Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1908. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: BROSANDI LAND Söngleikur í þrem þáttum eftir Ludwig Herzer og Fritz Löhner. Tónlist eftir Franz Lehár. Þýðandi: Björn Franzson. Leikstjóri Svend Áge Larsen. Leik- myndir og búningateikn- ingar: Lárus Ingólfsson. Dansar: Fay Werner. Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri: Bohd- an Wodiczko. AF TÓLF óperum, sem Þjóðleik- húsið hefur sett á svið að mestu eða öllu með íslenzkum 'söngv- urum, eru níu ítalskar en þrjár af öðrum þjóðernum. Og af níu léttari söngleikjum, sem þar hafa litið dagsins ljós, eru sex Vínar- óperettur. Þetta kemur fram í greinargerð um söngleikjastarf Þjóðleikhússins, sem þjóðleik- hússtjóri birti nýlega (Mbl. 27. f.m.), og sannar óumdeilanlega það, sem stundum hefur verið vikið að hér í blaðinu í umsögn- um um söngleikjaflutning Þjóð- í DAG á sjötugsafmæli Kristj- ám Finnbogason, bóndi að Litla- bæ í Sköbufirði við ísafjarðor- djúp. Þessi heiðursmaður er fæddur að Litiabæ 15. miaí árið 1898. Voru foreldirar hams hjóm- in Soffía Þarsteinsdótitir og Finn- ^bogi Pétursson, sieim bjuggu að Litlabæ í fjölda ára. Voru þau greindarfóflk og var Fimmbogi iamdsþekkitur veiðimaður. Var hamm frábær skytta og himm mesti hagleiksmaður, miargfróð- ur og skemmit ilegur. Kristján Finmbogason ólist upp hjá foreldrum sínum og situmid- aði aligeng<bústörf. Eitthvað mum hamm eirunig hafa íengizt við sjó- memmsku, eims og títt var um bæmdur við Djúp í uppvexti hams. Var Krisrtján strax á urnga aldri í ölllu hinm röskaati maður. Hóf hamm umgur búskap, fyrst með föður símum á býli hams og síð- am að forefldirum sínum látnum. Hefíur hamm þanmig aflfla ævi átt heima á Litlabæ. Hann hefur bætt jörðina mjög mikið, bæði að húsum og rækt- im. Er Kristján hinn nýt- asti bóndi og hið mesta snyrti- memni í allum búiskaparháttum. Kristján Finnbogason er traust ur maður og bezti dremgur. Hiamn er áreiðaniegur maður í öliuim viðskiptum og tryggur vimuir vima simrna. Hanm hefur um árabil átt sæti í hreppsnefnd Ögurhrepps. Kona Kriatjáns er Guðbjörg leikhússins á undanförnum ár- um, að verkefnaval leikhússins á þessu sviði er ákaflega einhæft og handahófskennt. Á engu sviði í starfi Þjóðleikhússins er þó meiri þörf markvissrar stefnu, bæði vegna þess hve fá slik verk efni eru tekin til flutnings og sök um þess hve miklu er til kostað í hvert skipti. Og nú er sjöunda Vínaróperettan komin á svið í Þ j óðleikhúsinu. „Brosandi land“ er óperetta af léttvægasta tagi, þess háttar verkefni, sem eiginlega er ekki boðlegt til sýningar í ríkis- styrktu leikhúsi, nemá þá til fjáröflunar á krepputímum, til þess að létta undir með skatt- borgurunum. Sú virðist þó ekki hugmyndin með þessari sýningu, ef dæma má eftir því hvað í hana er borið. Hér virtist eiga að fylla í „eyður verðleikanna" hjá verkinu sjálfu með íburði í leik- tjöldum og búningum. Það tókst þó að sjálfsögðu ekki. Þvert á móti verður enn meir áberandi, hve lítilfjörlegt verkið er, þegar það er komið í svo skrautlegan og dýran ramma, og verð ég að Jenisdótrtir, mesta myndiarkooa og dugandi húsmóðir. Hafa þau átt 5 maminvænllieig börn, setn nú eru uppkomin. Krisrtjám í Litlabæ er hið mesta ljúfmenni í alllri fram- komu. Hamm