Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 196« 17 Hfár Elísson fiskímálastjóri: ár fjórða mesta aflaár í sögu okkar. Aflinn skiptist þannig: Sjávarútvegurínn 1967 1967 1966 þús. þús. lest. lest. Síld 465 770 Lo’ðna 97 125 Þorskafli, bátar . . 262 279 Þorskafli togarar . . 73 6 Krabbadýr 4 5 RITSTJÓRN Morgunblaðsins hef ur farið þess á leit, að ég setti saman stutt yfirlit um sjávarút- veginn á sl. ári. Enda þótt of skammt sé um liðið og þessvegna ekki fyrirliggjandi nákvæmar tölur um fiskaflann, hagnýtingu hans og útflutning sjávarafurða, svo og um ýmislegt annað, sem máli skiptir, má þó í stórum dráttum gera sér grein fyrir þess um atriðum. Árið var sjávarútveginum að flestu leyti erfitt. Sumt af þeim erfiðleikum var þegar farið að gera vart við sig á fyrri árum, svo sem minnkandi framboð bol fisks til vinnslu, samfara aukinni afkastagetu vinnslustöðva. Ann- að átti uppruna sinn á árinu 1966, t.d. lækkandi verðlag margra fiskafurða á erlendum markaði. Enn annað mé belj ein- kenni ársins 1967. Má þar fyryst nefna fádæma gæftaleysi á vetr- ar- og haustvertíð, í öðru lagi borgarastyrjöldina i Nígeríu, sem haft hefur í för með sér mikil vandræði fyrir skreiðarfram- leiðsluna, og í þriðja lagi er rétt að benda á hvað langsótt var eft ir síldinni á sumarvertíð. Afleiðing allls þessa var versn andi afkoma útvegs og fisk- vinnslu, þegar á heildina er litið. Ánægjuleg undantekning var afli togaraflotans, sem var tölorvert meiri en á árinu 1966, þrátt fyyrir færri skip að veiðum. Einnig voru aflabrögð ýmissa flokka bátaflotans víða allgóð einkum um sumarið, svo sem tog báta, dragnóta- og handfærabáta. Gengisbreyting sú sem gerð var 24. nóv. sl. á að hjálpa til að rétta hlut útflutningsframleiðsl- unnar, bæði vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar erlendis og kostnaðarbreytinga innanlands undanfarin ár. Þar sem segja má, að gengisbreytingin hafi ekki ver ið miðuð við þann öldudal erfið- leika, sem sjávarútvegurinn er í, er nú verið að leita ráða til að fleyta honum yfir vandræðin, unz markaðs- og aflaástand breyt ist til batnaðar. Vetrarvertíðin. Þorskafli báta- flotans á vertíðinni var alls 175 þús. lestir en var 208 þús. lest- ir á vertíðinni 1966. Er þetta um 16% munur. Auk þess veiddust á vertíðinini 97 þús. lestir af loðnu og 43 þús. lestir a fsíld. Afli togaraflotans á þessu tíma- bili var um 29 þús. lestir. Eins og fyrr segir var veðrátt- an með afbrigðum stirð á vertíð inni. Mun það öðru fremur hafa átt þátt í minni afla bátaflotans bæði þorskafla og loðnuafla. Auk þessa ber að geta, að sökum hinnar óhagstæðu veðráttu var veiðarfæratjón bátaflotans meira en menn rnuna áður. Hljóp rík- issjóður hér undir bagga og bætti hluta tjónsins með fjár- framlagi. Var veiðarfæratjónið vegna óveðurskaflanna áætlað ■ íf'I -V.- ’ ,',IB -r,'£ 'íi! “ f i: <H S- ú. alls um 30 millj. króna. Þótt erf- itt sé að henda reiður á slíkum tölum því að margt vill blandast með, var tjónið engu að síður mjög tilfinnanlegt. Þátttaka í vertíðinni var svip- uð bæði árin 1967 og 1966 um 460 þiljaðir bátar, sem stunduðu veiðar að einhverju ráði. Hins vegar hefur orðið allmikil breyt ing á skiptingu bátaflotans eftir veiðarfærum. Veiðar með nót stunduðu að einhverju eða öllu leyti 85 skip og bátar á sl. vetr- arvertíð en 121 skip á árinu ’66. Þá hefur togbátum fjölgað veru lega á vertíðinni en netjabátum fækkað að sama skapi. Raunar hefur verið þróun í þessa átt und angengin nokkur ár. Að þéssu sinni var hlutur línu veidds fisks meiri en tvær und- angengnar vertíðir, einnig botn- vörpuveidds fisks. Fer hér á eft ir tafla, er sýnir skiptingu aflans