Morgunblaðið - 11.04.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968
17
laugœvegi 1S
lÁtið ÁSIS Ijósmynda yður
FERMINGARMYNDIR
ANDLITSMYNDIR
BARNA&
FJOLSKYLDIIMYNDIR
Áhi’nta lögi) á vandada vinnu
sími 17707
erfitt um tíma að halda sér á
floti. Þarna eru flúðir.
— Þú meiddist á höfði.
Manstu hvenær það gerðist?
— Nei, það get ég ekkert
sagt um. Ég tók ekki eftir því
fyrr en ég var kominn á land.
Þá varð ég var við að það
blæddi. Það var skurður á
höfðinu og þeir sem sáu mig
fyrst hafa sjálfsagt haldið að
ég væri mikið slasaður. Fólk
heldur það oft þegar það sér
menn ataða blóði.
— Varstu lengr frá vinnu?
— Ég var heima í nokkra
daga. En það var fyrst og
fremst vegna þess, að það var
enginn bíll til fyrir mig. Ég
náði mér fljótt eftir sjálft volk
ið.
— Bíllinn, sem 'þú varst með,
hefur ekki náðzt upp?
— Nei, hann fannst aldrei.
Það var mikið gert til að finna
hann og tók ég þátt í leitinni.
Við mældum þá dýpið, þar sem
hann féll af brúnni og reynd-
ist það ca. 6 metrar, en dýpið
nokkru neðar í ánni, í svo-
kölluðum Bás, var ca. 20 metr-
ar. Á útmánuðum næsta vetur
sá á annað afturhjólið. Þá var
bíllinn á flúðunum vestur af
Selfossbænum.
— Hvaða áhrif hafði slysið
á þig eftir á?
— Ja, það var þá helzt það,
að mér þótti kaldranalegt að
sjá brúna, þegar birti. Afleið-
ingarnar urðu miklir erfiðleik-
Ostur er Ijúffeng og holl fceda - ostur einn sér eða ostur sem krydd. Eigið
ávalt nokkrar osttegundir heima. Þér getió valið úr yfir 20 tcgunduni.
Reynið fleiri osttegundir.
OSTA OG SMJÖRSALAN SF
OSTA
BAKKINN ..XJ4
er einstaklega skemmtilégur og fjölhreytilegur réttur. Tihalinn sjónvarps-
réttur, daglegur eftirréttur, milli eða eftirréttur við hátiðleg tœkifœri og sér-
réttur á köldu borði. Reynið ostabakka — það er auðvelt.
Á meðfylgjandi mynd má sjá: Gráðost, camembert
ost, stykki af ambassador, tvær ostsneiðar vafðar ■
upp ofan á ostin-um, valhnetukjarna stungið í, :
tilsitterost, skorinn í þykkar, þríhyrndar sneiðar,
teninga af goudaosti ásamt grænum og rauðiun
kokkteilberjum, stungið í appelsínu og teninga af
sterkum goudaosti með mandarínurifí. Ennfrcmur
eru á bakkanum appelsína, banani, epli og vínber.
Fallegt er að skreyta með grænu grænmeti, svo sem |
steinselju, dilli eða blaðsalati, þegar völ er á því.
Ýmsa fleiri ávexti og grænmeti má hafa með ost-
unum á ostabakka, svo sem hreðkur, tómata, í
agúrkur, óltfur, döðlur, gráfíkjur, perur og ananas. j
Ostabakki
Raðið saman á fat ostum og ávöxtum eða græn-
meti og berið fram sem eftirrétt. Gott er að velja
saman milda og sterka osttegund. Þegar ostabakki
er borinn fram sem daglegur eftirréttur, eru tvær
til þrjár osttegundir settar á bakka ásamt einum til
tveim tegundum af ávöxtum eða grænmeti, ost-
stykkin borin fram heil, svo hver og einn geti skorið
sqr ostbita eftir vild.
Á hátíðaborðið má skera oststafi, teninga og
sneiðar af ýmsum osttegundum og raða smekk-
lega á stóran bakka ásamt ávöxtum eða grænmeti.
Jón Guðmundsson við nýju brúna. Gamla brúin hvíldi á klettinum til vinstri og stendur Jón
þar sem hún kom á hinn árbakkann. Ljósm.: Tómas Jónsson)
fossi. Ég skrapp austur til hans
fyrir skömmu til að forvitnast
um, hvernig hann lítur á at-
burðinn eftir öll þessi ár og fá
hann til að rifja ýmis atriði
upp að nýju. Varð Jón góðfús-
lega við þeirri ósk. þótt hann
segði af hæversku sinni að
hann hafi ekkert þrekvirki
unnið. Þetta hafði bara gerzt.
— Var brúin ekki orðin
hættuleg, Jón?
