Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.1968, Blaðsíða 28
INNIHURÐIR i landsins i mesta úrvali 4A4. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. y * sáyv- ‘. v ” Þá er hún komin í hólmann sinn á Tjörninni. Margir munn þeir Reykvíkingar vera, sem eru þeirrar skoðunar að ekki sé komið vor í höfuðstaðnum, fyrr en krían er komin í hólm ann til sumar-bólfestu Kunnugir segja, að það sé einsdæmi, að kría verpi mitt í ys og þys mikillar iimferðar sem hér í borginni. Mynd þessi var tekin með strekri aðdráttarlinsu af fyrsta kríuhópnum, sem settist í Tjarnarhólmann, á þessu vori. Ljósm.: Sv. Þorm. H áaleitissókn er lögð niður KIRKJUMALARAÐUNEYTDD hefur, að fenginni tillögu sókn- arráðs og biskups, skipt: Háaleit- issókn milli Grensássóknar og Háteigssóknar. Er þvi Háaleitis- sókn þar með lögð niður. Sóknin skiptist um Safamýri þairmig að þeir, sem búsettir eru fyrir norðaustan Safa/mýrina, telj ast til Grensássóknar, en þeir sem búsettir eru fyrir neðan Safa mýrina, teljast til Háteigssóknar. Eftir þessa viðbót telur Háteigs- sókn nú um 13 þúsund íbúa, en Grensássókn um 6.600 íbúa. Menn skili ólöglegum skotvopnum strax STJÓRNVÖLD skora nú á alla j þá, sem hafa undir höndum ólög- leg skotvopn, svo sem skamm-! byssur, að láta þær af höndum j hið fyrsta, og munu þeir þá ekki sæta neinum refsingum fyrir. Heildarrannsókn á ástandi þorsk- og ýsustofnsins hér við landið — Tillögu íslands um lokun ákveðinna veiðisvœða frestað þar til niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir — Lokasamþykkt gerð um alþjóðlegt eftirlit með fiskveiðum í úthafinu • SJÖTTA fundi Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndar- enn eru nokkur vafaatriði um áhrif veiðanna á þessa fisk- „Sjötti fundur Norð-Austur- Atlantshafs fiskveiðinefndarinn- ar var haldinn í Reykjavík dag- ana 7.—13. maí. Sóttu fundinn fulltrúar 14 aðildarríkja, en hlut verk nefndarinnar er að fylgjast með vexti og viðgangi fiskistofn- anna á Norð-Austur-Atlantshafi. Á fundinum var samþykkt til- laga frá íslandi um yfirgrips- miklar heildarrannsóknir á á- standi þorsk- og ýsustofnsins hér við land, sem færa eiga heim sanninn um það hvort þeim staf ar hætta af því veiðiálagi, sem Framhald á bis. 20 Um þetta barst Morgunblaðinu svohljóðandi fréttatilkynning frá Dómsmálaráðuneytinu i gær: „Með tilvísun til reglugerðar nr. 105 frá 1946, vekur Dóms- málaráðuneytið athygli á því, að engum er heimilt að eiga eða hafa í vörzlum sínum, skotvopn eða skotfæri án sérstaks leyfis. Er hér skorað á alla þá, sem hafa í fórum sínum skammbyss- ur, riffla eða önnur skotvopn eða skotfæri, og ekki er leyfi fyrir, að skila þeim nú þegar til lög- reglu. Fram skal tekið, að í mörg um tilfellum er hægt að fá leyfi fyrir öðrum skotvopnum en skammbyssu. Ekki verður komið fram refsi- ábyrgð á hendur þeim, sem sinna áskorun þessari fyrir 1. júní n.k. Að þeim tíma liðnum verður gerð gangskör að því að leita uppi slik vopn, sérstaklega skammbyssur. Verða mál við- komandi manna síðan tekin fyrir í sakadómi“. innar lauk í fyrradag, en hann hófst 7. maí. Á fundin- um