Morgunblaðið - 11.04.1968, Page 25

Morgunblaðið - 11.04.1968, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRIL 196« 25 Jörðin skalf ok pipraði af ótta Eftirminnilegir ágústdagar í Skálholti 1954, er steinkista Páls hiskups fannst EFTIR HÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Við steinkistu Páls biskups Jónssonar í kirkjugarðinum í Skálhólti. Verið er að hreinsa í kringum hana áður en hún var opnuð'. ÍSLENDINGAR eru að öllu jöfnu heldur lausir við að hafa áhuga á fornminjum og forn- leifagreftri. Kannski er það undirmeðvitundin, sem hefur gengið í lið með okkur: hing- að til höfum við hvort eð er ekki haft af veglegum fornminj um að státa né glæsilegum, með fáeinum undantekningum þó. Á vegum Þjóðminjasafnsins er öðru hverju unnið við forn- leifagröft hér og hvar á land- inu, eftir því sem efni og að- stæður hafa leyft. Allur þorri almennings hefur ekki sýnt neinn sérlegan áhuga á þeim verkum, en komið þó eins og kurteisri menningarþjóð sæm- ir og skoðað vegsummerki, þeg- ar þau eru fyrir hendi. En sumarið 1954 voru gerðar í Skálholti athuganir og rann- sóknir, sem óðar vöktu áhuga fjöldans. Þar starfaði þá hóp- ur manna undir forystu norska fornleifafræðingsins Há kon Christie og Kristjáns Eld- járns, þjóðminjavarðar og tak- markið var að finna leifar hinn ar fornu Skálholtsdómkirkju og væri vel að gáð, var kannski ekki fráleitt að hugsa sér að koma niður á jarðneskar leif- ar nokkurra biskupa og mekt- armanna. Fram eftir sumri var unnið sleitulaust og margt forvitni- legt kom upp í dagsljósið eft- ir aldasvefn. Þær vonir glædd- ust með mönnum, að fleira kynni enn að koma upp á. Að sjálfsögðu voru biskupasögur óspart lesnar í Skálholti þetta sumar, menn sökktu sér niður í hugleiðingar um forna Skál- holtsbiskupa og að sjálfsögðu hefur alla dreymt um það sama: að finna einu steinkistuna, sem vitað er til, að grafin hafi verið í íslenzka mold, með leifum hins göfuga biskups Páls Jónssonar, sem til Skálholts var vígður ár- ið 1195, hinn næsti biskup á eftir Þorláki helga. Áætlað var að ljúka rann- sóknarstörfum í byrjun septem- bermánaðar, þar sem engin lík- indi voru til, að veðurguðirn- ir yrðu hliðhollir öllu lengur, og var þó sumarið 1954 með eindæmum blítt og sólríkt. Og að lokum hafði þessi á- hugasami hópur erindi sem erf- iði. í Morgunblaðinu, miðvikudag inn 25. ágúst er stór frétt á forsíðu blaðsins, sem ber fyrir- sögnina: „850 ára steinkista Odda- verja fundin í Skálholts kirkju grunni.“ „Talin geyma jarðneskar leif- ar Páls biskups, er var sonur Jóns Loftssonar." Þetta er tvímælalaust frétt dagsins. í henni segir ennfrem- ur: „Mjög merkileg steinkista hef ur fundizt við fornleifarann- sóknir í Skálholti. Er talið, að þetta sé líkkista Páls Jónsson- ar, bískups, er lézt árið 1211, en hann var einn auðugasti og voldugasti biskup, er í Skál- holti sat.“ Síðar segir: „Kistan hefur þó enn ekki verið opnuð. Liggur yfir henni meir en þverhandarþykkt lok, sem er sprungið, svo að gæta verður allrar varúðar við að taka það af. Aðrar kistur úr tré liggja líka að henni og gæta verður þess að hagga ekki við þeim.