Morgunblaðið - 15.05.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.05.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1958. 19 — Jóhann Gíslason Uramihald af bls. 11. ENGIN fregn hefir valdið mér meiri harmi en sú, er mér barst fimmtudaginn 9. maí sl., að vin- ur minn Jóhann Gíslason væri dáinn. Vi'ð höfðum skilið kvöld- ið áður glaðir og kátir. Gat þetta verið satt? Gátu örlögin verið svona miskunnarlaus? Kynni okkar Jóhanns hófust, er við vorum litlir drengir í sveitir austur í Rangárvalla- sýslu. Við urðum strax samrýmd ir og með okkur tókst sú vin- átta, sem ávalt hélzt síðan. Þó vissi hvorugur okkar þá, að leið- ir okkar ættu eftir að liggja svo saman í lífinu, sem raun varð á, bæði í starfi og einkalífi. Þegar ég rita þessi fátæklegu kveðjuoið til þín, góði vinur, þá velta fram í huga mér öldur minninganna frá liðnum árum. Þær verða ekki skráðar hér, því að í hverju lífi sem lifað er, er leynd sem aldrei verður skrif- uð. Aðeins vil ég færa þér hjart- ahs þakkir, því þessar minning- ar eru mér allar fagrar og bjart- ar. Þegar ég minnist þín verður mér efst í huga umhyggja þín og ástúð við heimili þitt, eigin- konu þina og böm. Þú varst mikill heimilisfaðir. Ég er þess fullviss að hugljúfar minningar um þig munu reynast eiginkonu þinni og börnum þær perlur, sem skærast munu skína og milda þeirra djúpu sorg. í starfi varstu heill og óskipt- ur, með þér var gott að vinna. Prú'ðmannleg framkoma þín og manngæzka, verða samstarfs- mönnum þínum minnisstæð. Vegna mannkosta þinna voru þér falinn sífellt meiri ábyrgð- arstörf, og ég minnist þess að á erfiðum stundum varst þú ávalt sterkastur. Þú varst mikill dreng skaparmaður, slíkum samferða- mönnum er gott að kynnast. Þegar þú ert í dag kvaddur hinztu kveðju, eiga margir um sárt að binda, þó er harmur elskulegrar eiginkonu og barna mestur. Mér er um megn að mæla orð huggunar til harm- þrungina ástvina, aðeins vottað þeim dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar, og beðfð þess, að ljóssins faðir haldi sinni almáttugri verndarhendi yfir þeim og veiti þeim öllum sálarstyrk. Guðs friður fylgi þér. Flýt þér, vinur, í fegri heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim. (J. H.) Hilmar O. Sigurðsson. ÞAÐ er óft svo, þegar ein megin stoð hvers þess mann- virkis sem reist er brestur, er hætta á að það geti falliB og þá ekki sízt hafi mikill þungi á hvílt. Séu stoðir þær, sem eftir standa styrkar þarf maður ekki að örvænta þótt erfitt sé á að horfa. Sé einn strengur hörpunnar slitinn, er að vísu hægt að leika verkið áfram, en þá kann að vera að einmitt einn þeirra tóna sem héldu verkinu uppi og einna mest bar á, hljómi ekki lengur og þá að sjálfsögðu saknar maður þess tóns og þráin verð- ur mest eftir þeim hljómi, sem gaf verkinu einna mest gildi. Einhvern veginn á þessa leið held ég a'ð hugur minn hafi vaf- izt, þá er ég hafði ætlað að hitta Jóhann Gíslason á fimmtudags- morguninn, en var í þess stað sagt að hann væri látinn. Hann hlaut að hafa verið kall- aður til starfa annars staðar, sem við ekki þekkjum, því slíkt var starfsþrek hans og ástund- un að til einsdæma má telja. Það var þá ekki lengur hægt að ganga að símanum og fá ráð- leggingar hjá Jóhanni, og mörg- um mun hafa brugði'ð við. Söknuðurinn er mikill en minningin er ljúf. Það er eins og þegar sólin hefur skinið mest og mildast og snögglega dregur ský fyrir og svalur vindurinn læð- ist um mann, að þá er eins og mestur hrollur geri vart við sig. Helgina fyrir lát hans, feng- um við notið