeirri samkeppni, að hann hefur bætt gæði fram- leiðslu sinnar svo, að hún er yfirleitt algerlega samkeppn isfær við hina erlendu vöru. Gengislækkunin, sem fram- kvæmd var í nóvembermán- uði sl., mun vafalaust hafa jákvæð áhrif á þróun ís- lenzks iðnaðar og bæta sam- keppnisaðstöðu hans bæði innanlands og erlendis, eins og Gunnar J. Friðriksson bendir á í grein sinni. En þótt nokkrir erfiðleik- ar hafi steðjað að íslenzkum iðnaði að undanförnu, eins og öðrum atvinnuvegum landsmanna, ríður á miklu að grundvöllur þeirra fram- fara og þeirrar uppbygging- ar, sem orðið hefur í iðnað- inum síðan 1960, verði treyst ur svo sem kostur er, jafn- framt því sem undirstaða verði lögð að vaxandi og nýrri framfarasókn í þessari atvinnugrein. Um þetta segir Gunnar J. Friðriksson m.a. í grein sinni í Morgunblaðinu: „Það er nú almennt við- urkennt, að okkur íslend- ingum er lífsnauðsyn að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf okkar og aúka þar með fjölbreytni þess. Flestum ber saman um, að það er á sviði iðnaðar sem framtíð okkar býr. Bíða okkar því mikil verkefni með allan þann iðnað, sem fyrir er í landinu og að sækja inn á nýjar brautir. Það verður að styrkja það sem fyrir er með auknu fjármagni, með beitingu fullkomnari fram- leiðslutækni og síðast en ekki sízt með sölutækni og vilja til þess að heyja sam- keppni.“ ATVINNUMÁLIN essa dagana situr fram- haldsþing Alþýðusam- ^sssj Lestarræninginn einkar geö- felldur maður og prúður sögðu nágrannar hans í Rigaud í Kanada ÞAÐ hefur vakið mikla at- hygli, að einn lestarrænin.gj- anna brezku, Charles Wilson var loks handtekinin í Kanada fyrir nokkrum dögum. Hann strauk úr fangelsi í Englandi fyrir nokkrum árum, komst ti'l Kanada og hafði búið um sig í bænum Rigaud, skammt frá Montreal. Þar gekk Wilson undir nafiiinu Ronald Alloway og sfcömmu etftir að hann kom þangað með konu sdnni og þremur börnum, festi hann kaup á ióð og bytggði sér tveggja hæða snoturt hús í Rigaud, en bærinn er í 40 rnílna fjarlægð frá Montre- al. Þó að miyindir af Wilson hefðu birzt í blöðum, tíma- riti og sjónvarpi um allan heim, eftir sögulegan flótta hans frá Vinson Green fang- elsinu í Birminigham grun- aði engan í Rigaud, að þar væri hinn frægi lestarræn- ingi kominm. Wilsan hafði látið sér vaxa skegg og starfaði sem sölu- miaður hjá silfurmu’nafyrir- tæki, þegar hann var hand- tekinn í Kanada. Það var Thomas Butler frá Scotland Yard sem að lokum komst á slóð Wilsons. Butler hefur varið undanförnum fjórum árum í að leita Lestarræn- ingjanna m>eð hjálp Interpol. Hann átti að hætta störfum við Seotland Yard, vegna ald urs, í fyrra en l'eyfi hans var framlengt svo að hann gæti haldið áfram leitinni að Wiil- son og Ronaids Briggs, sem einnig slapp úr famgelsi eftir að hafa fengið dóm í sam- bandi við lestarránið. Butler kom með leynd til Montreal fyrir fáeinum dögum og virð- ist þá hafa vitað allt um bú- stað Wilsoms, sem sýndi enga mótspyrniu, þegar hann var handtekinn að nýju. Góður kunningi Wilsons í Rigaud vair fasteignasali nokkur, að nafni Perry Bed- brook. Hann sagði lögregl- unni eftir handtöku Wilsoms, að WiLson hefði haft áhyggj- ur vegna gengislækkunar pundsins, þar sem hann ætti talsvert fé í Englandi og ætti erfitt með að ná því þaðam. Berbrook kveðst hafa kynnzt Wilsonfjöiskyidunni fyrir tveimur árum, þegar hún flutti til Rigaud og þeir hafi fyrst hitzt er Wilison var að leita sér að lóð undiir vænt- aniega húsbyggingu. Hafi strax gengið saman með þeim og hafi Wilson keypt lóðina á 4000 dollara. Síðan hafi hann útvegað honum arki- tekt og byggingamieistara ti'l aðstoðar vdð að skipuileggja bygginguna, þar sem hann ið til gagngerðrar endurskoð- unar nú. Wilson hefur sýnilega ekki fengið orð á sig fyrir eyðslu- semi og munað og engum ná- granna hans datt í hug, að hann væri veliauðugur mað- ur. Hann virtist heidur spar Charles Wilson hafi gjarnan viljað greiða götu Wilsons, sem var nýkom inn sem innflytjamdi til Kanada að eigin sögn. Bedlbrook segir, að Wilson hafi gefið í skyn, að áður en hann kom ti,l Kanada hafi atvinnu af því að Leigja út hús í Englandi. Við rannsókn hefur komið í ljós, að Wiison komizt auð- samur en hitt og eyddi ekki peningum í óþarfa. Hús hans er iátlaust og venjulegt tveggja hæða hús með bíl- skúr fyrir bílana hans tvo, Volkswagen og gamalt mód- ei af Fontiac. Húsið vair sett á nafn frú Alloway og við undirskrift samningsins greiddi Wi’lson 23 þúsund dollara út í hönd. Charles Wilson við heimkomuna til Bretlands (undir dulunni) vitað á ólöglegan hátt inn í Kanada. Það hefur vakið miklar umræður um innflytj- endalögin og eftirlit með þeirn og þykir sýnt, að því muni í mörgu ábótavant. Bú- izt er við að málið verði teik WiLsonihjónin héldu kunn- ingjum sínum oft veizlur og allir n'ágranna þeirra bera þeim einstaklega gott orð. Þau hafi verið sérstakilega elskuleg hjón og viðfelldin Framhald á bls. 21. bands íslands á rökstólunum og er aðalverkefni þingsins að fjalla um tillögur að nýju skipulagi Alþýðusambands- ins og verkalýðssamtakanna í landinu. En jafnframt hef- ur þingið svo sem eðlilegt er tekið til umræðu atvinnu- og kjaramál með hliðsjón af þeim breyttu viðhorfum, sem skapazt hafa í þeim efn- um. Það er ljóst af þeim um- ræðum, sem á þínginu urðu í fyrradag um þessi mál, að alþýðusamtökin munu leggja megináherzlu á, að næg atv. verði tryggð um allt land. A þeim erfiðleikatímum, sem við búum við og með hlið- sjón af því atvinnuleysi, sem gert hefur vart við sig síðustu vikur, hlýtur slíkt auðvitað að verða höfuðbar- áttumál alþýðusamtakanna. Atvinnuleysi var mikill bölvaldur á íslandi fyrir nokkrum áratugum, en yngri kynslóðin þekkir það tæpast af eigin raun. En yngri sem eldri munu sammála um, að atvinnuleysi er ekki hægt að þola nú á tímum og rík ástæða er til að verkalýðs- samtökin, atvinnurekendur og ríkisvaldið taki upp nána samvinnu, sem miði að því að efla atvinnulíf lands- manna, svo að næg atvinna verði fyrir hendi í landinu. Um það markmið hljóta all- ir að verða sammála og taka höndum saman um að út- rýma því atvinnuleysi, sem skotið hefur upp kollinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.