Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 Handritamálið og hin nýja ríkisstjórn Danmerkur NÚ fara fram stjórnarskipti í Danmörk. Um þau hefur veriS mikiS ritaS undanfarna daga, en gert er ráS fyrir, aS nú taki viS stjórn borgara- flokka í staS sósíaldemókrata. Eitt er þaS mál, sem vert er fyrir okkur Islendinga aS veita athygli í sambandi viS þessi stjómarskipti, en þaS er, hvort þau kunni aS hafa ein- hver áhrif á handritamáliS, enda þótt þaS mikilvæga mál hafi hlotiS endanlega af- greiSsiu danska ÞjóSþingsins í maí 1965 meS samþykkt lag- anna um afhendingu handrit- anna. Þegar lögin um handrita- málið voru afgreidd, greiddu allir þingmenn sósíaldemó- krata og radikala atkvæði með frumvarpinu. Ennfremur greiddu atkvæði með því 10 þingmenn úr flokki Venstre, 7 úr SF-fldkknum, 2 íhalds- menn og 1 utan flok'ka. Á móti voru 26 íhaidsmenn, 22 úr Venstre, allir þingmenn Óhiáða flokksins, 1 úr SF og 1 utan flokka. Alls voru iögin samþykkt með 104 atkvæðum gegn 58, 4 sátu hjá og 14 voru fjarverandi. Samkv. 3. gr. laganna á nefnd skipuð tveimur fulltrú- um Kaupmannahafnarháskóla og tveimiur fulltrúum Háskóla fslands að gera tillögur um, hvaða handrit og skjöl úr Árnasafni eigi að afhendast íslendingum, en síðan á að leggja þessar tillöigur fyrir danska forsætisnáðiherrann, sem kveður uipp endanlegan úrskurð efíir viðræður við danska og íslenzka mennta- málaráðherrann. Hins vegar lýsti Jens Otto Krag forsætis- ráðherra fráfarandi stjórnar því yfir, að hann myndi hafa samráð við viðurkenndan vísindamann utan Norður- landa um atriði, sem hinum dönsku og íslenzku nefndar- mönnum kæmi ekki saman um. Hilmar Baunsgaard, sem verður forsætisráðiherra hinn- ar nýju dönsku stjórnar, verður hins vega vart tal- inn bundinn af þessari yf- irlýsing.u Krags, þannig, að skoðanir hans varðandi framangreind atriði kunna að skipta miklu máli. Af- staða hans í heild til hand- ritamálsins er hins vegar feunn, því að hann greid'di at- kvæði með frumvarpinu á sínum tíma eins og allir aðrir þingmenn Radikale Venstre samkv. framansögðu. Vegna stjórnarskiptanna í Danmörk er ekki úr vegi að ’rifja upp afstöðu þeirra flokka, Radikale Venstre, íhaldsflokksins og Venstre, sem mynda munu næstu ríkis stjórn Danmerkur svo og um- mæli leiðtoga þeirra eða þing- manna þeirra, sem létu hand- ritam’áhð til sín taka, eir það var til umræðu í Þjóðþinginu 1965. Eins og þegar hefur verið getið, studdu þingmenn Radi- kale Venstre óskiptir hand- ritamálið, er það var afgreitt sem lög í maí 1965. Helveg Petersen tók þátt í umræðun- um um frumvarpið af hálfu radikala og sagði þar m.a., að spurningin um afhendingu íslenzku handritanna væri ekki fyrst og fremst spurning um lög eða vísindi. Það væri fyrst og fremst spurning um, hvort Danmörk sýndi góð an vilja og skilning á málefni, sem orðið væri ósegjanlega mikilvægt hinni íslenzku þjóð. Poul Möller leiðtogi íhalds- flokksins hefur fyrr og síðar verið hvað ákafastur danskra stjórnmálamanna gegn því, að handritin væru afhent Íslendingum. Þegar frum- varpið um 'handritamálið var fyrst lagt fram í danska Þjóðþinginu og af- greitt þaðan sem lög 10. júní 1961, var það Möller, sem hafði foryztu fyrir því, að Poul Möller Poul Hartling hafizt var handa um að safna undirskriftum meðal þing- manna í þvi skyni að frestað yrði að fá staðfestingu kon- ungs á lögunum á þeim for- sendum, að um eignarnám væri að ræða, en samkv. 