Morgunblaðið - 11.04.1968, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968
særður. Ég segi við hann: „Við
skulum reyna að fara upp í
bátinn og fíra honum jafnt nið-
ur“. Ég fer upp í bátinn að
framan. En hann treystir sér
ekki og skríður upp á báta-
dekkið."
En í sama bili kemur kúlna-
regnið eins og þykkur veggur
og kubbar sundur kaðalinn,
sem heldur bátnum í afturda-
víðunni, svo að skuturinn fell-
ur í sjóinn, en báturinn hangir
á stefnisfalnum í framdavíð-
unni. Eyjólfur kastast út úr
bátnum og í sjóinn. Það er logn,
en svalt í sjónum. Hann er þar
ekki lengur en þarf og vegur
sig aftur upp í bátinn.
Hann hikar á dekkinu. Hugs-
ar sig um. Allt veltur á að
halda höfðinu og gera enga
vitleysu. Hann reynir að grilla
í kafbátinn og fylgjast með
ferðum hans. Veit að á því
muni velta líf eða dauði. Hann
ætlar að taka ákvörðun —
fara gegnum bræðsluhúsið og
yfir á bakborða, en þá dynur
yfir nýtt kúlnaregn, svo þétt
— „að ógjörningur var að kom-
ast í gegn, enda sá ég þá kaf-
bátinn og var hann svo nálægt,
að hann hvarf bókstaflega und-
ir hekkið. Ég fylgdist nú með
honum nokkra stund. Hann
sakkaði kringum skipið og
beindi byssunum einungis þang
að sem menn voru“.
Þegar kafbáturinn er kom-
inn í hvarf og hann telur sig
nokkurn veginn öruggan, setzt
hann á dekkið, fer úr stíg-
vélunum, vindur sokkana sína,
ætlar svo upp á bátadekk aft-
ur, en þá sjá kafbátsmenn til
ferða hans. „Ég kastaði mér
niður á bátadekkið, þegar þeir
hófu skothríðina á mig og
reyndu að plumma mig niður,
og þar lá ég meðan hún gekk
yfir stjórnborðsmegin, svo hélt
ég áfram þegar ég sá að kaf-
báturinn var kominn á bak-
borða. Þá sýndist mér hann svo
nálægt að ég gæti stokkið yfir
í hann. En aldrei sá ég neinn
mann um borð.“
Ekkert kvikt. Aðeins skot-
glampar. Og þessi þúst, svört
eins og nóttin.
Eyjólfur telur sér nú nokk-
urn veginn öruggt að staulast
á fætur og reyna að komast
yfir að björgunarflekanum aft-
ur á. En þá heyrir hann brak
og bresti, skipið tekur kipp.
Það hristist og skelfur. Hann
er þess fullviss að nú séu þeir
að skjóta Reykjaborgina niður.
í sömu andrá er kallað til hans:
„Eyjólfur, Eyjólfur."
Hann lítur upp. Sigurður
kyndari liggur á flekanum og
bendir honum að koma. Nú er
tæpur klukkutími liðinn síðan
þeir stóðu saman í brúnni.
Klukkutími mikilla og óvæg-
inna örlaga.
Skipið sígur að aftan. Hann
tekur undir sig stökk, hleypur
í átt til flekans, en sér ullar-
teppi og ábreiðu á dekkinu,
beygir sig niður og þrífur það
með: „Ég vissi að við gætum
notað það í flekanum, að það
mundi skýla okkur. Svo stökk
ég upp í flekann og náði þang-
að, áður en hún seig undan
okkur að aftan. Við losnuðum
við hana og komumst út úr
mesta soginu. Það hefur bjarg-
að okkur, að líklega hefur hún
verið nokkuð heil að frarnan".
Og þama lágu þeir í flek-
anum og horfðu á skipið sitt
rísa upp að framan, stefnið
fingur sem bendir til himins,
þangað sem stjörnurnar lýsa.
Svo sekkur hún í hafmyrkrið.
„Sogið var þó það mikið, þar
sem við vorum, að björgunar-
flekinn fór á bólakaf.“
Særðir og sjóblautir rýna
þeir í myrkrið. Skammt frá
þeim lúskrast kafbáturinin og
hverfur einnig í hafið, en þó
stendur turninn lengi eins og
grár sverðsuggi upp úr sjónum.
