Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 32
SSKUR Sudurlandsbraut 14 ■—- Simi 38550 FÖSTUDAGUR 2. FEBRUAR 1968 TVÖFALT H E1NANGRUNARGLER 'Qára reynsla hérlcndl» EGGERT KRlSTJANSSC .'ítCO HF SJÓMANNAEKKJURNAR í HULL SENDA WILSON ÁSKORUN — Leitinni að togaranum Kingston Peridot hætt — Báðir Hull-togararnir taldir af í dag HÆTT var í gær skipulagðri leit að skipbrotsmönnum af brezka togaranum Kingston Peridot ,enda búið að leita mjög mikið úr lofti, á láði og legi á stóru svæði kringum Brekann, þar sem talið er að togarinn hafi farizt. í dag hefði Kingston Peridot og annar týndur togari, St. Rom- anus, átt að koma úr veiði- ferð heim til Hull, og verða þeir þá báðir opinberlega taldir af- Hefur þessi fiski- bær þar með misst 40 af sjó- mönnum sínum, ér héldu norður í höf til fiskveiða. Ekkjur sjómannanna fjöru- tíu sem fórust, eru nú með tilstyrk verkalýðssambands- ins að senda áskorun til Wilsons, forsætisráðherra, þar sem þær krefjast þess að öryggi og allar aðstæður um borð í fiskiskipunum verði bætt. í fyrrakvöld töldu þrír brezkir togarar, er voru út af Langanesi, að þeir hefðu heyrt són frá sjálfvirkum vekjaraútbúnaði úr neyðar- talstöð, en engin hjálpar- beiðni eða staðarákvörðun fylgdi. Telja bæði Slysavarna félagið og stöðvar í Bretlandi mjög litlar líkur til að þetta geti staðið í nokkru sam- bandi við hin týndu skip. Og ýmsar tilgátur eru á lofti til að skýra, að ekki hafi endi- lega verið um neyðarkall að ræða. Krefjast meira öryggis á sjónum Dagblöðin í Bretlandi, einkum fiskibæjunum, hafa í rúma viku skrifað mjög mikið um hvarf togaranna tveggja, Kingston Peridot og St. Romanus, með 40 manna áhöfnum. Mbl. átti í gær tal við fréttastjóra Hull Daily Mail, sem sagði m.a. frá áskor- un þeirri, sem ekkjur sjómann- anna eru að senda til Wilsons, forsætisráðherra. Undanfarna mánuði hafa vér- ið uppi raddir í Félagi flutninga- verkamanna um að bæta þyrfti öryggi og aðibúnað á brezkum togurum. Og missir þessara tveggja togara, með svo mörg- um mönnum, hefur orðið til þess að herða á þeirri kröfu. Það hef- ur valdið því, að Verkamanna- sambandið (General Workers Union) styður nú áskorun til for sætisráðlherra Bretlands frá eig- inkonum sjómannana, sem fór- ust. Hefur félagið boðizt til að sjá um framkvæmd málsins og er þegar búið að senda Wilson, forsætisráðherra, símskeyti, með beiðni um, að hann taki við slíku skjali. í áskorun þessari eru almenn mótmæli og krafizt algerrar endurskoðunar á aðstæðum um borð í skipunum. f>ví er mót- mælt, að ráðnir séu á skipin óreyndir menn, menn sem ekki hafi sjóferðabækur. Þá er þess krafizt, að fullkomin skoðun og viðgerð fari fram á togurunum til undirbúnings hverri véiði- ferð. í fjórðá lagi, að sjómenn- irnir og skipstjórarnir á fiskiskip unum fái hækkuð laun í áhættu- sömum veiðiferðum. í fimmta lagi, að um borð í öllum skip.un- um verði loftskeytamenn. (Eng- inn loftskeytamaður var um borð í St. Romanus, en Kingston Peridot hafði loftskeytamann). Og ioks, að skipin verði útbúin með varahluti, sem séu ávallt um borð ,svo hægt sé að gera við iti á sjó. Fara konurnar fram á, að for- Framh. á bls. 31 Hundurinn ekki brezkur Hús'avík, 1. fe(b. Á MÁNUDAGSMORGUN- INN veittu bændur á bæj- unum Björg og Nýpá í Köldu kinn því atlhygli að ókunnur hundur var þar á bökkunum út undir sjónum í stefnu á Lundey frá Björgum séð. En bæir þessir eru yztu bæir í Köldukinn, fyrir botni vest- anverðs Skjálfandaflóa. Hund urinn virtist ekki vilja gefa sig að bæjarmönnum og þvældist á milli bæjanna all Framh. á bls. 31 .