73. gr., 2. máisgrein dönsku stjórn arskrárinnar er unnt, þegar lagafrumvarp snertir eignar- nám, fyrir þriðjung þing- manna Þjóðþingsins að krefj- ast slíks innan þriggja daga, frá því að slíkt frumvarp var samþykkt. Skal frumvarpið ekki hljóta staðfestingu kon- ungs, fyrr en þingkosningar hafa farið fram að nýju og frumvarpið verið samþykkt á nýjan leik af hinu nýkjörna þingi. Möl'ler tókst að fá undir- Hilmar Baunsgaard skrift 61 þingmanns, og enda þótt Jens Otto Krag forsætis- ráðherra féllist ekki á eignar- námissjónarmiðið, gerði hann það heyrinkunnugt, að hann myndi taka frestunina til greina. Þannig frestaðist það um fjögur ár, að handritalög- in voru afgreidd endanlega. Þá varð Poul Möller einnig aðalhvatamaður þess 1965, eftir að frumvarpið hafði ver- ið samþykkt, að fram yrði lát- in fara þjóðaratkvæðagreiðsla um handritamálið samkv. 42. gr. dönsku stjórnarskrárinn- ar.' Til gamans má geta þess, að samkvæmt stjórnarskránni má ekki beita þjóðaratkvæði, ef um eignarnámslög er að ræða, þannig að Foul Möller og fýlgismenn hans tóku koll- steypu í málinu. Til þess að heimi'la þjóðaratkvæða- greiðslu þurfti einnig und- irskriftir 60 þingmanna, en þessi atlaga mistókst. Kröf- una undirrituðu aðeins 57 þingmenn. !Þá mlá einnig geta þess, að Poul Möller gaf út bók um handritamálið sem hann nefndi ,,De islanöske hánd- skrifter i dokumentarisk be- lysning“ og hlaut hún mjög misjafna dóma fxæðimanna nerna þá helzt prófessors C’hr. Westergaard-Nielsen sem verið hefur mikill andstæðing ur fslendinga í handritamál- inu ásamt Bröndun-Nielsen prófessor. í umræðum í Þjóðþinginu hafnaði Möller hugtakinu menningareign, sem sam- kværnt skoðun hans hafði ver- ið fundið upp í því skyni, að unnt yrði að skapa mæli- kvarða um, hvaða handrit ætti að afhenda. Þennan mælikvarða væri hins vegar ekki unnt að nota, án þess að til deilu kæmi milli Danmerk- ur og íslands, og það væri engin ástæða til þess að öfunda forsætisráðherrann, sem ætti að vera gerðardóm- ari, ef samkomulag næðist ekki. Mælikvarðinn væri svo óljós og ófullkominn, að möguleikar opn-uðust fyrir miklum deiluim. Venstre-floikkurinn var klofinn í afstöðu sinni til handritamálsins og var meiri hlutinn á móti frum.varpinu, þ.e. 22 þingmenn, en 10 greiddu atkvæði með því. íb Thyregod var í hópi þeirra þin.gmanna Venstre, sem mæltu gegn frumvarpinu. Kvaðst hann álíta, að um eign arnám væri að ræða, en hann var ekki samþy.kkur þjóðarat- kvæðagreiðslu, sökum þess að hún myndi útiloka sjónarmið- ið um eignarnám. Poul Hartling formaður Venstre var hins vegar í hópi þeirra þingmanna flokksins, sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Engu skal spáð 'hér, hvort það muni háfa nokkur áhrif á handritamálið, að ný rílkis- stjórn, mynöuð af öðrum flokkum en sú fyrri, tekur nú við völdum í Danmörk. Af- greiðslu málsins í Þjóðþing- inu