Og aftur verður allt hljótt.
Tíminn hættir að standa kyrr.
Nú fer hann aftur að þokast
áfram. En hægt. Myrkrið er
svartara en nokkru sinni, en
svartast í brjósti þeirra og vit
und. Það heyrist ekkert nema
gjálfur dynjandi hringiðunnar
við sundurtættan björgunar-
bátinn. Þeir fara að svipast
þar um, finna Óskar kyndara
og drusla honum yfir á flek-
ann til sín.
Svo líður nóttin á sundur-
skotnum flekanum úti á regin-
hafi. Ekkert matarkyns. Vatn-
ið hefur runnið til spillis út
um skotgötin á brúsunum. Vos-
búð og deyjandi félagi. Þetta er
nú orðið hlutskipti þessara
marghrjáðu manna. En þeir
missa ekki kjarkinn. Eru ekki
einu sinni hræddir.
„Við Sigurður töluðum sam-
an eins og við gátum til að
hafa ofan af fyrir okkur. Við
höfðum trú á að okkur yrði
bjargað, þó flekinn væri að
mestu í kafi — níu af tíu
tunnum með skotgötum. Veðrið
var gott tvo fyrstu sólarhring-
■ana- En auðvitað kalt. Ró-
lyndi bjargaði lífi okkar. Og
ullarteppið góða og ábreiðan.
Ég hugsaði heim. Bað guð að
blessa félaga mína, sem dóu.
Ég var með hugann við veru-
leika, sem nú var ekki annað
en minning.“
Þegar hann kom heim, tók
við nýr og heillandi veruleiki.
Hann hafði eignazt dreng.
Hann fæddist 20. apríl. Þá var
hann í sjúkrahúsi í Skotlandi.
Á fjórða sólarhring var þeim
bjargað um borð í brezkan
tundurspilli.
Og Eyjólfur Jónsson, fyrrum
háseti, nú vörubílstjóri í
Reykjavík, horfir á mig votum
augum.
Nær hálfsjötugur segir hann
við mig, þar sem við sitjum
og rifjum upp dómsdaginn, að-
faranótt 11. marz 1941: „Ég
hef þá trú“, segir hann og horf-
ir í gaupnir sér, „að enginn
grandi þeim, sem ætlað er
lengra líf.“
Mundi ekki þessi maður hafa
reynslu til að láta svo ein-
falda skoðun í ljós?
Og enn kveður við spreng-
ing, dauf og drungaleg eins og
úr fjarska. Eða kannski hún
sé frá öðrum heimi.
Þeir standa í brúnni og
horfa spyrjandi hver á annan.
Hvað er á seyði? Þeir grilla
út í myrkrið.
Klukkan er tæplega fimm að
morgni.
Nú eru þeir félagarnir tveir
af Reykjaborginni að tala
saman í hálfum hljóðum, renn-
blautir og kaldir af vosbúðinni,
þeim hefur ekki komið dúr á
auga alla nóttina. Þeir eru
ekki lengur eins dofnir og áð-
ur, og sársaukinn farin að gera
vart við sig. Atburðir nætur-
innar leita á þá í sífellu, hver
myndin af annarri kviknar og
deyr í huga þeirra.
Það er 11. marz.
HVað er þetta? Skipstjórinn
spyr fyrsta vélstjóra, hvort
verið geti að „dynkurinn" staf-
aði af sprengingu við kola-
moksturinn niðri. Vélstjórinn
segist ekki vera viss.
Þeir stara út í myrkrið, sjá
ekkert. Augu þeirra fyllast
söltu húminu. Dauðinn slær
trumbu sína inni í ósýnilegum
frumskógi úthafsins.
Þeir bíða átekta. Hvernig
eiga þeir að vita að þófamjúkt
rándýr læðist að þeim úr laun-
sátri, og býr sig undir að
hremma bráðina.
Mínúturnar líða, tíu mínút-
ur ... tuttugu ... Augu rán-
dýrsins skjóta gneistum í myrkr
inu. Skothríðin er hafin.
