Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 19 ÞAÐ tók fitnm vikur og 225.000 ^uitgripum þurfti að slátra, áður en Bretar náðu nokkurn veginn yfirhöndinni gegn gin- og klaufa veikinni, sem brauzt þar út í lok októhermánaðar sl. Brezka stjórnin verður fyrir stöðugri gagnrýni vegna meðferðar sinn- ar á gin- og klaufaveikimálinu, en heldur samt fast við þá á- kvörðun að slátm hverju því húsdýri, sem tekur veikina eða á einihvern hátt er talið geta valdið útbreiðslu hennar. Innflutningur á kjöti var bann aður, _ nema frá níu löndum ug var ísland eitt af þeim níu, Meðal þeirra larrda, sem kjöt- innflu'tningur var bannaður frá vom tvö helztu viðskiptalönd Breta á þessu sviði: Argentína og Urug'uay, en margir talsmenn bændasamtakanna brezku töldu, að veikin hefði borizt til lands- ins í sýktu kjöti frá þessura tveimur löndum. En margi'r brezkir bændur spurðu: Er málið í raun og veru svona einfalt? Á svæðinu, þar sem gin- og kLaufaveikin náði að herja, eru tiltölulega fleiri mjólkurkýr á Skrokkarnir brenndir Taka Bretar upp bólusetningu? — Einra skæðasti gin- og klaufaveikisfaraldur í sögu Bretlands kann að leiða til þess, að Bretar Kverfi frá einhliða niðurskurði hverja ekru lainds, en annars staðar í ríki hennar hátignar. Það skapar mjög ákjósanleg skil yrði fyrir útbreiðslu búfjársjúk- dóma. Og eftir að sæðingar hafa verið notaðar í stórurn stíl í ald- arfjórðung, er brezki nautgripa- stofninn í mikilli hættu vegna skyldleikaræktar. Það er því mjög tímabært — og þessi far- aldur eykur nauðsyn þess, — að rannsakað verði, hvort þessi stefna hefur leitt til þess, að brezki nautgripastofninn er orð- inn næmari fyrir sjúkdómum, en, eðlilegt má telja. Þá vaknar einnig sú spur'ning, hvort tímabært sé að gera rót- tækari ráðstafanir til að verja iandið gegn sjúkdómum sem Útbreiðsla gin- og klaufaveiki faraldursins í Bretlandi. Stjarn- an sýnir, hvar veikin kom fyrst fram og mislitu svæðin sýna útbreiðslu hennar fyrstu fimm vikurnar. gin- og klaufaveiki. Auk Bandaríkjanna og Canada eru aðeins þrjú önnur lönd, sem vinna markvisst að því, að halda nautgripuim sínum utan við gin- og klaufaveikisfaraldra: írland, Ástralía og Nýj'a-Sjáland. Öll eru þessi lönd varin gegn hættu- legustu sýkingaruppsprettunum — raunar má segja, að svo sé einnig með Bretland — en hvorki Ástral'ía, frland eða Nýja Sjáland flytja inn kjötvörur, sem Bretar aftur á móti gera mikið að. Það veldur þessum löndum engum erfiðleikum,, en ef Bretland kemur á slílku banni kostar það 11% af nautakjöts- forðanum og 314% af lamtoa- og kindakjötsforðanum, sem þarf til hvers dags. Þennan missi væri hægt að bæta upp með auknum innflutn- ingi frá þremur áðurnefndum löndum. Bændur geta breytt bú- skaparháttum sínum, hvað jarð- argróður snertir — og kjöt er ekki síður jarðargróður en hvað annað — á tiltölulega s'kömm- um tíma til að svara eftirspurn og nú þegar eru uppi raddir um það í Nýja-Sjálandi að fækika kindum og leggja meiri áherzlu á nautgriparækt. Bilið, sem algjört bann við innflutningi kjöts frá Argentínu til Bretlands myndi skapa, ætti að vera hægt að brúa á fimm áruim. En slík sóttvörn yrði dýru verði keypt. Þessi 11% daglegs nautakjöts- forða, sem Bretar flytja inn frá Argentínu. stuðla mjög að því að halda verði á öðr-u innfluttu kjöti niðri. Ef algjört bann yrði sett á innflutning kjöts frá Argentínu myndi kjötverðið ó- hjákvæmilega hækka á brezk- um markaði. Afleiðingarnar yrðu enn harðari fyri Argentínu. Kjötút- flutningur til Bretlands nemur 7% af öllum útflutningi landsins og algjört innflutningstoann myndi verða Argentínumönnum þungt