Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 18
18 MORGTjNBL'AÐTÐ; FöSTUDAGUR 2. FEBRÖAR' T968’ ’' * - SJÁVARTJTV. Fram. aí bls. 17 Auk þessa stunduðu veiðar að einhverju ráði um 500 opnir vél- bátar. Þróun verðlags. Ekki verður rætt hér ítarlega tun verðlags- þróunina í helztu markaðslönd- um okkar. Hún hefur verið nær stöðugt umræðuefni í fréttum og manna á meðal. Lækkun sú sem varð á verði frysts fisks á Bandaríkjamarkaði á árinu 1966 hélt áfram á f. hl. árs 1967. Síð- ar hefur nokkúð rofað til hvað blokkfrystan fisk snertir, en verð á öðrum frystum fiski hef- ur ekki rétt við. Er því miður ekki ástæða til bjartsýni í þessu efni. Aðrir markaðir hafa einnig valdið vonbrigðum, ekki sízt í Sovétríkjunum. Um verðlag og útflutning á skreið virðist ekki . að tala á meðan stríðsástand ríkir í Níg- eríu, nema hið tiltölulega litla magn, sem fer á ítalíumarkað. Er áætlað, að skreiðarbirgðir um áramótin síðustu hafi numið um 6.700 lestum. Er óþarfi að rekja, e'nda augljósir þeir erfiðleikar, sem af þessu hafa stafað. Verðbreytingar á mjöli og lýsi voru jafnvel enn snarpari en á freðfiski. Miðað við hæsta og lægsta verð á mjöli varð lækkun 36% og samskonar sam- anbuiður á lýsi sýnir meira en 50% verðfall. Enda þótt meðal verðbreytingar á framleiðslu okkar hafi orðið eitthvað minni, sköpuðust miklir erfiðleikar fyr- ir mjöl- og lýsisiðnaðinn. Voru verksmiðjurnar reknar með tapi meginhluta síldarvertíðarinnar. Verð á saltfiski hélzt hinsvegar gott á árinu, einkum á stórfiski. Að nokkru leyti má segja hi'ð sama um saltsíld. Allt þetta hefur að sjálfsögðu haft sín áhrif á fiskverðið innan lands. Að venju var fiskverð fyrir þorskveiðarnar ákveðið í upphafi ársins. Þrátt fyrir verð- fall á freðfiski var verðið ákveð- ið svo til óbreytt frá árinu 1966. Sérstakur ver'ðtryggingarsjóður hljóp undir bagga með frysti- húsunum, ásamt ýmsum öðrum opinberum aðgerðum. Bræðslusíldarverð fylgdi hins- vegar meira breytingum á mark aðsverði afurðanna, þó alls ekki að öllu leyti. Var það ákveðið miklum mun lægra en á árinu 1966. Verðlækkun, ásamt minni síldarafla, gerði það a’ð verkum, að landað verðmæti síldaraflans lækkaði um meira en helming frá árinu 1966. Er áætlað, að verðmæti síldaraflans hafi num- ið rúmlega 600 milljónum króna á árinu. Heildarverðmæti sjávaraflans á sl. ári er áætlað um 2000 millj. króna borið saman við tæplega 2.800 milljónir á árinu 1966. Hagnýting fiskaflans. Eftir- greind tafla sýnir hagnýtingu fiskafurða til loka okt. sl. árs og samanburð vfð árið 1966. 1967 1966 A. Þorskafli Lestir Lestir Frysting .... 156.189 154.194 Söltun 66.468 81.071 Herzla 58.019 52.479 Niðursuða .. 17 27 Mjölvinnsla . 2.157 2.023 Innl. neyzla . 6.744 9.474 ísfiskur .... 21.128 22.670 Reyking .... 2 14 B. Síld og loðna Frysting .... 8.265 10.109 Söltun 28.355 58.474 Niðursuða — 336 Mjölvinnsla . 447.218 679.928 Innl. neyzla . 9 — Landað erl. . 14.794 1.225 C. Humar og rækja Frysting .... 3.713 4.946 Niðursuða . . 13 13 Innl. neyzla . — 6 D. Annar afli Frysting .... — 1 Isfiskur .... 