Morgunblaðið - 11.04.1968, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968
SKALDAEÐLIÐ
SÝNIST VERA
TAKMARKAD
— segir í ritdómi um Barn
náttúrunnar eftir Halldór
Laxness árið 1919
EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR
Haltdór frá Laxnesi 16 ára gamall, um það leyti
sem hann skrifaði bókina Barn náttúrunnar.
Morgunblaðið, árg. 1919. Býsna mikið er um að
vera í listalífi Reykjavíkur þetta sumar. Jóhannes
Kjarval kemur heim frá löngu námi og heldur mál-
verkasýningu. Hinn glæsilegi og heimsfrægi óperu-
söngvari Pétur Jónsson heldur hljómleika í heima-
landinu. Páll ísólfsson snýr heim og gefur orgel-
tónleika í Dómkirkjunni. Kvikmynduð er Saga Borg-
arættarinnar eftir íslenzkri sögu Gunnars Gunnars-
sonar með kunnum erlendum leikurum o.s.frv.
En hvað um skáldin? Það má líka lesa í Morgun-
blaðinu. Að sjálfsögðu er skammast út af listamanna-
launum. Skáld, rithöfundar, myndhöggvarar, málarar,
söngvarar og yfirhöfuð allir listamenn til samans
fá aðeins 13 þúsund krónur, á borð við árslaun
eins embættismanns.. Verkamannalaun eru um kr. 10
á dag. Rithöfundar hafa margir komizt áfram með
tilstyrk útlendinga, svo sem Gunnar Gunnarsson, Jón-
as Guðlaugsson, Jóhann Sigurjónsson og Kamban o. fl.
Stórir rithöfundar heima eru taldir vera 3—5 talsins,
nefndir þeir Einar H. Kvaran, Guðmundur Friðjóns-
son og Guðmundur Guðmundsson. En styrks úr lands-
sjóði hljóta ekki önnur skáld en Kvaran, Guðmund-
arnir fyrrnefndu, Heiðdal, Jak. Thor., Ben Þ. Grön-
dal og Jóhann Sigurjónsson. Þeir fá 300—600 kr.
hver.
Halldór frá Laxnesi er ekki talinn í hópi þessara
íslenzku rithöfunda — ekki enn. Þó er sagt frá
þessum 17 ára gamla pilti þrisvar sinnum í Morgun-
blaðinu árið 1919. Hann les upp í Báruhúsinu sögu
eftir sig. Skáldið Jón Björnsson ritar langan og
harðan dóm um nýútkomna bók hans, Barn náttúr-
unnar. Og í stórblaðinu Berlingske Tidende í kóngs-
ins Kaupmannahöfn birtist saga á dönsku eftir pilt-
inn. Frásagnirnar hljóða svo:
10. maí: Upplestur. Halldór Guðjónsson frá Lax-
nesi les upp sögu eftir sjálfan sig í kvöld í Báru-
húsinu. Hann er nú á förum til útlanda og ætlar
að dvelja þar um hríð.
22. nóvember: Halldór frá Laxnesi. Nýlega kom í
sunnudagsblaði „Berlingske Tidende“ skáldsaga eftir
þennan unga rithöfund. Heitir hún „Den Tusindaarige
Islænding“.
Um þetta leyti, eða 12. nóvember, birtist ritdóm-
urinn í Mbl. um hina nýútkomnu ástarsögu Halldórs
frá Laxnesi, Barn náttúrunnar. Gagnrýnandinn hlífir
höfundi í engu:
„Þetta er saga náttúrubarns, eftir barnungan mann.
Sagan er líka næsta barnaleg.
En listin þolir engan barnaskap. Hún krefst lífs-
reynslu og lífsþekkingar. Hún heimtar örugg grip.
