Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 at Sauðfjárræktin í BÚNAÐARRITINNU 1965 er að finna athyglisverða grein eftir Halldór Pálsson, búnaðarmála- stjóra um búnaðarhætti á Nýja Sjálandi. Það sem ég vil gera hér að umræðuefni er sú nýbreytni þar að halda sauðfé á ræktuðu landi í rammlega girtum hólfum. Það ætti við hjá okkur. Hér eru tilvitnanir í grein dr. Halldórs: „Rannsóknir hafa leitt í ljós að unnt eT að hafa mun fleira búfé á hverjum hektara lands, en áður var venja. Hag- kvæmast hefir reynzt að full- beita löndin, svo að ekkert af gróðrinum fari til spillis. Þetta gildir sérstaklega um allt áborið land. Rannsóknir hafa sýnt að búfé skilar jörðinni 80% af þeim jurtanærandi efnum, sem það tekur af landinu með beitinni. Búfjáráburðurinn eykur mjög frjósemi landsins. „ . . . . tvennt er þó sameigin- legt hjá öllum fjárbændum. Það eru vandaðar girðingar og vel vandir hundar. sem hvorttveggja léttir mjög fjárhirðingu“. „Landið á hálendisjörðum ber sjaldan meira en 1 kind á ha., og oft minna. Á láglendinu eru jarðirnar minni, oft frá 100 til 600. ha að stærð. Þar ber landið 2—18 kindur á ha. eftir ræktun- arástandi þess og eðliskostum. Á lálendinu er landinu skipt í rnörg hóif“. „Sauðfjárbændum á láglendinu og oft upp í fjallaræturnar má skipta í tvo meginhópa, þá mörgu sem framleiða lömb til slátrunar, og þá fáu, sem rækta kynbótafé og framleiða hrúta handa öllum öðrum fjárbændum landsins“. „Einn fjárhirðir annast um 1000 ær að meðaltali. Flest þess- ara búa hafa ar.naðhvort um 1000 ær eða 2000. Lambafjöldi til nytja er frá 80—-130 eftir hverjar 100 ær“. „ . . . . Af framangreindu sést að fjárbændur Nýja Sjálands fylgja yfirleitt ekki hámarksaf- urðastefnu í sauðfjárrækt“. „Allt beitiland á láglendinu er ræktað“. „Flestir lálendisbændur hafa dálítið af holdanautum með fénu“. „Fjárbændur leggja . höfuð- áherzlu á að nytja vel landi“. „Þegar lömbin eru vanin und- an í desember, eru þau, eem ekki eru orðin nógu þroskuð til slátr- unar látin í beztu hólfin til að fita þau, en ærnar látnar í lak- ari hólfin“. tekjur af holdanautgripum". Margt fleira athyglisvert er í umræddri greín. Land til sauðbeitar er nærri því betra, að það sé þýft og óslétt og grýtt. Það þarf lítið fyrir að hafa, til að koma því í rækt, annað en girða, og ræsta fram, þar sem vatnsagi er eða bleyta, svo og að bera áburð á hrjóstur, meðan þær eru að gróa. Með aðfluttu fóðri til gjafar í hagleysu mun landið ræktast með áburði frá fénu. Einhvern tilbúinn áburð mun þó alltaf þurfa til að knýja fram sprettu síðari hluta sumars. Féð þarf að hafa svo þétt að allt gras nýtist. Áburðarþörf landbúnaðar mun eitthvað aukast, við að stunda sauðbúskap í ræktuðum gerðum, nema sauðfjárrækt verði tak- mörkuð. Það væri framlag til að bæta jarðveg úthagans og breyta íslandi í gróðursælt land. Van- höld á sauðfé yrðu líka minni en áður. Og ýmis augljós hagnaður er við það að halda fénu í ræktuðum gerðum. Vinna við hirðingu yrði minni. Hmar erfiðu smala- mennskur væru úr sögunni. Nú getum við varla notað fjár- hunda til neins, nema að gera styggð. í afgirtum hólfum mætti kenna þeim að sækja féð, og jafnvel að halda því á beit. Þó er það augljós á'vinningur að geta allan ársins hring fylgzt með fénu og líðan þess, svo að segja hverri kind. Búnaðarmálastjóri segir hlut- laust og drengilega frá því að á Nýja Sjálandi er ekki fylgt stefnu hámarksafurða, enda þótt hann sjálfur fylgi öðrum skóla. Og hann er hrifinn af hinum miklu afköstum Ný-Sjálendinga. Það væri ofraun að ætla hverjum manni að hirða 1000 ær hér á landi. Því veidur hið mikla vetrarríki og umstang sem því fylgir. Nær væri að miða af- köstin vð lambafjölda. Ám sem koma eiga upp 2 eða 3 