Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAf 1&68. Karitas Magnús- dóttir — Minning f dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík jarðarför Kari tasar Magnúsdóttur frá Eyri víð Seyðisfjörð vestra, en hún lézt í Laradakotsspítala 8. þ. m. eftir alllanga sjúkdómslegu. Karitas fæddist þann 30. júlí árið 1885 og voru foreldrar hennar Guðrún Guðmundsdóttir á Eyri í Seyðisfirði og Magnús Einarsson frá Kleifum. Hún ólst uipp með móður sinni á Eyri hjá afa sínum Guðmundi Bárðarsyni, sem bjó þar stórbúi frá árirau 1855 til aldamóta. Guðm-und- ur hafði misst konu sína, Sig- riði Guðmundsdóttir frá Lauga- landi í Skjaldfannadal, árið 1871 og var Guðrún móðir Karitasar, að mestu hjá föður sínum að Eyri, þar til hann lézt árið 1900. Var mjög kært með þeim mæðg- unum og Guðmundi, afa Karitas ar, og minnist hún hans jafnan með lotningu og treg^i. Systkini Karitasar voru mörg, en nú eru aðeins tvö þeirra á lifi, bróðir hennar Jóhann Magn ússon, skipstjóri á Neskaupstað, og hálfsystir hennar að föður- nuim, Jóníraa Magnúsdóttic hús- frú í Súðavík. Guðmundur Gíslason, bifreiðastjóri frá Brekkum, andaðist í Landsspítalanum 14. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Ingveldnr Jónsdóttir, Brávallagötu 50. Systurnar i Helludal í Bisk- upstungum Ósk Tómasdóttir og Margrét Tómasdóttir verða jarðsettar frá Hauka- dalskirkju 17. maí kl. 2 e.h. blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hinna látnu er bent á líknar- stofnanir. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 f.h. sama dag. Vandamenn. Eftir lát Guðmundar Bárðar- sonar árið 1900 fluttu þær mæðg urnar Guðrún og Karitas til ísa fjarðar. Þar gekk Karitas árið 1905 að eiga Jón J. Bjarnason skipstjóra og bjuggu þau á ísa- firði til ársins 1919, að þau fluttu til Reykjavikur. Þau hjónin eign uðust fimm böm og dó eitt þeirra í æsku, en þau sem upp komust eru: Guðmunda Sigríður, gift Bjarna Pálssyni lögfr., dr. Bjami yfirlæknir á Landakots- spítala, kvæntur Þóru Ámadótt ur, Kjartan kaupmaður, kvænt- ur Unni Ágústsdóttur og Guð- rún, gift Sveini Jónssyni, starfs- manni hjá Eimskipafélagi fs- lands h.f. Guðrún móðir Karitasar, lézt árið 1909. Hún var þekkt að hjálpsemi við skylda jafnt sem vandalausa, góð kona og góð móðir, og var skyndilegt fráfall hennar mikið áfall fyrir Karitas, sem tregaði hana jafn sárt alla ævi. Karitas var fríð kona sýnum, frekar lág vexti, en samsvaraði sér vel ljós yfirlitum og hafði einkvun á yngri árum, Ijóst og mikið og sítt hár. í allri fram- komu var hún hæglát og prúð, talaði hægt og skýrt, réð yfir miklum orðaforða og talaði rétt og gott mál. Hún var vönduð til orðs og æðis, vildi gjalda keis- aranum það, sem keisarans er, og guði það, sem guðs er. Hún hafði mikinn áhuga á dulrænum efnum, átti og las fjölda bóka um slík fræði, gekk snemma í Sálarrannsóknarfélagið og sótti að jafnaði fundi þess, Sjálf var hún skyggn og draumspök. Góð kona og móðir hefur nú gengið yfir landamærin á vit ástvina, sem á undan voru farn- ir og hún hafði svo leragi þráð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. Bjarni Pálsson. Þegar ég kynntist frú Karitas Magnúsdóttir, Þingholtsstræti 7 B hér í bænum, sem borin er til moldar í dag, var hún komin á etfri ár, Lífsreynd og þroskuð kona. Síðan þau kynnd tókust eru liðnir nálega tveir áratugir, og fáir voru þeir dagar á því tímabili, sem liðu án þess að við hittumst og aðeins örfáir án þess að við töluðumst við. Það er traust vinátta, sem aldrei bregð ur skugga yfir við svo löng sam- skipti, og mikíll trúnaður mynd ast milli aðilja hennar. Ég þyk- ist því mæla af nokkurri þekk- ingu, er ég nú freísta þess að lýsa fáum orðum nokkrum helztu þáttum persónuleika Karitasar Magnúsdóttur. Karitas var myndarkona á öll um sviðum, góðum gáfum gædd og vel að sér. Hún var harðdug- leg og sívinnandi meðan kraftar entust. Virtist og svo sem öll