Hún fordæmir fálmið. Hún lætur sér ekki nægja að
henni séu færðar blóðlausar fórnir. En þetta er
blóðlaus og merglaus bók. Hún hefði því ekki átt
að berast fram á altari hennar. Af henni leggur
engan reykelsisilm. Og listaguðinn mun ekki hafa
neina velþóknun á henni.“
Síðan fjallar gagnrýnandinn um persónur sögunn-
ar, og er ekki bliðmáll. Unga söguhetjan Hulda er
„óskiljanleg og afkáraleg, einskisverð og ótrúleg per-
sóna“. „Sama er um hinar persónurnar. Þær eru
enn ógerðarlegri. Stefán er t.d. ekki fjarska senni-
legur bóndi hér á íslandi. Og því ósennilegri faðir.
Hann gerir lítið annað en hlægja hart og kalt. Ari
er fléttaður inn í til þess að skýra skaplyndi Huldu.
En með honum opinberast ekkert nýtt í sálarlífi
hennar. Hann er því óþarfur“. „Randver, hin aðal-
persónan, er litlu betri. Hann kemur vestan um haf,
vellríkur, ungur og hraustur, og er þó allt af að
kveina um sorg og óhamingju. Og hann er allt af
að berjast með einhverja guðsþrá eða gleðidraum í
sál sinni. Og gleðina finnur hann loks — í orfi,
í íslenzku orfi. Ekki í sameiningunni við Huldu aftur,
eftir allar sorgirnar og hrakningana. Hitt finnst höf.
eðlilegra. Sagan er að efni til frámunalega lítils
virði. Höf. tekst ekki að sýna neitt, sem getur
lifað og geymst. Og búningur þessa efnis er því
fyllilega samræmur“.
Ritdóminum lýkur gagnrýnandi með þessum orðum:
„Það úir og grúir af málvillum og dönskublendingi
í bókinni, sem enginn nennir að smala saman. Því
það yrði löng lest og prófarkalestur er í lakasta
lagi.
Bókin er öll í molum. Og sumir molarnir langt
frá því að vera þess verðir, að vera liður í sögu.
Þroskaleysið og barnið skín alsstaðar úr hverri
hugsun og hverri setningu. Kröfur listamannsins til
verks síns blunda enn. Og skáldeðlið sýnist vera
takmarkað.
Og þó — þrátt fyrir þetta alt, kann einhvem
tíma að verða meira listagildi í því sem þessi ungi
maður skrifar. Enginn veit hve sú rödd kann að
verða máttug og fögur, sem fyrst lætur heyra til
sín. En til þess þarf hann að ganga í gegnum margar
eldraunir. Því „gegnum margar þrautir ber oss inn
að ganga í guðsríki" listarinnar. — J.B.“
Ekki hafa þó allir gagnrýnendur verið svo harðir
við unga skáldið. Jakob J. Smári segir: „Barn nátt-
úrunnar“ eftir Halldór frá Laxnesi er ástarsaga, en
kemur þó víða við. Höfundur er kornungur, og er
því öll von til, að smíðagallar séu ærnir á verkinu,
enda má margt að sögunni finna, ósamræmdar sálar-
lífslýsingar og ósennilega atburði. En samt getur
engum dulizt það, að hér er um að ræða efni í
skáld, sem líklegt er til góðra afreka, er þroski vex
og lífsreynsla. Höf. er létt um að skrifa, dettur
margt í hug og er stálduglegur. Nú er hann að fara
til útlanda til að þroska sig og mennta. Er full
ástæða til að óska honum góðs gengis, og grunar
mig, að. hann eigi eftir að auðga íslenzkar bók-
menntir að góðum skáldskap, ef honum endist aldur
og heilsa — Jakob J. Smári".
Fyrsta skáldsaga 17 ára pilts.
Nú eru liðin nær 50 ár síðan Halldór Laxness gaf
út þessa fyrstu bók sína. Margt hefur síðan gerzt á
rithöfundaferli hans, sem ritdómarar Reykjavíkur-
blaðanna gátu ekki séð fyrir árið 1919. Nóbelsverð-
launum var vissulega ekki spáð þá til handa ungl-
ingnum frá Laxnesi. Halldór sjálfur brosir við, er
ég sýni honum hvað um hann var skrifað á sínum
tíma. Hann kveðst hafa gaman af því að rifja þetta
upp.
