Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRTTAR 1908 Að segja það án þess að segja það GAMLA IÐNÓ á mánudags- kvöldi. Æfing á nýja leikrit- inu íhans Jökuls Jakobssonar, Sumarið ’37 heitir það. Þarna er eifthvað alveg nýtt á ferð- inni hjá honum. Stíllinn er allur annar en fyrr. Mannlífið og umhverfið líka. Þetta er ekki Lindargatan með báru- járnskuimböMuinum. Miklu nær að það sé Laufásvegur- inn. Gott ef það er ekki gam- alt fomemt hús með dönskum húsgögnum. Fjölskyldan er sýriilega í góðum efnum. Þó er þetta ekkert nýtízku „tek“- heimili. Annars em leiktjöld- in ekki komin á leiksviðið í Iðnó. Steinþór er að smíða þau einhvers staðar úti í bæ. Aðeins stóri stóllinn á hring- löppinni, sem hún Helga er alltaf að snúa sér í, stendur á miðju sviðinu. Leikritið er líka aðeins hálfæft, að því er Helgi Skúlason leikstjóri tjáir o'kkur. Og síðasti þáttur al- veg óæfður. Mér skilst að Jök- ull hafi tekið hann úr um- ferð til einhverra endurbóta. Því vitum við ekki enn hvern ig leikritið enda. Hvort allt fellur í ljúfa löð. Eða leikhús- gestir þurrka í laumi tárin úr augnkrókunum og ræskja sig um leið og þeir ganga niður- lútir fram í fatageymsluna. Annars segir höfundurinn að leikritið sé komidía. Og Þorsteinn Ö. Stephensen bæt- ir við: — Já, ég er sko bara farinn heim eftir fyrsta þátt, ef enginn vogar sér að hlæja. Persónurnar tínast inn á sviðið. Heimilisfaðirinn, Þor- steinn Ö. Stephensen, börn og tengdabörn. - Helgi Skúlason, Helga Bachman, Þorsteinn Gunnarsson og Edda Þórar- insdóttir. Sú síðastnefnda er ung upprennamdi leikkona. Eiginlega er þetta fyrsta hlut- verkið hennar í „alvöruleik- húsi“ og með atvinnuleikur- um. Helga Bachman grípmr í skemmtilegt gamalt hljóðfæri þarna á sviðinu. Það nefnist sítar, rósamálaður kassi með 42 strengjum. Hvar skyldi vera hægt að grafa upp svo fornan grip. Jú, afi Hönnu Kristjónsdóttur, eiginkonu var reglulega vel ger.t. Og það er eins og allar persónurnar hafi látið sér þessi upphafs- orð að kenningu verða. Hver talar um sitt — segir þó eitt- hvað annað en þetta sem ligg- ur honum á hjarta. Segir það án þess að segja það. Minna þannig svolítið á persónur Chekovs. Þrír þættir ganga sinn gang. Á stöku stað reka ieikararnir í vörðurnar, eins og sjálfsagt er á æfingu. Kemur fyrir að þeir skella upp úr yfir mis- tökum sínum. Þorsteinn ein- beitir sér svo við að segja söguna af henni Ane Sophie Tygesen, hinni dönsku langa langömmu sonar síns sem fékk bólusóttina, að hann gleymir að sleppa glasinu við hana Helgu, sem togar í af alefli til að geta sopið á því á réttum stað. Þá skella allir upp úr. En leikurinn heldur viðstöðulaust áfram og í sam- asti þátturinn? — Bíddu þang- að til hún Anna gamla birtist. Hún er ferleg þegar hún vaknar upp af fyrsta blundin- um í 30 ár, þessi dygga vinnu- kona á heimilinu. Þá færist nú líf í tuiskurnar! Ætli nokk- ur viti enn, utan höfundur og leikstjóri, hvort hún Anna heldur áfram að sofa fram á eldhúsborðið eða kemur inn í stofuna í fjórða þætti? — Kannski eru þeir bara að gera hasar í spurulum blaðamanni. — Gissur er ef ablanidinn: — Á hvað veit það, þegar hann Gissur er svona á svipinn? Og allir líta á Ijósameistarann, Gissur Pálsson, sem hefur horft á æfinguna alla framan úr sal. — Hann er eins og geiger- teljari, útskýrir einhver. -— Hann getur þó brugðizt. — Það