Kúlurnar þjóta fram hjá og
ofan við stýrishús Fróða. Bloss-
arnir slá fölum glampa á ann-
ars drungalegan himininn. En
þeir hitta ekki, eru þeir
taugaóstyrkir þarna í myrkr-
inu ... hvers vegna . . .? Þeir
sem eru að vinna „Orustuna
um Atlandshafið". Þeir hverj-
ir ... ósýnilegar vofur með
reidda stríðshnefa . .. brynjað
hjarta. Og á næstu andrá er
engu líkara en þessi 123ja
tonna íslenzki fiskibátur ráði
úrslitum í hamslausum hildar-
leik styrjaldarinnar.
Og blossarnir halda áfram að
deyja inn í myrkrið.
Þeir hika- Svo gefur skip-
stjórinn skipun um að kveikja
á siglingaljósunum. „Stöðvið
vélina“, segir hann og horfir á
stýrimanninn, Sigurð V. Jör-
undsson, sem nú var einnig
kominn upp i brú. Enn rýna
þeir allir í skimulaust marz
myrkrið. Nú kemur eldregnið
í tveimur gusum báðum megin
við stjórnpall og hverfur út í
nóttina eins og sindur.
Aftur verður örstutt hlé á
glóandi eldspýjunni. Fiskibát-
urinn liggur kyrr með öllum
siglingaljósum, en þá kemur
„sprengikúla á stjórnpallinn
framanverðan, stjórnborðsmeg-
in og sprengdi af honum stór
stykki“, eins og Morgunblaðið
kemst að orði. „Þessi sprengju-
kúla drap þrjá menn af þeim
fimm, sem voru í brúnni. Skip-
stjórinn og Guðmundur E. Guð-
mundsson komust lífs af úr
skothríðinni.“
Ef skoðað er í saumana á
þessum atburði, kemur í ljós,
að hann hefur gerzt mörgum ár-
um áður. Einkennilegt að for-
lögin skuli hafa þurft að end-
urtaka hann:
Við erum stödd í Reykjavík
veturinn 1936, skömmu eftir
áramót. Guðmundur Jörunds-
son stundar nám í Stýrimanna-
skólanum. Hann heyrir getið um
vestur—íslenzka konu, Leu Jós
epsson að nafni, sem auðvit-
að er uppnefnd hér á landi og
kölluð spákona. Honum leikur
forvitni á að hitta þessa konu
að máli, því að hún hefur dreg-
ið að sér athygli fyrir spádóma
og skyggni, auk þess sem hún
hefur dulheyrn, að sögn.
„Mér var kunnugt um að hún
var að fara héðan af landi
brott vestur til Ameríku, þar
sem hún bjó. Ég kom því þann-
ig fyrir að ég lenti í kvöld-
kaffi með henni heima hjá kunn
ingja mínum og hugsaði með
mér að gaman gæti verið að
kynnast þessum hæfileika
hennar. „Mundirðu ekki vilja
spá fyrir mér, Lea“, sagði ég.
Hún tók því fálega í fyrstu,
kvaðst að mestu vera hætt
slíku, en að þrábeiðni minni
lét hún þó tilleiðast og gekk
með mér inn í aðra stofu. Þar
ætlaði hún að taka fram spil
til að nota við spádóminn, en
ég bað hana að sleppa þeim.
Hún kvaðst þá þurfa að halda
í höndina á mér, meðan hún
skyggndist inn í fortíðina.
Svo byrjaði hún að lýsa því
sem bar fyrir innri sjón henn-
ar. f miðri frásögninni tekur
hún að lýsa mynd sem hún sér,
og er líkast því sem hún birt-
ist á veggnum gegnt okkur.
Hún sér grátt fiskiskip ogbróð
ir minn — offiseri eins og hún
kemst að orði — er staddur
á stjórnpalli ásamt fleiri mönn-
um. Hún sér nafnið ísland
skrifað stórum stöfum á skips-
hliðina. Síðan segir hún: „Nú
kemur einhver grá þúst upp úr
sjónum, og nú sé ég skotið frá
þessari þúst á stýrishúsið á
fiskiskipinu og ég sé að bróð-
ir þinn dettur niður og af hon-
um annar handleggurinn, en
sprengjukúlubrot er í brjóst-
inu.“
Þá hættir hún í miðri lýs-
ingunni, leggur hönd fyrir
augu sér og segir: „Ég getekki
meira, ég þoli þetta ekki“.