lömbum þarf að sýna meiri natni. En með því að slaka aðeins á stefnu há- marksafurða mætti stórlega létta störf við sauðfjárrækt. Hvert einasta sauðbú ætti ekki að þurfa að vera sérstakt kyn- bótabú. Hinar endalausu sýn- ingar eru varla annað en til- gangslaust dútl eða sport. Ef það telst nauðsynlegt, væri betra að skylda menn til að nota hrúta frá viðurkenndum kynbótabúum. Þegar féð er komið í fasta vörslu, er mikið handfjatl líka óþarfi. Glöggur fjármaður getur fylgst með líðan þess án þess að vera alltaf að vigta það, hverja einustu kind. Það er óþarfi að byggja vönduð fjárhús. Vetur getur verið harður í skozka Hálend- inu ekki síður en á íslandi. Þar eru engin hús yfir sauðfé. í vetrarhörkum er fénu gefið úti á gaddinn, sem þó er varla hag- nýt meðferð á fóðri. Heimild mín er The Farming Year eftr J. A. Scott útg. Langmans. Þetta er réttlætt svo, að sauðkindin sé harðgerð skepna sem vel þoli útivist og kulda. En við kúld og innistöðu sé eins og hún missi eitthvað af eðli sínu, verði löt og veikluð. Vönduð fjárhús eru að sjálfsögðu góð hjá okkur, því við byggjum ekki sauðfjárrækt á hlífðarlausum útigangi. En ef byggja þarf ný hús í gerðunum er hægt að komast af með ódýr- ari skýli. Afréttabeit er mikil rányrkja og svo er einnig um skipulags- lausa beit í heimahögum. Áburð- ur frá skepnunum fer meira og minna til spillis. Við ættum að hætta að sleppa fé á afrétt. Afréttinn ætti að taka til landgræðslu og græða þar upp við. Ágangur sauðfjár spillir þeim. Og vonlaust er að viður vaxi, meðan skepnurnar valsa um allt. Stundum nýtist beit afrétt- anna i'lla. Heimfúst fé stendur í svelti við girðingar, þó góðir hagar séu fjær. Annað fé ráfar upp á gróðurlaus öræfin og í hagleysur. Mest brögð eru að þessu í óhagstæðri veðréttu. Þetta eru iM endalok frá góðri vetrarfóðrun. Alvarlegasta atriðið er þó smithætta við að láta fé úr heil- um sveitum, eða landshlutum, ganga saman. Hvað skeður ef sýki á borð við munn og klaufaveiki kemur upp á afrétti? Ég vona að þeirri spurningu þurfi aldrei að svara. Mæðiiveikin kostaði mikið. Hún hefði ekki þurft að gera usla, og hefði ekki gert það, ef fé hefði ekki gengið saman milli bæja. Það þarf fleiri fóðureiningax til að framleiða kindakjöt en aðrar kjöttegundir. Ný-Sjálendingar vinna þann mismun upp með verðmikilli ull. Til þess að sauð- fjárrækt sé arðsöm þarf féð að vera vel ullað. En þá eru heldur engin vandkvæði á því að fé sé fóðrað á töðu og töðuvelli. Árið 1961 fengu láglendsbænduT í Nýja-Sjálandi sem svaraði til ísl. kr. 180—200 fyrir lambið að jafnaði og um kr. 150—180 fyrir ull af á (Búnaðarritið). Ullin er mikil-1 hluti sauðfjárafurða. ísl. jarðvegur er orðinn svo ófrjór og magur, að ég álít rán- yrkju fásinnu, jafnvel þó ekki sé um annað en sumarbeit að ræða, og jafnvel þó einhverjum áburði sé dreift á afréttina af handa hófi. Áburður til sumarbeitar nýtist betur á tún en afrétti. Afrétturinn þarfnast vissulega aburðar. En það ætti að vera áfangi til að breyta afréttinum framlag ti‘l landgræðslu. Fyrsti í frjósamt land og skóglendi. í útvarpsumræðum á nýársdag virtust leiðandi menn þar vera sammála um að aukning kvik- fjár og fólksfjölgun mundi nokk- uð fylgjast að, það sem eftir er aldarinnar. Með öðrum orðum. Þeir búast varla við adðvænleg- um útflutningi kvikfjárafurða næstu 30 til 40 árin. Vikið var að ylrækt sem lík- legri til útflutnings, einkum blómarækt. Ég held að búnaðarmálastjóri hafi haft forspá um þetta allt. Hann spáði líka stóraukinni jarð- rækt. Það voru orðin, sem mér þótti vænst um. Nú er ræktað land 1 þús. km2. Við þurfum að rækta 1 þús. km2 í viðbót. Og þá höfum við nóg ræktað land til að framfleyta öllum núverandi búfénáði á rækt uðu landi. Þetta