býr yfiir ósvi'kimmi kímnigáfu, eins og fleiri frænd- uir hanis- Sveitungar og vimiir þessa góða direnigs þakka homium altt gott á iiðnum tírna, um ieið og þaiu óska honium allira heiillla sjö- tugum. Ögursveitungi. JOHHS - MMIVILLí glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2y4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Suni 21344. játa, að mér ofbýður með öllu hve miklu er hér til kostað i hlutfalli við listgildi þess, sem fram er borið. Því að listrænt gildi „Brosandi lands“, bæði texta og tónlistar, er í algeru lág marki — fyndnin yfirleitt af lé- legustu tegund og fór auk þess að miklu leyti fyrir ofan garð og neðan að þessu sinni, sú tegund af rómantik, sem hér ræður ríkj- um, finnur víðast hvar lítinn hljómgrunn nú á tímum. Músík- in dregur fram lífið á fáeinum ísmeygilegum melódíum, en það er fráleitt að leggja í allan þenn- an kostnað til að koma þeim á framfæri. / Helzta leiðin til að endurlífga söngleik af þessu tagi — ef það er annars ómaksins vert — mun vera sú að endursemja hann að verulegu leyti, staðsetja hann með nokkrum hætti í tíma og rúmi, skafa af honum myglu- skánina, ef svo ósnyrtilega má taka til orða. Þetta hefur verið gert við ýmsar óperettur með talsverðum árangri, meira að Ólafur Þ. Jónsson segja á sviði Þjóðleikhússins, þegar Sardasfurstinnan var sýnd, þótt sú sýning misheppn- aðist að verulegu leyti af öðrum ástæðum. En hér voru engir slíkir tilburðir hafðir. Stina Britta Melander Það var fagnaðarefni að sjá og heyra Ólaf Þ. Jónsson aftur á sviði Þjóðleikhússins eftir margra ára fjarveru, og nú í sönghlutverki, þótt margir mundu óska, að það hlutverk hefði verið efnismeira en þetta er. En hann sómdi sér ákaflega vel í gervi kínverska prinsins og það sópaði að honum á sviðinu, svo glæsilegum manni og sviðs- vönum. Rödd hans er mikil og björt og hefur þroskazt veru- lega, síðan hann lét til sín heyra hér síðast. En væntanlega á hún enn eftir að öðlazt meiri mýkt og sveigjanleik, einkum í styrk- leikabreytingum. Á frumsýning- unni söng hann annarsvegar hljómmikið forte eða fortissimo, oft með miklum glæsibrag, hins- vegar vart heyranlegt pianissimo, eða svo virtist það að minnsta kosti niðri í salnum. Þar ó milli liggur mikið styrkleikasvið, sem hann notaði ótrúlega lítið, og má vera að þetta stafi af því, að honum hafi að einhverju leyti gleymzt hljómburðareigin- leikar Þjóðleikhússins. I hinu aðalhlutverkinu var sænska óperusöngkonan Stina Britta Melander, sem áður hef- ur margt vel gert hér og er að ýmsu leyti mikilhæf söngkona. En að þessu sinni tókst henni miður en skyldi, og má vafa- laust kenna það því fyrst og fremst, að hún söng og talaði ís- lenzku, mál sem hún sýnilega hvorki kann né skilur að neinu gagni, og er með ólíkindum hvernig slík hugmynd getur hafa fæðzt og komizt í framkvæmd í sjálfu „músteri íslenzkrar tungu". Áherzlur og hljómfall íslenzkunnar er henni svo fjar- lægt, að gáski hennar á sviðinu missir algerlega marks, en áhyggjur hennar og örvílnan verða brosleg. Þetta eitt sér hefði nægt til að gera út af við þessa sýningu. En við bætist, að leik- stjórnin virðist ekki hafa náð til hennar nema að takmörkuðu leyti: allan fyrsta þáttinn sýnist hún vera án sambands við ann- að, sem fram fer á sviðiny, eins