dýrðardags á skið- um efst uppi á Skálafelli og í gleði okkar ræddum við um allt og ekkert eins og sagt er, hann dá samaði sunnlenzku blíðuna og fegurðina, en ég tignarleika fjallanna nor'ðurundan. Hann brosti við og sagði með glettni, að leitt væri að Vaðla- heiðin væri ekki svo há að héð- an sæist, en ég kvað eigi von til þess, þar eð Skálafellið væri of lágt til að svo mætti vera. Þannig leið sá dagur í gamni og alvöru og á afWðandi degi renndum við okkur nfður að bíl, þægilega þreyttir, tókum saman föggur okkar og ókum í bæ- inn. Við heimili Jóhanns kvödd- umst við og höfðum við orð að fara sem fyrst aftur í álíka ferð. En áætlun breyttist og ennþá einu sinni erum við á það minnt að einn er sá sem ölllu ræður. Þessi dagur var þá eftir allt kveðjustundin, síðasti dagurinn okkar ssman. Ég var að kveðja tryggan vin og gó’ðan yfirmann síðustu kveðju, drenglundarmann, sem gegndi forystuhllutverki þess fyrirtækis, sem stuðlar beint að bættum llífskjörrum þjóðar vorr ar og ber okkur yfir höf og lönd á þeim mesta hraða, sem tæknin hefur enn færrt okkur. Kveðjustundin var fögur og hún var sönn. hún verður mér ljúf minning um ókominn tíma. Jóhann minn, við Auður þökkum þér allt og biðjum Al- föður að styrkja eiginkonu þína í sárum harmi og börnin ykkar og að svipur þinn og fas megi speglast í þeim og lýsa áfram. Jón R. Steindórsson. „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ M. J. ÞESSI or’ð Matthíasar Jochums- sonar komu mér í hug, er ég frétti lát vinar míns Jóhanns Gíslasonar, sem í dag er kvadd- ur hinztu kveðju, eftir að hann féll frá í blóma lífsins. Æviferill Jóhanns verður ekki rakinn hér né margvísleg störf hans hjá. Flugfélagi Islands, sem hann helgaði alla starfs- krafta sína óskiptur, þetta er að- eins kveðja til látins vinar og honum færðar þakkir fyrir nær aldarfjórðungs samleið, tryggð og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Vil ég um leið geta hins góða starfs Jóhanns í þágu tækni- deildar Flugfélags íslands og þakka gott samstarf þann miss- eris-tíma, sem hann var yfir- maður þeirrar deildar, unz hann lézt. Þáð var gæfa að eiga Jóhann Gíslason fyrir vin og samstarfs- mann. Að honum látnum stend- ur minningin eftir, björt og fögur, um vammlausan og góðan, dreng. Jón N. Pálsson. Yfirlýsing VEGNA linmulausra b/Laðaskrifa um hina svonefndu „kommúnisita klíkiu" og pólitískan áróður i M.A., sjáum við undirritaðir okk- uir tilneydda til að taka fram eftirfairandi: Þær ásakanir, sem fram bafa komið í áðurnefndum skrifum, á hendur vissum kennuruim skól- ans, að þeir noti aðstöðu sína til að reka pólitískan áróður inman veggja skólans, eru með öllu ti)l- hæfuiaiusar. Við vítum þessa máismeðferð viðkomiandi biaða, sem einkennist af vainþekkingu á öilum máls- atvikum og hörmium jafnframit, ef skólinn hefur beðið álitshnekki þeirra vegna. M.A. 13.5. Bjöm Þórarinsson, inspector schoiae Bjom Jósef Arnviðairsson, frá farandi inspector scholae Benedikt Ásgeirsson, formiaður skóiafélagsins Hugims Sigmundur Stefánsson, fráfar- andi formiaður Hugiins Sigurður Jakobsson, ritstjóri ílkóiablaðsiins Munins Gunnar Frhnanisson, fráfairandi ritstj. Munins Björn Stefánsson, form. 6.- beikkjarráðs Erlingur Sigurðsson, formaður 5.-bekkjarráðs Kristján Sigurbjamiairson, for- maður 4.-bekkjarráðs Benadikt Ó. Sveinsson, formað ur 3.