Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 19®8. 15 Bjartmar Cuðmundsson: Að Sigurhæðum - Pegagus og Sokki - Astir samlyndra hjóna og Hin heilaga glóð Mottó: Ógurleg er andans leið upp í Sigurhæðir. EIRÍKUR rauði gaf landi sínu girnilegt nafn. Vegna þess fall- ega nafns gerðust margir ginn- ingarfífl hans og yfirgáfu blóm- leg héruð og fluttu til græna landsins, sem ekki var grænt. Þar dó síðan út íslendinga- byggð nokkrum öldum síðar úr ófeiti. Á bókahimni tslands birtist á öndverðum vetri hinum síðasta auglýsing með hávaða um rit- verk eitt mikið, er nefndist og nefnist: Ástir samlyndra hjóna. Með því að góðar hjónaástir eru dýrlegast krydd og gæðagjöf til- verunnar léku mér stórir lands- munir á að sjá þessa bók og himinn þann höndum taka. Þó drógst þetta úr hömlu vik- um saman, sumpart af því að mér er tamt frá blautu barns- beini að geyma beztu bitana þar til síðast. En margt var annað að lesa harla gott. Að öðrum þræði var sá dráttur af óviðráðan legum ástæ'ðum. Nú er þess að geta, að í voru landi vakir þrí- stirni eitt yfir bókmenntaham- ingju þjóðárinnar. Það eru hesta- menn eða hestmenn dagblaða höfuðborgarinnar. Vel munu þeir og vita deili á Pegasusi, sem frægastur er færleika á öll- um tímum, einnig á Sleipni, sem tróð og treður himinkrapann og fer á kostum um hnattasund, þar sem áskiptist himinblámi heiðríkjunnar, og krapi óve'ðr- anna undir hófum reiðskjót- ans. Jú, þrístirni þetta settist á rökstóla og varð ásátt um að gefa Guðbergi, en svo heitir höfund- umræddrar bókar, hest, sem kallaður er Sokki. Nú þoldi ég ekki lengur við. Bezta bitann gat ég ekki leng- ur geymt, enda líklega of mikU ráðdeild í óráðsíu landi. Síðan rann upp stór stund. Kringlótta vömbin og rúnnaða geltið. Af því ég hefi aflokið hreysti- verki og lesið alla bókina vil ég gera hér stutt yfirlit um efnið til handa þeim, sem skemra eru komnir. Frásagan hefst á útlistun á tilfinningu, sem sagt er að sé eldri en elztu rit Biblíunnar, eða kennd. Hún er kringlótt eins og pönnukaka en þó í laginu eins og gorvömb. Ég hefi lagt mig í líma dag eftir dag að finna guðsneistann í þessum kafla. Lengi vel fann ég ekkert. En þess ber að geta að ég er ekki gáfaður. Lengi vel hélt ég að þrístirnið væri máske innrætt eins og einn montmaður í Þingeyjarþingi þegar Skútahraun Einars Bene- diktssonar kom fyrst út. Hann þóttist finna þar vit útúr hverj- um kletti og brunahraunssnaga. En þegar hann átti að úrskýra vitið og listina, þá átti hann eng- in orð. En leitfð og þér munuð finna. Á endanmu rann upp ljós fyrir mér, auðvitað með tilstuðlan listamannsins sem segir sama sem berum orðum: Ég er bara að spangóla upp í tunglið. Þá kemur annar kafli sögunn- ar, sem enn er þó engin saga. En nú er það saga af þremur lík- um norðan frá Akureyri, sem eru þó með lífi líkt og í sög- unni um: Allt lífið í litla fingrr- inum. Þó er þetta allt miklu vísindalegra. Það er sem sé hraðfrysting og eru líkin látin ferðast mjög um Bandaríki Norður-Ameríku, þar sem þau eru rannsöku’ð og úr þeim reitt eitt líffærið af öðru, loks vak- in og afhent eiginkonum norður þar og vantar þá ekkert í þau, er þær helzt kjósa. Annars fjall- ar þessi kafli um margt annað eins og til að mynda rímaða gjammið á kömrunum en um