Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 31 — Sjómannaekkjui Framhald af bls. 32 sætisráðherra sjái til þess, að þessu verði kippt í lag, til að auka öryggi á togurunum. Að sjálfsögðu var blaðamönn- um Hull Daily Mail kunnugt um neyðarsón þann, sem brezku tog- ararnir úti af Langanesi höfðu tilkynnt um til Wick-radiostöðv- arinnar í Skotlandi. Höfðu þeir fengið þær upplýsingar, að 5 togarar alls hefðu heyrt hann í 10 sekúndur og talið væri að hann hefði borizt frá svæði í nánd við Grímsey. En talið væri af fagmönnum í Bretlandi mjög va'fasamt að 'þessi sónn stæði í nokkru samibandi við Hull-togar ana. Slíkur sónn kæmi úr tækj- um í skipunum sjálflum, sem ekki væru hreyfanleg þaðan. í>ví væru þau e'kki úr brezkum bj örgunarbátuim. Gengu á land í eyjunum í gær skipulagði Slysavarna- félag íslands víðtæka leit fyrir norðan. Á lofti voru tvær flug- vélar af KeflaVÍkur) ugvelli og Tryggvi Helgason fór yfir svæð- ið og til Kópaskers. Að'alleitin var þó á sjó. Bátar frá Húsavík leituðu alveg frá birtingu fram í myrkur undir stjóm varðskips. IÞá var gengið aftur á fjörur í Axarfirði, frá Fjallahöfn í Brunn árós. Sú leit hefur engan árang- ur borið. Er nú skipulagðri leit lokið, en slysavarnamenn á þess um slóðum munu ganga fjörur þegar tækifæri gefst til. Og bát- ar á þessum slóðum eru beðnir um að vera á verði áfram og líta vel í kringum sig. E'ftir að bátar komu iinn, eftir að dimmt var orðið í gærkvöldi, símaði fréttaritari blaðsins á Húsavík eftirfarandi um leitina: HúsaVík, 1. febr. — Varðskip- ið Albert kom til Húsavíkur í gærkvöldi til að skipuleggja leit á svæði því sem álitið er að brezki togarinn hafi farizt. Klukkan sjö í morgun lögðu átta bátar af stað með varðskipinu og leitað var fyrst út Skjálfanda- flóa að austanverðu og 12 sjó- miílur út frá Mánáreyjum. Síðan var haldið suðaustur yfir Mánár eyjahrygg og leitað inn Axar- fjarðarflóa allan og austur und- ir Rauðunúpa. Urðu leitarmenn einskis vísari, fundu hvorki olíu eða rekald -sem gæti verið úr skipinu. Frá varðskipinu Albert fóru menn í land á Lágey, en þar er skipbrotsmannaskýli, en fundu ekkert. Leitarveður var sæmilegt, lít- il kvika, en gekk á með dimmurn éljum en bjart á milli. Mb. Grím ur leitaði með strönd Skjálfanda flóa frá Húsavfk og inn með Sandi ,vestur með Kinnarfjöllum og að Flateyjardal. Síðan fór hann tii Flateyjar, sem í vetur er mannlaus. Þar voru gengnar fjörur og fannst talsvert af fugli með olíu í fiðri, aðallega svart- fugl. Þó sáu þeir fjóra æðar- fugla. Ofmælt var í útvarpsfrétt í gærkvöldi, að fuglarnir hefðiu skipt þúsundum. — Fréttaritari. Vekjaramerki heyrSist Vekjaramerki það frá talstöð, sem þrír brezkir togarar heyrðu í fyrrakvöld á neyðarbylgjunni, er þeir voru staddir út af Langa- nesi, var mjög dauft. Heyrðu þeir fyrst són kl. 23 GMT og aft- ur 11 mínútum síðar. Þessu fylgdi engin hjálparbeiðni eða staðaráikvörðun. En vekjara- merki af þessu tagi er notað til að hreinsa tal út af bylgjunni, þegar einhver þarf að kalla út á neyðarbylgju og er vekjaraút- búnaðurinn sjálfvirkur. Togarinn Kingston Alamand- ine sendi