-bekkjarráðs Jón Georgsson, formaður Raun vísindadeilliar Huginis Jóhann Tómasson, fulltrúi í Nemendaráði Jóhann Pétur Malmquist, full- trúi í Nemendaráði Vegna þessarar ath ugasem dar nokkurra nemenda við Menmta- skólann á Akuireyri vill Mongun biaðið taka eftirfarandi fram: Með hemni er ekki hmekkt þeirri staðreynd, að innan skólans er starfandi selia kommúnista, enda þótt menn deili um hvaða nafn- gift hæfi henni bezt. Þannig segir í athugasemd Péturs Þor- steinssonar nemamda við M. A. í Þjóðviljanum 7. maí: „Hér mun átt við samræðuhóp nokkuima nemenda og kennara í M.A. og fieiri. ..“ Og í grein, er Jóhanin Pálll Árnason menntaisikólakenn- ari á Akuireyri ritar í sama bJað 12. maí segir: „Eins og fram hefur komið héir í blaðimiu, er hér um að ræða regliuleiga um- ræðufundi og stjómmál og niú- tímasögu, sem sóttir hafla verið af fólki úr Menmtaskólamium . Hins vegar beir að fagna því, að menntaskólakenmairarnir tveir hafi ekki stundað áróður sinn almennt í skólanum, enda þótt efitirfarandi ummæli Jóhanns Páls í fyrmefndri grein bemli til þess að hann vilji það gjanman, en þar segir: „.... frumskilyrði þess að nokkru verði hér áarkað, ex að skólunum verði tryggður vinnu fi-iður fyrir ofsóknum afturhalds sömustu afla í þjóðféiaginu." Máiflutningur foryistumanmia „samræðuhópsins" sanniar hinis vegar þá staðhæfingu, að for- ystumenm hans eru kommúnistar svo sem nánari rök eru leidd fyrir í staksteinadálki biaðsins í dag. Sigurgeir Sigurjónsson hrl.: Endurskipuleggja þarf myntsláttuna NÚ fyrir síðustu helgi skýrðu öll dagblöðin frá þeim atburði er lögreglam handtók ameriskan ríkisborgara, sem lokaður haifði verið inni á hóteli hér í bænum, að því er virðist af ótta hótel- eiganda við a® gesturinn hyggð- ist fara á brott án þess að -greiða hótelreikninginn. Við leit í far- angri mannsins, sem lögreglan framkvæmdi fannst íslenzk 10 króna mynit, sem samsvaraði kr. 4.500,00. Þar sem lögreglunni þótti þetta grunsamlegt var mað. urinm settur inn og látinn dúsa í famgelsi yfiir eina nótt. Daiginn eftir vair manninium sleppt úr prísundinnd, eftir að honum hafði verið gert að skiila til banka þeirri mynt, sem hann hafði löglega keypt í bankamum. Hér virðist mér, að íslenzfcum stjómvöldum hafi á orðið væg- aist sagt meira en lítil skyssa sem ástaeða er til að vekja at- hygli á. í fyrsta lagi virðist það hafa verið hæpin framkoma gagnvart ferðamanni, að setja hann í varðbald, þar sem efcki lá fyrir neinn rökstudduT grunur um að maður þessi hefði brotið nókkur íslenzk lög. í bamkanum hafði honum verið sield íslenzk mynt gegn greiðslu í beimbörðium dollurum, án aUira athugasemda af bankans hálfu. Ekki afsakar það heldur framferði lögreglunn. ar, að bún virðist ekki hafa Skiilið enska tungu, sem maður- inn talaði. En þetta er önnuir saga, sem ekki skal farið nánar út í hér. Það, sem ég vildi hdns- vegar minnast lítillega á í sam- baindi við þetta mál er afstaða Seðlabankans, sem nú nýlega hefur fengið einkarétt til mynt- útgáfu hér á landi. Auðvitað hefur Seðlaibahkinn enn ekki fengið neina reynslu í myntsláttu, en með þedrri á- kvörðun bankans, að fyrinskipa nefndum ferðamanmi, að skila atftur megninu af hinni löglega keyptu mynt, virðist sem Seðla- bankinn hafi ekki gert sér grein fyrir því, að útflutningur á sleginni ís’lenzikri mynt getur orðið þó töluverður liður í út- flutningi landsins og skapað mikiil verðmæti í erlendum gjaldeyri fyrir ísland. Öll sjálf- stæð ríki nota sér það mikla tækifæri tiil igjaldeyrisöflunar sem myntslátta skaipar. Um heim allan eru milljónir manna, sem safna mynt á sama hátt og aðrir safna t. d. frímerkjum. ölíl íslenzk mynt, sem hjá slíkum söfnurum lendir er að sjálfsögðu hreinm ágóði fyrir íslenzka