Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 7
7 «fi«' n/-Tr<rfrsni s anoAi; jTfVyn mfírt.TKWTíwrw MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1968 Frtðrik kóngur á enga prinsessu handa MER „JA, já, þetta er alveg rétt hjá þér, Friðrik. Friðrik kóngur er búinn að gifta all- ar sínar prinsessur, og engin er eftir handa mér, og hefði piér þó fundizt, að Lukku- borgarættinni hefði ekki veitt af því, að fá íslenzkt víkingablóð inn í sínar gömlu og lúnu æðar“. Það er Selsvararkappinn, Pétur Hoffmann, sem þannig byrjaði samtalið, þegar við hittum hann á förnum vegi í gær, þar sem hann rigsaði um i slánni með silfurhnöpp- unum, sem bera mynd vík- ingaskips og Bárður Jóhann esson sló handa kappanum. „Sláin? Já, þetta er Ulsterslá, eins og þeir bera lögreglumenn í Vestur-Evr- ópu og írlandi. Já, og þó sér- staklega í Frakklandi. Þeir slé nefnilega um sig þarna í París. Eins og þú veizt et það borg ástar og ævintýra, kjörborg íslendinga, afkom- enda Göngu-Hrólfs og fleiri kappa. Það er ekki að undra, þótt hnapparnir á slánni séu með mynd af víkingaskipi, því áð alþjóð veit, að það stendur í ævisögu minni, sem hann Stefán hjá Útvarpinu tíndi saman, að ég hafi „yfirfallið“ heilt skip, sem hafði 14 manna áhöfn, tekið stjórnina í mínar hendur, og geri aðrir betur“, sagði Pétur og dæsti enda var nú Sölvi sveittur. „Ertu búinn að fá Bene- diktupeningana út úr tolli?“ „Ég held nú það, og Bún- aðarbankinn á heiður og þökk skilið fyrir alla þá að- stoð. Ég fékk svolítinn gjald- eyri til þessa arna. Annars er ég 100% sajnþykkur því, að við spörum gjaldeyri eins og við getum. En ég á smáögnina af hverri, krónprinsessunni, henni Margréti, sem giftist þessum með franska nafnið, sem enginn getur borið rétt fram, henni Önnu Maríu, sem fór með honum Konstantín í útlegðina til Rómar, og missti fóstur fyrir vikið. Ég vorkenni alltaf þeim hjóna- kornum, svona eilítið, en pen- „Engin prinsipissa eftir handa mér, en má annars ekki bjóða þér í nefnið, lagsi?“ sagði Pétur Hoffmann, þegar við áttum tal við hann um minjapeningana um prinsessumar í Dana- veldi, sem honum eru um stund gengnar úr greipum. ingurinn með mynd þeirra er augnayndi. Síðast en ekki sízt á ég fallegan silfurpen- ing með mynd Benediktu, sem er að ganga í það heilaga rétt um þessar mundir, og hann er nú sérstaklega til sölu. Nú er úti veður vont, og þessvegna tel ég það trygg- ara að selja þessa peninga heima hjá mér á Bergstaða- stræti 8, og ég hef m.a.s. síma 15278. Auðvitað slæ ég mér stundum út. Var ekki Snorri í Reykholti líka kvennamað- ur, en yfirleitt má segja, að ég sé alltaf við, og auðvitað máttu bæta því við til vina og velunnara, að hvar sem ég sésit á gangi í silánni góðu með silfurhnöppunum hans Bárðar, þá er mig að hitta með alla peningana á mér. Svo ég minnist aftur á kóngafólkið, sem myndir eru af á þessum peningum, sem ég nú hef til sölu, þá hef ég alltaf samúð með því. Þetfca er fjötrað fólk. Já, það er ör- uggt. Þetta er fjötrað fólk. Það má ekki leyfa sér alla hluti, það má ekki giftast þeim, sem það elskar að jafn- aði. Néi, það verður að gift- ast einhverju kóngaslekti, eins og