“ Nú liðu nokkrir dagar og unnið var að því að hreinsa frá kistunni, áður en hún yrði opnuð. En ekki er úr vegi að geta frekari rannsókna, sem gerðar voru í Skálholti þetta sumar, áður en steinkistan fannst. Kirkjugrunnurinn, sem upp var grafinn, var um 40 metra langur. Klængur biskup lét reisa veglega dómkirkju í Skál holti á 12. öld. Sú bygging var hins vegar ekki gerð úr varan- legu efni, frekar en fyrri dag- inn á íslandi og því hafði ekk- ert varðveitzt úr henni. Kirkja Brynjólfs Sveinssonar, sem var byggð á 17. öld hefur verið minni og altari hennar var á öðrum stað. Mun hún hafa stað- ið vestast á grunninum og náð um 15 metrum skemmra til aust urs en kirkja Klængs biskups. Rannsóknirnar í Skálholti sum- arið 1954 beindust að því að rannsaka hvað mætti finna í vestari hluta kirkjugrunnins, þar sem dómkirkja Brynjólfs reis. Var rannsakaður allur grunnur Brynjólfskirkju. Fund- ust þar jarðneskar leifar hinna síðari Skálholtsbiskupa. Voru þær teknar upp með gætni og fluttar seinna aftur í Skál- holtskirkju hina nýju, þegar hún var fullbyggð. Allt tók þetta sinn tíma, svo að það var ekki fyrr en mánudaginn 30. ágúst, að steinkistan er opnuð. Þá blasir við sjónum manna heilleg beinagrind Páls bisk- ups. f Morgunblaðinu er fréttin enn á forsíðu eins og vera ber: „Heilleg beinagrind Páls biskups Jónssonar fannst í steinkistunni. Eini biskupstaf- urinn úr kaþólskum sið. Ský- fall þegar kistan var opnuð.“ Og þegar þetta hefur nú ver- ið rifjað upp, er ekki úr vegi að ræða lítillega við dr. Krist- ján Eldjárn um þennan eftir- minnilega atburð og heyra frá- sögn hans að liðnum fjórtán árum. — Yfirmaður rannsóknanna var Norðmaðurinn Hákon Christie, en ég var honum til aðstoðar ásamt hóp manna, flest ir námsmenn og aðrir sem sér- stakan áhuga höfðu á forn- leifarannsóknum. Svo vildi til, að hvorki Christie né ég vor- um við, þegar komið var niður á kistuhornið. — Hafði verið unnið í Skál- holti að rannsókn á dómkirkju- grunninum, fyrr en sumarið 1954? — Sumarið áður var unnið þar lítillega, en aðallega var það undirbúningur fyrir sum- arið á eftir, þegar rannsóknir hófust fyrir alvöru. Þá beind- ust rannsóknir aðallega að grunni kirkjunnar, þar sem vit- að er, að Skátholtskirkja hefur staðið frá öndverðu. Þetta sum ar voru biskuparnir vissulega ofarlega í huga okkar, sem unnum þarna, sögur þeirra voru lesnar æ ofan í æ, ekki sízt saga Páls, þar sem í henni er getið, að hánn hafi látið gera sér steinkistu til greftrun- ar: „Hann lét ok steinþró höggva ágæta hagliga, þá er hann var í lagðr eptir andlát sitt: ok lét hann búa gröf virðuliga í stöpl- inum, þeirra manna er honum þótti mestr vandi á.“ — En þótt við vissum þetta, heldur Kristján áfram, hygg ég, að enginn hafi haft sérstaka trú á því, að við fyndum stein- kistuna. Einn dag að áliðnu sumri, þurfti ég að bregða mér í bæinn. Hákon Christie hafði þá skroppið til Færeyja. Þegar ég kem austur daginn eftir, eru piltarnir drjúgir og ábúðar- miklir og segjast hafa komið niður á horn steinkistu. Var það Jökull Jakobsson, sem fyrstur kom niður á kistuna. Ég ætlaði varla að trúa eigin eyrum, en þeir leiddu mig út í garðinn og sýndu mér. Okkur kom ásamt um að grafa hægt frá kistunni og taka lokið ekki af strax. Við sáum, að það var þungt og mikið og féll að börmunum og við vildum kanna kistuna að utan og leysa hana úr jarðvegsböndum fyrst. Allt var þetta mikið nákvæmnis- verk, eins og öll slík vinna er. Þegar lokið var við að mæla kistuna hátt og lágt og mynda hana, þá var lokið tekið