105 — Eins og glöggt kemur í ljós hafa orðið nokkrar breyt- ingar á hagnýtingu þorskaflans. Er sú helzt, að minna magn hef- ur farið til söltunar en meira til verkunar í skreið. Frysting jókst og nokkuð þrátt fyrir minni heildarafla. Um hagnýtingu síldaraflans gegnir nokkuð öðru máli. Sök- um fjarlægðar á miðin hófst söltun austanlands og norðan ekki að nokkru ráði fyrr en langt var liðið á haustið og síld- in tekin að færast nær landi. Sköpuðust ýmis vandamáli í því sambandi, bæði vegna fólkseklu og þess hversu erfitt er að verka síld í salt eftir að kalt er orðið í ve'ðri. Þá höfðu ógæftimar sín áhrif. Tókst ekki að salta uppí gerða samninga. Nokkuð var saltað af Suðurlandssíld, er kom fram á haustið. Til söltunar fóru alls 53.480 lestir á árinu en 64.602 lestir ár- ið 1966. Mjög mikilvægt er, að okkur takist að finna leiðir til að hag- nýta síldaraflann í salt að því marki sem markaðirnir framast leyfa. Á árinu 1966 nam fram- leiðsluverðmæti saltsíldar tæp- lega 600 milljónum króna eða rúmlega 10% heildarframleiðslu verðmætis sjávarafurða. Má af þessum tölum sjá hvað í húfi er. Á sl. sumri fóru fram ýmsar rannsóknir í þessu skyni, m.a. hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins. Átti síldarútvegsnefnd þar einnig hlut að máli. Þá gerðu ýmsir einstaklingar til- raunir um borð í skipum sínum. Var síldin ýmist ísuð, sjókæld, söltuð heil eða á venjulegan hátt. Munu niðurstöður rann- sóknanna liggja fyrir innan tíð- ar. — Lokaorð. Enda þótt ári'ð 1967 hafi verið erfitt, má það ekki draga úr okkur kjarkinn. Finna verður lausn vandamálanna, því að á því veltur afkoma þjóðar- innar. Sjálfsagt eru ekki til þau meðul, sem leysa allan vanda og allra vanda. Til þess er þróunin of ör og samkeppnin of hörð. Islenzkur sjávarútvegur er nú betur búinn tækjum og öðrum afkastamiklum útbúnaði en nokkru sinni fyrr, þótt þar með sé ekki sagt, að við getum tekið l'ífinu með ró eða slakað á ár- vekni okkar. En þessi uppbygg- ing á samt að gera honum bet- ur kleift að mæta áföllum eins og þeim sem við áttum við að glíma á sl. ári. Ef kröfum til sjávarútvegsins er stillt í hóf, og eðlileg sjóðamyndun þar með gerð möguleg, er miklum mun líklegra, að sjávarútvegsfyrir- tæki geti mætt sveiflum í afla- brögðum og verðlagi af eigin rammleik. Ef okkur á að takast að halda í horfinu og halda þeim sessi, sem vi'ð nú skipum á meðal fisk veiðiþjóða sýnist mér, að efling rannsókna á sviði fiskveiða, þ.m. taldar haf- og fiskirannsóknir, veiðarfæra- og veiðitæknirann- sóknir, svo og á sviði fiskiðnað- ar, sé það atriði, sem við verð- um að leggja hvað mesta á- herzlu á í náinni framtfð. Með innlendri rannsóknarstarfsemi getur hugsanlega komið inn- lend framleiðsla á veiðarfærum og veiðitækjum öðrum, svo og skipasmíðar i ríkari mælí en nú er. Er ekki með öllu vansalaust, að jafnmikil fiskveiðiþjóð og við erum, skulum vera nær algjörir þiggjendur þess tækni. og véi- búnaðar, sem við notum við veiðarnar. Kristján Vernharðsson 1. velstjori var að vinna við að stilla aðalvélina, en hún e - TVÖ NÝ SKIP Framhald af bls. 5. — Já, það má segja svo. Það er helzt að það hefur staðið á ýmsum minni hlut- um til þess