er endanlega lokið. Hið eina, sem skipt getur máli, er afstaða forsætisráðherrans í 'hinni nýju stjórn til ein- stakra atriða í samtoandi við skiptingu ihandritanna, þar sem hann skipar sæti eins konar gerðardómiara, ef deil- ur koma upp í sambandi við hana. Hitt er vitað, að afstaða Baunsgáards hefur verið mjög jákvæð gagnvart m'áistað ís- lendinga. Er ekki ólíklegt, að hann kveðji til óvilhallan vís- indamann líkt og Krag hafði lýst yfir, að hann myndi gera, ti'l aðstoðar sér, komi einhver deilumál upp. Ráðstefna um heilbrigðis- mál haldin í Húsavík Ráðstefna um heilbrigðismál á Norðausturlandi haldin i veitinga húsinu Hlöðufelli í Húsavík 13. jan sl. Hófst hún með því að bæjarstjór inn í Húsavík, Björn Friðfinnsson, ávarpaði fundarmenn og gat þess að til ráðstefnu þessarar væri boðað af bæjarstjórn Húsavíkur og stjórn sjúkrahússins í Húsavík. Áðalvið- fangsefni ráðstefnunnar væri heil- brigðisþjónusta á Norðausturlandi og hefði þvi ýmsum forystumönn- um í Húsavík og Þingeyjarsýslum og öðrum þeim, er þessi mál varð- aði verið boðið til ráðstefnunnar. Voru 34 þátttakendur mættir til fundar, oddvitar og aðrir sveitar- stjórnarmenn, formenn sjúkrasam- laga og starfsmenn við heilbrigðis- þjónustu. Bæjarstjóri skipaði Jóhann Skapta son sýslumann, til að gegna funda stjórn, en Sigurjón Jóhannesson, var fundarritari. Fundarstjóri las þessu næst skeyti frá heilbrigðismálaráðherra, þar sem hann kveðst ekki geta sett ráð stefnuna, en óskar að hún megi verða árangursrík. Var síðan tekið fyrir fyrsta mál dagskrár: Læknisþjónusta, fram- sögumáður Gísli Auðunsson, héraðs læknir. Ræddi hann læknisþjón- ustu á Norðausturlandi, þó aðallega í Húsavík og nágrenni. Benti hann á galla, sem hann taldi vera að nú- verandi skipan þessara mála. Hvað Gísli einu úrlausnina að sínu viti vera að koma á fót svokölluðum læknamiðstöðvum, en forsenda þess að þær gætu komið að nægilegu gagni væri aftur bættar samgöngur innan landshlutans. Þyrfti að gera miklar umbætur í vegamálum, en þá opnuðust jafnvel möguleikar á að veita landshlutanum fullnægj- andi læknisþjónustu frá tveimur læknamiðstöðvum, annarri í Húsa- vík og hinni á Þórshöfn. Annað mál á dagskránni var ný- bygging sjúkrahússins í Húsavík. Rakti Asgeir Höskuldsson, bygging armeistari, byggingarsögu sjúkra- hússins og skýrði frá ýmsu í því sambandi. Ásgeir kvað mikla nauð syn á að hraða framkvæmdum við bygginguna og einnig ræddi hann um hugsanlega aðild sveitarfélaga austan Jökulsár að byggingunni. Næst á dagskránni var rekstur sjúkrahússins í Húsavík. Áskell Ein arsson, framkvæmdastjóri sjúkra hússins skýrði frá rekstri þess Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri, ræddi næst um heilsugæzlustöð i Húsavík. Skýrði hann frá því, að á síðast liðnu ári hefði vísir að heilsu gæslustöð verið rekin í héraðslækn isbústaðnum í Húsavik og gæti sú stofnun einnig tekið við hlutverki læknamiðstöðvar í framtiðinni. Taldi hann rétt að flytja þessa starfsemi sem fyrst í nýbyggingu sjúkrahúss- ins. Einnig ræddi haann um skipt- ingu kostnaðar við rekstur stöðv- arinnar. Síðastur frummælenda var Hjört ur Tryggvason, formaður sjúkra- samlags Húsavíkur. Hjörtur ræddi um ýmis málefni er sjúkrasamlög- in varða og þær miklu breytingar, sem nýverið hefðu verið lögfestar á starfsemi þeirra. Að loknum framsöguerindum kvaddi sér hljóðs Þóroddur Jónas- son, læknir að Breiðumýri, og rædd um ýmis sjónarmið í sambandi við hinar umtöluðu tæknamiðstöðvar. Þá ræddi hann starfsaðstöðu lækna i dreifbýlinu, sem hann kvað ekki til þess fallna að gera störf héraðs- lækna eftirsóknarverð.