það er nú orðið upp á síðkastið. Nei, sjáðu nú til, lagsi og minn góði vinur. Mér er allt- af vel til þessa fólks, sem hnippir í mig á götu og falar af mér þessa merku silfur- peninga. Og af hverju spyrðu. Það skal ég segja þér, það er vegna þess, að mín reynsla hefur kennt mér, að í mig hnippir ekki nema gott fólk. Islendingar eru, þrátt fyrir allit og allt, eitt- hvert bezta þjóðarríki, sem nú byggir þessa jarðarkúlu." Og með það var Pétur horf inn af förnum vegi og rokinn út í rokið. Við horfðum á eft- ir honum í slánni, þar sem hann gekk keikur og stoltur, því að það er hann, og má vera, austur Austurstrætið, langa fórtóvið í gamla daga, staðnæmdist stundarkorn við Útvegsbankavegginn, minnug ur sumardaga, sætra og langra, þegar ekki var úti veð ur vont, en sól allstaðar um sund og voga. — Fr. S. peningarmr ur Danaveldi Vinna óskast Kona óskar eftir eldhús- störfum. önnur hliðstæð sitörf koma til greina. Uppl. í sima 22150. Akranes 4ra herb. íbúð til leigu á Akranesi. Nánari uppl. gef- ur Lögmannsskrifstofa Stef áns Sigurðsson, Vesturgötu 23, sími 1622. Berklavörn Reykjavíkur heldur Félagsvist í Danssal Heiðars, Ástvaldssonar, Brautarholti 4, l.augardaginn 3. febr. kl. 8.30. — Góð verðlaun. SJÓ-MENN Vantar vanan háseta á netabát frá Grindavík strax. Uppl. í síma 92—8107 eða 40957. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. A (Álii i? UZilcli VestuiTgötu 29. Viljum ráða nú þegar ungan og reyndan sölumann til að selja snyrtivörur o.fL Kirkjuhvolii. 2ja og 3ja herb. íbúðir Til sölu eru skemmtiliegar 2ja og 3ja henbergja fbúðir í sambýlishúsi á góðum stað í Breiðholtshverfi. Selj- ast tiltbúnar undir tréverk og samieigin úti og inni frágengin. Húsið er niú að verða fökhelt, en íbúðirnar afhendast 1. ágúst n.k. Ágætt útsýni. Tvennar svalir. Teikning til sýnis á sfcrilfstafunni. Hagstætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Kvöldsími 34231. íbúðir til sölu: 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Ljósheima. 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Ljósheima. 5 herb. íbúð á jarð’hæð við Reynfhvaimm í Kópavogi, Einbýlishús á Flötunum. Raðhús á Flötunum, og margt fleira. Skíp & Fasteignir AUSTURSTRÆTI 18 • SÍMl 21735 • EFTIR LOKUN 36329 6. jan. sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thoraren- sen, ungfrú Guörún Norberg og Sigfús Sigfússon, viðskiptafræð- ingur. Heimili ungu hjónanna er að Víðimel 66. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Lóa Hjartardóttir, Bergstaðarstræti 59, Rvík, og Hall- grímur Smári Jónsson, Digranes- vegi 60. Kópavogi. Spakmœli dagsins Himinninn er aldrei heyrnarlaus nema gegn því hjarta sem er mál- laust. — Quarles. LÆKHAR FJARVERANDI Læknar fjarverandi Þórhallur B. Ólafsson, fjarver- andi fram á mánudag. Ólafur Jóns son, Domus Medica, gegnir störf- um fyrir hann á meðan. i^ Kristniboðssamkoma í KEFLAVÍK KEFLAVÍK: Kristniboðsvikan. Samkoma í kirkjunni í kvöld kl. 8.30. Litmyndir. Jón Dalbú Hróbjartsson og Jóhannes Sigurðsson tala. Allir velkomnir. Barnasamkoma er kl. 5,30. Myndasýning. — Kristniboðsambandið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.