Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 196«. þangað til málið kemur fyrir rétt. Halmy gekk um gólf. Allt í einu staðnæmdist hann og leit á Nemetz. — Þetta er hreinasta vitleysa, sagði hann. — Hann drap alls ekki konuna mína. Ekki veit ég, hvernig þér hafið feng- ið þessa játningu upp úr honum, en hún er ekki annað en bull og vitleysa. Hann hefur ekki hifct hana nema einu sinni og þá ekki nema rétt sem snöggvast. — Tvisvar. Hann kom aftur til þess að taka við skartgrip- unum. Læknirinn starði á hann and- artak. — Þetta er klára della! Hann hefði fengið skartgripina, hvort sem var. Og þurfti engan að drepa til þess að ná í þá. — Þér skuluð ekki búast við neinni rökréttri hugsun af morð ingja, sagði Nemetz. Níutíu af hverjum hundrað morðum, stafa af einhverri skakkri röksemda- færslu, hjá einhverjum. Halmy var fölur, eins og hann fyndi til. — Náunginn hefði ekki þurft að leggja í svona vitleysisiega á hættu, sagði hann. Hann græddi meira en hvor okkar sem væri, kæmist nokkurntíma í kynni við. Andskotinn hafi það! þaut hann upp. — Þér getið ekki eyðilagt mann bara til þess að fá ein- hverskonar dóm. Þér vitið mæta- vel, að hann hefur ekki gert þetta. Hversvegna sleppið þér honum þá ekki? — Hversvegna eruð þér svona viss um, að hann hafi ekki gert það? Halmy gekk aftur út að glugg- anum og horfði á hrundu bygg- ingarnar, sem þaðan sáust. Nem- etz hélt niðri í sér andanum. Hefði einhver boðið honum veð- mál, hefði hann lagt hámarks- upphæð undir, að eftir fáar mín- útur yrði hann kominn til botns í Halmymálinu. Þá hringdi síminn. Alexa tók hann og spurði, hvern hún tal- aði vjð og hvers hann óskaði. — Hitti ég Halmy lækni? spurði röddin, sem var svo skræk, að hún gat ómögulega greint, hvort þetta var karl eða kona. — Hver má ég segja, að það sé? — Bara segja við hann, að þetta sé afskaplega áríðandi. Nú gat hún greint, að þetta var karlmannsrödd, og að mað- urinn var lafmóður og var lík- lega á hraðri ferð. — Það er til þín, Zol’fcam, aagði hún. Og er læknirinn hikaði, sagði hún áköf. — Viltu ekki taka hann. Hann leit á hana spurnaraug- um og tók símann. — Það er Lori sagði röddin. — Við verðum neyddir til að breyta áætluninni. Við getum ekki beðið til sunnudagskvölds, heldur verðið þér að komast af stað um morguninn. Einn vinur minn sækir yður og dömuna í spítalann milli átta og ellefu. Hann heitir Joska Jordan. En enginn má vita, að ég hafi hringt. Og farið þér varlega. Ef til vill verður einhver á hæl- unum á yður það sgm eftir er tímans. Halmy hlustaði agndofa. Hann stalst til að líta á Nemetz, sem sat eins og í tíu skrefa fjar- lægð. Það var varla ástæða til að halda, að hann hefði hug- 57 mynd um, hver væri að hringja. — Eruð þér þarna enn? spurði Lori, taugaóstyrkur. — Ég verð að sleppa símanum núna, af því að . . . — Andartak sagði Halmy. — Hvernig gengur hjá þér. Ég heyri, að þér líði ekki sem bezt. Að þú hafir meitt þig . . . Hann leitaði að einhverju orði, sem gæti ekki talað hreinskilnis- lega, en gæti jafnframt ekki vak ið forvitni Nemetz. — Jæja, svo að það hafið þér frétt, sagði Lori hlæjandi. — Já, ég lenti í dálitlum stælum.en það er allt komið í lag nú. Það skal enginn bölvaður þefari geta komizt ofnærri Lori Kun. Hann þagði ándartak, en spurði síðan og var lágróma: — Hver hefur sagt yður það? Og er Halmy svaraði