Halldór Guðjónsson var 17 ára gamall, er hann
sendi frá sér ástarsöguna Barn náttúrunnar. Hana
hafði hann skrifað heima í Laxnesi sumarið áður
og lokið henni um veturinn. Hann var þá í fjórða
bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, en hætti námi
þar um vorið. Halldór hafði verið sískrifandi í æsku.
Drengurinn notaði hverja stund til að spinna sögur
og fyllti með þeim heila stakka af stílabókum. Þeim
bókmenntum brenndi hann áður en hann fór utan
— því miður. Á þeim árum var ekki verið að hugsa
um bókaútgáfu. Drengurinn skrifaði bara eins og
ósjálfráða skrift, af því honum var svo mikið niðri
fyrir.
Fyrsta sagan, sem hann hafði hug á að koma á
prent, var Barn náttúrunnar. Ekki man hann nú
hvort hann ráðfærði sig um það við nokkurn mann.
Þó telur hann líklegt að einhverjir skólafélaganna
hafi séð söguna í handriti. Og kannski hefur hann
borið hana undir Jakob Smára, sem verið hafði kenn-
ari hans, er hann 12—13 ára gamall var settur í
iðnskólann sem óreglulegur nemandi, innan um járn-
smiði, trésmiði, málara — stóra digra menn, eins og
hann orðar það, þegar þetta er rifjað upp. Svo
hófst nám í menntaskóla. Halldóri gazt ekki vel að
aga o£ las það sem honum sýndist. Nú virðist hon-
um það ekki hafa komið að sök þó hann væri allur
í öðru en skólanáminu. Það kom heim og saman við
það sem síðar varð á æviferli hans. Námið varð
samt góð undirstaða, því hann lærði vel það sem
hann vildi. Fjórða veturinn fór mikill tími í að ljúka
við söguna Barn náttúrunnar. — Þá var lifað í ein-
hvers konar vímu: og ekki var verið að strika út
segir Halldór um þennan tíma.
Var ekki erfitt fyrir 17 ára ungling, að fá sína
fyrstu sögu út gefna í Reykjavík árið 1919? Halldór
samdi við Arinbjörn Sveinbjarnarson bóksala um að
hann tæki bókina í umboðssölu. Hann fór líka til
Steindórs Gunnarssonar í Félagsprentsmiðjunni og
Þorleifs í Félagsbókbandinu. Þorleifur talaði við Guð-
jón í Laxnesi, sem mun hafa sagt að hann skyldi
borga fyrir strákinn. En um sumarið dó Guðjón.
— Lengi var verið að rukka okkur mömmu, segir
Halldór. Það gekk ekki vel. Enda var ég farinn
utan. Loks var slegið af reikningnum; Sennilega hefur
hann verið gerður upp að lokum. Ég geri ráð fyrir
að hann hafi upphaflega verið nokkuð hár. Sá sem
komið hafði að semja var líka asni á stuttbuxum.
Tók að skrifa á dönsku.
f Morgunblaðinu sjáum við að Halldór hefur lesið
upp í Báruhúsinu um vorið, áður en hann fór af
landi brott. Nú þætti saga til næsta bæjar að ungl-
ingur boðaði einn til upplestrarkvölds með frumsam-
ið efni, og fengi aðsókn, í einu stærsta samkomu-
húsi bæjarins. — Ég las þarna sögu, sem ég fleygði
svo síðar, segir Halldór. Ýmsir fróðir menn komu af
forvitni og hlustuðu á þennan strák.
Að svo búnu fór ungi maðurinn til Danmerkur og
tók að skrifa á dönsku. Bar sig ekki saman við
neinn um það. Aðrir íslenzkir rithöfundar höfðu far-
ið þá leið. — Þetta var ekki nema eðlilegt, því
við tilheyrðum danska konungsríkinu, segir Halldór.
Rökrétt að vísu, en ekki vel þokkað hér og búin
til um það ljót orðtök, svo sem „öll leirskáld skrifa
á dönsku“ og „danskurinn hefur handa þeim hland-
forir sem að aldrei þrjóta“. Hann kveðst hafa farið
á fætur klukkan 6 á morgnana í Kaupmannahöfn
til að skrifa á dönsku. Sú viðleitni hefur heldur
ekki orðið til einskis. Þegar ungi fslendingurinn sendi
fyrstu sögu sína á dönsku til Berlingske Tidende,
var hún umsvifalaust prentuð í sunnudagsblaðinu.