tilkynningu um þetta til Wick-radios í Skotlandi, en ekki til stöðva á íslandi. Strax lét Skotlandsstöðin Seyðisfjarð- arradíó vita og kom það til- kynningunni áfram til strand- stöðva hér og skipa. Hafði Seyð isfjarðarradíó samband við tog- arann Sigurð, sem var fyrir sunnan land og hann talaði við Kaldbak, sem var á sömu slóð- um og einnig brezkan togara. Ekkert þessara skipa hafði heyrt sóninn og ekki heldur strand- stöðvamar, sem hafa verfð vel á verði síðan farið var að sakna brezka togaranna. Mbl. leitaði upplýsinga um vekjaramerkin og hinn sjálf- virka vekjaraútbúnað á talstöðv unum hjá Kristjáni Júlíussyni, yfirloftskeytamanni Landhelg- isgæzlunnar. Hann sagði, að fyr ir tveimur árum hefði verið far- ið að nota þessi tæki. Væru neyðarsendarnir útbúnir þann- ig, að á'ður en byrjað er að kalla út fer þessi sjálfvirki vekjara- útbúnaður í gang. Eru sjálf- virku vekjaramerkin tveggja tóna og senda á víxl, annar 1300 rið/s en 2200 rið/s tón- hæð. Hvor tónn varir í 1/4 sek. en vekjaramerkið allt sent í 30 —60 sek. Fer vælið af stað um leið og talfærið er tekið upp. Kristján sagði, að þetta tæki væri komið í mörg íslenzk skip, og væri það með öllum nýrri gerðum af neyðarsenditækjum. Sjálfsagt hefðu flestir, sem keypt hafa ný tæki á sl. ári þau, en þeir sem nota eldri sendistöðvar ekki. Islenzku strandstöðvarnar hafa ekki enn útbúnað fyrir þetta merki, en það er í öllum varðskipunum. Sagði Kristján, að þessi sjálf- virki vekjarasónn heyrðist oft, ef brezku stöðvarnar ætla að endursenda neyðarkall. Þetta merki mætti oft heyra á kvöld- in, því ef um neyðarmerki væri að ræða, værri byrjað á þessu. Slík merki gætu þó heyrzt án þess a’ð um neyðarkall væri að ræða, eins og t.d. í fyrra, þegar svona merki var elt og reyndist koma frá báti fyrir norðan, sem var að reyna tal- stöðina sína. - HUNDURINN Framhald af bls. 32 an daginn, en kom ekfki heim. Undir kvöld fór svo Frið- björn bóndi á Nýpá til hunds ins. og kom hiann þá vil'jugur heim með honum og hefur verið þar í bezta yfirlæti síð an. Bóndinn lýsir hundinum þannig að hann sé af erlendu kyni, dálítið mikið loðinn, brúnmórauður og dálítið grár að aftan og neðan, ekki hrein litur,. Hann er hægur og virð ist gefinn fyrir gott atlæti og tyggur vel sælgæti. Það hefur verið kannað í nálæg- um sveitum hvort hund vant- aði þar, en ekki virðist svo vera. En hvaðan er hundur- inn komdnn. Það er spurning in. — Fréttaritari. ★ Þar sem getgátur voru um að þarna væri ef til vill kom inn skipdhundur togarans Kingston Peridot, leitaði Mbl. upplýsinga hjá hafnsögu- mönnum og tollþjónum, sem fóru um borð í togarann er hann kom 14. janúar til Reykjaivíkur. Fékk fréttamaður blaðsins í gærkvöldi að fletta upp í tollskýrslu, er færð var við komu skipsins til Reykjavík- ur. Var Wilson skipstjóri þá spuirður að því hvort nok'k- urt lifandi dýr væri um borð. Og neitaði hann því afdrátt- arlaust. Geir Zoega, umboðsmaður brezka togara hér á landi. sagði Mbl. að hann hefði ekki orðið var hunda um borð í brezkum togurum um margra ára bil. Skýringar á því væri Mklegast að leita í brezkri reglugerð, er