Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRUAR 190« Skipulagsmál ASÍ: Grundvallarstefnan samþykkt en málinu frestað til hausts — og fengið milliþinganefnd til meðferðar FRAMHALDSÞINGI Al- þýðusambands íslands lauk um kvöldmatarleytið í gær. Að loknum Iöngum og hörð um umræðum um skipulags- mál sambandsins var sam- þykkt að lýsa yfir samþykki við þá grundvallarstefnu, sem mörkuð er í lagafrv. en jafnframt ákveðið að taka frv. til frekari meðferðar og athugunar og leggja það síð- an fyrir þing ASÍ í haust. Var kjörin sérstök milliþinga nefnd til þess að fjalla um málið þangað til. Þá var ennfremur gerð sérstök ályktun um atvinnu- og kjaramál og er í þeirri ályktun lögð megináherzla á útrýmingu atvinnuleysis, styttingu vinnutíma án skerð ingar tekna og verðtrygg- ingu launa. Loks var samþykkt að inn- heimta 10 króna gjald af hverjum sambandsfélaga til Leiðrétting í FRÉTT Mbl. í gær uim frv. það sem fimm ritstjórar dag- blaðanna í Reytkjavík, sem sæti eiga á Alþingi. flytja um að kom ið verði á fót kennslu í blaða- mennsku við Háskóla íslands, féll niður nafn eins flutnings- manns, Mag.núsar Kjartansson- ar. Leiðréttist þetta hér með. þess að standa undir kostn- aði við undirbúning skipu- lagsbreytinganna. Hér fer á eftir samþykkt þingsins um skipulagsmál: „30. þing A.S.Í., haldið í janú- ar 1968, lýsir yfir samþykki sínu við þá grundvallarstefnu, sem mörkuð er í frumvarpi að lögum fyrir Alþýðusamband ís- lands á þingskjali nr. 1. Jafn- framt ályktar þingið að kjósa sjö manna milliþinganefnd er taki frumvarpið til frekari með- fei'ðar og athugunar í því skyni að lagfæra og samræma einstök ákvæði þess. Frumvarp ið svo breytt verði síðan lagt fyrir næsta reglulegt Alþýðu- sambandsþing til fullnaðaraf- greiðslu. Milliþinganefndin sendi sam- bandsfélögunum frumvarpfð eigi síðar en í lok ágústmán- aðar 1968.“ Eru bardagarnlr í S-Vietnam und anfari enn stórfelfdari átaka? SKÆRULIÐAR Viet Cong og hermenn frá Norður-Víetnam hófu á miðvikudag mestu hernaðaraðgerðir sínar í allri Víetnamstyrjöldinni til þessa. Gerðu þeir hörkuárásir á ýmsar m.kilvægar herstöðvar herja Suður-Víetnams og Bandaríkjamanna og einnig á morgar borgir og bæi í landinu. Þannig réðust sveitir þeirra á ýmsar mikilvægar byggingar og stöðvar í sjálfri höfuðborginni, Saigon. Þá náðu sveitir skæruliða og Norður-Víetnam á sitt vald borgunum Hue og Guang Tri, eða miklum hluta þeirra, en þær eru í norður hluta lands- ins. Þá náðu þeir ennfremur á sitt vald borginni Quin Hon um miðbik landsins og í gær bámst fréttir um, að borgin Dalat, sem liggur talsvert fyrir norðaustan Saigon hefði fallið í hendur Viet Cong. Dalat hefur um 40.000 íbúa. í síðari fréttum segir, að skæruliðar hefðu orðið að l'áta undan síga í borgunum Hue og Guang Tri, enda geta þeir varla gert sér vonir um að halda borgunum, þar sem unnt er að beita skriðdrek- um og öðrum áhrifamiklum vopnum gegn þeim á virkari hátt en í frumskógahernað- inum. Bardagar héldu samt áfram í gær bæði í Hue og Guang Tri og einnig í Saigon, enda þótt svo virtist þá, sem skæruliðar hefðu ekki lengur frumkvæðið í sínurn höndum. Ljóst er, að með hernaðarað- gerðum þessum, hafa gerzt stórtíðindi í styrjöldinni í Víetnam. Þetta eru ekki að- eins stórfelidari hernaðarað- gerðir en áður, heldur vekur það ekki hvað minnsta at hygli ,að sveitir Vieteong og Norður-Víetnam hika ekki lengur við að gera stórárásir á borgir landsins, þar sem öflugri varnir eru fyrir en víðast hvar annars staðar. Samt er jafnvel talið, að þessar hernaðaraðgerðir séu aðeins undanfari enn meiri átaka annars staðar í landinu og til