Morgunblaðið - 11.04.1968, Page 13

Morgunblaðið - 11.04.1968, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 13 Þúsundir áhorfenda sáu ís- Jendinga sigra Svía í fyrsta landsleik þessara þjóða í knatt spyrnu, sem fram fór á Mela- vellinum í Reykjavíki 29. júní með 4 mörkum gegn 3. — Það var eftir að þessi leikur var liafinn, að fréttir bárust um sigra frjálsíþróttamanna yfir Norðmönnum og Dönum í Oslo Vallarstjóri tilkynnti úrslitin og allt ætlaði um koll að keyra. Knattspyrnumenn hafa vafa- laust heitið þvi hver fyrir sig að láta hlut knattspyrnunna ekki eftir liggja. Það efndu þeir með sigrinum — og kór- ónuðu sigurgöngu íslands þenn an dag, stækkuðu hann og uku í mesta sigurdag, sem íslenzkir íþróttamenn hafa upplifað og eiga sennilega nokkru sinni eftir að upplifa. Frásögn Mbl. 1 Mbl. skrifar V.G.: „Ekki munu miklar sigurvonir hafa verið bundnar við þennan leik af íslendinga hálfu, þar sem við eina sterkustu knatt- spyrnuþjóð Evrópu var að etja. En hér skeði hið ólíklega. Svíar kusu að leika undan vindi, en fyrst í stað þreifuðu bæði lið fyrir sér og yfirleitt sóst ekki vel uppbyggð sókn lengi framan af, þótt mörk beggja kæmust í hættu uu. T.d. átti Ríkharður Jónsson ágætt skot á mark Svía en mark- vörður Svía Henry Andresson bjargaði. Það var fyrst er 32 mín voru af leik, að fjör fór að færast í tuskurnar. Ríkharður fékk góða sendingu frá Þórði Þórð- arsyni upp að endamörkunum, spyrnti fast fyrir mark Sví- anna, en knötturinn breytti stefnu á einum varnarleikmann þeirra og í markið. Ríkharður lét þó ekki þar við sitja. Skömmu síðar fékk Þórður góðan knött frá Gunn- ari Guðmannssyni. Lék hann á miðframvörð Svíanna með því að láta knöttinn renna áfram til Ríkharðs, sem hljóp með hann nokkurn spöl og skoraði óverjandi. Það sem eftir var hálfleiks gerðist ekkert mark- vert, enda þótt fjör væri af beggja hálfu og mörg sóknin vel upp byggð. — íslendingar höfðu yfir 2—0. Siðari hálfleikur hófst með mikilli snerpu og auðséð að ekki mundi gefið eftir fyrr en í fulla hnefana. Fyrst í hálf- leiknum komst mark Svíanna í hættu, er Bjarni Guðnason fékk knöttinn nokkru fyrir framan miðju með alla varn- arleikmenn að baki. Áhorfend- um virtist, að hann hefði átt að skjóta, er komið var að vítateig, en nokkurs tauga- óstyrks virtist gæta hjá honum. Hann sendi knöttinn til Ólafs Hannessonar, sem skaut á hálf- lokað markið. Skömmu síðar gaf að líta mjög góðan leik upp hægri væng íslendinganna, sem lauk með því að Ríkharður Jónsson skallaði knöttinn í mark — 3—0 íslendingum í vil. Tæplega hafði leikur hafist að nýju, þegar Arne Selmons- son skoraði fyrsta mark Svíana úr þvögu, eftir hnitmiðaða send ingu frá Sanny Jákobsson, einnig úr þvögu, eftir mjög harða sókn að marki Islend- inga (3—2). Um þremur mínútum síðar bætti Ríkharður Jónsson fjórða marki sínu við, eftir mjög góða samvinnu í sóknarlínu íslend- inga. Þegar hér var komið voru 25 mín eftir af leiknum. ís- lendingarnir virtust nokkuð þreyttir og var því uggur með- al áhorfenda um hvað við tæki. Segja má að Svíar hafi ver- ið' í stöðugri sókn, að undan- skildum síðustu mínútunum en þó tókst þeim aðeins að skora eitt mark. Var Sanny Jakobs- son h. úth. þar enn að verki eftir mjög vel tekna horn- spyrnu hjá Kristensen vinstri útherja. Leiknum lauk þvímeð sigri fslands 4 eggn 3. f fáum orðum sagt var það mest einkennandi fyrir leikinn, hve Ríkharður Jónsson bar af á vellinum. f öðru lagi höfðu íslendingarnir ekki nærri því eins mikið þol og keppinautar þeirra. í þriðja lagi sýndi einn Svíanna, Rune Emanuelsson mjög góðan leik, en þó virtist hann ekki vera maður til að ráða vlð Ríkharð Jónsson, sem