Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1908. JJtagMitfrliifrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. ÞÝÐING ATLANTS- HAFSBANDALA GSINS T ágætri grein eftir Per Hækkerup, fyrrv. utan- ríkisráðherra Dana, sem birt- ist hér í blaðinu í gær, er rætt um gildi Atlantshafs- bandalagsins fyrir öryggi Danmerkur. Per Hækkerup svarar þeirri spurningu, hvort Dan- inörk gæti tekið upp aðra ut- anríkisstefnu, en hún nú fylg- ir og segir síðan: „Sumir segja að landið geti tryggt öryggi sitt með aðild að Sameinuðu þjóðunum. Enda þótt ég styðji heilshug ar allt, sem gert er til frekari uppbyggingar og styrktar þessum samtökum, þá finnst mér, með tilliti til hörmu- legrar reynslu annarra þjóða, að við getum einfaldlega ekki byggt öryggi okkar á Samein uðu þjóðunum, sem eru enn tiltölulega ófullkomin sam- tök. Þess vegna verða aðrar öryggisráðstafanir einnig að koma til. En það táknar ekki nokkra óvirðingu á Samein- uðu þjóðunum eða skort á sannfæringu um möguleika þeirra í framtíðinni, sem við eigum að gera allt til að efla“. Og síðar segir greinarhöf- undur: „Rætt hefur verið um nor rænt varnarbandalag, sem annan möguleika. Enda þótt við hefðum gjarnan viljað slíkt bandalag, þá verðum við að viðurkenna, að vonir ökk ar urðu að engu, og hver sá, sem telur að öryggismál Dan merkur megi nú leysa með því að berjast fyrir norrænu varnarbandalagi, blekkir að- eins sjálfan sig. Hvert ástand ið verður eftir 10, 20, 30 eða 40 ár get ég ekki sagt, en í heimi nútímans er þessi hug mynd draumsýn, sem hvorki Noregur né Svíþjóð eru reiðu búin til þess að gera að veru- leika.“ Per Hækkerup er sá danskra stjórnmálamanna, sem einna mesta þekkingu hefur á al- þjóðamálum, og hann er ekki í minnsta vafa um það, að Danmörk geti einungis tryggt öryggi sitt með áframhald- andi þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu. Hann víkur að því, að hlutleysisstefnan, sem flokkur hans fylgdi fyrir heimstyrjöldina, sé einskis nýt og kjörorðið verði að vera: „Aldrei aftur 9. apríl“, það er að segja, að Danir treysti aldrei aftur á hlutleys isyfirlýsingar sér til varnar, heldur treysti öryggi sitt með samstarfi við aðrar lýðræðis- þjóðir. Nokkuð hefur hér á landi verið rætt um hugsanlegt varnarbandalag Norðurlanda. Per Hækkerup lýsir því skýrt og skorinort yfir, að engin von sé til þess að slíkt banda lag verði að raunveruleika í nánustu framtíð, og þarf því ekki að eyða að því orðum. En ef það er svo, að Danir geti einungis treyst öryggi sitt næstu áratugi með áfram haldandi þátttöku í NATO, þá er alveg ljóst, að okkur Is- lendingum er ennþá meiri þörf á þátttöku í þessum varn arsamtökum, þar sem við höf um engan mátt til að verja okkur, enda leikur ekki á tveim tungum, að yfirgnæf- andi meirihluti íslenzku þjóð arinnar óskar þess að við séum áfram í Atlantshafs- bandalaginu og tryggjum þannig öryggi okkar og ann- arra lýðræðisþjóða. BOÐA SKRÍLSLÆTI CJvo er að skilja á grein, sem birtist í kommúnistamál gagninu í gær, að kommúnist ar hér á landi hafi í hyggju að reyna að efna til skríls- láta í sambandi við fund NATO hér í Reykjavík 1 næsta mánuði. í blaðinu segir: „Sú ráðstefna er kjörið tækifæri fyrir þjóðfrelsis- hreyfinguna til þess að vekja athygli NATO-fulltrúanna á þeirri staðreynd, að stór hluti þjóðarinnar mun vinna að því næstu mánuði, að hérlend ar herstöðvar verði lagðar niður á Islandi og úrsögn úr hernaðarbandalaginu NATO“ Áður í greininni er talað um, að kommúnistar hyggist skipuleggja baráttu sína „með fundarhöldum, kröfugöngum, dreifibréfaútgáfu og ýmsu fleiru.