Ég bið hana að bíða og vera
rólega og reyna að jafna sig,
því að ' nú er ég orðinn meira
en lítið forvitinn. Ég legg fast
að henni að halda áfram, svo
að hún byrjar frásögnina aftur
og segir: „Nú er þústin kom-
in að skipshliðinni, nú skjóta
þeir af vélabyssum á mennina,
sem eru að reyna að koma út
björgunarbátnum sínum. Og
sumir eru að deyja. Nú eru
þeir að reyna að draga suma
mennina niður, líklega niður í
káetuna. Nú sé ég að þústin er
að síga niður. Fiskiskipið ligg-
ur alveg kyrrt. Ég held að það
ætli ekki að sökkva. Nei, nú
fer það af stað. Ég held að
kapteinninn deyi líka. En sum-
ir bjargast".
Svo hikar hún og segir: ,;Nú
ætla ég ekki að spá meira fýr-
ir þig“.
Mér var auðvitað efst í huga
að eitthvað væri bogið við
þennan spádóm. Ég átti engan
bróður, sem var offiseri, svo að
notað sé hennar tungutak. Sig-
urður, bróðir minn, var aðeins
18 ára gamall, þegar þetta var,
og ekki orðinn neinn yfirmað-
ur á skipi.
Ég skrifaði hjá mér aðalatriði
frásagnar hennar og man hana
nokkurn veginn orðrétt, svo
að hún á ekki að fara milli
mála“, segir Guðmundur Jör-
undsson að lokum.
Sigurður, bróðir Guðmundar,
varð síðar stýrimaður á Fróða
og féll í árásinni á hann, þar
sem hann stóð í brúnni ásamt
félögum sínum.
Þegar skipið kom til hafnar,
fór fram líkskoðun á þeim sem
höfðu fallið, og þegar Guð-
mundur heyrði lýsinguna á
líki bróður síns, „var eins og
ég hlustaði á rödd Leu spá-
konu, þegar hún lýsti fyrir mér
árásinni í Reykjavík, fimm ár-
um áður:
Mér var skýrt frá því að
sprengjubrot hefði fundizt í
brjóstkassa hans og annar
handleggur hefði farið af.“
Þegar Sigurður féll, var
hann 22ja ára gamall offiseri
á Fróða, eins og Lea hafði sagt.
f fréttum frá þessum örlaga
tímum er skýrt frá því að há-
seti, Guðmundur Einar Guð-
mundsson að nafni, hefi tekið
við stjóm Fróða fyrst eftir ár-
ásina, og siglt skipinu áleiðis
til lands. Kompásinn hafði olt-
ið um þegar kúlan sprakk í
brúnni og skekktist. Það vissi
Guðmundur og hagaði sigl-
ingunni samkvæmt því. En áð-
ur en þeir lögðu af stað til
lands, þurftu þeir að huga að
ýmsu, bera helsærða braeður
niður í káetu, þar sem annar
þeirra deyr skömmu síðar, en
hinn — skipstjórinn — þegar
skammt er eftir til lands. Einn-
ig þurfti að dytta að ýmsu,
setja nýja logglínu og troða í
kúlnagöt á dekkinu. En erfið-
asta raunin að taka lík hinna
látnu og búa um þau undir
selgdúk aftur á bátapalli.
Svo er haldið til lands.
Guðmundur háseti var 35 ára
þegar hann lenti í þessari eftir
minnilegu árás. Nú er hann 61
árs að aldri, kvæntur maður
faðir tveggja drengja ogbryti
á Lagarfossi. Þegar við hitt-
umst, starði ég undrandi á
hann. Leiðir fólks liggja sam-
an með ýmsum hætti. Eg þekkti
hann strax, þó að ég hefði
hvorki heyrt hann né séð frá
því ég var messagutti á Brúar-
fossi 1946. Þá var hann annar
VERÐ FRÁ KR. 242.000,-
Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu.
Sýningarbíll á staðnum.
VAUXHALL-BEDFORD UMBOÐIÐ
Ártnúla 3, sími 38 900.