hann átti að gæta. Ekki verður fallist á, eins og haldið hefur verið fram að þetta sé sterkasta knattspyrnu- lið sem komið hefur til fslands. Að vísu virtust nokkrir góðir einstaklingar vera í liðinu, en sem heild var það ósamstætt. , Hins vegar munu íslendingar sjaldan eða aldrei hafa sýnt Baldur jónsson, vallarstjóri, varð fyrstur til þess að til- kynna fréttina um sigur ísl. frjálsíþróttamanna í Oslo. Svo vildi til að sama dag og keppn inni lauk í Oslo var háður landsleikur í knattspyrnu við Svía á Melavellinum í Reykja- vík. Margir höfðu áhuga á þeim leik, og það svo að sumir voru mættir á Melavöllinn um klukkustund áður en leikur- inn skyldi hefjast. Eftir að leik urinn var hafinn barst Baldri skeyti frá fararstjórn ísL liðs- ins í Oslo og notaði fyrsta tækifæri til að tilkynna úrslit- in. Og tilkynning Baldurs vall- arstjóra verkaði eins og sprengja á alla viðstadda. Við höfðum því tal af Baldri og báðum hann lýsa þessari stundu, þessu bjarta kvöldi á Melavellinum. — Það var einmuna veður- blíða á Melavellinum þetta kvöld, sagði Baldur. En það komu færri en ég hafði búizt við eða milli 5 og 6 þús. manns. Flestir töldu leikinn vonlausan fyrirfram. Ég veit hins vegar, að annar eins fjöldi nagaði sig í handarbök- in eftirá fyrir að hafa ekki komið á völlinn. — Ég man það vel hve Bene- dikt heitinn Jakobsson vinur minn var í senn bæði svart- sýnn og bjartsýnn áður en hann fór utan með frjálsíþrótta mönnunum. Það var ákveðið í okkar hóp og Garðars S. Gísla- betri leik, hvorki hérlendis né erlendis. Samvinna Bjarna, Þórðar og Ríkharðs var til fyr- irmyndar, en hinsvegar voru útherjarnir óvirkir. Af varnar- leikmönnum skal makmanns- ins, Bergs Bergssonar einkum getið. Sýndi hann mjög góðan leik. Öll mörkin, sem skoruð voru, voru algerlega óverjandi. Guðjón Einarsson dæmdi leikinn og gerði það af miklum skörungsskap. Lét hann ekkert fram hjá sér fara.“ Það var mikið rætt um þenn- an leik bæði undan og eftir. Mikil virðing var borin fyrir hinum sænsku gestum fyrir leik inn, þar sem Svíar höfðu um árabil skipað háan sess í knatt- spyrnunni, voru m.a. Olympíu- meistarar 1948 og undirbjuggu nú að verja titilinn árið eftir. Svíar skipuðu lið sitt 8 mönn- um sem ekki höfðu leikið í A— landsliði áður — og þær radd- ir heyrðust í Svíþjóð eftirá að þetta hefði verið B—lið Svía. Hins vegar var samið um A— landsleik bg Svíar geta sjálf- um sér um kennt, hafi þeir sonar fararstjóra, að ég fengi skeyti um úrislitin, — að minnsta kosti ef sigur ynnist. Svo fæ ég upphringingu ut- an úr bæ rétt eftir að leikur íslendinga og Svía er hafinn og mér sagt að ísland hafi sigr- að bæði Norðmenn og Dani á Bislett. Ég trúði þessu varla, og hringdi niður á símstöð. Þar var ekkert símskeyti, og trú mín dvínaði, því ég vissi, að ef árangur hefði orðið góður, hefðu vinir mínir Benedikt og Garðar ekki brugðist loforði sínu. Ég hafði ekki gert margt áður en hringt var frá ritsím- anum og mér tilkynnt um að skeytið væri komið og það les- ið fyrir mig með úrslitatölum keppninnar á Bislett. Gleðifréttir verka undarlega á mann stundum. Og svo fór með mig í þetta sinn. Ég ætlaði að rjúka í hátalarakerfið, en varð að bíða, þar sem tilkynn- ing er aldrei lesin, nema þegar knöttur er ekki í leik. Staðan var 1—0 íslandi í vil. Og við vorum svo sem glaðir á Melavellinum eins og landar okkar í Oslo. Svo var knett- inum spyrnt frá stúkunni þvert yfir völlinn og fór útaf. Ég greip þetta tækifæri og til- kynnti úrslitin. Fyrst skeði ekki neitt, það var steinhljóð að mér fannst. Síðan fylgdu dúndrandi húrra- hróp og óp — eins og allir hefðu sleppt fram af sér beizl- vanmetið