er mitt álit, og ég get rökstutt það. Þó kvikfénaði fjölgi um helm- ing, þurfum við ekki nema 4 þús. km2 af ræktuðu landi til að framfleyta honum. Við getum friðað alla afrétti, án þess að þrengja að landbúnaði. Og um sumt er það hagstæðara búskap- arlag, en skipulagslaus rányrkja. Eftir munu nú vera á íslandi 5 til 6 þús. km2 af landi með góðum jarðvegi. Á því landi eig- um vfð að reka landbúnað okk- ar næstu hálfa öld og rækta’ það vel. Allt annað land eigum við að friða og græða það upp, eftir því sem orka og efni leyfa. Þar er um að ræða 20 þús km2 af samfelldu gróðurlendi, mögru og ófrjóu að mestu, og aðra 20 þús. km2, ýmist með slitróttri grasrót eða graslaust, og eyði- mörk hálendisins að auki. Við þurfum áð örfa grasvöxt úthaga með áburði og græða auðnir. En grasið verður að falla til jarðarinnar sem sina til þess að mynda góðan grassvörð og mylda jarðveginn. Á einstöku blettum mætti eflaust heyja. Og ofurkapp þarf að leggja á að gróðursetja birki og kjarr. Eftir hálfa öld ættu stór land- flæmi að vera þakin vöxnum skógi me'ð frjóum jarðvegi. Hér er ekki um skýjaborgir að ræða. Það sem þarf er samhug- ur og hetjulegt framtak. Eiginlega er ekki of snemmt að ræða um beitiland í skógum, þó þeir eigi langt í land. En ef hægt verður að hafa þar sumar- í GÆR voru umdirritaðir af stjórn Kvenfélags Ásprestakalls samningar um húsakaup Kvenfé- lags Ásprestakalls 'hjá Aðalfast- eignasölunni að Lauigavegi 96, Reykjiavík. Kvenfélagið hefur verið í miklu húsnæðishraki með alla starfsemi sína fram að þessu, og hefur helzt hitzt heima hjá félagskonum, eða þá í fé- Ronnsóknar- styrkir FA0 MATVÆLA- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir árlega nokkra rannsóknarstyrki, sem kenndir eru við André Mayer. Hefur nú verið auglýst eftir umsóknum um styrki þá, sem til úthlutunar koma á árinu 1968. Styrkirnir eru bundir við það svið, sem starfsemi stofnunarinnar tekur til, þ.e. ýmsar greinar landbún- aðar, skógrækt, fiiskveiðar og matvælafræði, svo og hagfræði- legar rannsóknir á þeim vett- vangi. Styrkirnir eru veittir til allt að tveggja ára, og til greina get- ur komið að framlengja það tíma bil um 6 mánuði hið lengsta. Fjárhæð styrkjanna er breytileg eftir framfærslukostnaði í hverju dvalarlandi, eða frá 150- 360 dollarar á mánuði, og er þá við það miðað, að styrkurinn nægi fyrir fæði, húsnæði og öðr um nauðsynlegum útgjöldum. Ferðakostnað fær styrkþegi og greiddan. Taki hann með sér fjölskyldu sína, verður hann hins vegar að standa straum af öllum kostnaði hennar vegna, bæði ferða- og dvalarkostnaði. Umsóknum um styrki þessa skal 'komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartong, fyrir 20. fébrúar næstkomandi. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í menntamálaráðu- neytinu. Þar fást einnig nánari upplýsingar um styrkina ásamt skrá um rannsóknarverkefni, sem FÁO hefur lýst sérstökum áhuga á í sambandi við styrk- veitingar að þessu sinni. Um- sókn skulu fýlgja staðfest afrit af prófskírteinum, svo og þrenn meðmæli. Það skal að lokum tekið fram, að ekki er vitað fyrirfram, hvort nokkur framangreindra styrkja kemur í hlut íslands að þessu sinni. Endanleg ákvörðun um val styrkþega verður tekin í aðal- stöðvum FAO og tilkynnt í vor. (Frá menntamálaráðuneytinu) beit, án þess skóginn saki, opnar það svo til ótakmarkaða mögu- leika kvikfjárræktar Halldór Vilhjálmsson, Lagar- felli, hefur þær fréttir, að í Þýzkalandi eru skógar varðir fyrir grasbítum, með því að úða trén efnum sem lykta illa eða eru bragðvond. Halldór hefir hér merkilegt mál til athugunar. Ég óska honum til hamingju me'ð framfaramál. Það væri fljótlegt að færa til gerði eða girðingarhólf í birki- skógi. Stofnarnir eru