Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 23
MORGUN*lLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 23 Árni G. Eylands: IMargs þarf búið við STÖRFIN eru mörg og sækjast mis- jafnlega. Þó er mjög um breytt, hve margt vinnst nú léttar og betur en áður var, búvélarnar og tækni veldur þar mestu um, Stærst er hvað heyskapurinn vinnst nú léttar en áður. Á einu sviði vorverkanna gengur þó heldur d-ræmt að bæta vinnutæknina svo að vel sé. Það að koma búfjáráburðinum úr haug- húsi á völl, eða í flög. Enn þykir það erfitt verk, og það sem verra er heldur ófýsilegt. En þetta er verk sem verður að vinnast. Það talar sínu máli, er fram koma hinar fáránlegustu tillögur um þessa hluti svo sem „að losa sig við “mykj- una með því að veita henni I bæjar lækinn eða ána. Slíkt hefir heyrst, og það jafnvel á ólíklegustu stöð- um. Um þetta barf ekki að ræða. Fjöldi bænda hefir þó komist upp á allgóða tækni við að koma bú- fjáráburðinum út. Er fljótt að nefna traktorsskófluna. Með traktor sem ustu tækni við flutning og dreif- ingu áburðar. Stefnt er að því að gera mykju og hland, hæfilega blandað vatni, að fljótandi áburði, sem geymist í lokuðum mykjuhúsum eða þróm. Úr þessum geymslum er hinum fljótandi áburði dælt i belgvagna til útkeyrslu. Belgvagnarnir eru oft búnir mikilvirkum dreifitækjum sem alla jafna eru knúin frá tengi- drifi traktorsins, sem dregur vagn- inn. Margvíslegar tilraunir og rann- sóknir eru nú gerðar til þess að móta þessa aðferð við hirðingu, geymslu og notkun áburðar, og tækni við framkvæmdir og vinnu þar að lútandi. Sérstaklega standa Svíar framarlega i því að taka þetta allt föstum rannsóknartökum En ekki getur þessi tækni talist fullmótuð enn sem komið er. Hið einfaldasta og ódýrasta að stofnkostnaði mun vera að hafa af- andi áburðar, og hin nýju tæki til þess að koma áburðinum á völl, verði tekin upp hér á landi senn hvað líður, sérstaklega á stærri bú- um, og jafnvel einnig þar sem bú eru minni, enda verði þar um sam- starf og nágranna-samvinnu að ræða. Enn er fullsnemmt að benda á ákveðnar búvélar í þessu sambandi en það eru dælur og belgvagnar og tæki til þess að hræra áburðinn í þrónum, svo að hann verði sem jafnastur til dælingar. Mál þetta er að miklu leyti byggingarfræðilegt og þannig utan við svið og tak- mörk þessara búvélabréfa. Mykjudreifari — Rokdreifari Fyrri grein Enginn bóndi ætti að ráðast I framkvæmdir á þessu sviði, nema að undangenginni athugun og að fengnumh aldgóðum upplýsingum. En það er áreiðanlega kominn tími til þess að ráðamenn afli slíkra upplýsinga staðhæfi þær við aðstæð ur hér á landi, hagi bænda og rækt unarhætti. Að því fengnu mun ekki standa á framgjörnum bændmu að ráðast í framkvæmdir og notfæra sér þau vinnufríðindi, sem hin nýja tækni má veita. Frumatriði hinnar nýju tækni er að blanda nægilega miklu, en ekki of miklu, af vatni í mykjuna, og að fá dælur sem duga við að dæla fljótandi mykju. En vel má hugsa sér að nota hinar stærri gerðir mykjudreifara af Guffen- (og „Rotaspreader") -gerð, til að aka fljótandi mykju á völl, í stað dýr- ari belgvagna. Eins er að minnast í þessu sam- bandi, þar eð það á einmig við þá tækni, sem bændur eru farnir að nota sér við búfjáráburðinn. Þótt það sé óneitanlega hagkvæmt og girnilegt að nota sem stórvirkust tæki við þessi áburðarstörf, við að bera á tún og vinna á þeim, getur þess verið þörf að gæta hófs um stærð