að eðlileg verk- þróun hefði getað verið af fullum krafti . Og þar með var Smári flogi unnppr9 tg floginn upp í mastrið til þess að tengja toppljósið. Á BRYGGJUNNI hittum við Pétur Einarsson, en hann hef ur séð um framkvæmdir fyrir Stálvík á smíði Óskars Magn- ússonar. — Hvað hafa að jafnaði unnð mangir menn í skipinu? — Um 30 menn, en það hefur verið unnið við bæði skipin samhliða. — Hvenær verður Eldey til búin til veiða? — Vonir standa til að Eld- ey verði tillbúin á næstu vik- um. — Hefur staðið á nokkru sérstöku við skipagerðina? — Nei, yfirleitt hefur allt verið fáanlegt og má segja að allt hafi verið gert til þess að geta lokið smíði skipanna á sem stytztuim tíma. Ymsa hluti befur þó þurft að kaupa hér heima í smásölu og það er mun dýrar heldur en ef það kæmi beint erlendis frá. En þetta eru innkaup í það smáum stíl að það er vart hægt er að panta það beint hollenzk, 660 ha. Smári Ilermannsson rafvirki var hinn kátasti, hátt uppi, í mastrinu. frá verksmiðju. Eftir því sem skipasmíðarnar vaxa á þetta að verða auðveldara og ef skipasmíða'stöðvar gætu sam eina-st um innkaup á vissu efni. þá væri hægara um vik og byggingarkostnaður myndi lækka, því að hér er um þús undir af hlutum í hvert skip að ræða. Á. J. Sjötugur í gœr: Sigurjón Halldórsson skipstjóri, Grundarfirði NÁGRANNI minn og góður kunningi, Sigurjón Halldórsson útgerðarmaður og skipstjóri frá Bár, er sjötugur í dag, og ekki get ég tótið daginn Mða svo hjá að ég biðji ekki Morgunblaðið að geta stuttlega þessa afmælis. Reyndar gæti karlinn alveg eins verið tíu árunum yngri eft- ir öllu útliti að dæma og enn stundar hann sjó á bát sínum til jafns við þá sem yngri eru að árum. — Ekki þekki ég ætt- ir Sigurjóns, nema það, að ég veit hann er Snæfellingur og mun hafa alið allan sinn aldu-r hér í sveit. Hins ve.gar er hamn víðkunnur sjósóknari og marg- faldur aflakóngur hér í þessaxi verstöð. Snemma mun hugur Sigur- jóns hafa staðið til sjósóknar og mér hafa sagt memn af hans kyn slóð, að hann hafi ekki verið nema unglingur, þegar það kom í ljós, að hann var flestum mönn um fisknari og þess lætur Pét- ur Hoffmann getið í sjálfsævi- sögu sinni, að Sigurjón hafi ver- ið með allra fremstu fiskimönn- um, er þeir vorum saman á skútu á skaki. Eins og svo mörgum öðrum, sem fæddust um og fyrir síð- ustu aldamót, mun Mfið ekki hafa farið neinum silkihönzk- um um Sigurjón í æsku, en fyr- ir dugnað sinn og þrautseiglu komst hann yfir alla erfiðleika og er fyrir löngu orðinn vel efnalega sjálfstæður maður. Hann hefur um langt árabil átt sinn eigin bát og verið sjálfur skipstjórinn. Meðeigandi hans í mörg ár hefur verið Sigurður Ágústsson, alþingiismaður í Stykk'shólmi og síðar Hermann sonur Sigurjóns. — Mun það mála sannast, að útigerð þessi hafi alltaf verið hin farsælasta og þau árin fá, sem hún hefur ekki skilað hagnaði. Hefur þar farið saman óvenjuleg aflasæld Sigurjóns, góð umgengni hans og hirðusemi sona hans og amn- arra, sem sjóiinn hafa stundað með honum. Kona S gurjóns er Björg Her- mannsdót'tir, hlédræg og fáskipt- in, en góður vinur vina sinna. Um þetta getur undirritaður