Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1968 15 nær 50 ár, segir Halldór þau, að hann kannast ekki við Barn náttúrunnar sem sitt verk. Fár vill sína barnæskuna muna, segir máltækið. Hann segist fyrir skömmu hafa lesið Undir Helgahnjúk aftur. — Þó undarlegt sé, er sú bók alls ekki illa skrifuð, segir hann. Þá var ég fullur af áhuga á kaþósku, áhuga sem ég ekki hafði þegar ég skrifaði Barn náttúrunnar. Undir Helgahnjúk er skrifuð í stíl, sem er ólíkur mínum seinni þroskaferli. Yið lesturinn fór ég að hugsa um hváð þetta er ólíkt því sem ungir menn skrifa nú. Nútíma unglingum hlýtur að, þykja þetta skrýtinn hugsunarháttur. En hvern hug bar ungi rithöfundurinn til sinnar fyrstu bókar, Barns náttúrunnár, eftir að hún var komin á prent? Hann segir: — Eftir að ég var kominn til útlanda, fannst mér bókin vond. Skammað- ist mín fyrir hana. Vildi ekki sjá hana og því síður 'lesa hana. Kynlegt að enn hitti ég stundum fólk, sem finnst þetta mín bezta bók. Fannst bókin vond, en sárnaði dómurinn. Ritdómur Jóns Björnssonar í Morgunblaðinu var sendur höfundinum og stóð honum aíiðvitað ekki á sama. — Ekki af því ég efaðist um að það væri rétt, sem J.B. sagði um bókina, segir Halldór. Mér fannst ritdómurinn vera óvingj arnlegur. Það var í honum hrokafullur tónn, sem mér féll ekki. Jón þekkti ég ekki, hafði aldrei séð hann. Seinna kynnt- umst við. Strákurinn hans var í sveit hjá móður minni í Laxnesi, og ekkja hans leigði árum saman í húsi móður minnar í Reykjavík. Þetta fólk varð því góðir kunningjar okkar. En þá hafði unga rithöfundinum sárnað. Sumarið 1920 kom út bók eftir Jón Björnsson, „Ógróin Jörð“. Þá skrifar Halldór frá Laxnesi forláta ritgerð, og ómilda, í Alþýðublaðið. Var verið að gjalda líku líkt? Við leitum uppi ritdóminn, sem birtist 6. og 7. júlí 1920. Hann hefst þannig: „Þetta eru 7 klausur, sem höf. kallar alt sögur, og því verður að hlíta, enda þótt tvær þeirra: „Hún kemur seinna" og „Guðsdýrkun", geti talist hvað sem Vera vill annað, og sú síðasta „skitsen", „Söknuður", frekar nálgist ljóð í prósa. Ég skal láta þess getið, að ég hefi ekkert vit á skáldskap eða bókmenntum og þarf því enginn og sízt höfundurinn, að óttast að þessi umsögn mín komi frá þeim hálendum, þar sem völlur listarinnar er rakaður og sleginn, listin mæld eins og kramvara og vegin eins og kaffi eða sykur og þökkuð og þegin vel eða illa, eftir ein- hverjum ákveðnum mælikvarða.“ Síðan tékur gagnrýnandinn hverja söguna fyrir sig. Sú fyrsta er um „afbrigði, sem hugsanlegt er að geti átt sér stað, en í rauninni finn'ast hvergi. Urn mann, sem ekki hefur gildi fyrir lífið, því hann lifir ekki fyrir neitt lifandi, og deyr með dauðum hlut, sem brotnar“. Um næstu sögu segir gagn- rýnandinn: „manni getur orðið hálfilt af að sjá svo margtvinnaðar saman vitleysurnar, þegar þær á ann- að borð eru svo auðvirðilegar að ekki er hægt að hlægja að þeim.“ Þriðju söguna kallar hann „lélegasta állra þeirra er prentaðar hafa verið á íslenzku máli. Sagan er hvorki fugl né fiskur, hvorki góð né vond, heldur hreinasta viðrini, of lítilfjörleg til að geta heitið synd gegn heilögum anda íslenzkrar sagn- listar, talandi vottur hinnar andlegu meðalmennsk- urinar, sem vér íslendingar höfum, en eigum að ótt- ast eins og pestina eða fjandann“. Og í fimmtu sög- unni er „holdið allt of lítið utan á beinunum, svo að maður að loknum lestri ekki hefir haft tilfinn- ingu af að hafa lesið sögu, heldur almenna skradd- araþanka, framsetta í samtalsformi.“ En þá segir: „Þetta er fimmta sagan, en hér skiftir.