Morgunblaðið - 21.05.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.05.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968. 5 Stúdentaráð mun auka afskipti af menntamálum — segir nýkjörinn fnrmaður ráðsins NÝLEGA urðu stjórnarskipti í Stúdentaráði Háskóla ís- lands. Formaður ráðsins var kjörinn Höskuldur Þráinsson, stud. philol, og fer hér á eftir viðtal við hann. Kösninigar til Stúdentaráðs Háskóla íslands fóru fram 30. marz sl., og var sjálfkjörið til ráðsins í þriðja skiptið í röð, en eins og kunnugt er var skipulagi ráðsins gjörbreytt árið 1066 og fulltrúum í því fjölgað. Að þessu sinni voru kjörnir 11 fulltrúar til setu í ráðinu til tveggja ára, en 11 sátu í því fyrir, sem kjörnir voru sl. vor. Nýkjörið stúdentaráð hélt fyrsta fund sinn 25. apríl og var kosinn formaður þess og stjórn og sikipað í fastanefnd- ir. Morgunblaðið hefur af þessu tilefni snúið sér til ný- kjörins formanns stúdenta- ráðs, Höskuldar Þráinssonax, stud. philol., og spurzt frétta um málefni ráðsins. — Miikilvætgur áfangi náðist á síðasta vetri, þegar sam- þykkt voru á alþingi lög um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla íslands, en við af- greiðsl-u þess máls kom í Ijós rí'kur skilningur á hags- munabaráttu stúdenta hjá stjórnvöldum. Félagsstofnun- in breytir starfsemi stúdenta- ráðs að nofckru leyti og tekur við rekstri og uppbyggingu fyrirtækja, sem rekin eru í þágu stúdenta s. s. stúdenta- görðunum. — Unnið hefur verið skipu- lega að framgangi félagsheim- ilismálsins, en það hefur ver- ið áratugi til umræðu meðal stúdenta og fremur lítið mið- að. Á liðnum vetri var hafið nýtt átak til framkvæmda í málinu. Teikningar félags- heimilisins, sem Jón Haralds- son, arkitekt, hefur gert, voru endurskoðaðar og tillögur til breytinga gerðar, sem eru í athugun. Rannsókn hefur far- ið fram á fyrirhugaðri lóð hússins við vesturenda Gamla Garðs og verkfræðilegar at- buganir gerðar. Mun þessu verða haldið áfram, þannig að málið verði á ákveðnu stigi, þegar félagsstofnunin tekur við þvi. Enn hefur ekki verið tryggt nægilegt fjár- magn til byggingarinnar, en ríkissjóður hefur undanfarin ár lagt fram fé til hennar, en betur má ef duga skal. Munu fjáröflunarleiðir rækilega kannaðar á næstunni. — Eitt er það mál, sem við höfum rætt ítarlega síðustu vikur, en það er skorbur á barnaiheimilisrými fyrir börn stúdenta. Afstaða Sumargjaf- ar til stúdenta hefur breytzt að nokkru og eiga þeir ekki jafn auðvelt með að fá inni á barnaheimi'lum hennar og áð- Höskuldur Þráinsson ur, en þess má geta, að um 220 börn voru á framfæri 600 stúdenta við Háskóla íslands, er sóttu um lán úr lánasjóði íslenzkra námsmanna um ára mótin. Hefur stúdentaráð und anfarið gengizt fyrir athugun á möguleikum fyrir stúdenta til þess að fá húsnæði fyrir eigið barnaheimili, en mjög brýnt er að leysa þetta mál hið allra fyrsta. — Vegna þeirra breytinga, sem verða á starfsemi stúd- entaráðs við til'komu félags- stofnunarinnar. er ekki ólík- legt að ráðið leggi á næst- unni aukna áherzlu á afskipti af menntaimálum, en skammt er síðan slík starfsemi hófst að eintoverju marki á vegum þess. Höfum við í hyggju að efna til skoðanaikönnunar með al stúdenta á áliti þeirra á prófessorum og kennslutoátt- um almennt í skólanum, en um. leið verður könnuð fé- laigsleg aðstaða stúdenta. Mun verða höfð samvinna við há- skólaráð vegna þessarar könn unar og verður henni vænt- anlega hleypt af stokkunum næsta toaust. — Stúdentaráð hefur efnt til könnunar meðal stúdenta á atvinnuhorfum þeirra í sum- ar. Var h -gd upp auglýsing í anddyri skólans og atvinnu- lausir stúdentar beðnir að gefa sig fram við skrifstofu stúdentaráðs, en enginn hefur gefið sig fram enn sem komið er. Ætlun stúdentaráðs er að aðstoða stúdenta við útvegun sumarvinnu sé þess óskað. — Að lokum vil ég geta þess, að samstarf stúdenta- ráðs og Sambands íslenzkra stúdenta erlendis hefur auk- izt mjög undanfarið og unnið er að því, að samvinnan verði enn nánari og hefur stúdenta- ráð lagt fram ákveðnar til- lögur, sem stefna í þá átt. Einbýlishús til sölu við Lágafell. Fullgert og laust til íbúðar nú þegar. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. 2), 'omur a tLucjici Höfum ákveðið að loka stofunni júlímánuð vegna sumarleyfa. Viljum þess vegna benda viðskiptavin- um vorum, sem hafa hugsað sér að taka nuddkúr (megrunar- og afslöppunarnudd) fyrir frí, að panta nú þegar. NUDD og SNYRTISTOFAN Laugavegi 13. — Sími 14656. (Hárgreiðslustofa Austurbæjar). Hiíseigendafélag Reykjavíknr Skrifstofa á Bergstaðastr lla. Sími 15659 Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga Byggingakrani KROLL — K - 3 0 . Æ\ til sölu eða leigu. = HÉÐINN = iBÚÐA BYGGJENDUR Smíði á INNIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabil Kynnið yður "VERÐ GÆÐI AFGREIÐSLU FREST tU SIGURÐUR ELÍASSONh/f Auðbrekku 52 - 54, Kópavogi, sími 41380 og 41381 ÚTBOÐ Tilboð óskast í standsetningu lóðarinnar að Lauga- veg 176, Rvk. útboðsgögn verða afhent frá og með miðvikudeginum 22. maí, á annarri hæð hússins Laugavegur 176, gegn 1000.00 kr. skilatryggingu. Fótaaðgerða- og sirvrtistofa í fullum og öruggum rekstri er til sölu eða leigu, nú þegar af sérstökum ástæðum. Stofan er í stein- húsi við Miðborgina, og búin fullkomnustu nýtízku tækjum. Lysthafendur leggi nöfn inn á afgr. Mbl. merkt: „Öruggur rekstur 8654“. Til sölu er falleg 4ra herb. 107 ferm. íbúð á 2. hæð við Safaniýri. Allar innréttingar úr harðvið og plasti. Sérhiti, ný teppi. Uppsteypt bílskúrsplata, bíla- plan nialbikað og steypt gagnstétt meðfram húsinu. Lóð að mestu frágengin. Vélar í þvottahúsi og teppi á stigum. Upplýsingar í símum 35392 og 38414. EINANGRLNARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mikil verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.