««íw*éjho& llíP Forsíðan á brezka blaðinu T he Daily Mail, þar sem sagt e r frá skipstapanum við ísland. Er m.a. mynd af togaranum K ingston Peridot á forsíðunni. M bl. hefur aflað sér eintaks af þessu blaði( að vísu gallað), til að sýna hve mikið brezku b löðin hafa skrifað um þetta mál. Frá fundi borgarstjórnar í gœrkvöldi: Hið opinbera greiði sjúkra- kostnað erlendis sé ekki fullnœgjandi lœknishjálp að fá hér á landi Á FUNDI borgarstjórnar í gær var samþykkt einróma svohljóð andi tillaga frá Kristínu Gúst- avsdóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins: , „Borgarstjórn beinir þeim ein „They were all lads on board" good — segir William Henry Cood, matsveinn af týnda togaranum Islenzkur kokkur bauðst MATSVEINNINN á brezka togaranum Kingston Peridot, sem talinn er hafa farizt fyrir nörðan land í síðustu viku, var ekki um borð í þess ari síðustu óheillaferð skips- ins. Hann varð eftir í Reykja- vík vegna meiðsla og var sendur heim, vonsvikinn yfir að hafa misst af veiðiferð- inni. Matsveinninn William Henry Good var staddur á skrifstofu útgrðarinnar, Kingston Steam Trawlers Ltd., er Mbl. átti símtal við hann í gær. Aðspurður hvenær hann hefði frétt um afdrif togarans og hvernig honum hefði orðið við, svaraði Good: — Ég vissi það ekki fyrr en á þriðjuda'gskvöld, þegar ég sá blöðin. Ég lei't í blaðið og sá að togarans var saknað. Það kom yfir mig eins og reiðar- slag. Það var mikið áfall „because the were all good lads on board“ (því þetta voru allt svo góðir strókar um borð). — Höfðu þeÍT verið skips- félagar þínir lengi? — Nei, ekki ó þessu skipi. En ég hafði þekkit nokkra þeirra lengi, svo sem 1. vél- stjóra, og einnig 1. stýrimann. Ég hafði verið með þeim á öðrum skipum. — Hvernig stóð á því að þú varst ekki um borð? Viltu segja okkur af hverju þú fórst í land í Reykjavík? — Já, ég varð fyrir slysi, brá’kað rifbein. Það vildi þann ig til, að veðrið var ekki sem bezt og ég féll niður stiga. Ég brákaði bæði brjósfkassann og bakið. Skipstjórinn hélt að ég hefði brotið í mér rifbein og fór með mig inn til Reykja- víkur. Þar var farið með mig í nýja stóra spítalann ykkar. Framhald á bls. 31 dregnu tilmælum til Alþingis og ríkisstjórnar, að þessir aðilar vinni að því. að lögfeist verði ákvæði um greiðslu hins opin- bera á sjúkrahúskostnaði erlend is hjá þeim aðilum, sem sann- anlega geta ekki fengið full- nægjandi læknishjálp hér á landi. Vitnar borgarstjórn í þessu sambandi. til samþykktar borgarráðs 28. október 1966, til- lögu tryggingarráðs frá 8. nóv- ember 1967 og ályktunar félags- máiaráðs Reykjavíkurborgar 21. janúar sl. Kristín Gústavsdóttir (S) sagði m.a.: Komið hefur í Ijós, að í hinu íslenaka tryggingar- kerfi eru þeir ágal'lar, að sjúlkra trygging nær ekki til þeitrra, sem þurfa að leita læknisfhjálpar erlendis. Hefiur þetta valdið því. að einstöku sjúkdómstiMélli hafa haft í för með sér mikil útgjöld umfram það, sem sjúkra tryggingar bæta og bafa jafn- vel valdið a'lvarlegri röskun á afkomu sjúklings og aðstand- enda hans. , Að sjálfsögðu er hér átt við aðgerðir, sem ekki er hægt að gera hér á landi og krefjast sér stakrar og mjög fulKkominnar sjúikraihúsaðstöðu og sérhæfing- ar. Eftir því sem læknavisindá ná lengra verður möguleikinn Framh. á bls. 31 Sjónvarpið nær til Vestfjarða SJÓNVARPSTÆKl hafa nú ver ið sett upp á nokkrum bæjum í Geirdalshreppi og Reykhóla- hreppi í Austur-Barðastrandar- sýslu. Sést íslenzka sjónvarpið sæmilega á þessum slóðum. Mun það vera myndin frá endurvarps stöðinni í Búðardal, sem nær þangað vestur. Eins og kunnugt er hefur ver- ið ákveðið að byggja tvær mikl- ar endurvarpsstöðvar á þessu ár'i, á Skálafelli og í Stykkis- hólmi. Er talið líklegt, að sjón- varp eigi að geta náð til Akur- eyrar og Eyjafjarðar fyrir næstu óramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.