íslendinga. íslendingar skipuðu lið sitt með 5 nýliðum, m.a. í fyrsta sinn mönnum utan af landi. (Ríkharður hafði áður leikið með Fram). Lið íslands var þannig skip- að: Bergur Bergsson, Karl Guð mundsson, fyrirliðL Haukur Bjarnason, Sæmundur Gíslason Einar Halldórsson, Hafsteinn Guðmundsson, Ólafur Hannes- son, Ríkharður Jónsson, Þórður Þórðarson, Bjarni Guðnason og Gunnar Guðmannsson. inu. Mér fannst sama, hvort um unga eða gamla var að ræða. Þetta var flóðbylgja sannrar gleði ,sem brýst út, innileg og sönn. Þetta óp heyrð- ist víða um bæinn — það frétti ég smám saman. ,Rétt á eftir skoraði Ríkharð- ur annað markið og síðan hið þriðja. — Ég sannfrétti að fréttin var strákunum ólýsanleg hvatn ing. Það sögðu þeir eftir á. Ég talaði t.d. sérstaklega við Rík- harð og hann kvaðst hafa feng- ið einhvern aukakraft er hann heyrði tilkynninguna — og gleði fólksins. Knattspyrnulandsliðið var óvenjulega ákveðið í þessum leik og ég held að þeir hafi gert í raun og veru miklu miklu meira en þeir áttu til. Það sýndi sig í síðari leikjun- um við Svía en þeir unnu Akra- nes 5—0 og Reykjavíkurúrval, sem þá var mjög sterkt með 2—0. — Ég minnist og þess að Er- lendur O. Pétursson kom aldrei á völlinn, þegar KR eða ísl. landsliðið var að leika. Hann var þó alltaf í stöðugu sam- bandi við okkur. Og nokkru eftir að fréttirnar bárust frá Oslo og forysta íslands gegn Svíum jókst í 3—0 hafði hann samband við okkur. Hann tók sér þegar í stað bíl á völlinn — braut allar sínar venjur. Eftir leikinn kom hann inn til mín, eða sveif þangað — og grét af gleði. Það var fleirum en honum, Sérstakt traust var Guðjóni Einarssyni sýnt í þessum leik. Hann átti mikinn þátt í þjálf- un liðsins, vali þess, og loks dæmdi hann leikinn og fékk ó- skorað lof fyrir, bæði hjá Sví- um og íslendingum. Þess skal getið, að enginn Svíanna sem hér var afsakaði ósigur sænska liðsins. Þvert á móti létu þeir í ljósi undr- un á getu íslendinganna og ræddu þá einkum um Ríkharð. Sögðu þeir að hefði einhver Framhald á bls. 31 sem á þeirri stund þótti gam- an að vera Islendingur. Fólk- ið vildi ekki fara af vellinum. Það beið og beið — eftir liðs- mönnunum til þess að hylla þá, tjá þeim þakklæti sitt. Alls staðar þar sem maður kom dagana á eftir, var ekki um annað talað en þessa stóru sigra. Og skýrslur sína aukna aðsókn að frjálsum íþróttum og knattspyrnu eftir þetta, sama sumar og lengur. — Ég hef upplifað sem vall- arstjóri margt sorglegt og marga gleðistund. En þessi stund 29. júní 1951 verður mér ógleymanleg eins og lands- keppnin í frjálsum við Dani árið á undan er Pétur Einars- son sýndi hvað einn maður get- ur gert. Enginn vissi að slikt byggi í Pétri. En það kom á réttri stundu og hann náði sama tíma og frægasti hlaupari Dana — margkrýndur sigur- kongi. — Leikurinn við Svía og fréttirnar frá Bislett gleymast aldrei. Ég man það vel hve strákarnir — 5 nýliðar meðal þeirra — þjáðust af taugaó- styrk er þeir hlupu inn á völl- inn. Svo voru þeir mjög heppn- ir með fyrsta markið. Þá komu fréttirnar frá Bislett. Þær voru eins og vítamínsprauta. Eftir það voru þeir harðir og ár kveðnir í að gera stóra hluti — líka. Já, þetta var ógleym- anleg stund, sem lengi mætti tala um. Þessar minningar eru svo ljúfar, sagði Baldur að lok- um. Þá fóru menn glaðir i bragði frá IMelavellinum Baldur Jónsson vallarstjóri við hátalarann á Melavelli. (Ljósm. Sv. Þorm). Karl Guðmundsson fyrirliði, Sæmundur Gíslason og Þórður Þórðarson bera Ríkharð á „heiðursstól af velli að leik loknum. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. // Þeirri stund gleymi ég aldrei" — sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.