í skauti. Þá er það engan veginn ljóst, hvort argentínskir bændur gera rangt með því að umbera þá stöðugu gin- og klaufaveiki, sem þeir búa við. Þeir láta ungviðið öðlast nokkurs konar náttúru- legt ónæmd með því að halda veikinni að þvi, ef svo má öðlast nokkurs konar náttúr- barni. , Á meginlandi Evrópu reyna bændur að ná sama árangri með bólusetningu. Hvor aðferðin, sem notuð er. veldur því, að ómæmt dýr getur borið í sér gin- og klaufaveiki- smit og sú staðreynd — mi'klu fremiur en hættan á að sýkt dýr sleppi í gegn um skoðanir slát- urhúsanna í Argentínu — gerir kjötið frá Argentínu að stöð- ugri sýkingarbættu fyrir þau lönd, sem vilja halda gin- og Ma'ufaveikinni fyrir utan sín landamæri. f Evópu viðurkenna menn þessa hættu og bændur láta bólu setja nautgripi sína, þegar þeir telja þörf á en treysta á guð og lukkuma að öðru leyti. f Bret- landi er hættan líka viðurkennd, en þar halda menn sig við nið- urskurðinn. Hvort tveggja hefur sína gella. Ef Bretar tækju upp bólusetn ingu, eins og hún er nú víðast framkvæmd, yrði sjúkdómurinn landlægur. Slíkt hefði ýmislegt í för með sér, því t.d. flest lönd, sem veikin er laiwllæg krefjast þess, að kynbótagripir komi frá stöðum, þar sem veiikin er ekki sem kaupa kjöt fiá svæðum, þar landlæg. Salan á brezkum kyn- bótagripum nemur um það bil milljón pundum á ári og stór hluti þessara upphæðar myndi fafl'a niður, nema því aðeins að innflytjendurnir slökuðu til í kröfum sínum. Það er því full ástæða fyrir Breta til að íhuga vel afstöðu sína til þessara mála nú. (Endursagt úr The Econo- mist). Mbl. ræddi við Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni og spurði hann um þessi mál. — Spurningin um eimhliða niðurskurð eða bólusetningu er sígilt umræðuefni í Bretlandi, sagði Páll. Bretar eru eina þjóð ín, má segja, í V-Evrópu, sem beitir eimhliða niðurskurði. Norðmenn og írar eru honum fylgjandi, en hjá þeim hefur ekkert reynt á í þessum efnum nú lengi. Danir, HoliendingaT og Frakk- ar veit ég að bólusetja árlega, en algengast mun vera að skera niður á þeim bæjum, þar sem veikin kemur upp, og bólusetja svo nauitgripi á um'hverfi sýktu bæjanna. Bólusetning gegn gin og klauifaveiki er þó eki einhlít. í Argentmu er veilkin land- læg og lítið gert til að stemma stigu við því að hún gjósi upp. Gin- og klaufaveSki veldur þó oftast tjóni þar árlega, en hætta er alltaf fyrir hendi að hún magnist, einkum ef nýir veiru- stofnar koma til. Brezkir eftirlitsmenn starfa í þeim sláturhúsum í Argentí'nu er fl'ytja kjöt til Bretlands til að koma í veg fyriir brezkan innfíutning á sýktu kjöti, en sl'íkt starf er vamdasamit og erf- iitt, því smitbera er nær óger- legt að þekkja. Við fslendingar höfum sem toetur fer verið lausir við þenn- an hörmulega sjúkdóm til þessa, en venjuiega þegar líkt stendur á og því komum við okkur upp nokkrum birgðum af bóiuefni, ef á þyrfti að halda, sem von- andi verður ekki. .Nýjustu fréttir frá Bretlandi herma að veilkin sé þar í rénun. Ný tilfelli eru nú þetta frá tveim til sex á dag, en voru yfir 80, þegar faraldurinn var hvað verstur. Svæði þau, sem vei'kin herjar á hafa minnkað og bendir allt til þess, að Bret- ar hafi nú náð yfirböndinni í baráttunni gegn þessum skæð- asta gin- og klaufaveikifaraldri, sem þeir hafa fengið yfir sig í langan tíma. Blaðburðiir á Akurevri • + Óskum eftir eldri manni eða unglingi til að annast blaðburð í Miðbænum á Akureyri. Góð blaðburðarlaun. ÍSLENDINGUR, Afgreiðslan, sími 11354. Ödýrir kvenskór Seljum næstu daga stök pör á góðu verði. Notið tækifærið. SKOVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.