girðingar- staurar. Og með því að snögg- beita smáskákir þyrfti ekki að verja nema lítinn hluta trjánna, skógarins, í senn. Grasrækt gegn uppblæstri er ekki örugg nema landið sé kapp- ræktað. Við höfum hvorki þörf né getu, til að nytja meir en 4 til 6 þús. km2 ræktaðs lands, túns á næstu áratugum. Öruggasta og einasta ráðið til a'ð forða frekari uppblæstri, er að friða úthagann strax og reyna að klæða hann viði. Það kostar átak. En þegar skógurinn er vax- inn úr grasi heldur hann áfram að rækta landið. Við friðum úthagann með því að geyma búpeninginn í girtum heimahögum og þá þarf engar sérstakar skógargirðingar. Karl Dúason. lagsheimili Langholtssafnaðar, svo að nú er merkum áfanga náð. Til húsakaupanna hafa kon- urnar notið aðstoðar sóknarnefnd ar og bræðrafélagsins. Húsið, sem er að Hólsvegi 17, sem er um 100 ferm., á að nota fyrir alla félagsstarfsemi innan sóknarinnar, svo sem bræðrafé- lagið, sóknarnefnd, unglingastarf semi, kvenfélagið og spurninga- börnin. Stjórn Kvenfélags Áspresta- kallis skipað frú Guðrúmi S. Jóns dóttur, form. Guðmunda Peter- sen, gjaldkeri, frú Anna Daníels- sen, ritari frú Guðný Valberg, varaform. og frú Rósa Guð- mundsdóttir, meðstjómandi. Þegar búið verður að byggja kirkju og féla'gsheimili í Laugar- ásnum, er meiningin að húseign þessi verði seld og að fé það. er fyrir hana fæst renni til kirkj- unnar. Kvenfélagskonur kváðust þegar eiga 40.000.00 kr. í sjóði til þeirra framkvæmda. Úrslit í firmokeppni ÚRSLIT í firmakeppni Bridge- sambands íslands: 1. Sjóvá hf, spilari Stefán Stef- ánsson, 333 stig. 2. Fasteignaval, Skólavörðu stíg 3 A, spilari Jón Arason, 332 stig. 3. Rafbúð, Domum Medica, spil ari Símon Símonarson, 322 st. 4. Bílasalan Borgartúni 1, spil- ari Benedikt Jóhannsson, 314 ctig. 5. ísleifur Jónsson hf., spilari Ásbjörn Jónsson, 3íll stig. 6. Islo, aðalverktakar, spilari Lárus Karlsson, 311 stig. 7. Hansa hf., spilari Þorsteinn Laufdal, 308 stig. 8. Samvinnutryggingar, spilari Jón Stefánsson, 307 stig. 9. Trygging hf., spilari Reimar Sigurðsson, 305 stig. 10. HárgreiðsluStofa Helgu Jó- hannesdóttur, spilari Þor- gerður Þórarinsdóttir, 305 st. Fimm efstu Firmun og spilar- arnir fá verðlaun. - FRÚ PAULA Framhald af bls. 15. verðið þér að taka það ræki- lega fram, að þetta er ekki skoðun stjórnarinnar.“ S'vo benti frúin enn á krossfest- inguna og sagði: „Þetta er vit- leysa. Þetta hefur aldrei gerzt. Ég er sósíalisti og trúi ekki, að þetta hafi gerzt. Það gat ekki gerzt.“ „Sauðfjárbændur fá drjúgar SVAR JI/IITT EFTIR BILLY GRAHAM Viljið þér gjöra svo vel að útskýra orðin „Guðs útvaldi Iýður". ÞEGAR við tölum um, að Israelsmenn séu útvalinn lýður Guðs, er átt við, að þeir hafi verið kjörnir sér- staklega af Guði. Ástæðan er ekki sú, að þeir séu æðri þjóðflokkur en aðrir, heldur var þjóðin kjörin í heild til þess að flytja orð Guðs og boðskap til heims- ins. Guð sá, að þannig yrði unnt að koma orði hans og boðskap áleiðis til mannanna. María var Israels- kona. Hún var útvalin til þess að verða móðir Drottins, ekki eingöngu vegna þjóðernis síns, heldur og vegna þess, að í hjarta sínu galt hún þeirri köll- un Guðs jáyrði að verða móðir frelsara heimsins. Eftir daga Krists tóku menn um allan heim að trúa fagnaðarerindinu. Páll sagði: „Ekki er greinarmun- ur“, og Pétur sagði á hvítasunnudag: „Yður er ætl- að fyrirheitið og börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru.“ Ást Guðs og blessun takmarkast ekki við kynþætti, heldur umvefur hann sérhvert Adamsbarn, Gyðing jafnt sem útlending, elsku sinni. Nú eru þetta fagn- aðartíðindin: „Sá, sem vill, hann komi.“ Samningar um husakaup kvenfé- lugs Ásprestakalls undirritaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.