— Brúin var orðin skrapa-
tól og alls ekki gerð fyrir þá
umferð, sem orðin var á þess-
um tíma. Þegar ekið var yfir
hana varð maður var við, að
hún rólaði til. Þetta var skýrt
með því, að þetta væri hengi-
brú og því ætti svona að vera.
Þegar við Guðlaugur Magnús-
son fórum yfir hana um nótt-
ina voru bílarnir létthlaðnir og
hafa báðir ekki verið þyngri
en einn fullhlaðinn bíll. Þegar
við fórum yfir höfðum við langt
í dráttartauginni, líklega eina
12 faðma. Brúin hefði örugg-
lega dundrað niður innað tíðar
þótt við hefðum ekki verið að
verki.
— Hvernig var þér innan-
brjóst, þegar brúin féll skyndi
lega niður?
— Þetta gerðist svo fljótt,
að það var enginn tími til að
verða hræddur. Það var eins
og hendi veifað. Fallið var
ca. 12 metrar og það tók að-
eins andartak að' sökkva niður
á botn.
— Um hvað hugsaðir þú,
þegar þú varst að reyna að
brjótast út úr bílnum?
— Ég man ekki til þess að
ég hafi hugsað um annað en
að sleppa út sem fyrst. Sem
betur fer fylltist bíllinn strax
af vatni Þessir gömlu bílar
voru ekki vatnsþéttir. Það var
í þeim trégólf, hriplekt, og
hurðirnar voru ekki heldur
vatnsþéttar. Það hefði orðið
erfitt að komast út, ef hann
hefði ekki fyllzt af vatni. það
gerir munurinn á þrýstingnum
úti og inni.
— Fyrst reyndi ég að brjóta
framrúðuna, en það tókst ekki
og var ég orðinn uggandi um
björgun. Það er heldur óhugn-
anlegt að vera lokaður inni nið
ur á árbotni. Bíllinn hefur
sennilega borizt með straumn-
um, því ég man ekki eftir því
að hafa þótt straumurinn þung-
ur.
— Þurftir þú að brjóta hlið
arrúðuna til að sleppa?
— Það er ekkert vafamál, at
út um hliðargluggann fór ég.
En hvort ég braut rúðuna eða
ekki? Ég man það ekki svo
glöggt. Glugginn var örlítið op
inn og ég kom fingrunum þar
á milli og lagðist svo á rúðuna.
Hún hefur annað hvort brotn-
að eða runnið til í sleðanum.
— Þér hefur þótt heil ei-
lífð áður en þér skaut upp á
yfirborðið?
— Það er víst óhætt að segja.
Ég man að mér þótti það taka
langan tíma að komast upp.
Dýpið þarna hefur verið ca 6
metrar. Ég komst upp án þess
að súpa á að ráði. I slíkum til-
fellum finnst flestum langt upp
á yfirborðið.
— Það hefur verið einmana-
legt þarna úti í ánni um há-
nótt?
— Ég hef verið ca. klukku-
stund í ánni frá því bíllinn féll
niður og þar til ég komst upp
að Selfossbænum. Ég minnist
þess ekki að hafa verið ótta-
sleginn eða þótt voðálegt að
berast með straumnum. Ég
hafði allan hugann við að halda
mér á floti, fyrst á mjólkur-
brúsanum en síðan á hjólbarð-
anum. Það er helzt, þegar mað
ur hugsar til þess eftir á að
hrollur fer um mann. Það var
ar á flutningum, það skapaðist
vandræðaástand.
— Færð þú ekki stundum
martröð á nóttinni út af þessu?
— Nei, nei. Ég man ekki til
þess að mig hafi nokkru sinni
dreymt atburðinn eða nokkuð
í þá átt. Ég hugsa ekkert um
hann.
— Þetta er þó minnisstæður
atburður í lífi þínu?
— Því er ekki að neita, en
það er orðið langt um liðið. Ég
hélt áfram akstri fyrir Kaup-
félagið til ársins 1958, þegar
ég var fastráðinn lögreglu-
þjónn, en ég hafði unnið að
löggæzlu öðru hverju frá 1946.
Guðlaugur Magnússon, sem var
í hinum bílnum, starfar ennþá
hjá Kaupfélaginu. Hann var
líka hætt kominn. Bíllinn hans
fór eina veltu í loftinu og
skall mjög harkalega á hjólin
á flúðunum fyrir neðan. Vatn-
ið þar er grunnt. Það var mik-
ill skellur. Guðlaugur sagði
mér síðar, að hann muni ekkert
eftir því sem gerðist. Hann
missti meðvitund í fallinu. í
þaki bílsins var masonít og
var þar gat i gegn eftir höfuð
Guðlaugs.
— Þú ert samt stoltur af
þrekvirki þínu, er það ekki,
Jón?
— Ég tel björgun mína ekki
eiga neitt skylt við hreysti. Ég
tel það tilviljun, að mér skolaði
á land. Sumt rekald kemur að
landi, annað ekki.