og þunnga tækjanna, sem tek in eru í notkun. Taka verður tillit til þess, að tún þola oft illa þunga umferð á vorin, og geta orðið fyrir stórskemmdum af þeim ástæðum. Mismunandi jarðlag túnánna getur valdið, að sitt eigi við á hverjum stað, og miklu getur varðað, að þungir mykjudreifarar séu búnir hjólbörðum af heppilegri gerð. Hér er bóndans, sem þekkir túnið sitt, að vega og velja hið vænlegasta. Hann má ekki einblína á stærðina eina og afköst við bestu skilyrði, hann þarf líka að bera á túnið sitt, þegar miður vel viðrar, svo að túnið getur verið viðkvæmt fyr- ir áverkum“. Þannig komst ég að orði í bréfa- skóla-bréfinu í árslok 1966, en nú þarf við að bæta. Kem ég að því í annari grein um þetta sama efni. Mykjudreifari, Guffen búinn er traktorskóflu er mykjunni mokað i mykjudreifara, í honum er mykjunni ekið á völlinn og henni dreift um leið, og við það er trakt- orinn líka notaður bæði við drátt og dreifingu. Hin síðari ár er völ á mykjudreifurum sem henta all- vel við hvort tveggja, mikilvirkan flutning og dreifingu. En mikið vill meira, meiri tækni, léttari verk og þrifalegri. Hér ber margt til, og er sér- staklega að nefna nýja byggingar- hætti og annarlega frá því sem ver- ið hefir algengast undanfarið. Nú verður margur bóndinn að miða tæknitök sín við mykjuna við það sem koma skal fremur en við það sem nú þykir allgott. Um þetta skrifaði ég nokkuð, í bréfum um Búvélar, sem bréfaskóli SÍS og ASÍ tók í notkun í ársbyrjun 1966. Þau bréf munu ekki koma nema mjög fáum bændum í hendur, held ég að því sé ekki fjarri lagi að taka hér upp aftur sumt af því sem í hlutaðeigandi bréfi segir um þetta. Það sem koma skal. Af því, sem nú skeður út um löndin á sviði búnaðar, sérstaklega þvi er kemur til bygginga yfir mjólkurkýr og aðra nautgripi, má gera ráð fyrir miklum breytingum varðandi hirðingu áburðar, flutning hans úr áburðargeymslu á völl og meðferð alla. Er stefnt að því tvennu, að gera fjósverkin sem ein földust og fyrirhafnarminnst og um leið þrifaleg, og að beita fullkomn- kastamikla forardælu við áburðar- geymsluna — haughúsforina. Með henni er hinum fljótandi áburði dælt í belgvagninn, sem er útbúinn með „venjulegum" forardreifara, sem vér könnumst við frá eldri einfaldari tækni, venjulega eins- konar speldisdreifara. Gallinn við þennan vélbúnað er, að dreifibreidd in er lítil og að dreifingin vill verða ójöfn.Magnið, sem dreifist á hvern lengdarmetra, sem ekið er, minnkar eftir því sem minnkar í belgvagninum. En við þetta má þó una, ef ekki er mikið í efni. Aðal- vandinn er þá að velja sér forar- dælu, sem dælir jafnt nokkuð þykk sem þunnu. Næsta stig er að búa forvagninn — belgvagninn — dreifitækjum, sem eru vélvirk og í aflsambandi við tengidrif traktorsins, venjulega tæki af miðflóttaaflsgerð sem dreifa hinum fljótandi áburði vítt og vel. En þó vill hið sama loða við, að magnið sem dreifist á flatarein- ingu hverja verður minna þegar lækkar í belgvagninum. Samt eru þetta mikil og góð vinnubrögð. Loks er að nefna hina fyllstu tækni og um leið dýrustu að stofn- kostnaði: Belgvagninn er búinn dælu, sem gerir hvort tveggja, að dæla úr haughúsforinni upp í belg- vagninn heima við og dæla hinum fljótandi áburði úr belgvagninum með miklu afli og þrýstingi gegn- um dreifitæki, þegar út á túnið eða akurinn er komið. Eigi dreg ég í efa, að ný bygg- ingartækni, miðuð við notkun fljót- Sr. Pétur Magnússon: Fyrirspurn Útsala Útsalan heldur áfram atf fullum krafti. Enn er hægt að gera góð kaup. Kvenblússur aðeins kr. 75.