eftir veiðarfærum á tímabilinu jan./maí: um átt sinn þátt í að auka fisk- framboð til vinnslustöðva utan vetrarvertíðar. Veiðar með handlfærum voru að venju al'lmikið stundaðar. Ér handfæraaflinn drjúgur fyrir framleiðslu margra vinnslu- stöðva. Mun láta nærri að árs- afli handfærabáta hafi numið meir en 20 þús. lestuim. Mest berst á land yfir sumarmánuðina, enda er þá stundað á um 500 opnum vélbátum víðsvegar um land, auk margra stærri báta. Áhugi á línuútgerð virðist hafa verið töluvert meiri á sl. ári en oft áður á síðustu árum. Má trúlega færa það til tekna Alþingis og ríkisstjórnar sem gerðu sérstakar ráðstafanir til að örva þær veiðar. Alls munu 22 togarar hafa ver ið að veiðum á árinu, en voru 28 á árinu 1966 þegar flest var. Stunduðu þeir veiðar að mestu á Islandsmiðum en einnig við Skip að veiðum lestir lestir sam'anlborið árið 1966. við 43 þús. 1967: 1966: 1965: Lína lestir 27.542 24.117 21.967 % 15.7 11.7 9,6 Net lestir 119.329 152.170 157.886 % Nót % Handf. % lestir lestir 67,8 5.905 3,3 2.788 1,6 73,3 13.464 6,5 3.828 1,9 69,0 35.696 16,5 4.576 20 Botnv. lestir 20.016 13.138 8.695 % Humarv % lestir 11,4 390 0,2 6,3 — — 3,8 — — Sumar- og haustúthald annað s>> en síldveiðar. Þróunin í úbhaldi bátaflotans á þessu tímabili var svipuð og undanfarin ár. Nútímatækni við síldveiðar og hegðun síldarinnar undanfarin sumur hefur valdið því, að flest- ir bátar undir 150 rúmlestum eru ekki lengur álitnir færir um að stunda síldveiðar austur í hafi. Ymsir stærri bátar hafa jafnvel átt í erfiðleikum. Þetta hefur leitt til þess, að skip þessi snúa sér í vaxandi mæli að öðrum veiðum, svo sem togveiðum fyrir þorsk og humar, svo og síldveið- um við S. og SV-land. Sl. sumar Grænland og Nýfundnaland. Var afli þeirra betri en oft áður, eink um fyrri hluta ársins. Sildveiðarnar. Óhætt muin að segja, að útgerðarmenn og síld- veiðisjómenn hafi almennt ver- ið bjartsýnir við upphaf sumar- síldveiðaanna N. og A-lands. — Fiskifræðingar bæði islenzkir og erlendir töldu styrkleika stofns- ins, sem þar er sótt í, slíkan, þrátt fyrir aukna sókn og afla- magn undanafarinna ára, að gera mætti ráð fyrir góðri veiði, ef önnur náttúruleg skilyrði væru sæmilega hagstæð. Hinsvegar munu íslenzku síld arsttofnarnir, sem þarna er sótt í, vera nú með minnsta móti og munu ekki þola mikið álag. Eru nú til athugunar tillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar um tak mörkun á veiði Suðurlandssíldar. Eins og getið var um hér að framan útheimtir tæknin, sem nú ér beitt við síldveiðar, svo og fjarlægðin á miðin, stærri skip. Hefur af þeim sökum breytzt verulega þátttaka í síldveiðunum einkum austanlands, svo og stærðarsamsetning flotans. Sl. ár urðu síldveiðiskipin 160 var afli togbáta víða góður, en gæftaleysi háði veiðum þeirra um haustið. Humaraflinn var með minna mótti eða um 2.700 lestir. Er það um 800 iestum minna en árið áður. Þátttaka í þessum veiðum var eitthvað rninni en undanfarin ár. Drag- nótaveiðar voru þýðingarmesta veiðiaðferð báta undir 45 br. rúml. á tímabilinu júní/okt. Var aflinn misjafn en víða allgóður. Hafa þessar veiðar ásamt togveið ÍiÍslllÍj Losun síldar úr veiðiskipi ‘í-víl í flutningaskip. Nóg virtist vera af síldinni, en veiðiaðstæður voru mjög erf- iðar. Var ástand sjávarins slíkt, að síldin hélt sig lengra burtu en vitað er um áður og þurfti að sækja hana allt að 800 mílur NA í haf. Er óþarfi að rekja nánar þá erfiðleika, sem glíma varð við, vegna fjarlægðar síldarinnar. Hafa flestir landsmenn án efa fylgzt með fréttum af því. Sýndu útvegsmenn og sjómenn mikið þolgæði og sóknarhug við þessar erfiðu aðstæður. Komu nú flutn ingaskipin