“ Og síðar í dómnum segir: „í fyrri hluta bókarinnar þekki ég blaðamanninn Jón Björnsson með öllum hans ágöllum og vitnar sín syndin um hvern ljóðinn, — höfund, sem ritar meir fyrir ritmenskuna en skáldaeðlið heil- agt. f seinni helmingnum er hann snögglega vaxinn upp úr kotroskni sinni: þar hitti ég skáldið, sem talar hjartans málið og hefir jafnvel guðskraftinn að baki, vininn, einlægan og hreinan, vissulega ber- andi listina á armi sér, barnið síungt og almáttugt, lítt þroskaðan, en efnilegan og með öllum skilyrð- um til að geta brotist gegnum tildrið. — Og honum heilsa ég vörmu handtaki. Og ritdómi hins 18 ára gamla gagnrýnanda lýkur svo: „Ég hafði örvænt um hag Jóns Björnssonar að loknum lestri fimmtu sög- unnar. Héldi bókin þannig áfram til enda, ætlaði ég ekki að skrifa eitt orð. En í 2. kafla „Sólar og stjörnu" hóf hann sig upp. Ég fann að maðurinn var verðugur, þrótt fyrir allt. En hví í ósköpunum lét hann prenta fimm fyrstu sögurnar? Af kærleika til þessara laglegu blóma, sem vaxa meðal illgresis- ins í „ógróinni jörð“, er pistill þessi birtur — Hall- dór frá Laxnesi.“ Ung skáld voru með kjaftinn uppi. — Jón var ekkert að erfa þetta við mig, segir Halldór Laxness. Hann skildi þetta vel. Það var víst siður að ung skáld væru með kjaftinn uppi hvenær sem var. Ég var alltaf í einhverju þvargi í blöð- unum, þegar ég var heima. Ágætt dæmi um það er þegar ég laS bókina „Konerne ved Vandposten" eftir Knut Hamsun, 19 ára gamall, og skrifaði um hana niðursallandi dóm í Morgunblaðið. Ég hafði áður lesið mikið eftir Knut Hamsun. Var td. hrifinn af Mark- ens Gröde, þó ég seinna skrifaði Sjálfstætt fólk á móti þeirri bók, komst þar að alveg öfugri niðurstöðu. Enn finnst mér Viktoria og Mysterier einhverjar beztu skáldsögur skrifaðar á Norðurlöndum. En það væri gaman að sjá þennan ritdóm um Konerne ved Vandposten. Flettið honum upp og sjgið hvað þessi uppskafnings unglingur sagði árið 1921 um lýnut Ham- sun, sem þá var 62 ára gamall og frægur rithöfundur, hafði hlotið Nobelsverðlaun. Ritdómur Halldórs frá Laxnesi frá 15. sept 1921 er langur, þrír dálkar í hinu mjög stóra broti Mbl., sem þá var. Hann hefst þannig: Síðasta bók Hamsuns. Mbl. 15. sept. 1921. I. Það er alkunna, að hinn hamsunski hugheimur hefur alla jafna þótt torgætur og lokkandi, og það ekki síður í yngri bókum en þeim eldri, fullum af kitlum og ungæðishætti, náttúruæfintýrum og snild: og margur hefir aðhylst hugsjónir hans, menningar- legar og þjóðfélagslegar, sem flestar síðari sögurnar eru reistar á. Ekki er heldur að furða þó að á þessum tímum menningarhnignunar hafi þótt nýja- bragð að Rousseauismanum í „Markens Gröde“ — bókinni um „De velsignede Poteter“ o.s.frv. En nú hefur nýjasta bók hans „Konerne ved Vand- posten“. borist mér í hendur, og hvað sem er um aðra Hamsuns lesendur, þá er þar skjótt frá að segja, að hún hefir orðið til þess að vekja hjá mér við- bjóð á skáldinu og ritmensku hans. Ég hefi alt í einu fengið augun opin fyrir því, að þessi heimur, sem mér fannst svo mikið til urri oft áður, sé í rauninni geysilega snauður og dimmur og þröngur, og að ég hafi verið undir miður hollum áhrifum, meðan ég lét lokkast og trúði því, að sá heimur væri fagur og aðdáunarverður. Mér fannst ég hafa staðið mig að því að vera í vondum félagsskap. Ég finn að það hefir verið mér nokkuð grátt gal-nan að dýrka þennan listfenga villimann, sem án afláts hendir skopi og lítur á alheiminn í ljósi háðs og fyrirlitningar, en stjórnar pennanum af dæmafárri snilld. 