—, kjólar í miklu úrvali aðeins kr. 98.—. Kvenskór aðeins kr. 148.— og margt fleira. rtlMIMHt MIMIIIIHIIII >11111111111111 UHHIHIIIHI id IIHIHUIHHIIll HHHHHHHHIf IIIIHIIHIHlHll UHIIHHHHHJ 'UHMHHHHI 'HHHIIIIIII • HHIIíMHIHHHHIIHHHIIIHHHHHihmimm. ■ i.. •••>» i •• uuiiuuu....U|...IJMMMIHM. ■hhiiiHhih. ■ lllllHIHIIIH. Aihhhiiihihh ■ iiHhihiiihih ■HIIIIIIIIIIIIHIi Aihiiiiihiiihh ■hiiiiiiiihihh ■ 111111111111111* ■hihiiuuiii* .........................AlllllHIHI' •HIMHMHIHHUIUHIMUHUHHHHMHHUIHH' Lækjargötu 4. ERU forgöngiumenm, hægri- handar-ævinitýrsins“ svonefnda, fúsir á að beita sér fyrir því, að eftirfarandi ákvæði verði, þegar á þessu þingi, tekið upp í um- ferðarlög ríkisins?: Nú sannast fyrix xétti, að mað- ur hefir ekið bifreið eða mótor- hjóli undir áhrifum alkóhóls eða annarra hliðstæðra deyfiiyfja, og skal hann þá, hvort sem ölvun hans hefir valdið árekstri eða eigi, sviptur ökuleyfi í 5 ár, og ævilangt, ef brotið er enduritek- ið., Ástæður mínar til ofanritaðrar fyrirspurnar eru þær, sem nú ska.1 greina: 1) Þetta ákvæði ætti fyrix löngu að vera komið inn í um- ferðarlögin. Það er blátt áfram ræfilsdómur af almenningi, að láta áratugum saman, tiLtölulega fámennum hóp kæruleysingja, haldast uppi, að vinna ár.lega stórspjöll á lífi samborgaranna og eignum þeirra — og v-alda stórfeldri hækku-n á vátrygg- ingjagjöldum ökutækja. 2) Breyting til hægrihandar akisturs, gerir þörfina fyrir svona lagaákvæði stórum mun brýnni en lella. Gera má ráð fyrir, að af þeim mönnum, sem á undanförn- um áratugum voru ölvaðir við stýrið, hafi baxa ca. einn af hverjum tíu valdið árekstri, það sem oftast bjargaði á úrslita- auginafolikinu var, að hendur og fætur gerðu ósjálfrátt, sam- kvæmt gamalli venju, það, sem skynseminni láðist að fyrir- skipa. — Eftir breytinguna má, um alllangian tíma, gera ráð fyr- ir, að þessi hlutföll snúist við — gera ráð fyrir, að það verði níu af hverjum tíu ölvuðum ökuþór- um, sem valdi árekstri. — Og þeir árekstrar munu margir hafa dauðann í för með sér — að minnsta kosti þegar hlu't eiga að máH vagnar með vélina að alt- an. 3) Menn hafa bent á reynslu Svía. .Hún er sáraLítils virði fyr- ir okkur. Yfirgnæfandi fjöldi ökumanna í Svíþjóð hefir vanizt svo að segja jöfnum höndum hægri og vinstri handar akstri, á árlegu flakki sínu ýmist heima eða í Noregi, Finnlandi og öðr- um nálægum löndum. Vinstri h,andar akstur hefir því aldrei orðið þeim eins venjubundinn og okkur. — Það eru helzt hinir önnum köfnu bændur úti í sveitunum, sem hafa farið á mis við hægri handar æfinguna. — Og þaðan ,eru líka fregnirnar að koma, þessa dagana, um árekstrana og dauðaslysin. 4) í Svíþjóð er fjöldi veganna einstefnubrautir. Hjá okkur eru hinsvegar svo að segja allir ak- vegir landsins tvístefnubrautir — ekki einu sinni m,eð striki eftir miðri brautinni. Gefur auga leið, hvernig slikir vegir munu, fyrstakastið eftir breytinguna til hægri-aksturs, reynast öku- þórum, með höfuð svo „hátt uppi“, að það s'ér varla til jarðar og ma.n ekki eftir neinu, sem heitir hægri-akstur — og með hendur og fætur, sem vilja, sam- kvæmt gamalli venju, heldur aka vinstra megin. — Það er vissulega ekkert tilhlökkunar- efni, að mæta, á okkar mjógirnis- vegum, bíl undir svoleiðis stjórn — það er .að segja fyrir þá, sem fellur vel við