Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 4
4 y*-r MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2, FEBRUAR 130« r »•£>SIM' 1-44-44 mnim Hverfisgötu 103. Símí eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. IP^/Lffff^ff’ RAUDARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa 1 Morgunblaðinu AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Enginn kvikmynda- sensor hjá Sjónvarpinu? Unnur skrifar: Velvakandi góður! Pistlar þínir eru alltaf vel- komnir inn úr dyrunum hjá mér daglega. Oft hefUr mig langað til að hreyfa ýmsu við þig, en það er svo ríkt í ís- lendingsins eðli að kyngja því er aflaga fer og er ég víst engin undantekning. En í þetta sinn get ég ekki orða bundizt Mig langar til að udirstrika þau bréf er þú hefur fjallað um útaf mynd er sýnd var nýiega i sjónvarpinu og end- ursýnd þar að auki — Vasa- þjófur. Ég horfði á alla mynd- ina, hvorki mér til gagns eða gleði, ég vildi aðeins sjá þenn- an viðbjóð frá upphafi til enda. Laugardagskvöldin eiga að vera fjölskyldukvöld, þar sem fjölskyldan getur setið við þetta dásamlega skemmtitæki. Þess vegna gagnrýni ég harð- lega — sem móðiir — sjón- varpið fyrir svona mistök, því mistök hljóta það að vera, að hella yfir heimilin, þvílíkum óþverra. Mér þykir vænt um sjónvarp ið því marga unaðsstund hef- ur maður átt með því mjög margar — ég vil aðeins nefna örtfá dæmi, t.d. Polyfónkórinn, — Þætti Þorkels Sigbjörnsson- ar, ferðamyndir Ásgeirs Long, sem eru það undurfagrar að maður nœstum upplifir sum- arið í skammdegiséljunum við að horfa á þær og m.fl. Það er aldrei sársaukalaust að gagnrýna það sem manni þyki vænt um, en ég veit að fyrir þessi mistök hefur sjón- varpið misst margar af sínum aðdáendum. Að endingu vil ég aðeins spyrja: Er engin kvikmyndacensor hjá sjónvarp inu? Ef svo er, þá er eitthvað að? Unnur." Þátt fyrir stofublóm Næst skrifa tvær konur, sem kalla sig biómaunnendur: Velvakandi. Við erum hér tvær áhuga- samar konur um ræktun stofn blóma, og okkur langar að biðja þig að hreyfa máli sem við og áreiðanlega margar kon ur hafa sama áhuga ó. En það er að biðja sjónvarpið að hafa handa okkur þátt fyrir stofu- blóm. Það var einn þáttur í fyrra um blóm og hann var mjög góður. En við þurfum fleiri, og fleiri en einn á vetri. Þeir mættu vera stuttir en margir á þeim tíma er verið er að búa blómin undir sum- arkomuna. Til eru bækur um blóm en >kkur finnst þær ó- fullnægjandi. Það er annað að fá að sjá og heyra um með- ferð bióma, það yrði meira lif- andi fræðsluefni. Við ímynd- um okkur að fleiri konur yrðu til að láta í ljós áhuga á þessu máli, ef við því yrði hreyft í þínum þætti. Með fyrirfram þökk. Blómaunnendur. Bækur, sem erfitt er að fá „Ein afskaplega forvit- in“ skrifar: Velvakandi. Undanfarin 4—5 ár hefur mig vantað mjög bagalega ísl. enska orðabók, sem er gjör- samiega ófáanleg hér í bóka- búðum. Getur þú Velvakandi góður frætt mig á því hvers vegna í ósköpunum þessi nauð synlega bók er ekki gefin út aftur þar sem hún hefur ver- ið uppseld fyrir löngu síðan? Hvernig fara skólanemendur að, við stílagerð? Á mínu heim ili hefur þetta valdið miklum óþægindum. Á hverju hausti hefi ég fengið sama svarið í bókabúðunum hér í borg — „Hún er væntanleg um ára- mótin“ og um áramót er svar- ið — „Hún mun kom í vor“ og á vorin — „Hún kemur áreiðanlega í haust áður en skólarnir byrja.