í góðar þarfir bæði við að flytja síld af miðum til verksmiðja í landi og við flutn- ing nauðsynja til flotans. Heild- arafli á sumarsíldveiðum júní/ sept. í austurhafinu nam samtals 244 þús. lestum, en var 420 þús. lestir á sama tíma 1966. Vegna ógæfta, breyttra göngu venja og háttarlagsvsíldarminar, brugðust vonir manna um mikla haustsíldveiði út af Austfjörðum, eins og átt hefur sér stað undan- farin ár. Var aflinn á tímabilinu okt./des. einungis 106 þús. lest- ir samanborið við 228 þús. lestir á sama tímabili 1966. Um skeið var góð síldveiði við S og SV-land. Erfið tíð spillti veiðimöguleiekum er á haustið leið. Var aflamagnið á tímabil- inu 1. júní til áramóta 68 þús. Eins og sjá má á þesum töl- um munar mestu um síldina, sem er um 300 þús. lestum minni en á árinu 1966. Samt er ekki hægt að segja, að aflinn hafi verið lítill. Er hann um eitt hundrað þúsund lestum meiri en meðaltal næstu 10 ára á undan. En ekki má líta á aflatölurnar einar, heldur verður ekki síður að hafa í huga þann kostnað, sem lagður hefur verið í ný skip og tæki, það verð, sem fyrir aflann fæst og byggist á þáttum sem við ráð- um oftast lítið vfð, og síðast en ekki sízt þær kröfur, sem þjóð- félagsþegnarnir gera til sjávar- útvegsins, og honum er ætlað að mæta. Undanfarin ár háfa þessar kröfur miðazt við há- marksafla og hagstæða verðlags- þróun. Hugmyndir um meðalár- ferði hafa ekki komizt að. Þess- um kröfum hefur að verulegu leyti verið mætt og er því að vænta hagstæðra viðbrag'ða hjá þjóðinni, þegar nú harðnar í ári hjá sjávarútveginum. Sóknin. Ofannefndan afla sóttu u.þ.b. 6000 sjómenn í greip ar Ægis eða rétt rúmlega það. þegar flest var. Margir hafa gaman af að reikna - aflamagn á hvern fiskimann. Þetta er nokkrum erfiðleikum bundið hér á landi sem víða annarsstaðar. vegna þess að fjöldi þeirra er breytilegur eftir árstímum eða vertíðum. Ef við mfðum við hámarksfjölda, er árs aflj á hvern fiskimann á ísl. fiskiskipa flotanum um 150 lestir á sl. ári, en var rúmlega 200 lestir á ár- inu 1966. Tvímælalaust munu ísl. fiskmenn vera hæstir í Evr- ópu hvað aflabrögð á mann snertir og þótt víðar sé leitað. Um verðmæti aflans t.d. á mark aðsverði stöndum við líklega hinsvegar öllum Evrópuþjóðum að baki og kemur margt til. Ef miðað er við afla á vefði- skip eða rúmlest veiðiskips munum við einnig standa í fremstu röð fiskveiðiþjóða. Gef- ur eftirgreind tafla fróðlegar upplýsingar um íslenzka fiski- skipastólinn og nýtingu hans á árinu 1967. Taflan miðast við 16. des. -?>t Framhald á bls. 18. 1967 Fjöldi Br. rúml. Togarar og hvalvefðiskip ....................... 26 18.115 Fiskiskip önnur yfir 100 br. rúml............ 195 40.350 Fiskiskip undir 100 br. rúml................. 489 16.950 þegar flest var, bæði við S- og A-land, og yfir sumarmánuðina komust aðeins 134 skip á afla- skýrslu austan lands. Er hér mikill munur eða fyrr á árum þegar algengt var a‘ð á þriðja hundrað skip væru að síldveið- um. Hinsvegar er einnig mikill munur á stærð og útbúnaði skip- anna nú og þá, eins og kunnugt er. Ársaflinn. Þetta stutta yfirlit um gang veiðanna á sl. ári gefur augljóslega vísbendingu um, að ársaflinn hafi verið minni en árið áður. Nákvæmar aflatölur eru enn ekki til, en samkvæmt áætlun sem gerð hefur verið, hefur hann numið alls um 900 þús. lestum samanborið við 1240 þús. lestir á árinu 1966 og 1199 þús. lestum á árinu 1965. Er sl. A. Skip að veiðum B. Skip, sem ekki voru gerð út Fiskiskip (öll) yfir 100 br. rúml. Fiskiskip undir 100 br. rúml. . Alls sjófær fiskiskip (A | B) 710 75.415 20 8.219 57 1.084 77 9.303 787 84.718

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.