hús verður höfundi tíðræddara þar en um nokkur önnur íveru- hús. Boðskapur kaflans, ef ég skil rétt er: Tíkur, sem iðka það ævistarf að gelta að vegfarend- um þurfa að hnitmiða stöðu sína nákvæmlega mátulega marga metra frá götunni, ef gelt þeirra á að bera tilætlaðan árangur. Allt annað eru aukaatriði, sem gerá merkilegan boðskap ákaf- lega torfundinn. En maður dríf- ur sig í gegnum þetta til að finna gu'llkornin. Ekkert enn um hjónaástirnar, en því fegnari verður maður þegar þar að kemur. Löng er strýtan í lítilli grýtu. Ég sé að ekki dugir að taka kafla og kafla. Það yr’ði heil bók. Verð ég því að láta okkur lynda að taka nú til meðferðar marga í einu áður en kemur að hátind- inum. Mætti segja að það fjalli allt um hreingerningu mannfé- lagsins. Líklega er það viðeigandi í þessari bók, þegar litið er á hreingerningartilganginn, að nota mikið oi'ðalag og nafmgift- ir, sem eru óvenjulegar í rituðu máli og heyrast aðeins í mæltu af vörum ruddalegustu kerlinga við fiskþvott ög lítilsigldustu stráka í gangnakofum. Ég hugsa það, en ekki svo að þetta sé ónáttúra skáldsins. í þessu mikla máli örlar á einni og einni setningu, sem minnir á hagyrðing eða jafnvel skáld. En boðskapurinn er þessi: Allt fólk, sem við sögu kem- ur, nema sízt afinn sem er bóndi, er á því lífsháttastigi að bezt væri að það legðist þegar undir græna torfu. Höf. talar látlaust um jarðarfarir, gó’ðar jarðarfarir, skemmtilegar jarð- arfirir. Hann hungrar hreinlega og þyrstir eftir jarðarförum. Já, bóndinn, það er afinn. Þó hann sé mun skástur væri hann þó bezt geymdur undir torfunni líka. Þetta er blóðsuga, sem lif- ir á bændastyrkjum. Allir þekkja merkilega sögu um syndaflóð. Hvernig væri það nú að fara fram á það við for- sjón að hún taki Guðberg okk- ar í vinnu við að steypa yfir jöfðina nýju flóði. En gæta yrði þess að hann lifði þó af, einn manna, svo honum féllli sú ham- ingja í skaut, að vera við eina verulega góða jarðaför. Ég segi nú eins og er, að mér finnst þessi boðskapur lista- mannsins ekki nógu stórmann- legur og nokkuð annarrar ættar en okkar merkilegustu skálda, svo sem Matthíasar, sem íslend- ingar vita búa á Sigurhæðum eins og Sögu á Sökkvabekk. Líklega finnst höfundi einnig sjálfum svo, því hann spyr: Er þetta um eitthvað? Ég veit það ekki, ekki um þig, ekki um mig. Mundi þetta ekki merkja: Takið ekki mark á mér. Ég er ekki málsmetandi. ♦ Hin útvalda. Þrekmikill lesandi hefur nú þrælast gegnum 130 síður. Og á endanum er þó komið a'ð hjóna Bjartuir Guðmundsson. sælunni, sem bókarnafn lofar. Orðrétt segir um hana: Um Qg eftir hjónavígsluna tengdi girndin þau saman, svo börnin, Siðan: Kynleiði plús vonska plús þögn = brottför í reiðikasti. Athafnallýsingum sleppt þó list- fengi sé mikið Guðbergs að út- mála. Enda kemur nú annað sem fyllir hugann heldur betur. Sú útvalda dettur í nýjan lukkupott, en bóndaskinnið hrökklast út í horn útlifað. Hylki mikið og sívalt kemur um loftin blá og út úr því skrepp- ur kúla, er minnir á ígulker. Kerið leitar kunningsskapar við konuna og fær ástir hennar. Svo þykknar hún undir belti nokkrru síðar, eitthva’ð að níu mánuðum liðnum og fæðir að lokum aðra kúlu, sem er mikið miinni. Það- an í frá leikur sú litla sér um stofur og stóla, veltandi sitt