“ Nú langar mig að spyrja: Hve mörg ár á ísl. skólafólk að bíða ennþá? Svo langar mig að minnast á aðra ólíka bók. Ég eignaðist fyrir mörgum árum, smá kver í vasabókarbroti Ann Pilis- bury’s Baking Book. Sennilega er það sarna fyrirtækið, sem hér var með bökunarkeppnina í vet ur, er gefið hefur þessa köku- bók út. Og nú verð ég að segja þér mína harmasögu. Ég er bók starflega búin að „baka bók- ina upp til agna“ — (saman- ber bækur voru lesmar upp til agna hér áður fyrr). Þetta er fortakslaus sú langbezta og handhægasta bökunarbók, sem ég hefi notað (að öllum öðrum matreiðslubókum ólöstuðum). Ég hef alltaf verið viss um að baksturinn tekst vel sama hvort það eru brauð úr pressu- geri ,kex, smákökur eða hinar fínustu tertiu'. En nú er hver síðastur, baksturinn úr þessari litlu bók. — Hún er öll komin í sundur af sliti og handfjötl- un, og hvergi hefi ég getað fundið samskonar bók hér í bókabúðum. Velvakandi góður, reyndu nú að komast að því fyrir mig, hvort Ann Pillsbury fyrir- tækið hefur ekki gefið út nýja kökubók og komdu því á fram færi hve mikill fengur það væri fyrir okur húsmæðurnar ef þessi bók yrði þýdd á ís- lienzku. Jæja, þá er nú síðasta kvabbið. Segðu mér einhver deili á þeim ágætu mönnum Sigmund teiknara og Bjarna Sigurðs- syni (Vetur í sveit) sem gera Morgunblaðið svo miklu rík- ara. Helzt vildi ég fá viðtals- þátt við þessa — gullkorna- smiði — ásamt mynd. Ein afskaplega forvitin. Verkstjóri og prestur Velvakanda er ljúft að veita nánari upplýsingar um hyerjir þeir eru Sigmund teiknari og Bjarni Sigurðsson. Sigmund er verkstjóri hjá frystihúsi í Vestmannaeyjum. Honum er margt til lista lagt og hefur hann fundið upp ýmis tæki, sem að gagni koma í sambandi við fiskiðnað. Bjarni Sigurðsson er prestur, situr á Mosfelli og nær presta- kall hans hér allt niður að Elliðaám, Spjaldskrárstúlka Viljum ráða stúlku til starfa við spjaldskrá i vara- hlutaverzlun. Vélritunarkunnátta æskileg. Tilboð leggist inn á blaðið, merkt: „50il“. Skrifstofustúlka óskast Af sérstökum ástæðum óskast vön skrifstofustúlka Yi eða allan daginn til 1. júlí n.k. Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna. Simi 20240. rfl r r\ r 1 Iresmioavelar Skrifstofustarf Sérverzl'un m,eð byggingarvÖTur, óskar ©ftir skrif- Til sölu hjólsög, DELTA og 16 tommu bandsög., stofustúlku. Verzlunar- eða stúdentsmenntun. Hjólsögin er ný. Uppl. í síma 50564. Umsókn sendist blaðinu fyrir 7. þ.m. merkt: „Fram- tíð 5363“. Hafnfirðiii£ar r MA 1960 Höfum opnað kvöid- og helgarsölu. — Stúdentar frá MA árið 1960. — Mjólk, brauð, ávextir og fleira. Fundur í kvöld, 2. febrúar, kl. 21.00. HRAUNVER, Álfaskeiði 115. , Fundarstaður Hótel Loftleiðir, Snorrabúð. Hafnfirzkar húsmæður ALLT í HELGARMATINN. Meðal annars: Svartfugl, lundi, svínakjöt, nautakjöt, og folaldakjöt. Verzlið þar sem úrvalið er mest. — Sendum heiim. HRAUNVER, Álfaskeiði 115. Sími 52690. IIJÓLSÖC Góð hjólsög óskast til kaups. Upplýsingar í síma 41690, 14477. ÚLFAR GUÐJÓNSSON, H.F. Auðbrekku 63, Kópavogi. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.