Morgunblaðið - 21.05.1968, Side 1

Morgunblaðið - 21.05.1968, Side 1
32 SIÐUR 103. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vandrœðaástand í Frakklandi: Helmingur launþega landsins í verkfalli Svoboda og Kosygin heilsast í Prag. Pravda rœðst gegn Tékkum — en í Prag segja leiðtogar, að Sovétmenn sýni fyllsta skilning Prag, Moskvu, 20. maí. AP-NTB MÁLGAGN sovézka kommún- istaflokksins, Pravda, gagnrýndi á sunnudag þær breytingar, sem orðið hafa á stjórnarháttum í Tékkóslóvakíu og segir, að kom- ið sé til sögunnar vandamál, sem hin alþjóðlega kommúnistahreyf- ing verði að sinna. Grein þessi birtist samtímis þvi, að forsætisráðherra og landvarnaráðherra Sovétríkj- anna, þeir Alexei Kosygin og Andrei Gretsjko dveljast í Prag ,,sér til heilsubótar“ að sagt er opinberlega. Báðir virðast þó hafa notað vel tímann til við- ræðna við tékkneska ráðamenn, m.a. þá Zvoboda forseta, Dub- cek, aðalritari kommúnista- flokksins og Cernik, forsætisráð- herra. Að loknum fundi sem Kosygin átti með fyrrnefndum mönnum og ýmsum öðrum háttsettum embættismönnum, á laugardag, var send út tilkynning, þar sem segir að sovézkir leiðtogar sýni fyllsta skilning á þróun mála í Tékkóslóvakíu. 1 Pravda er farið hörðum orð- um um breytingamar í Tékkó- slóvakíu og þær sagðar and- sósialiskar og bent á, að hið sovézka sósialiska lýðræði sé það eina rétta. Þurfi a'ð gera ein- hverjar breytingar sé nauðsyn- Framhald á bls. 21. Starfsemi fjölda fyrirtækja lömuð — Samgöngur litlar innanlands og til útlanda og takmarkað samband við umheiminn — Hriktir nú i veldisstoðum stjórnar de Gaulles París, 20. maí. NTB-AP Verkföllin halda áfram að breiðast út í Frakklandi og valda sívaxandi erfiðleik- um. í kvöld náðu þau til nær sex milljóna manna eða um helmings launþega í landinu, og var fyrirsjáanlegt að allt athafnalíf mundi að mestu lamað á morgun, ef svo held- ur áfram sem horfir. Landið er næstum sambandslaust orð ið við umheiminn, flugsam- göngur engar, tal- og ritsíma þjónusta takmörkuð og toll- verðir hvarvetna á landamær unum hafa hótað að leggja niður vinnu. ýtj- Hriktir nú mjög í stoð- um tíu ára veldis de Gaulles, forseta og á morgun hefjast í franska þinginu umræður um vantrauststillögu vinstri flokkanna á stjórnina. Verð- ur sú tillaga borin undir at- kvæði á miðvikudagskvöld og tvísýnt um úrslit, því að ýmsir fyrrverandi fylgismenn forsetans hafa sagzt mundu greiða atkvæði gegn stjórn- inni. Forsetinn hefur í dag átt stöðugar viðræður við ráðherra sína og helztu ráð- de Gaulle gjafa. -^- Forsætisráðherrann, Ge- orges Pompidou, hefir verið í sambandi við lögregluyfir- völd, bæði í París og öðrum borgum landsins. Varalið frá hernum er reiðubúið til starfa með lögreglunni ef til átaka kemur, en í dag var fáa ein- kennisklædda lögreglumenn að sjá á götum Parísarborg- ar. -jlr Stjórnmálasérfræðingar eru á einu máli um, að reyni Port Harcourt fallin Biafraher sambandslaus við umheiminn Lagos og Lusaka, 20. maí (AP- NTB) Stjórnarher Nígeríu hefur hertekið Port Harcourt, einu hafnarborg Biafra. Einnig hefur stjórnarherinn náð flugvelli borg arinnar, en um hann hafa farið allir vopna- og vistaflutningar til Biafrahers. Er þetta mikið á- Ótti við eftirgjöf — veldur deilum í Israel Jerúsalem og New York, 20. maí — (AP-NTB) — ÍSRAELSSTJÓRN kom saman til fundar í dag til að ræða ut- anríkismál og deilur Araba og Gyðinga, en um mál þessi ríkti mikill ágreiningur innan stjórn- arinnar, og var jafnvel óttazt að stjórnarkreppa væri yfirvofandi. Fundi stjórnarinnar í dag lauk með þvl, að ráðherrarnir gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um „stuðning í grunvallaratriðum“ við stefnu Abba Ebans, utanrík- isráðherra. Eban, utanríkisráðherra, kom heim til ísraels á laugardag úr ferð um Bretland og þrjú Norð- urlandanna. Var ætlunin að halda ráðuneytisfund strax við heimkomu ráðherrans, en þeim fundi var frestað þar til í dag til að gefa Eban tækifæri til að Framhald á bls. 21. fall fyrir Biarfamenn, en leið- togi þeirra, Ojukwu ofursti, lýsti því yfir í dag að haldið yrði áfram að verjast innrás Nigeríu hers, og hvatti hann menn sína til að hefja skæruliðahernað að baki víglínanna. • Fjórða Afríkuríkið bættist í dag í hóp þeirra, sem viður- kennt hafa Biafrastjórnina, og lýsti Reuben Kamanga utan- ríkisráðherra því yfir í því til- efni að stjórn Zambíu væri sann færð um að ekki væri nokkur leið til að finna grundvöll fyrir endursameiningu Biafra og Níg- eríu. • Fulltrúar Nígeríu og Biafra koma saman til friðarviðræðna í Kampala, höfðborg Uganda, eft ir þrjá daga. Fundarstjóri verð- ur Arnold Smith frá Kandana, en hann er framkvæmdastjóri brezka Samveldisráðsins, og hef ur staðið fyrir undirbúningsvið- ræðum í London að undanförnu. Áður en Nígeríuher tókst að ná Port Harcourt á sitt vald, hafði um fjórðungur borgarbúa verið fluttur á brott þaðam. Að- allega vom það konur og böm. AMs bjuggu um 100 þúsund manns í borginni, og hófust brott flutningar á laugardag. Hersveit ir Nígeríu undir stjórn Benja- míns Adekunle ofursta, semhlot ið hefur viðurnefnið „sporðdrek inn“, náðu flugvelli Port Har- count fyrir helgi, en hann er átrta kílómetmm fyrir utan borg ina. Þaðan sóttu svo gveitirmar Framhald á bls. 21. de Gaulle að leysa vandann með valdi, muni einungis leiða af því blóðbað, sem lyktað gæti með þrennu móti, valdatöku hersins eða komm- únista, eða algeru stjórn- leysi. í París og víðar hefur fólk safnazt saman í dag og hamstrað í stórum stíl. Öng- þveiti var og í bönkum lands ins í dag, þar sem menn reyndu, hver um annan þver- an, að ná sparifé sínu út og festa það í gulli. Hækkaði verð á gulli mjög verulega, eða allt upp í $42.17 unzan og ástandið var orðið svo alvar- legt síðari hluta dagsins, að bankarnir tóku að takmarka þær upphæðir, er leyft var að taka út. Gengi frankans var ekki skráð í dag og eng- inn gjaldeyrir seldur. í morgun höfðu verkamenn tek « Framhald á bls. 21. 1000 fórust Rangoon, Burma, 20. maí. — AP Opinberlega er skýrt frá því í Rangoon, höfuðborg Burma, að um eitt þúsund manns muni hafa beðið bana af völdum fellibyls, sem gekk yfir Akyab héraðið þar í landi 10. maí sl. Um 10.000 manns misstu heimili sín. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem er ættaður frá Burma, hefur boðað aðstoð samtakanna og ýmissa aðildarþjóða og á sunnudag kom til Rangoon teppasending frá Bandaríkjunum, fyrir 45.000 dollara. 15 tróðust undir er mannfjöldi reyndi að sjá Maríu mey Kairo^ 20. maí — NTB-AP FIMMTÁN manns, þar af sex börn, biðu bana er æstur manngrúi ruðdist inn í St. Michels kirkjuna í Kairo í von um að sjá Maríu mey. Hafði sú fregn borizt milli manna, að hún hefði birzt í einum kirkjugluganna. Það var fyrst um 2. apríl sl. að sá orðrómur komst á kreik, að María guðsmóðir hefði sést hjá kirkjunni, sem er í útborg Kairo. Hefur síð- an verið viðstöðulaus straum ur fólks þangað og greip um sig alger múgæsing 1 gær, er sú sögn spurðist að María hefði sést í einum kirkju- glugganna. Fólkið ruddist inn í kirkjuna og tróðust þeir sem lífið létu undir fótum meðbræðra sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.