var tillaga fslands um yfir gripsmiklar heildarrannsókn- ir á ástandi þorsk- og ýsu- stofnsins hér við land sam- þykkt. Var Alþjóðahafrann- sóknarráðinu falið að skipu- leggja þessar rannsóknir í samráði við hlutaðeigandi þjóðir, en rannsóknirnar standa í þrjú ár. • Ákvörðun um tillögu ís- lands um lokun ákveðinna hafsvæða var frestað þar til fyrir liggja niðurstöður fyrr- greindra rannsókna, þar sem stofna. • Fundurinn gerði lokasam- þykkt um alþjóðlegt eftirlit með fiskveiðum í úthafinu. Hafa eftirlitsskip aðildarþjóð anna heimild til að fylgjast með því, hvort alþjóðlegum reglum um búnað veiðarfæra, möskvastærð og lágmarks- stærð á fiski sé hlýtt. Reglur þessar taka gildi 1. janúar 1970. • Hér á eftir birtist í heild fréttatilkynning, sem gefin var út eftir að fundum nefnd arinnar lauk: Landfastur ís austur við Hornafjörð FRÁ Hornafirði bárust þau tíð- indi síðla dags í gær, að þar væri nú landfastur ís, og nær hann eins langt og sést til vesturs. Sigling er nú ófær til Horna- fjarðar. Má fullyrða, að slíkt hefur ekki gerzt sl. hálfa öld og jafnvel lengur, en vorið 1965, sem er mesta hafísvor síðustu ára þar til nú, náði ísinn að landi á Stokksnesi. Við Kambanes var ísinn mun þéttari í gærkvöldi en um morg- uninn, enda var austanátt á þess- um slóðum, sem þjappaði ísnum upp að landinu víða við Aust- firðina. Litlar breytingar voru á isnum fyrir norðan land, en þar var að leggjast yfir þoka í gær- kveldi, sem bendir til mildara loftslags. Veðurfræðingurinn, sem við ræddum við, sagði að austanátt- in væri ekki óhagstæð, þar sem með henni færi ísinn helzt frá Vestfjörðunum, og ísinn gliðn- aði annars staðar. Breytingar á leiðakerfi SVR vegna H-umferðar VEGNA umferðarbreytingarinn- ar yfir til hægri 26. maí eru fyr- irsjáanlegar nokkrar minni hátt- ar breytingar á leiðakerfi Stræt- isvagna Reykjavíkur, að því er Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR, tjáði Mbl. í gær. Breytingarnar eru aðallega í því fólgnar, að strætisvagnarnir munu aka öfuga leið miðað við það, sem áður var. Sagði Eirík- ur, að t.d. mundi Sundlauga- vagninn nú aka inn Borgartún og suður Reykjaveg, öfugt við það, sem hann gerir nú í hverf- inu sjálfu. Leiðakerfið breytist ekki í höfuðdráttum við umferða- breytinguna nú fyrst um sinn, en á hinn bóginn er unnið að gagngerri endurskoðun á kerf- inu, og ekki er ennþá vitað, hve- nær þessi breyting verður. Get- ur breikkun Lækjargötu til aust- urs, norðan Austurstrætis, vald- ið töfum á þessu, svo og fram- kvæmdir við Hlemm, en þar er gert ráð fyrir stórri enda- stöð SVR. Eiríkur kvað kerfisbreyting- una einkum beinast að því að auka tíðni ferða á aðalakbraut- um borgarinnar og jafna tíðnina út, þannig að fólk sem er t.d. á Suðurlandsbraut eða Laugaveg getur nokkurn veginn vitað að um ákveðna tiðni vagnanna er að ræða. Þessi mynd var tekin yfir sovézku herskipunum í fyrradag. Þau eru nú farin frá landinu, og er olíuskipið eitt eftir. Myndina tók Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, þegar skipin voru út af Stokksnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.