meinar mönnum að koma með hund til Bretlands, ef hann hefði stigið á land einlhvers staðar utan Bretlandseyja. - THEY WERE Framhald af bls. 32 — Varstu þar lengi eftir að togarinn fór? — Nei, þeir tóku af mér mynd og sáu að ég var ekki brotinn. Rifbeiinin öll óbrotin. — Hversvegna hélatu þá ekki áfram veiðiferðinni með togaranum? — Læknirinn sagði, að ég NORÐUR-KÓREA: Þrjú flugvélamóðurskip á verði TALSMAÐUR stjórnar Norður- Kóreu ítrekaði í dag fyrri yfir- lýsngar, að taka bandaríska könnunaskipsins Pueblo kæmi Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna ekkert við, og að samþykkt ir sem kunna að vera gerðar í ráðinu verði ekki virtar í Norð- ur-Kóreu. Hinsvegar sagði tals- maðurinn að fordæmi væri fyr- ir því, að svipuð mál hafi verið rædd á fundum vopnahlésnefnd anna, sem koma saman til v'ð- raeðna öðru hverju við landa- mæri Norður- og Suður-Kóreu. f New York er það haft eftir árieiðanlegum heimildum að full trúar þeirra fimm Afríku- og Asíuríkja, sem aðild eiga að Ör yggisráðinu, hafi boðizt til að leita eftir samningum um lausn Pueblo-málsins. Var tillaga þess efnis send fulltrúum Randa ríkjanna og Sovétríkjanna, og er beðið eftir svari þeirra. Frá Tókíó bárust fregnir um það í dag. að þriðia flugvéla- móðurskipið háfi nítega bætzt við í bandaríska herskipaflotiann, sem liggur á verði undan strönd Norður-Kóreu, á svipuðum slóð- um og Pueblo var þegar skipið var hertekið. Það var Tókíóblaðið Asahi Slhimbun, sem skýrði frá komu þriðja fluigvélamóðiurskipsinis. Segir í fregmnni, að ein af flug vélum blaðsins hafi verið á ferð um 110 kílóm-etrum fyrir norð- vestan borgina Harnada, og þar séð flugvélamóðurskipið Rang- er á siglingu áleiðis til flotans, og var lítið herskip í fylgd með því. Ranger er 60 þúsund tonn. Hin flugvélamóðursikipin tvö eru Enterprise (80 þúsund tonn) og Yorktown (33 þúsund tonn). Moslkvuútvarpið skýrðli frá því í dag, að nýtt könnunnar- skip, sömu tegundar og Pueblo, væri komið á vettvang, og fylgdu því beitiskipið Provid- ence og flugvélamóðurskipið Yorktown. Ekki gat útvarpið um nafn könnunarskipsins. Kim Kwang Hyup, sem er rit- ari miðstjórnar kommúnista- flokks Norður-Kóreu, sat í dag veizliu. sem haldin var sendinefnd kommúnistaflokks Rúmeniíu í Pyongyang. Ásakaði hann þar ríkisstjórn Bandaríkj- anna fyrir að neita að biðjast afsökunar á því að hafa senl Pueblo langt inn í landlhelgi Norður-Kóreu hinn 23. janúar sl. Sagði hann bandarísku stjórninia vera að reyna að breiða yfir glæpsamleg verk sín með því að senda Pueblo-mál- ið ti’l Sameinuðu þjóðanna, og væri það hreinn misskilningur hjá bandarísku stjóminni ef hún héldi að unnt yrði að leysa T'ál ið á þeim vettvangi. „Það gegn- iir öðru máli“, sagði hann. „ef hún vill leysa málið á svipuð- um grundvel’li og áður hefur verið gert. Ef Bandaríkjaimenn hinsvegar hal'da fast við upp- tekna stefnu sína, ná þeir eng- um árangri". Er þetta í fyrsta skipti sem talsmaður stjórnar Norðiur-Kó- reu gefur í skyn að unnt gæti verið að leysa deilu þessa á fundum vopnalhlésnefndanna. í sambandi við fregnina um tilboð Asíu- og