verk léku henni í hendi. Ráð- vönd og samvizkusöm var hún svo mjög, að ég hygg, að ekki verði til meiri þroska komizt í þeim efnum. Tvímælalaust er aðalprýði hverrar góðrar móður umhyggja hennar fyrir börnum sínum og öllum farnaði þeirra. Sú um- hyggja var svo rík í skaphöfn Karitasar, að líf hennar og hugs un snerist ekki meira um neitt annað veraldlegs eðlis en vel- ferð barna sinna og fjölskyldna þeirra. Um þægindi eða munað sér til handa hugsaði hún ekki, enda skildi hún til fullnustu, hver hégómi slíkt er, og sýndar mennska var henni fjarri skapi — Allt þetta skildu börn henn ar, mátu og endurguldu á hvern þann hátt, er í þeirra valdi stóð. Var það gæfa Karitasar og hennar styrkur af þessum heimi. Annar mjög áberandi þáttur í lífi Karitasar var, hversu sterka og fölskvalausa vináttu hún batt við þá, sem henni fannst, að unn ið heíðu til slíks af hennar hálfu. Þar var engin hálfvelgja. Hún var áreiðanlega vinur vina sinna Og er ég nú rita þessi orð, koma mér einkum í hug nokkrar trygg ar vinkonur hennar. Ég nefni þær ekki, en renni aðeins hlýj- um og þakklátum huga til þeirra fyrir það, sem þær voru sinni látnu vinkonu. Það var örugg- lega rraeira en þær hetfur grun- jð. Hallgrímur Pétursson Kveðja Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Sólveigar Árnadóttur, Skagabraut 5 á Akranesi, fyrrum húsfreyju á Flóða- tanga. Börn og tengdadætur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för Ólafs Guðmundssonar frá Dröngum. Börnin. HINN 18. apríl sl. lézt Hallgrím- ur Pétursson frá Hjöllum í Ög- ursveit- að Landsspítalanum, eft- ir langvarandi vanheilsu. Var hann jarðsettur hér í Reykjavík 24. apríl. Hann var fæddur að Hjöllum í Skötufirði 19. júlí árið 1917. Voru foreldrar hans hjónin Stefanía Jensdóttir og Pétur Finnbogason frá Litlabæ, er lengi bjuggu að Hjöllum og eru hið ágætasta fólk. Hallgrímur ólst upp í fjölmenn um systkinahóp. Hann stundaði ungur sjómennsku og búskap með föður sínum. En þegar þau fluttu til Isafjarðar hóf hann sjósókn þar og síðar trésmíðar. Fyrir nokkrum árum flutti hann ásamt konu sinni, Fann- eyju Þorbjörnsdóttur, sem ættuð er úr Dýrafirði hingað til Reykjavíkur og Kópavogs. Áttu þau hjón eina dóttur, sem nú er 16 ára gömul. Hallgrímur Pétursson var hinn mesti myndarmaður, samvizku- samur að hvaða starfi sem hann gekk og hið mesta prúðmenni f allri framkomu. Mikill skaði er að fráfalli hans á bezta aldri. En allir. sem kynntust honum eiga um hann góðar minningar einar. Hann var foreldrum sínum tryggur og góður sonur og eig- inkonu sinni og dóttur ástríkur heimilisfa'ðir. í engu mátti hann vamm sitt vita. Þessa góða drengs er nú sárt saknað. Hann barðíst hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm til hinztu stundar. Blessuð sé minning Hallgríms Péturssonar. Vinur. Ekki er lífið allt líkamlegt eða af þessum líkamlega heimi. Er hinn andlegi hluti þess og ann- ars heims vafalaust hinn miklu mikilvægari. Skynja menn það bezt, þegar eitthvað bjátar á. Þá er ekki nóg að eiga hraust- an Iíkama, fín föt eða gott að borða. Karitas Magraúsdóttir var sú gæfukona að skilja þessi sannindi til fulls. Hún kunni skil á mikilvægi andans umfram efnið og hegðaði sér samkvæmt því. Hún var einlæg trúkona, og í trúna sótti hún þann and- lega styrk, sem hún taldi gefa lífinu mest gildi. Var trú hennar svo fölskvalaus, að í minning- unni varpar einmítt hún einna fegurstu Ijósi yfir ævi hennar. Fyrir hina sterku trú voru og áhrif Karitasar mikil og heil- briigð. Verð ég henni að eilífu þakklátur fyrir hennar þátt í uppeldi Kjartans sonar míns, dóttursonar hennar, og vona að hann minnist sem allra lengst heilræða ömmu sinnar. Veri svo hin látna merkiskona kært kvödd með einlægri ósk um, að nú sé henni orðið að trú sinni. Gunnar A. Pélsson. Bjarni Jón grímsson P. 28. 5. 1947. D. 28. 2. 