Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAf 1968. $fot$wtbl$btto Utgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SAMEINING FRYSTIHÚSA IHða úti um land eru tvö*f * frystihús í sama kaup- túninu, og oft er það svo, að hráefni það, sem á land berst, mundi naumast nægja einu húsi. Þetta hefur valdið mikl um erfiðleikum hjá frystihús- unum, sem yfirleitt eru rek- in með tapi, fyrst og fremst vegna skorts á nægilegu hrá- efni. Þess vegna hefur ríkis- stjórnin beitt sér fyrir því, að sérstök nefnd ynni að því að reyna að sameina frysti- hús, þar sem ekki er ástæða til að reka nema eitt. Hér er um erfitt verkefni að ræða, ekki sízt þar sem langvar- andi samkeppni hefur átt sér stað og oft pólitísk togstreita. Það vakti þess vegna mikla athygli, þegar tókst að sam- eina frystihúsin á Skaga- strönd og frystihús Kaupfé- lagsins komst í eigu hlutafé- lags, sem vonir standa til að góð samstaða verði um að reka með myndarbrag. Fordæmið frá Skagaströnd gefur vonir um, að unnt verði að hrinda slíkri sameiningu frystihúsanna í framkvæmd víðar, enda fráleitt að halda tveimur frystihúsum í svelti af misskildum metnaði. Ef erfiðleikar þeir, sem við íslendingar eigum nú við að búa, verða til þess að meiri hagkvæmni verður komið við í frystiiðnaðinum og á öðrum sviðum í atvinnulífinu, þá hafa þeir vissulega einnig sínar bjartari hliðar, því að afraksturinn verður þá enn- þá meiri, þegar aftur fer að rofa til og árferði batnar. OSTAGERÐIN I HVERAGERÐI fjegar Ostagerðin í Hvera- •"¦ gerði hóf starfsemi sína brá svo við, að mikið fór að fást af fyrirtaks ostum, ekki eingöngu frá þeirri ostagerð heldur líka t.d. frá Mjólkur- búi Flóamanna, sem hóf þá framleiðslu á nýjum ostateg- undum. Þetta hefur að sjálf- sögðu valdið því, að neyzla á osti hefur aukizt og þó unnt að auka hana enn meir. Þarna sýndi sig eins og á öllum sviðum öðrum, hver nauðsyn er á samkeppni. Þá leggja menn sig fram um að hafa sem beztar vörur á boð- stólum, en þegar samkeppn- in er engin, vill svo fara að allt drabbist niður. Á þetta er hér minnst nú, vegna þess að Ostagerðin í Hveragerði hefur hætt starf- rækslu, þar sem hún fékk ekki nægilegt hráefni, mjólk frá bændum sunnanlands, en ástæðan til þess mun aftur á móti vera sú, að bændur hafi óttazt hefndarráðstafanir af hálfu stjórnenda Mjólkurbús Flóamanna, ef þeir seldu mjólk sína til Ostagerðarinn- ar í Hveragerði. Framkvæmdastjóri Osta- gerðarinnar, sem var í Hvera gerði, hefur nú orðið að skuldbinda sig til að hefja ekki samkeppni í framleiðslu osta. Er það vissulega illa far- ið, því að samkeppnin var öll- um í hag, neytendunum, sem fengu betri vöru og bændun- um, sem seldu meira af fram- leiðslu sinni. Skipulag mjólkurvinnslu og dreifingar er orðið áratuga gamalt. Er vissulega ástæða til að ætla að einhverra breytinga sé þörf í því efni; að minnsta kosti ætti að vera hægt að ræða um þær öfga- og æsingalaust. Væri æski- legt að heyra sem flestar raddir um það efni. SKATTAR OG ÚTSVÖR CJkattskráin í Reykjavík hef- •^ ur nú verið lögð fram, og eru menn sem óðast að kynna sér, hvað þeir eiga að greiða í opinber gjöld, og finnst sjálfsagt flestum nú eins og fyrri daginn nægilega mikið að greiða, einkum þar sem margháttuð gjöld eru á sama seðlinum, og ýmiskonar gjöld til ríkisins og stofnanna þess eru nálægt því hin sömu og heildargjöldin, sem borg- arbúar greiða sínu bæjarfé- lagi. Framkvæmdirnar í höfuð- borginni hafa verið geysi- miklar undanfarin ár eins og menn vita og enn verða mikl- ar framkvæmdir í ár. Þarf borgin því eðlilega á veruleg- um fjármunum að halda. En samt sem áður hefur reynzt unnt að gefa 6% afslátt frá út svarsstiga og ættu menn sæmilega að geta unað því. Ovissa um framtíð Eftir Joe McGowan Ayuh Khan forseti Pakistans hefur nú á ný tekið valda- taumana í sínar hendur, en veikindi, sem nærri lögðu for- setann að velli nýlega, og ald- ur hans — hann varð 61 árs hinn 14. þessa mánaðar — valda stjórnmálamönnum þar í landi nokrum áhyggjum. Ayub Khan var marskálkur og yfirmaður hers landsins þegar hann hrifsaði til sin stjórnartaumana í Pakistan í október 1958, og það sem veld ur áhyggjum er að hann hefur ekki búið neinn af mönnum sínum undir það að taka við völdum, ef hann skyldi sjálfur falla frá. Undir tíu ára stjórn Ayubs hafa undur gerzt í þessu ein- kennilega landi, sem skipt er í tvo hluta, en milli lands- hlutanna tveggja liggur 1.600 kílómetra breitt belti Ind- lands, erkióvinarins. Undir stjórn Ayubs hefur iðnaður blómgast, Iandbúnaðurinn hef ur færzt í skorður 20. aldar- innar og verður væntanlega brátt fær um að sjá lands- mönnum fyrir nægum matvæl um til eigin neyzlu, meðaltekj ur íbúanna