Þess gerðar að draga undir þau. Umhverfis banda- undir þau. Umhvrfis banda- rísku herbækistöðina Khe Sanh í norðvestur horni Suð- ur-Víetnam hafa Norður-Víet nammenn safnað saman um 20.000 manna liði og öðrum 20.000 að mánnsta kosti innan landamæra Laos og rétt fynr norðan hlutlausa beltið milli Suður- og Norður-Víetnam. Samanlagt er þetta fjölmenn- asta og bezt útbúna herlið, sem Norður-Víetnam hefur nokkru sinni safnað saman á einum vígstöðvuim. Til þess að mæta þessari hættu, hefur Westmoreland, yfirmaður herafla Bandaríkja manna í Suður-Víetnam, látið fjölga liði herbækistöðvarinn Khe Sanh upp í 5000 manns með því að koma í skyndi upp loftbrú þangað. Ennfrem- ur hefur mikið magn her- gagna verið flutt þangað með þessum hætti undanfarna daga. Þá á allt herlið Banda- ríkjamanna, sem ekki er of fjarri Khe Sanh að vera við- búið því að halda þangað, ef nauðsyn krefur. Samanlagt hefur Westmoreland safnað saman 45.000 manna liði til þess að vera viðbúið til gagn- árásar eða varnar gegn hmu 40.000 manna liði frá Norð- ur-Víetnam, sem talið er, að kunni að hefja árás sína á bandarísku herstöðina í Khe Sanh þá og þegar. Álitið er, að Vo Ngayen Giap, hermálaráðiherra Norð- ur-Víetnam, Sem frægur varð fyrir herstjórn sína gegn Frökkum við Dien Bien phu á sínum tíma. stjórni sjálf- ur undirbúningi árásinnar á Khe Sanh. Til þessa hefur allur unidirbúningur þarna borið ÖU einkenni hertækni hans, þaT sem saman fara varkárni, yfirskinsárásir, ná kvæmur undirbúningur og á- A kortinu sjást borgirnar, Quang Tri, Hue og Quin Hon, sem voru að verulegu leyti í höndum skæruliða Vietcong og herliðs frá Norður-Víet- nam, enda þótt tekizt hafi að ná borgunum að töluverðu leyti úr höndum þeirra að nýju. Hins vegar náði Víet cong á sitt vald borginni Dal- at norðaustur af Saigon í gær. Miklir bardagar urðu einnig í sjálfri höfuðborginni einkum á miðvikudag. herzla á að safna saman geysi miklu herliði og skotvopnum. Allar líkur benda til, að inn- an skamms muni hefjast þarna fyrsta mieiri háttar or- nu'sta Víetnamstyrjaldarinn- ar, þar sem beitt verður hern aðaraðferðum sambærilegum þeim, sem áður þekktust með venjulegum vopnum og verði því frábrugðin skæru liðaaðferðum frumskógahern aðar, sem einkum hafa ein- kennt styrjldina til þessa. Enn hafa átökin við Khe Sanh ekki hafizt, en ef álit hernaðarsérfræðinganna í Víetnam standast, má vænta stórkostlegra tíðinda næstu daiga frá Víetnam, sem ízt mun standa í skugga þeirra atburða, sem gerzt hafa þar undanfarma daga. !h*A mtj Vss IjF UTAN ÚR HEIMI i Mirmingarsjóður um Þórarin Björns- son skólameistara NEMENDUR og samstarfsmenn Þórarins Björnssonar, skóla- meistara, hafa ákveðið að beita sér fyrir stofnun minningar- sjóðs við Menntaskólann á Ak- ureyri, er beri nafn hans. Fram lögum til sjóðsins verður veitt viðtaka á Akureyri hjá hús- vetði Menntaskólans þar og í Reykjavik í Bóksölu stúdenta í Háskólanum og hjá Bóka- verzlun S. Eymundssonar í Austurstræti. Þess er óskað, að þeir, sem gerast vilja stofnend- ur sjóðsins og tök hafa á því, riti nöfn sín á skrár, sem frammi liggja á ofangreind- um stöðum. Þótt frumkvæðið komi frá ofangreindum aðiljum, er hér um almennan sjóð að ræða, sem veitir viðtöku framlögum frá öllum þeim, er minnast vilja Þórarins skólameistara og styrkja vilja sjó'ðinn. Stofnend ur, sem ekki geta komið því Leii að týnda kafbátnum hætt Toulon, 1. feb. NTB MIKILL fjöldi skipa og þyril- vængja, sem leitað hefur að franska kafbátnum „Minierve“ á Miðjarðarhafi, beið í kvöld eftir fyrirmælum frá París um að hætta leitinni. Lítil sem eng in von er talin tU þess að 52 manna