bezt borið, ég hetf verið næsti ná'granni he/nnar sl. sextán ár og það var ósjaldan fyrr á árum, að við þurftum að leita til Bjargar og það brást aldrei, að hún veitti okkur aðstoð, ef ein- hvers þurfti með. Björg og Sig- urjón eiga fjóra sonu, sem alMr eru giftir menn í Grumdarfirði, Pétur vélstjóri, Halldór sjómað- ur, Hermann sjómaður og Ágúst bifreiðastjóri. Sigurjón Haildórsson er mað- ur yfiriætislaus og lætur ekki mikið yfir afiabrögðum sínum. Helzt er á honum að heyra að hann hafi aldrei femgið bein úr sjó, kannski í einar hjólbörur, þegar bezt hefur iátið. Hitt mun þó sanni nær, að fáir munu þeir hér um sl'óðir, sem meiri afla hafa á land borð og verulegan þátt á Sigurjón í þeirri uppbygg ingu, sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þetta vita stéttarbræður hans og aðrir sam borgarar og því var það fyrir fáum árum, að sjómenn hér heiðruðu þennan gamla garp á hátíðisdegi sínum, sjómiannadeg- inum. Og enn stendur Sitgurjón við stjórmvörnn og stýrir báti sín- urn um sollinn sæ, og enn vilja menn ekki vera annars staðar fremur í skiprúmi, en hjá gamla manninum. Það hefur verið gæfa Si'gurjóns, að hafa alltaf á svo löngum skipstjórnarferli, skilað skipi og skþshöfn heilu og höldnu í land og aldrei mun svo mikið sem meiðzt hjá hon- um maður. Það er og líka skemmtilegur endir á óvenjulöng um og farsælum ferli Sigurjóns sem skipstjóra, að innan tíðar fær hann í hendui- sonarsyn: sín i um og alnafna þann stjórnvöl, 1 sem hann sjálfur hefur staðið i svo lengi við með miklum ágæt- um. I E. M. Framlag bænda til Bændahailarinnar LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp um breytingu á lögum um stofnun búnaðar- málasjóðs sem landbúnaðar- nefnd Neðri deildar flytur að ósk landbúnaðarráðuneytisins. ] Fjaliar frumvarpið um gjald af söiuvörum bænda til Bænda- ■ hallarinnar og er lagt til að það verði lækkað um helming, eða í 14%, þar sem nú hefur verið lögfest 14% að gjald af söiuvörum bænda renni til Bjargráðasjóðs íslands. Bændur hafa um áraibil greitt gjald til Bændahaliarinnar og á Alþingi 1965 kom fram frum- varp sem gerði ráð fyrir að Bændahöllin fengi um 4 ár í við- bót 14% gjald af framleiðsluvör- ! um bænda. í meðförum Alþingis var sú breyting á gerð, að ákvœðið var framlengt tii 2 ára,1 þ. e. fyriT árin 1966 og 1967. j Nú hefur stjórn Bænda- hall'arinnar fari'ð fram á það að gjaldi úr Búnaðarmálasjóði verði framlengt í 4 ár, en jatfn- ' framt lækkað um helming, þannig að ekki aukist álögux á bændur. - SUMARIÐ ’37 Framhal'd af bls. 12. Júgóslaviu, Tékkóslóvakíu, ír- landi, ísrael, Belgíu og Hol- landi. Það eru leikritið „Gull- brúðkaup“ og' „Afmæli í kirkjugarðinum“. Það síðast- nefnda hefur verið þýtt á frönsku og verður sennilega bráðlega sýnt í franska útvarp inu. Þá hefur finnska útvarp- ið, sem þegar hefur fiutt þessi tvö, beðið um „Herbergi til leigu“ til þýðingar og flutn- ings. Fiórða leikritið er Því miður, fúr“. Og nú er það ..Sumarið ’37“ sem við bíðum eftir á leik- sviðinu í Iðnó. og sem þeir í Leikfélaginu keppast við að æfa. E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.