á hvað. Eigi man ég nú hvað um uppvöxtinn segir í uppvexti þessa kúllubarns, sem er sólar- geisli mömmunnar ævilangt. En hamingju móðurinar verður varla lýst með mínum ófull- komnu orðum. Segi menn svo að bókarhöf- undur hafi lítið handa sínum a'ð- dáenda. Náttúrlega er þetta verðlauna- blómið hugsar nú hrifinn les- andi. Hærra verður varla kom- izt. Eða skyldi til þess finnast nokkur leið? Sjáum til. í bardaga við heilaga glóð. Næst koma 30 síður um Hall- grím Pétursson í gröfinni, bisk- upinn yfir íslandi 1967 og alla hans kennimenn og konur þeirra. Krist, Maríu, engla og sjálfan guð. Og er nú drjúgum ruddalegt orðbragðið. Mér er ómögulegt annað en sýna prufu af því þetta er verðlaunaverk. Annars hefði au'ðvitað þögnin og jörðin átt að varðveita slík- an samsetning. Hallgrímur miklast af sjúk- dómi sínum, sem Guðríður g£if honum, en það er kynsjúkdóm- ur frá Tyrkjanum. Hann étur marflær. Svo étur hann kjöt- kássu, sem konan hefur gert í munni sér, en áður skyrpir hann frá sér munnfylli af tönnum ann- ars manns. Hann þakkar Pílatusi fyrir vel heppnaða krossfesting er gaf honum efni í frægðar- kvæði. Svo hlær hann og orgar eins og vitfirringur. Biskupinn er gráðugur til mun aðar og valds, þérar hendur sín- ar og stefnir á að steypa guði af stóli og setjast sjálfur í há- sætið. Á lefðinni er hann svo að skafa hundaskít af skónum sín- um. Klerkalýðurinn er allur hundslegur og konur þeirra slíkt hið sama og reka þær upp bú- konugól þegar sést til manna- ferða. Guð er dýr úr skolpræsi, leggur eld í allar kirkjur og brennir þar trúarbrögðin á báli og ræður sjálfum sér bana á eft- ir 1967. Þá hendir Kristur frá sér illafengnum völdum og hátt- ar hjá englapíku. Englarnir eru með aparassa af sífelldum hýð- ingum, þjást af blöðrubólgu og eru sí pissandi, þó á höttum eftir rekkjufélögum af hinu kyninu. Ég bið fyrirgefningar á að Bœnadagurinn 1968; Farsæld lands vors og friöur í heiminum LfFSBARATTAN í landi hér hefur harðnað í bili og víða i byggðum steðja að miklir erfið leikar á þessu vori. Fleira ber til en veðurfar, að nokkuð heí ur þrengt að þjóðinni allri mið að við það, sem verið hefur um sinn. Á hinum almenna bænadegi, 19. þ.m., skulum vér minnast þeirra, sem ógæftir, aflabrest- ur og vorharðindi bitna mest á. Vér skulum biðja þess, að þjóð in í heild takist á við erfið- og samhuga um almannaheill. Vér höfum átt gengi að fagna í ytri efnum, hvernig sem vér höfum kunnað að taka því, mets það og þakka. Biðjum þess, að vér megum þannig mæta örðug leikum, að það geri oss meiri menn, þjóðina andlega traustari, raunsærri og þrekmeiri. En ekki skyldum vér gleyma því, að þau vandamál sem nú eru á baugi hjá oss, eru smá- vægileg í samanburði við þær raunir, sem aðrar þjóðir búa við, þær er hörmungar styrj- alda hrjá eða vofa yfir. Mestu skiptir það um hagi vora sem ■allra annarra manna, að friður verði í heiminum og að horfið verði með öllu frá helstefnu víg búnaðar- og hernaðaranda. Biðjum fyrir þeim, sem styrjöld þjakar eða ógnar. Biðjum fyrir þeim, sem vinna að sáttum og friði og leita lausnar á þeim pólitísku flækjum, sem tefla oss öllum í beinan voða og op- inn dauða, ef eigi greiðist úr.' Ég leyfi mér því að óska þess að þessu sinni: Farsæld lands vors og friður í