1968, ÞAÐ var eins og eittrvað brysti innra rraeð mér, þegar fregniT bárusit af hinum svix>ulegu öi- lögum æfekuviraar míns og skólabróður, BjaTna Jóras Stein- grímissonar Fyrst kom tómledtk- inn, en síðan tiltfinning blandin söknuði og trega, sem svo seiint rniun hverfa. Fyrir hugskotir minar liðu myndÍT frá uppvaxt- arárum okkar. i íeik og starfi, og þá varð mér skyndilega ljóst hvað honfið var af sjónarsvið- inu. Hver minning tengd Bjarna er minning um eiralaegan, dreng lundaðan og atorkusama vin. Eitt er það þó, sem minningin ljómar skærast um og er það hve hreinlyradur Bjarni var, hvert orð kom be nt frá hjart- anu og mátti ætíð treysta því. Ekki er einkennilegt þótt sú spurning vakni í brjósbum þeirra, er kynntust Bjarna heitn um, hvers vegna slíkur efnie- piltur skuli vera kaUaður frá okkur á tímamlótum lifs síns? En svarið verður ætíð hið sama Hhntskipti hanis hlýtur að vera annað og meira, en erfið bar- átta í ólgusjó lífsms. Hans beið eitthvað göfugra, eitthvað, sem við skiljnm ekki fyrr en að far- inni þeirri ieið, sem Bjarni hefur þegar fetað. Þeasi hugsun dregur úr sársaukanum og eftir verður eilíf minning um góðan og bros- hýran dreng. Að síðustiu vildi ég votta for- eldrum, systkinum og öðrum aðstanderadum mína dýpstu sarraúð og enda þessi fátæklegu orð á ljóðMnunum: Vin minn vil ég því e: gráta vef hann helgri ást. Eitt sinn almættið * mun láta öllum batna er þjást. Ég finn aftur lán, sem bréfit. Döpur er dánarkveðja, en dýrðlegt verður að sjást. Atli Gíslason. ★ Ég veit eitt hljóð svo heljariþungt, sem hugans orku lamar, með helstaf lýstur hjartað ungt, ðg hrædid það tungan stamar; það dauðaklukku geymir glym og gnýr sem margra hafa brim þau dómsorð sár með sorgar-ym „þ ð sjáist aldrei framar“. Bundin er trega vitund sú, Söngskemmturi í Valaskjálf Egilsstöðum, 14 maí Árshátíð Karlakórs Fljótsdals héraðs var s.l. laugardagskvöld og hélt kórinn söngskemmtun í Valaskjálf i tilefni af þvi. Þar söng karlakórinn 24 lög við góð- ar undirtektir áheyrenda, og var að syngja aukalög. Einsöngvari með kórnum var Björn Pálsson en undirleikari Helga Þórhallsdóttir: Stjórnandi kórsins er Svavar Björnsson. An að til skemmtunar var upplestur og gamanvísur, Kristján Gissur- arson á Eiðum Iék einleik á pí- anó, en á eftir var stiginn dans. Stein- - Minning að horfinn sé úr hóp vina öðlingsdrengurinn Bjarni Jón Steingrímsson, tæpiega 21 árs að aldri. Ástfóstri tók ég við hann 2—3 ára að aldri. Það var svo margt í fari hans, sem mér féll einkar vel í geð. Afa hans og nafna þekkti ég nokkuð. Bjarni yngri láktist honum töluvert. Misst hafa nú foreldrar góðir mikið mannseíni og samhrygig- ist óg þeim af einlægni. Góður guð mun styrkja yktour í sorg- ínni- og söknuðinum mikla. Sælt er svo að minnast Bjarna heilsteypts drengs og sanns. Hann var alltaf veltoominn á heimili mitt fyrr og síðar. Ég kornist alltaf í gott skap í né- vist hans. Hispuirslaus framkoma alla tíð. Hnyttinn í orðum og átti svo gott með að koma auga á það skoplega í lífinu og vera samt alvörugefinn, þegar allt kom til alls. Bæði greiradur og vel gefinn vaskleikadrengur og sérlega tryggur vinur vina sinna. Geymdar en ekki gleymdar eru þær mörgu stundir, sem við ræddium saman. Sárt er öllum. sem þekktu Bjarna, að hann var kailaður svo al'ltof snemma úr þessuim heimi. Guð styrki ykkur Kristín mfn og Steiragiímur, systkiiii, ætt- ingja alla og vini í sorginni. Ingibjörg Jónsdóttir. Ingunn Ólnfsdóttir — Kveðjn Fædd 30. 8. 1881. Dáin 16. 4. 1968 Kveða frá frænda. Móðir sæl og amma kær kvödd er hér að sinni sínum vinum fjær og nær fersk mun lifa í minni. Kæru börnin verið glöð glöð er móðir ykkar kærleiksverkin fylla blöð . . . • . . . blöðin bækur þykkar. Orottinn gaf og drottinn tók tregt er tungu ’að hræra huggun er sú blessuð bók ookin hennar kæra. Blessuð vertu frænka mín mikill var sá fengur, fá að eiga mildi þín, þegar, lítill drengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.