hafa aukizt veru- lega, og — síðast en ekki sízt — stöðugleiki hefur ríkt í i stjórnmálunum. Allar þessar framfarir voru nærri því að engu gerðar í febrúar og marz sl. þegar vi'ð lá að Ayub létist úr blóð- tappa. Hópur brezkra lækna, sem allir voru sérfræðingar hver á sínu sviði, fóru strax flug- leiðis til Rawalpindi, og John son Bandaríkjaforseti bauðst til að senda hjartasérfræðing til Pakistans. Að því er bezt verður séð nú, varð Ayub fyrir þessu áfalli hinn 28. janú ar, en engan grunaði þá neitt, og ekki fyrr en 1. febrúar, þegar niður féll venjulegt út- varpsávarp tjl þjóðarinnar( sem hann var vanur að flytja mána'ðarlega. Hinn 3. febrúar tilkynnti svo ríkisstjórnin að forsetinn væri sjúkur. í nærri tvo mánuði eftir á- fallið var Ayub undir ströngu eftirliti lækna á forsetasetr- inu. Á meðan á þessu stóð fóru fjórir menn með æðstu völd í landinu. Þeir voru: — Fida Hassan, ráðgjafi for setans og nánasti samstarfs maður hans. Hann var áður forsætisráðherra héraðs- stjórnarinnar í Vestur-Pakis tan. Meðan á veikindunum stóð var hann nokkurskonar forsætisráðherra, en ráð- færtSi sig venjulega við við- komandi ráðuneyti áður en ákvarðanir voru teknar. —i Kawaja Shahabuddin upplýsingamálaráðherra. Hann sat í forsæti á ráðu- neytisfundum vegna þess að hann er þar aldursforseti. — Abdul Jabbar Khan, for- seti þingsins. Hann annaðist öll formsatriði, eins og að sverja dómurum og öðrum embætismönnum embættis- eiða. Samkvæmt stjórnar- skránni á hann að gegna forsetaembætti ef Ayub fer úr landi. — Varnarmálaráðherrann A. R. Khan aðmíráll. Hann kom fram á hersýningum og við önnur hátíðleg tæki- færi í stað forsetans. Khan var áður yfirmaður flota Pakistans. Einkalæknir Ayubs hafði einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Hann neitaði að láta nokkurn þann, sem ekki var mjög nákominn Ayub, heim- sækja forsetann, jafnvel eftir að hann tók að hressast seint í marz. Þeim sem hleypt var að sjúkrabeði Ayubs var sagt að tala sem minnst, forðast að minnast á nokkur vandamál, og láta Ayub um að tala. Meðan á þessu gekk voru gefnar út opinberar tilkynn- ingar um heilsu forsetans, sem þetta leyti. Á hann þá að hafa tekið upplýsingunum illa, og kvartað yfir því að Sovét- stjórnin hafi ekki fengið rétt- ar upplýsingar um veikindi Ayubs, svo hún hefði fengið tækifæri til að senda lækna- sérfræðinga sína til aðstoðar. Þegar á allt er litið, sagði sendiherrann, eru Sovétríkin mun nær Pakistan en Bret- land, og auk þess afar vin- veitt. Sovézku yfirvöldin héldu fast við áform sín, og loks var ákveðið að Kosygin kæmi til Pakistan 17. apríl. Var þá ákveðið að haga heimsókninni þannig að lei'ðtogarnir tveir hittust aðeins tvisvar, og fund Ayub Khan (til hægri) tekur á móti Alexei Kosygin við komu forsætisráðh. Sovétrikjanna til Rawalpindi í apríl sl. ætlað var a'ð róa almenning í landinu. í tilkynningum lækn anna var sagt að Ayub væri á góðum batavegi, hann um- gengist fjölskyldu sína og ráð gjafa, og loks að hann væri tekinn við embætti á ný. Misskilningur. Þessar tilkynningar báru til ætlaðan árangur heima fyrir, en hafði nærri komið yfirvöld unum í koll þegar Rússar tóku tilkynningarnar trúanlegar og lýstu því yfir að Alexei Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna hefði ákveðið að þiggja gamalt boð um a'ð heimsækja Pakistan. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum kom þessi yfirlýs- ing sovézku stjórnvaldanna yfirvöldunum í Pakistan mjög á óvart. Sendiherra Sovétríkj anna, M. V. Degtyar, var boð- aður til fundar og honum til- kynnt að það væri mjög ó- heppilegt fyrir Kosygin að koma á fyrirhuguðum tíma, sem var í apríl. Fór svo að Degtyar var sögð ástæðan fyr ir því hvers vegna heimsókn Kosygins væri óæskileg um ir þeirra yrðu stuttir. Síðan færi Kosygin til Lahore og Karachi og skoðaði sig um í landinu. Áætlanirnar stóðust ekki fylli lega, og annar fundur leiðtog anna, sem standa átti hálfa aðra klukkustund, tók þrjár stundir. Læknarnir urðu ótta- slegnir, en áreynslan virtist ekki saka Ayub. Hvað var svo áríðandi að Kosygin vildi tefla Ayubs í hættu til að fá útkljáð? Alit margra var að Rússar hefðu komizt að raun um samband Indlands og Pakistans væri að spillast svo mjög, að nauð- synlegt væri að grípa strax í taumana til að tryggja fram- tíð Tashkent-samninganna milli landanna, sem Kosygin hafði forgöngu um að gerðir voru í janúar 1966. Síðar hafa komið fram raddir um að ef til vill hafi þarna borið á góma framtíð bandarískra her stöðva í Pakistan. Hver sem ástæðan var, kom Kosygin til Rawalpindi á til- settum tíma, en vafasamt er að hann hafi gert sér það Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.