“ Það væri svo sem eftir öðr um starfsaðferðum kommún- ista að reyna að efna til skrílsláta, er hinir erlendu fulltrúar dvelja hér á landi, en hitt er annað mál, að það mun vissulega ekki verða þeim til framdráttar eða mál stað þeirra, heldur þvert á á móti. Það er svo mál útaf fyrir sig, að kommúnistar nota sama heitið „þjóðfrelsishreyf inguna“ um baráttulið sitt og þeir hafa gefið baráttusveit um Víetkong í Víetnam. Er hugsanlegt, að íslenzkir öfga menn vilji helzt geta beitt svipuðum bardagaaðferðum og ofbeldisöflin austur þar? Ein frægasta myndin, sem Cusian tók í ghettóinu, og er í safni dr. Bernfes. Lítill drengur er fremstur í flokki, sem leiddur er til aftöku. verjar safnað 400 þúsund mannis saman á örlitlu svæði, ein fermíla að stærð, og þar bjó það við ólýsanlegar hörm- ungar. Það er ekki fyrr en nú, tutfcugu og fimm árum eftir uippreisnina, að blaða- menn brezka blaðsins The Suniday Times, komust að þvi, hver höfðu orðið örlög Cusi- ans. Myndir hans, svo og myndir tveggja starfsbraeðra hans, Knoblooh og Kooh, voru meðail þeir.ra gagna, sem voru iögð fram í Núrnberg- réttarhöldunum. — brezkir blaðamenn hafa fundið Ijósmyndarann, sem tók flestar myndanna um hörmungarnar í ghettóinu ÞANN 21. apríl sáðastliðinn voru 25 ár liðin frá því að 56 þúsund póiskir Gyðingar í ghettóinu í Varsjá, gerðu hina frægu og hetjulagu upp- reiisn gegn þýzkum kúgurum sínum. Vopnaðir eldhúsfaníf- um, heimatiltoúnum sprengj- um og fornfálegum skotvopn- um, réðust þeir fram gegn þýzku skriðdrekiunum. Þrem- ur vikum síðar, hafði ghettóið verið þurrkað út, að því er SS foringinn Jurgen Stroop tillkynnti. Á þeim tveimur árum, sem ghettóið var við lýði, tók ljósmyndari nokkur, Þjóðverj inn Alibert Cuisinian fjölda mynda, sem gáfu hryllilegan vitnisburð um líf fólksins í ghettóinu. Þarna höfðu þjóð- Einn af fáum Gyðin.gum, Framhald á bls. 21 ■ Alexandeir Bernfes og Albert Cusian, ÍSBRJÓTUR JJafísinn fyrir vestan, norð- an og austan veldur veru legum hluta þjóðarinnar nú miklu óhagræði. Siglingar hafa teppzt og fiskveiðar tor- veldast. Þannig endurtekur gömul saga sig. Hafísinn, landsins forni fjandi, skapar enn vandkvæði í þessu, norð- læga landi. Mótstöðuafl fólks ins eru að vísu meira en fyrr á öldum, þegar hafísar orsök uðu felli á mönnum og skepn um. En ægivald hans hefur þó ekki verið brotið á bak aftur. Hafísnum fylgir hörð veðrátta, frost og snjóalög. Bændur hafa orðið að kaupa ógrynni af fóðurbæti til þess að drýgja með heyjaforða sinn. Með þeim hætti er talið að hey eigi að duga út maí- mánuð. En því fer víðsfjarri að menn sjái fram úr erfið- leikunum. Hafísar hafa oft legið hér við land langt fram á sumar. Vonandi verður svo ekki að þessu sinni. Ekki er óeðlilegt að menn hugleiði hvaða úrræði séu til tæk til þess að greiða fyrir siglingum til og frá þeim landshlutum, sem hafísinn liggur við. I því sambandi má nefna hugmyndina um að fá ísbrjóta, til þess að greiða hér fyrir siglingum. Vitað er að á Norðurlöndum og í Sovétríkj unum eru ísbrjótar notaðir í stórum stíl á hverjum vetri. Vel mætti hugsa sér að slík skip yrðu leigð hingað til lands í tilraunaskyni. Aðstæð ur munu þó erfiðari hér en t.d. í sundunum við Dan- mörku og víðar um Norður- lönd, þar sem fyrst og fremst er við lagís að etja. Hafísinn er erfiðari viðfangs. Engu að síður er hugmyndin um notk un ísbrjóta við íslandsstrend ur fyllilega frambærileg. Von andi þarf ekki á slíkum tækj um að halda að þessu sinni, en hugmyndin er til athugun ar í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.