áhöfn bátsins finnist á lifi. , við að rita nöfn sín á framan- greinda skrrá, eru beðnir að hafa samband við aðilja þá, er taka við framlögum. Verða nöfn þeirra þá skráð á stofn- endaskrá. Minningarspjöld verða gefin út í tilefni af sjóðs- stofnuninni og eru fáanleg á fyrrgreindum stöðum. í stofnunamefnd sjóðsins hafa valizt: Steindór Steindórs- son, settur skólameistari, Ar- mann Snævarr, háskólarektor, Baldvin Tryggvason, forstjóri, Bryndís Jakobsdóttir, frú, Jón Héðinn Ármannsson, alþingis- maður, og Sigur'ður Hallsson, efnaverkfræðingur. Reykjavík, 1. febrúar 1968 F.h. stofnnefndar, Armann Snævarr. Meistaraprófs- fyrirlestrar í * Háskóla Islands FLUTTIR verða tveir opinberir fyrirlestrar í Háskóla íslands við meistarapróf í íslenzkum fræð- um. Try.ggvi Gíslason stud. mag. fjallar um Áhrif kristninnar á íslenzkan orðaforða að fomu, og Vésteinn Ólason stud. mag. svar- ar spurningunni: Er Snorri höf- undur Egils-sögu? Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir laugardaginn 3. febrúar í I. kennslustofu Háskólans. Hefst hinn fyrri kl. 2.15 e.h., en hinn síðari kl. 3.15 e.h. (Frá Háskóla íslands) Fjölmenn úffiör Halldóru Ólafsdóttur MINNINGARATHÖFH í MA í GÆR var gerð frá Fossvogs- kapellu útför Halldóra Ólafs- dóttur, skólameistarafrúar frá Akureyri. Séra Bjarai Sigurðs- son, prestur á Mosfelli, flutti minningarræðu og komst m.a. þannig að orði, að frú Halldóra hefði verið í senn móðir Mennta skólans á Akureyri og drottn- ing. Sungnir voru sálmamir „Ég kvei'ki á kerturn mínum“, eftir Daivíð Stefánsson, og „Faðir and anna“. Ennfremiur var sunginn skólasöngur Menntaskólans á Akureyri „Undir skólans mennta merki“ og að lokum „Allt eins og blómstrið eina“. Ragnar KEFLAVÍK SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kefla- víkur heldur aða.lfund sinn á laugardag kl. 16 í Æskulýðs- hei'miliinu, Austurgötu 13. Venju leg aðailfundarstönf. , Flugslysi afstýrt Chicago. 1. feb. (NTB) BANDARÍSK farþegaþota, sem var að koma til lendin.gar é flug velli við Chioago, rakst á há- spennulínu og varð fyrir tals- verðum skemmdum. Flugstjóran um tókst þó að hafa stjórn á vél inni og fljúga henni 400 kíló- metra leið til Bunker Hill flug- vaillarins við Indianapoíis. Þar lerati flugvélin heilu og höMnu. Vél þessi er frá Trans World Airlines flugfélaginu, og voru 37 farþegar um borð þegar á- reksturinn varð, en engann þeirra sakaðL Bjrnsson lék á orgelið. Míkið fjölmenni var Við útförina. KLUKKAN 10.45 í gær morgun fór fram látlaus en háöíðleg minningarathöfn um frú Hal'l- dóru í Menntaskólaraum á Akur- eyri. Þar flutti Brynjólifur Sveins son, yfirkennari nokkur kveðju orð frá eigin brjósti og las síð- an minningarræðu efti.r Stein- dór Steindórsson, sem nú gegn- ir skólameistarastörfuim, en hann hafði farið til Rejikjavík- ur til að vera viðsta'ddur út- förina. Keransla var feUld niður í skóluim, það sem eftir var dags ins. KR-ingar sigruðu INNANHÚSMÓT í knattspyrna fór fram í íþróttahöllinni í Laug ardal í gækvöldi, en mót þetta var haldið í tilefni af afmæli félagsins. KR-ingar báru sigur úr býtum í viðureign þessari, en þeir sigruðu Keflvíkinga í úr- slitum með 4:1. Þá fór þarna einnig fram leik- uir milli Harðj'aixlanna, sem eru gamlar kraattspyrnustjörnur úr KR, og Bragðarefanna, en það er skipað gömluim knaittspyrnu- stjörnum úr Fram. Sigruðu hin- ir fyrrraefnidu mieð 6:4. Loks léku svo Dýrlingamir þ.e. íþróttafréttaritarar, gegn stjórn Fram, og urðu Dýrlingarnir fyrir því óhappi að tapa þessum leik 4:1, enda vantaði nokkra I a.f beztu mönnunum í liðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.