2. Þessi nýja bók Hamsuns, sem hefir ekki neitt mið að marki, ekki svo mikið að hún sé byggð yfir neina hugsun (Idé) nema ef vera skyldi þá að sýna hversu hatramt kvennafar getur orðið í norskum smá- bæ, — þetta tveggja binda rit sýnir enga nýja hlið, bregður engu nýju ljósi yfir hina fyrri ritmennsku Hamsuns, þvert á móti fá örverpismerkin ekki dul- ist. Hennar einasti styrkur álít ég að liggi í stíln- um, já, ég efast um að honum hafi nokkru sinni verið haldið með jafnföstu og óbifanlegu öryggi eins og á þessum 559 síðum. Trauðla verður ósamræmur hljómur fundin, nema ef vera skyldi í hinum heim- spekilegu viðræðum er fyrir koma á stöku stað. En bók, sem aðeins flýtur á stílnum, er eins og þjóð, sem, hvað menningu snertir, hangir uppi á siðmenn- ingu einni saman, hvorttveggja ber vott um hrörn- un og minnir á fugl, sem hefir mist allan fiðurham- inn, að skrautfjöðrunum leyfðum. — En ráðlegra er, ef til vill, að við virðum fyrst fyrir oss andlega og siðferðislega hlið bókarinnar, en fáumst ekki við stílinn í bili“. Og lokakafli ritdómsins hljóðar svo: „Bók eftir bók hefir kjaftakerlingamálið verið að ná fastari og fastari tökum á Hamsun, smátt og smátt er það orðið ritkækur hans, og að því er virðist orðið hjartans mál hans á þessari réttnefndu bók „Konérne ved Vandposten". — Hamsun er sjálfur orðinn „en Kone ved Vandposten“. — Mál þetta er skrifað í því augnamiði að verða birt í einhverju smáblaðinu hér heima: því hefi ég leitast við að hafa það sem stytzt og skal nú staðar numið. Reyndar væri fýsilegt að tilfæra sitthvað úr bók- inni máli sínu til sönnunar, en hitt er ef til vill skynsamlegast að ráða mönnum til að lesa bókina. Ekkert mun betur hæft til þess að styrkja mitt mál um, að leiðin til að gera menn hreina sé ekki sú, að nú óhreinindunum um nasir þeim. — Halldór frá Laxnesi". Forboði komandi snilldar. Hér að framan hefur verið minnzt á Jakob Jóh. Smára, skáld, sem Halldór Laxness segir að hafi verið sér vinsamlegur frá því hann var nemandi hans. Hugsanlega hafi Jakob séð handritið að Barni náttúrunnar áður en það var gefið út. Ég hafði því samband við Jakob Smára, sem nú er nær áttræður. Hann mundí ekki eftir að hafa séð Barn náttúr- unnar í handriti. En Halldór sýndi honúm fyrstu skáldsögu sína, sem aldrei hefur komið út, er hann var 15 ára gamall. — Listatökin leyndu sér ekki, þó ýmsu væri ábótavant, segir Jakob. Mér var því sér- stök ánægja að geta skrifað vel um fyrstu útgefnu bókina hans, Barn náttúrunnar. Og það er enn skoð- un mín, að í þeirri bók komi þegar fram ýmsir beztu eiginleikar H.K.L. sem rithöfundar, þó sumt væri barnalegt. Ferskleiki stílsins var auðsær og per- sónulýsingin glögg ■ og greinileg. Mótti þar sjá for- boða að þeirri snilld, er síðar birtist í Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki, þó að auðvitað sé munur á fyrsta vísi og fullburða ávexti. Læt ég orð Jakobs Jóh. Smára vera lokaorð þess- arar greinar um útkomu bókarinnar Barn náttúrunnar og blaðaummæli um Halldór Laxness árið 1919. BMW BIFREIÐAR i FARARBRODDI Bandaríska bílablaðið Road and Track þirti nýlega lista yfir 7 beztu bilategundir heims og skipaði BMW í fimmta sæti. Vér bjóðum yður þrjár gerð- ir af BMW — BMW 1600, BMW 1800 og BMW 2000. BMW bifreiðirnar vinna stöðugt á hér á landi, þar sem bifreiðaeigendur leita í auknum mæli eftir sterkari og vandaðri bifreiðum, sem þola betur hina slæmu og bröttu vegi. Sterk og kraft- mikil vél BMW er trygging fyrir góðri endingu. Sjálf- stæð fjöðrun á öllum hjólum gerir BMW betri og stöðugri á ósléttum vegum hérlendis. Sætin í BMW eru vönduð og einstaklega þægileg. Útsýni úr bílnum er mjög gott. BMW bifreiðirnar eru vand- aðar og glæsilegar, jafnt að utan sem mnan. KRISTINN GUÐNASON HF KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.