Þóroddur gaf einnig fróðlegar upplýsingar um fjölda læknisvitjana í umdæmi sínu á síðast liðnu ári. Að ræðu Þórodds lokinni var gef ið kaffihlé, en síðan var þátttak- endum ráðstefnunnar skipt í 3 um- ræðuhópa, þar sem framsöguerindin voru rædd. Hófst svo ráðstefnan að nýju þar sem umræðustjórar í hverj um hópi gerðu grein fyrir umræð- um þar og lögðu fram tillögur til ályktunar fyrir ráðstefnuna. Sam- þykkti fundurinn eftirfarandi álykt anir: 1. Ráðstefnan samþykkti að vinna bæri að því, að í Húsavík verði rekin heilsugæslustöð, sem orð ið geti læknamiðstöð fyrir Húsavík og nágrannahéruð, ef fullnægjandi læknisþjónustu verður ekki haldið þar uppi með öðrum hætti. 2. Ráðstefnan lagði áherzlu á að unnið yrði að því af alefli, að byggingaframkvæmdum við ný byggingu sjúkrahússins í Húsa- vík yrði lokið fyrir árslok 1969 Til þess að svo geti orðið taldi ráðstefnan að m.a. yrði að afla 2 milljóna króna með frjáls- um samskotum til byggingar- innar Var sjúkrahússtjórn fal- ið að kjósa nefnd til fram- kvæmda í málinu 3. Raðstefnan taldi nauðsynlegt að leita þátttöku sveitarfélaga aust an Jökulsár um framlög til ný- byggingar sjúkrahússins í Húsa vík og fól sýslumanni Þingey- inga, formanni sjúkrahússtjórn ar og oddvita Kelduneshrepps að vinna að því. 4. Ráðstefnan samþykkti að leita eftir því við forráðamenn Dval arheimilis aldraðra sjómanna, að varið yrði fjarmunum frá happdrætti Das til byggingar sjúkradeildar fyrir aldrað fólk sem ætlað er rúm í sjúkrahús- byggingunni nýju. Var ákveðn- um mönnum falið að vinna að framgangi málsins. 5. Ráðstefnan leit svo á, að eigi væri enn tímabært að taka af- stöðu til breytinganna, er ný- verið hafa verið gerðar á lög- um um almannatryggingar, þar eð áhrif þeirra væru enn eigi komin fram. Taldi ráðstefnan að skipulag sjúkrasamlaga í sveitum landsins hefði gefizt veí og taldi því varhugavert að skerða áhrif sjúkrasamlaganna Ráðstefnan beindi þeim tilmæl um til sjúkrasamlaga og héraðs samlaga, að þau fylgdust vel með þeim áhrifum, sem breyt- ingin á lögum um sjúkrasam- lög hefur í för með sér. Þessu næst flutti Sigurjón Jóhann esson formaður Rauðakrossdeildar Húsavikur skýrslu um rekstur bifreiðar Rauðakrossleildarinnar s. 1. 2 ár Að lokum þakkaði fundarstjóri mönnum komuna og sleit fundi. Gulltop USA Wasihin.gt'on, 31. jan. NTB. YFIRVÖLD í Bandarikjunum skýrffu frá því í dag, aff Banda- ríkin hefffu tapaff irúmlega ein um milljarff dlala (um 75 millj örffum ísl. króna) í gulli í fyrra. Nær öllu þessm bulli var varið til aff mæta hinni æffisgengnu eftirspurn sem varff eftir gulli eftir gengisfellingu brezka sterlingspundsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.