og hjól, sem hefur losnað í ein- hverskonar sigurverki. Hér í Mbl. hefur áður verið vikið að því, að ekkert er við því að segja, þótt Þjóðleikhúsið skreyti sýningar sínar öðru hverju með aðfengnum „stjörn- um“. En þær verða þá að geta eitthvað, sem íslenzkir lista- menn geta ekki, eða að minnsta kosti geta það betur. Hér er engu slíku til að dreifa. Það eru til íslenzkar konur, bæði í hópi söngvara og ieikara (ef svolítið hefði verið vikið frá hinum hefðbundna óperettustíl), sem hefðu getað gert þessu hlutverki miklu betri skil, og það hefði Stina Britta Melander raunar líka getað gert sjálf, ef hún hefþi sungið og talað á máli, sem hún kann. Arnar Jónsson og Eygló Vikt- orsdóttir fóru hér með allmikil hlutverk, og gerðu þeim bæði góð skil, hvort með sínum hætti: Arnar sem ágætur leikari með notadrjúga söngrödd, Eygló sem dugandi og músíkölsk söngkona, sem líka hefur til að bera létt- leika og þokka á sviðinu. Leik- arar í mörgum smærri hlutverk- um verða ekki taldir hér, nema Bessi Bjarnason, sem enn einu sinni tókst að gera eftirminnilega skoplega fígúru úr næstum engu. Dansarar og kórfólk var fjöl- mennt og gegndi sínu hlutverki óaðfinnanlega. Leikstjórn Sven Áge Larsen virtist með svipuð- um einkennum og áður: vel og dugnaðarlega unnin, en ekki lífgandi eða fjörgandi að sama skapi. Leiktjöld Lárusar Ingólfs- sonar voru íburðarmikil og skrautleg, en ekki laust við að þau bæru leiksviðið og þó eink- um leikinn sjálfan ofurliði. Allt þetta: fjölmennið á sviðinu, leik- stjórn og leikmyndir, gerðu sýn- inguna þunglamalegri en þurft hefði að vera og að því skapi minna skemmtilega. Hljómsveit- arstjórinn, Bohdan Wodiczko, var líka með daufara móti, en sljómsveitin skilaði sínu eftir því sem aðstæður leyfðu. Það er dapurlegt að geta ekki heils hugar fagnað hverri óperu- eða óperettusýningu Þjóðleik- hússins, úr því að þær eru nú ekki nema um það bil ein á ári að meðaltali. Víst hafa þær ýms- ar verið til gleði og vakið fögn- uð og bjartsýni. En aðrar hafa valdið vonbrigðum og jafnvel svartsýni um framtíð þessarar listgreinar hér, eins fyrir því þótt þær hafi verið sóttar af óperu- þyrstum almenningi. í fyrra varð fyrir vali Þjóðleikhússins ein léttvægasta ópera, sem um getur, „Marta“, og í sambandi við sýn- ingar á henni urðu hörmuleg mistok, sem ekki verða rifjuð upp hér. Og nú, meðan flestar heimsins óperur, „léttar“ og „þungar", bíða enn sýningar á fslandi, er með óhemjulegum til- kostnaði og fyrirhöfn hitað upp gamalt vínarbrauð úr því sama bakaríi þar sem Þjóðleikhúsið hefur áður fengið flest sitt sæta- brauð af þessu tagi, og tekst ekki betur til en raun ber vitni. — Er ekki kominn tími að að taka þessi> engan veginn lítilsverðu mál örlítið fastari og öruggari tökum? Iðnaðar- ojr skrifstoíuhúsnæði Fasteignin nr. 10 við Einholt er til sölu, í einu lagi eða að hluta. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6. — Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Bíll - Skuldabréf Til sölu er amerískur 6 m. bíll, sjálfskiptur 8 cyl. Greiðsla getur að mestu eða öllu leyti farið fram með skuldabréfum til allt að 10 ára. Upplýsingar í síma 15051 í dag og á morgun. Sjötugur í dag: Kristján Finnboga- son, Litlabæ Jón Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.