Afrílkuirflkjanna um að hafa milligöngu um sanrn inga er það hatft eftir einum full'trúa Bandaríkjanna hjá SÞ, Á FUNDI borgarstjórnar í gær var til umræðu tiilaga frá full- trúum Alþýðubandalagsins, þar sem lagt var til að beina því til framtalsnefndar, að þeir gjaldendur, sem ráðnir hafa ver ið á fiskiskip sex mánuði eða lengur á árinu 1966 og greiða áttu útsvör til borgarinnar 1961, fái fullan frádrátt á þeim við áiagningu útsvara 1968, þótt greiðslu þeirra verði ekki lokið fyrr en 1. maí. 1968. — Þar sem Birgir fsl. Gunnarsson vakti at- hygli á. að hæpið væri, að tekju stofnalögin heimiluðu slíka und anþágu, var fallist á að vísa til lögunni til framtalsnefndar, enda skilaði hún áliti til borgar- stjórnar fyrir 11. nóv. n.k. Jón Snorri Þorleifsson (K) sa,gði, að höfuðástæðan fyrir að stjórnin í Washington muni sennilega hafna tilboðinu. Taldi fuJltrúinn að tvennt væri at- hugavert við tilboðið. í fyrsta lagi yrðri milligöngunefndin of fjölmenn, og í öðru lagi tækju samningar hennar langan tíma. en lauisn þyrfti að finna fljót- lega. ,í Washflngton skýrði Robert J. McCloskey, blaðafulltrúi, utan- ríkisráðuneytisins, frá því síð- degis í dag að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til að fela full- trúum sínum í vopniaihlésnefnd- inni í Kóreu að ræða Ppeblo- málið á fuindum vopna'hlksnefnd ann-a í Panmunj'Om. Nefndirnar komu síðast saiman tiil fundiar 24. janúar, daginn eftiir töku Pu- eblo. og mótimiæltu bandarísku fu'll’trúarnir þá +öku skipsins og kröfðuist þess að skipi og áhöfn yrði tafarlaust skfllað. Þessari kröfu höfnuðu fulltrúar Norður- Kóreu, en báru þess í stað íram harðorðar ásakanir á Bandarik- in með kröfu um að bandaríska stjórnin bæðist opiniberlega af- skunar á broti sínu. þessum tiliöguflutningi væri sú, að slíkt misræmi hefði ver- ið á tekj.um sjómanna á árun- um 1966 og 1967, að þeir ha.fi áflt í erfiðleikum með að geiða opinber gjöld að fullu fyrir síð ustu áramót, eða ekki getað það. Með því að samþykkj'a tillög- una væri viðurkennt, að þeir hefðu að þessu leyti sérstöðu. Birgir fsl. Gunnarsson (S) mflnnti í uipphaifi móls síns á, að mál mjög svipaðs eðlis hefði komið fyrir borgarstjórn í nóv. sl., er erindi barst frá sjómönn- um og útvegsmönnum um, að sjó mönnum yrði gefflnn gjaldifrest- ur á útsvarsgreiðslum til borg- arinnar. Samstaða hefði þá verið með öllum flokkum um að verða Framhald á bls. 21 ömræöur um útsvars- frádrátt sjómanna gæti ekki unnið um sinn. Þá ákváðu þeir að láta mig ekki fara aftur um borð, en senda mig flugleiðis heim. Það voru læknirinn og umboðsmenn skip>sins, sem tóku þá ákvörð un! — Við höfum heyrt að þú hefðir tekið þess ákvörðun sjálfur. Að þú hefðir fengið eixihvers konar hugboð. —• Nei nei, ekkert slíkt. Það var læknirinn. Ég var ekki fær um að stunda vinnu mína. — Hafðirðu verið lengi á togaranum Kingsiton Peridot? — Nei. þetta var fyrsta veiðiferðin mín með honum. En ég hefi verið á togurum á íslandsmiðum í yfir 20 ár. Hver voru tildrög þess að þú varst einmitt á þessum togara í þeflta skipti? — Það var nú bara atvinnu. leysi. Ég hefði tekið hvaða starfi