heimi. Ekki er farsæld vor öll und ir því komin, hvernig háttar um ytri hagi. Enginn er far- sæli, sem glatar trúnni, afræk- ir hana og hennar heilögu mið og lífslindir. Þá er giptu vorri borgið, ef Guð er í stafni, þótt ágjafir verði og áföll. Með hon um er engu hætt, en án hans verður allt að tjóni. Því er vakning til trúar og aukin áhrif Jesú Krists í lífi einstaklinga og þjóðar brýnasta bænarefni, vort nú, sem áður og alla tíð. Og því aðeins verður málum heiimsins skipað á betri veg, að andi hans fái að leiða og lýsa. Þessa skulum vér Stjórn AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði, var haldinn sl. mánudag. Var þar flutt skýrsla stjórnar og skýrðir og samþykktir reikningar. Þá var og lýst kjöri stjómar, sem var sjálfkjörin, en hana skipa: Hermann Guðmundsson, form. Gunnar S. Guðmundsson, vara- form.; Hallgrímur Pétursson, rit- ari; Sigvaldi Andrésson, gjald- keri; Reynir Guðmundsson, fjár nota skáldsins orð og samlíking- ar til að geta „opnað þa’ð eymd- anna djúp, hvar erfiðið liggur á knjám“ við til útmála á við- bjóðslegan hátt fyrirlitningu höfundarins á trúarbrögðum og öllu því sem Matthías kallar heilaga glóð. Líklega hefur mönnunum með hestinn sízt yfir þetta í hrifn- ingu sinni yfir kúlubarninu. Gæti verið. Og þá hafa þeir blessað óverðugan blindandi líkt og maðurinn í Gamlatesta- mentinu, sem blessaði son sinn Jakob, sem var loddari, í ógáti . fyrir Esaú, af því honum var horfi'ð ljós augnanna, hrumum manni. En hvað um það. Verðlaun eru verðlaun og hestur hestur, þó ekki sé hann jafn sívalur og rennilegur og sá brúni, er bar Árna Oddsson um öræfin forðum daga. Þegar allt kemur til alls. Ég hefi leitað í þessari bók að hveitinu, en ekki fundið eitt einasta ax. En yfrið er þar nóg af arfanum og því botnlausa bölsýni, sem alít dregur niður. Slíkir eru meira brjóstumkenn- anlegir en ásökunarverðir. Ráðist er með skopi jafnt að lífsins trjám og þeim sem fúin eru. Þó sumstaðar sé haglega áð orði komist er þó mörgum sinn- um meira af því, sem misiheppn- azt hefur og er beinlínis sjúk- legt. í heild er ritið drepleiðin- legt. Svo að lokum: Gert er gert og axarsköft verða ekki afnumin, né heldur ógreiði, sem búið er að gera Guðbergi Bergssyni með því að tosa honum upp í Sigurhæðir fyrir tímann. Mér skilst að menningarfrömuðir okkar beztu dagbláða sitji nú með sár enni. Þeir verða þó að fá að vita að við, sem erum að reyna að lesa bækur við ljósin frá lömpum þeirra erum furðuslegnir og von- brigðum þegar við berum Ástir samlyndra hjóna saman við sæmilegar bækur — hvað þá þær sem betri eru. Sé einhver í vafa um þetta, er hann be'ðinn að reyna að lesa það sem stendur á blaðsíðu 134— 165. Biskup íslands Sigurbjörn Einarsson minnast í bænargjörð vorri og boðun á bænadaginn. Guð gefi oss bænaranda og öllum, sem hans leita, frið sinn og eilífa farsæld. • > IPI • .. • ir sjalikjorm málaritari; Jón KrLstjá nsson, meðstj. og Guðlaugur Bjarnason, meðstj. í varastjórn: Halldór Helgaison, Bjarni Jónsson og Leifur Krist- leifsson. Ánsgjald var ákveðið það sama og var áður kr. 1.000,00. í skýrslu stjórnar kom fram að félögum hefur fjölgað verulega á starfs- árinu og reikningar sýndu batn- andi, f járhag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.