ekki, hélt hann áfram: — Og hvað hefur hann sagt yður, nákvæmlega til tekið? — Ekki mikið. Loksins gat Lori skilið það á Halmy, að hann væri ekki einn. — Er einhver þarna hjá yður? Er það þessvegna, að þér getið ekki sagt neitt? spurði Lori, næst um í hvíslingum. — Kemur heim, sagði Halmy aðeins. — Þá verð ég að hringja af. En gleymið því ekki, að Joska Jordan sækir yður á spítalann á sunnudagsmorgun milli átta og ellefu. Það heyrðist smellur og lækn- irinn lagði símann á. — Hver var þetta? spurði Al- exa. En Halmy gaf það fullkom- lega tíl kynna með öllum and- litssvip sínum, að þessa hefði hún ekki átt að spyrja. — Gamall kunningi. Þú þekk- ir hann ekki. Þetta var vit- anlega lygi, en hinsvegar það eina, sem lækninum gat dottið í hug að segja, sem léti trúlega í eyrum. Hann sneri sér að Nem- etz. Afsakið þessa truflun. Hvað vorum við annars að tala um. Hann brosti ertnislega fram an í Nemetz. — Við vorum að tala um Lori Kun, sagði Nemetz. —Mér þætti gaman að vita, hversvegna þér eruð svona viss uin, að hann hafi ekki drepið konuna yðar. — Já ... ég vildi bara láta eðlilegan efa koma hotnum til góða. Ef út í það er farið, þekki ég ekki mikið til hans. Em mér fanmst hann ekki líkjast neinum morðingja. — Menn þurfa nú ekki að líkjast morðingja til þess að geta verið það, ' sagði Nemetz hljómlausri röddu. — Jæja, ég er nú enginn sál- fræðingur í þessari grein. Og alls ekki neinn hugsanalesari. En sendið þér hann til mín, og þá skal ég gefa yður skýrslu um líkamlegt ástand hans- Ég get gegnumlýst brjóstið og magann en bara ekki samvizkuna hans. Snögglega datt Nemetz í hug, að eifcthvert samband gæti verið með símahringingunni og breyttri framkomu læknisins. Fyrir hringinguna hafði bann varið Lori af ákafa, en nú eft ir hana virtist honum helzt sfcanda alveg á sama um hann. Þefcfca símtal hlaut því að hafa frætt hanin um eitthvað, sem gæti verið orsökin til þessarar breytingar. — Var það eitthvað fleira, sem þér vilduð? spurði Hal my, eins og til þess að gefa til kynna, að samfcadinu væri lokið. — Þér sögðust eiga einhver viðskipti við Lori Kun . .. — Já, tók Halmy fram í. — Ég var búinn að semja við hann um að koma mér og ungfrú Me- hely yfir landamærin til Austur- ríkis. Aftur brosti hann, eins og honum væri skemmt. — En því miður er sú ferð nú farin út um þúfur. Svo er þefvísinni yð- ar fyrir að þakka. Nemetz gat ekki annað gert en kvafct og farið. Alla leiðina á stöðina fannst honum hann hafa farið að eins og kjáni. Yf- irleitt var hann farinn að verða hundleiður á öllu þessu Halmy- máli. Hann gekk inn í fremri skrif- stofuna og hann þurfti ekki ann að en lífca framan í Irene, til þess að sjá, að nú mætti hann búast við einhvarju áfalili. — Ég hef fréttir að færa, sagði hún. Hún var í uppnámi og það gaf til kynna, að fréfct- irnar gætu ekki verið annáð en slæmar. — Lori Kun er stunginn af. — Hvað? sagði Nemetz. — Á leiðinni í Markogötu. Hann ók héðan í lögregliubíl og tveir verðir með honum, Blasko og Polovitzer, klukkan tíu mín útur yfir eifct. Nú er klukkan orðin þrjú, en hvorki hann né verðirnir eru komnir á leiðar- enda. Kaldy kom í Markogöfcu fyrir löngu, og gekk til baka allar göturnar, sem hugsanlegt er, að þeir hafi farið, og hefur rannsakað þær, en hvorki fundið tangur né tötur af þeim né bíln- um. Kaldy er i svipinn heima hjá