ríkið, þó að frádregnum kostnaði við að slá mymtima. Um leið og ein mynt glatast, t. d. í remmustein- inn, eða lendir á söfnum, þá hefiur ríkið um leið losast undan skuldbindingum sínum sam- kvæmit myntinni. Myntin er auðvrtað ekki annað en skuld- bindimg af hálfu ríkisins á verð- mæti, gem aldrei þarf að standa við glatist myntin, eða ef hún er ekki notuð sem gjaldmiðill. Sama er að segja um frímerki sem lenda hjá söfnurum. Frí- merkið ar á sama hátt loforð Póststjórnarinnar um að flytja fyrir það bréf eða annan póst. Sé frímerkið ekki notað á þenn- an hátt, þá losnar Póststjórnin undan þeirri skyldu, sem hún hafði tekið að sér samkvæmt gildi merkisins. Er á sama hátt um hreinan ágóða Póststjómar- innair að ræða. Dytti Póststjórn- imni sjálfsagt aldrei í hug, að takmarka eða banna útflutnimg á íslenzkum frímerkjum. Á árinu 1061, þá er Gummar Thoroddsen Ambassador var fjármálaráðherra, staikk ég upp á því við hann, að íslenzfca ríkið gæfi út fyrstu gullmynt sína af 'því tilefni, að þá voru Hðin 150 ár frá fæðingu Jóns Sigurðsson- ar. Gunnair Thoroddsen féllst á þessa tillögu mína og varð það, sem kunnuigt er til þess, að gefnar voru út 10.000 íslenzkar igullmyntir af þessu tilefni. Télst mér svo til, að íslenzka ríkið bafi grætt 2i milljón króna á þessari myntútgáfu einni. Var sá ágóði að mjög miklu leyti í erlendium gjaldeyri, þar sem er- lendir myntsafnarar sóttust mjög efltir þessari mynt. Er nú mynt þessi mjög torfengin og í marg- földu verði miðað við upphaflegt söluverð hennar. Á þeim tíma datt heldur emgum í hug, að tak- marka eða banna útflutnimg á þessari mynt. í þessu sambandi vil ég geta þess, að oft á tíðum geta gefizt sérstök tilefni til að gefa út sér- stakar myntir í mimningu ým- issra atburða eða manma. Þannig hefur t. d. ísraelsríki nú fyriir nokkru gefið út heila mynt- „seríu" í tilefni af 20 ára afmæli Ísraelsríkis. Er sérstök stofnun í ísrael, sem sér úm alla mymt- útgáfu ríkisins og hefur hún út- nefnt ýmsa banka og banka- stofnanir út um allan heim til þess að ammast sölu á þessari sér- stöku mynt og annairri mynt sem slagin er í fsrael. Mætti Seðlabanki íslands taka sér þetta til fyrirmyndar, í stað þess að setja þá útlendinga í fangelsi, sem safna vilja og kaupa ís- lenzka mynt. Framangreimt at- vik um hinn ameríska ferðalang og meðferð íslenzkra stjórnvalda á honum ætti og að verða til þess, að opna augu íslenzkra stjórnvalda fyrir þeirri nauð- syn, að endurskipuleggja nú þegar alila íslenzka myntsláttu og koima henni í það horf, að myntin sé ekki eimungis notuð sem gjaldmiðill, heldur og til þess að atfla íslenzfca ríkinu er- lends igjaldeyris á sama hátt og gert er í öl'lum öðrum ríkjum heims. Mætti og að lokum á það benda, enn einu sinni, að það er fleira en fiskur, sem hægt ætti að vera að flytja út frá íslamdi. Sigurgeir Sigurjónsson. V él tæknif ræðingur nýkominn heim frá námi í Danmörku óskar eftir vinnu nú þegar. Tilboð merkt: „8662“ sendist á afgr. blaðsins fyrir 20. maí. I sveitina Heklubuxur, heklupeysur, vinnuskyrtur, regnúlpur, nærföt, sokkar. R. Ó. búðin, Skaftahlíð 28, sími 34925. Skrifstofnstúlkur Skrifstofustúllcur óskast. Kunnátta í vélritun og 4ra lierb. íbúð til leigu strax við bókhaldsvélar nauðsynleg. Umsóknir sem greini í Vesturbænum, við Sólvallagötu. aldur, nám og fyrri störf, sendist í pósthólf 903, Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „8650“ merktar: „Skrifstofustúlkur". ásamt upplýsingum um fjölskyldustærð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.