Frá birtingu sögunnar „Den Tusindaarige Islænding“
er sagt í Morgunblaðinu.
— Ég hafði sent söguna inn í pósti. Þeir prentuðu
hana og gerðu mér orð að þeir vildu heilsa upp á
mig, rifjar Halldór upp. Farið var með mig upp til
Christians Gulmans, sem var annar aðalritstjóri á
Berlingi. Þar var Kai Flor, fagurskygn blaðamaður
og ritdómari og er enn á lífi, held ég. Þeir sögðu
eitthvað fallegt við mig. Báðu mig um að skrifa
fleiri sögur. Gulman sagði, að svona sögur vildu þeir
einmitt fá, „short stories“ og endurtók það hvað eftir
annað. Ég hafði nú víst aldrei heyrt það enska teg-
undarheiti fyrr.
Halldór skrifaði skömmu síðar aðra sögu fyrir Berl-
ingske Tidende, „Þórð í Kálfakoti“. Síðan þá þriðju.
Og nokkuð löngu síðar þá fjórðu og fimmtu- — Fyrir
þetta voru greidd ritlaun. Síðan lifði maður flott í
bili, segir Halldór. En ungi útlendingurinn gerði sér
enga grein fyrir því undri, sem fyrir hann hafði
komið, að fá sögur sínar umsvifalaust birtar í því-
líku stórblaði. — Den Tusindaarige Islænding er furðu
góð saga, segir Nobelshöfundurinn nú. Ég leit yfir
hana ekki alls fyrir löngu. Ég varð undrandi á
því hvernig ég hef farið að skrifa svona á dönsku.
Ég hefi ugglaust ætlað mér að læra að skrifa á
þessu máli. En svo fór ég burt úr Danmörku. Fjar-
lægðist Skandinavíu með öllu í langan tíma. Það
var ekki fyrr en svo til nýlega að dönsk blöð fóru
aftur að biðja mig um að skrifa greinar. Þá rann
aftur upp úr mér danska, sem hafði verið þar niðursoð
in allan þennan tíma. Danska mín er prentuð ó-
breytt, orði til orðs. Danir segja að það sé lifandi
danska og full af skemmtilegum gömlum orðatiltækj-
um.
Þess má geta, að nú er í prentun hjá Gyldendal
í Danmörku lítil bók, frumrituð á dönsku, eftir Hall-
dór Laxness. Hún fjallar um list Svavars Guðnasonar
og eru þar birtar 20—30 síður af myndum lista-
mannsins.
Fyrsta skáldsaga Halldórs frá Laxnesi, Barn nátt-
úrunnar, kom ekki út fyrr en eftir að hann var
farinn til útlanda. Hann fylgdist ekki með prentun
hennar. Hafi verið lesnar prófarkir af bókinni, hafa
prentarar líklega gert það. Greinarmerkjasetning er
stundum undarleg og sums staðar hefur verið lesið
í málið og breytt orðalagi — ekki alltaf til bóta,
segir Halldór. Orðum er breytt, sem hann hafði van-
izt frá barnæsku, svo sem þátíðinni af sögninni að
troða — „trauð“. Það hafa prentarar ekki kannast
við, og sett „tróð“ í staðinn, sem von var. Á sínum
tíma hafði Jakob Smári einmitt haft orð á því við
námssvein sinn, að skrýtið væri að hann notaði þetta
Kjósarsýslumál. Þetta og fleira smávegis lagfærði
Halldór áður en Barn náttúrunnar kom út aftur
fyrir nokkrum árum. Einnig lagaði hann greinar-
merkjasetninguna og strikaði víða út endurtekning-
ar. — Ég lærði að tala í Reykjavík og grennd,
og ritstíll minn á táningaárum var sambland úr
dönskuslettum og kennaraskólamáli þess tíma, segir
Halldór Laxness.
Viðbrögð sín, er hann les aftur verk sitt eftir