af. — Ymsir töldu okkur skap- stillingarmenn í meira lagi að geta beðið með það, en um annað var ekki að ræða. Þegar •grafið hafði verið frá kist- unni, létum við vaka yfir henni nokkrar nætur, áður en lokinu var lyft, vegna þess að við vildum sízt, að óhapp kæmi fyrir á síðustu stundu. Man ég, að þeir Jökull og Halldór J. Jónsson safnvörður vöktu yf- ir kistunni, sennilega allar n.et- urnar og ég get mér til um að báðir hafi verið í essinu sínu þær stundirnar. — Við höfðum hugsað okk- ur að taka lokið af kistunni, þegar vel stæði á með veður, en eins og margir muna var þetta sumar óvenjulegt sól- skinssumar, eitthvað það allra bezta um áraraðir. Við fengum boð um, að Bjarni Benedikts- son, þáverandi menntamálaráð herra óskaði að vera viðstadd- ur, þegar lokinu yrði lyft, en ráðherrann er mikill áhugamað ur um sögu. Við urðum því að ákveða stað og stund með nokkrum fyrirvara. — Svo vildi til, að sunn- lenzkir prestar sátu á ráð- stefnu í Skálholti þennan dag, 30. ágúst, biskupinn herra Ás- mundur Guðmundsson kom á vettvang, svo og ráðherrarnir Eysteinn Jónsson og Steingrím- ur Steinþórsson, auk margra annarra góðra gesta, sem komu gagngert til að vera við. — Um morguninn var sæmi- legt veður, en er líða tók fram undir hádegi, þykknaði í lofti og síðan fór að rigna. Um það bil, er ráðherra kom á vett- vang, var komin allmikil rign- ing. Þegar menn fóru niður í gryfjuna til að lyfta lokinu, gerði mesta skúr sem komið hafði allt sumarið. Minntust menn þá ummæla í Páls sögu og höfðu gaman af. Þar segir svo um andlát biskups: „Jörðin skalf öll ok pipraði af ótta: himinn og skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltisk jarðar ávaxtarins, en himin- tunglin sýndu dauðatákn á sér, þá er náliga var komit at hin- um efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómr stóð yfir, sýnd- izk náliga allar höfuðskepnur nökkut hryggðarmark á sér sýna hans fráfalli." — Ýmsum þótti þetta athyglis vert og töldu sig sjá samhengi á milli. En hvernig sem menn kjósa að líta á málin, er stað- reynd, að það rigndi afskap- lega. Skömmu eftir að lokið hsifði verið fellt á aftur, stytti upp og kom hið bezta veður. — Eftir þetta var kistan marga daga í Skálholti, var hún rannsökuð enn nánar og prófessor Jón Steffensen skoð- aði beinagrindina vandlega. Síð an létum við færa kistuna til Reykjavíkur og var hún á Þjóðminjasafninu, unz Skál- holtskirkjan nýja var vígð, en þá var kistan enn flutt austur og komið haganlega fyrir í hvelfingu undir kirkjunni og er þar til sýnis. — Víst var þetta hrífandi rannsókn, heldur Kristján á- fram. Okkur hafði dottið í hug, að kista Páls biskups væri ein- hvers staðar undir suðurstúku kirkjunnar, en þó gátum við ekki verið fullkomlega vissir. — Þegar skoðað var í kist- una var eftirtektarvert, að beinin lágu óhögguð og aðeins einn hlutur hjá beinagrindinni, biskupsstafur, sem hefur verið úr aski, og lá bagallinn yfir hægri öxl. Á stafinn var út- skorinn dýrshaus úr rostungs- tönn og er líklegt, að Margrét haga — en hennar er og getið í Páls sögu — hafi skorið hann út fyrir biskup, en hún gerði marga fagra muni. — Stíllinn bendir til, að staf- urinn sé frá um 1200 og kem- ur því vel heim til tíma Páls, Framhald á bls. 26. Jarffneskar leifar hans herradóms, Páls Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.