varðmönnunum tveimur að talia við heimilisfólkið þeirra. Honum dafct í hug, að það kynni að vita eitfhvað um þeffca. Kaldy kom svo til baka og sagðist hvergi hafa getað fundið varðmenninia tvo — og heldur Skyndisala Seljum allar vörur verzlunarinnar með 15—20% afslætti næstu 4 daga. GEKIÐ GÖÐ KAUP. PARÍSARBÚÐIN. Fífa auglýsir Ódýrar gallabuxur, molskinnsbuxur, terylenebuxurj stretchbuxur, úlpur og peysur — regnfatnaður á börn og fullorðna. " Verzlið yður I hag. Verzlið í FÍFU, Laugavegi 99 (Inngangur frá Snorrabraut). Til sýnis og sölu m.a.: Reykeisisker frá 4. öld f. Kr. Frönsk riddarasverð. írskar tekönnur úr, tini, 100—200 ára. Gamlir munir úr kopar. Buffetskápur Jóns Péturssonar, háyfir- dómara .smíðaður um 1840. Saumavél frá 1875. Gömul vasaúr. Keramik eftir Koibrúnu Kjarval og úrval grískra og annarra listmuna. Höfum verið beðin að útvega: Gamla rokka, ruggustóla, buffetskápa, stóla, hillur, sófaborð, plusssófa, ljósa- búnað, skatthol, skrifbojrð, hljóðfæri, teppi, klukkur, þvottasett, kistur og koffort, rúm, sjóvinnuáhöld, gamlan ísl. útskurð og margt fleira. Verzlunin H R A F NIN N Þórsgötu 14, Baldursgötumegin. Sími 21086. 15. MAÍ. Hrúturinn 21. marz — 21. apríl. Þeir möguleikar, eem þér virðast í fyrstu vera arðvænlegir, eru sennilega blekkjandi. Farðu þér hægt. Taktu kvöldiniu með ró og einnig morgundeginum, þá muntu eiga hægara með að athafna Þig. Nautið 20. apríl — 20. maij' Fáir Xeggja söimu mierkingu í fjármál og þú í dag. Hafðu hrein- ar línur í dag. Hafirðu áhyggjur af einhverju, skaltu kynna þér það til hlítar. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Gerðu þér far um að skilja það vel, sem þú heyrir í dag Þú skalt vinua ai nákvæmni. Krabbinn 21. júní — 22. júií. ' • Farðu fremur eftir eðlisávísun, en rökvisi í dag. Bezt er að haga seglum eftir vindi. Ljónið 23. júií — 22. ágúst. Forðastu ókunnuga í dag. Mikill ruglingur er á fólkinu í kring- um þig, helzt fyrir samskiptaleyisi. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Leggðu á ráðin til að afla þér sem beztra upplýsinga í fram- tíðinni. Farðu þér hægt. Vogin 23. september — 22. óktober. Þú Skalt hafa öll spjót úti í fjármálum. Finndu þér eimhverja dægradvöl með kvöldinu. _ Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. ™ Erfitt mun veitast að geyma leyndarmálin. Reyndu að koma í veg fyrir mísskilning. Haltu einkamálum þínum utan við við- skipti almenns eðlis. " Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Togstreita gefcur verið skemmtileg og vandmeðfarin. Haltu þig hlémegin og reyndu að halda stefnu þiimni. Eyddu kvöldinu við að hlusta á góða tónlist eða farðu í kvikmyndahús. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Erfitt mun veitast þér að halda orð þín 1 dag. Reyrndu að lenda ekki í stórmálum í þessarri viku. Flestir þurfa nægan tíma til að átta sig á hlutunum. Trúðu tæplega öHu sem þú heyrir. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Annar dagur óvissu og óþolinmæðl. Góður dagur til að losa sig við óæákilegar eignir, en bezt er að ganga sem trygglegast frá kaupimum Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þú ert einn hinna fáu, sem fer vel um i straumhvörfum þessa dags. Leitaðu ráða hjá þér æðra íóiki, og farðu eftir þeirn. Tónlist hæfir þessum degi vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.