lífið hérna meg- in. 5) Á undanförnum áratugum hefir eftirspurn þeirra, sem hafa ekið á íslenzkum vegum, svo að segja eingöngu verið eftir bilum með stýrið vinstra megin. Þetta stafar af því, að á landi, þar sem vegirnir ganga að sér við öll holræsi, og vegkantar eru yfir- leitt ótryggir, • getur, í mjög slæmu skyggni, komið sér vel fyxir ökumanninn, að geta verið með nefið svo að segja við veg- kantinn. Eins er, þegar bílnum er ekið í þoku og myrkri um við- sjála fjallvegi landsins. — Meiri hluti ökumanna, hérlendra, hefir haft reynslu af þessu, og exu gramir út af því, að fá ekki leng- ur í friði að nota vagnana, eins og hentar bezt samkvæmt ís- lenzkum staðháttum. — Má gera ráð fyrir, að þessir menn verði ekki neitt brennandi í andanum, fyrsta kastið, er þeir fara að æfa nýju aðferðina við aksturinn, heldur vinni að því með þeirri ólund, sem alltaf fylgir því, þeg- ar verið er að neyða menn til að gera eitthvað^ sem þeir telja vera grenj.andi vitleysu. — Mun slíkt hugarástand ekki fallið til til að auka næmið og viðbragðs- flýtinn. — Og ekki mun það bæta úr skák, ef reiðix ökumenn grípa til þess óráðs, að drekka úr sér fýluna, því að alkunna er, að ef menn eru í ólund, er þeir byrja að súpa á, verða þeir oftast illa drukknir. — Er þarna enn ein ástæðan, sem gerir að- kallandi, að skotið sé algerlega loku fyrir, að menn á vegum Bakkusar, sitji við stýrið á bíl eða mótorhjóli, eftir að hægri- handar-aksturinn byrjar. — Ég er ekki að benda á þetta núna vegna þess, að ég ætli mér að fara að hefja áróður gegn breytingunni. Ég myndi að vísu gera það, ef ég hefði nokkra trú á því, að heilbrigð skynsemi muni ráða úrslitum, við atkvæða greiðsluna um frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, um fresit un laganna um h.h. akstur og þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- ið. En það hefi ég ekki. Ég held' að hægri-handar-dellan muni halda velli — þó að það sé æði ankannalegt, að hún skyldi þurfa að koma yfir okkur núna, þegar við vorum svo skítblankir, að við verðum að fara í nýja ráns- ferð á hendur sparisjóðseigend- um og fella krónu-ræfilinn. — Ég er að benda á þetta til að reyna að forða því, að þessi bjálfalega breyting kosti okkur meira af mannsH,fum en óhjá- kvæmilegt er. Ég þykist vita, að sumum muni þykja dálítið harkalegt, að vilja svipta þá menn ökuleyfi ævilangt, sem hafa að vísu orð- ið uppvísir að því, að vera ölvað ir við stýrið, án þess þó, að hafa valdið árekstri — og þá heldur stinga upp á tukthúsinu. En það myndi lítið gagna. Kærulítið fólk er hætt að óttast það, þótt því sé stungið í steininn dálítinn tíma. Þetta fer allt fram í kyrr- þey, og það er jafn bratt þegar það kemur úr steininum og það var áður — og jafn kærulítið. Aliger svipting ökuleyfis, er það eina, sem svoleiðis fólk óttast — og getur haldið kæruleysi þess í skefjum. — Ég mun því halda fast við fyrinspurn mína, til forgöngu- manna um hægri-handar-akstur- inn, hvort þeir séu fúsir á að setja lagaákvæði, sem er væn- legast til að fyrirbyggja, að' mikið verði, eftir breytinguna, á akvegum landsins af bílum, með fy.llibyttu við stýrið og manninn með ljáinn í næsta sæti. — Ef svarið við fyrirspurn minni verður neikvætt, vildi ég mega bæta við annarri fyrir- spurn um það, hvort ekki muni þá vera timabært, að eitthvað sé hugsað fyrir stækkun kirkju- garða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.