sem bauðst, til að sjá fyrir mér. — Og þú hefðir haldið áfram að vera á þessu skipi, ef þú hefðir ekki orðið fyrir slysi. — Já, ég sé ekki að neitt hefði breytt því. — Svo þú getur svej mér talið þig heppinn! — Já, það er einmit.t það sem þeir eru að segja mér hér í Englandi. og hið sama stend- ur í blöðunum um þessar mundir. — Ertu fjölskyl'dumaður? — Ojá. ég á konu og tvo syni. Tvo uppkomna syni. Annar er kvæntur og á þrjú börn. Hinn er ókvæntux og hann lætur sér mjög annt um mömmu sína og pabba. Við hæfltum við að nefna það hvort þau hafi ekki verið glöð yfir að hann missti af veiðiferð þessa feiga togara, svo sjálfsagt sem það er, og lukum samtalinu. fslenzkur kokkur hauðst Þess má geta í sambandi við þessi matsveinaskipti á togaranum Kingston Peridot, að íslendingur einn reyndi allt hvað hann gat til þess að koimiast í skipsrúm, skömmu áður en togiarinn lét úr höfn í Reykjavík. Sigurð- ur Þorgrímisson, hafn'sögu- maður, sá er sigldi togaran- um úr Reykjavflkurhöfn, minnist þess, að er tog. var að láta úr höfn, hafi komið niður á bryggju maður um fertugt og falast eindregið eftir því að verða ráðinn sem matsveinn. Ekki þekkti Siguirður manninn en hann hafði ekki viljað láta sinn hlut. Hafði bann sagzt hafa frétt, að skip stjóra vantaði matsvein. Hann væri að visu ekki van- ur að maflbúa á brezka vísu, en flaldi engin tormerki á því. að skipveriar gætu ekki ráðlagt sér við miatreiðsluna. Þannig kæmflst hann fljótt upp á brezka lagið. , Góð stund leið og mennirn- ir bollalögðu um ráðninguna. Virtist Sigurði, sem hlustaði á samtalflð, skipstjóri taka mjög til greina umsókn mannsins og haifði maðurinn getið þess, að skipið þyrfti ekki að bíða lengi, hann ætl- aðli aðeins að ná í pjönkur sínar heim. í því er þeflr voru að gera út um þetta bar að Geir Zoega yngra, umlboðs- mtann brezkra togara og þver tók hann fyrir að hinn ís- lenzíki matsveinn væri ráð- inn. Búið væri að ákveða, að nýr matsveinn kærni frá Brei landS og myndi hann koma um borð síðar. Nýi matsveinninn kom um borð á fsafirði eins og á'ður hefur komið fram. - HIÐ OPINBERA Framhald af bls. 32 meiri að hjálpa sjúklingum, sem áður var vonlaust um, en mikið af þessum framförum byggir á sérhæfingu, sem þarf mflklu stærra svflð en völ er á hér á landi. Þar af leiðandi er líklegt að það miuni jafnvel fær ast í vöxt, að íslenzkir sjúkling- ar þurfi að leita sér aðstoðar er lendis. Síðan rakti hún nokkuð, •hvernig þessum málum er hátt- að eins og sakir standa. Kvað hún nauðsynlegt, að fastri skip- an yrði komið á þau, enda ærið áfall að verða fyrir svo alvar- leguim veiikindum, að óumflýjan legt væri að leita utan til.laekn- inga, þótt ekki bættist þa.r við, að fólk þyrfti að ganga marma og stofnana á milli eða gripi til örþrifaráða til að standa undir kostnaðinum. Loks sagði hún, að trygging- arráð hefði lagt fram tillögur um, hvernig fara skyldi um þessi mál í almannatryggingar- löggjöfinni. og hefði félagsmála- ráð beint því til borgarstjórnar, að hún stuðlaði að því, að lög- fest yrðu ákvæði um þetta efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.