er ekki oft. Munið þið þegar við vorum með í deiglunni leikrit, sem nefnist Dúfnaveizlan. Þá spáði Gissur Leikarar og aðstoðarfólk á æfingu: Þorsteinn Ö. Stephensen ur hans), Pétur Einarsson, aðstoðarleikstjóri, Þorsteinn Gunn. höfundar, hafði átt hann ogujj Jakobsson (höfundurinn), Edda Þórarinsdóttir (dóttirin), leikið á hann á uppvaxtarár- arjRn) 0g Guðmundur Guðmundsson, (sýningarstjórinn). um móður hennar. in"öeaHfr i t' iífífn rfi f har6' — h«íia ÞOá þætti sam- 59 sýnigum. Þasr urðu 64 "a?B„ Skurto haínn ***■ „ inmaður hinnar látnu dáist að Jæja, þá er kaiflfi uippi , ry . ■|u,s aPur a iT1 mu d ræðu prestsins. - Að segja hjá henni Kristínu. Og nJnn Þyrnir i augum Gissurrar - , “ , , * i , tt • Heimilisfaðirinn heldur stoð- það an þess að segja það. Það bregða a grm. Hvermg er síð- ugt á glas. meðan hann yeður elginn um lífið og tilveruna með tilvitnunum í fræga •menn itil að þurfa ekki að sjá það sem fer fram í kring- uim hann. Það lagast allt: Son- ur hans svolgrar stanzlaust Wi'sky og er þar að auki á rnóti rafvirkjum! Ennþá hafa menn sýnilega ekki þungar áhyggjur af þessu nýja leikriti eða væntanlegri aðsókn að því. Yfir kvöldkaff- inu skemmtir fólkið sér við gamansögur: söguna af honum Óla þjóf, sem hlaut þetta við- urnefni ævilangt af því stolið var frá honum skyrtu í Kaup- mannahöfn á námsáruum. Tal- ið barst að þeim gamla sið, einkum í plássum úti á landi, að uppnefna menn. Einn leik- arinn er kunnugur plássi þar sem enginn vissi föðurnafn nokkurrar konu. Þær voru all- ar taldar eign mannsins síns. — Þó er annað verra, segir Þorsteinn. Ég þekki mann sem alltaf var eignaður konunni sinni. Er hann hringdi til kunn igja síns og sagði til nafns Þeir líta í handritið, leiktjaldamálarinn Steinþór Sigurðsson, þekki hann enginn. Ekki fyrr aðstoðarleikstjórinn Pétur Einarsson, leikstjórinn Helgi Skúla en hann kvaðst vera hann Jón son og höfundurinn Jökull Jakobsson. hennar Jónínu (svo maður Heildsalinn (Þorsteinn Ö. Stephensen) segir tengdaóttur sinni (Helgu Bachmann) söguna afhenni Ane Sophie Tygesen. breyti um nöfn þessara ágætu hjóna vegna nálægðar tím- ans). Hann sagðí mér þetfa sjálfur, því hann hafði góða kímnigáfu. Það bjargaði hon- um, eins og það bjargar öll- um. — Jæja, þetta verður þá allt í kvöld, segir Helgi Skúlason. 1 fyrramálið förum við yfir fyrsta og annan þátt og á mið- vikudaginn annan og þriðja... Enn erum við að velta fyrir okkur fjórða og síðasta þætt- inum. En Jökull kímir bara og verst allra frétta. Það sama er uppi á teningnum, er spurt er um önnur leikhúsverk hans. Þau hafa þó sannarlega notið vinsælda. Pókók sýnt 25 sinnum, Hart í bak hvorki meira né minna en 297 sinn- um og Sjóleiðin til Bagdad nær 90 sinnum. Og Jökull er orðinn mjög vinsæll útvarpsleikritahöfund- ur langt út fyrir ísland, auk þess sem hans fyrsta sjón- varpsleikrif er að fara af stað í íslenzka sjónvarpinu. Af fjórum útvarpsleikritum hans, sem flutt hafa verið hér, hafa tvö verið þýdd og leikin í út- vörpum á Norðurlöndum, báð- um hlutum Þýzkalands, í Framfhald á bls. 18. heildsalinn) Heigi Skúlason (son arsson (tengdasonurinn). Jök Guðný Sigurðardóttir, (hvísl (Ljósm. Mbl. Ól. K. M) Tengdabömin í leikritinu, Helga Bachmann og Þorsteinn Gunnarsson, verkfræðingurinn á leið til Perú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.