Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1968. Búskaparhorfur betri en búast mátti við — Sauðburður hefur gengið vel vlðast hvar og gróðri fleygir fram LOKSINS virðist vera að vora um allt iand. Tún fá nú með hverj- um degi lit á sig og ær eru komnar úr húsum, a.m.k. séu þær ein- lembdar. Alls staðar á landinu hefur sauðburður gengið sæmilega og víða vel, en bændur hafa átt erilsaman dag, þar eð framan af sauðburði báru allar ær í húsum. Mbi hafði tal af fréttariturum sínum umhverfis Iand og fékk yfirleitt það svar, að síðustu dægur hefði tíðarfar verið svo gott, að menn hafi nærri séð grös gróa. þurrka, en yfirleitt hefur tíð verið mjög góð til sauðburðar, logn og hiti. Ágúst taldi líkur vera á kali, en þó væri erfitt að segja til um það ennþá. Vor- verk eru öll í seinasta lagi og énn er ekki farið að bera á tún, en Ágúst taldi oft hafa verið verra útlit en nú. Fénaður væri í mjög bjarglegu standi. Björn Jónsson í Bæ á Höfða- strönd sagði að undanfarna daga hefði verið afbragðs tíð og gróðri skilað vel áfram. Fyrstu skúrina gerði í fyrrinótt og virt ist jörð taka fljótt við sér. Hins vegar kólnar fljótt ef átt verður norðlæg. Sauðburður hefur gengið veL Einstaka menn eru búnir að setja út kýr sínar, en gróður er lítill fyrir þær, en vonandi stend ur það til bóta bráðlega. Sums staðar er búið að sleppa á fjall og sauðburður kominn langt. Víkingur Guðmundsson á Kífsá í Eyjafirði sagði, sauðburð hafa gengið sæmilega, en hann hefði allur farið fram í húsum fyrst framan af. Nú er fé víð- PÁLL PÁLSSON á Borg í Miklaholtshreppi, sagði, að allt gott væri að frétta af sauð- burði þar. Hins vegar hefðu bændur átt erfiða daga, þar eð framan af hefðu allr ær borið í húsum. Sauðburður hófst í 3. viku sumars og var þá algjör gróðurleysa, en síðastliðin vika hefur verið einmuna góð, tíðar- far hefur vart getað verið betra hæfileg rigning og hlýindi. Lambahöld hafa verið sér- staklega góð og ekki borið á kvillum. í fyrrinótt rigndi og sagði Páll að útlitið væri nú gott, héldi þessu áfram. Aðeins er bú- ið að sleppa fyrstu lambánum, en yfirleitt er féð enn heima við. Bændur hafa notað mikinn fóð- urbæti og þótt fé hafi verið á gjöf til skamms tíma, eiga menn enn eitthvað af heyjum. Lítið mun þó vera um fymingar. Ekki munu menn hleypa kúm út strax. Fyrri hluta maí var mjög kalt, og sagði Páll, að sér virtist sem kal væri L túnum, en þó er kannski enn og snemmt að segja til um það. Á Látrum hefur verið mikil og góð gróðrarveðrátta síðustu sól- arhringa, að því er Þórður Jóns- son, tjáði okkur. Sauðburður hefur gengið þar vel, en ær eru enn í húsum og því erilsamur dagur hjá flestum. Hey hafa ver- ið nægileg, en bændur hafa not- að mikinn fóðurbæti, sem er dýr og nú fæst ekki úr kaupfélaginu neinn áburður, þar er bankaá- byrgð fæst ekki. Hins vegar sagði Þórður að bændur hefðu fengið kjarna. Sjór hefur verið sléttur sem beiðatjöm allan maímánuð, en í fyrradag fór að bera á dálit- íilli vestanöldiu. Frá Örlygs- Ihöfn hefur verið stunduð hrogn- kelsaveiði, sem gengið hefur mjög vel og hafa menn fengið allt upp í 2 tunnur af hrognum úr lögn, sem er góð búbót. Þórður sagði, að verði áfram- hald á hinu góða tíðarfari, líti sæmilega út með gróður. Síðast- liðna viku hefur gróðri fleygt mjög áfram, en vegir eru víða slæmir enn og sundurskornir. Hjá Þórði á Látrum er mest tví- Lembt, þrílembt og nokkrar ær hafa verið fjórlembdar. Páll Pálsson, Þúfum í Norður- ísafjarðarsýslu segir sauðburð hafa gengið mjög vel, en víða er óborið. Gróður er víða það vel á veg kominn að farið er að sleppa gemlingum. Er það miklu fyrr en menn þorðu að vona. Kominn er góður sauðagróður, en viða óttast menn að kal sé í túnum eins og í fyrra. Það á þó eftir að koma enn betur í ljós. Sauðburður hefur allur farið fram í húsum, en nú er fyrst farið að láta ær út. Bezta veð- ur er nú dag eftir dag, sólskin og hinn ákjósanlegasti hiti. Rétt er verið að byrja að ryðja veg- inn yfir Þorskaf jarðarheiði, sem mun vera síðasta heiðin á Vest- fjörðum, sem enn er ekki fær. Sauðburður hefur gengið vel í Vatnsdal, að því er Ágúst Jónsson á Hofi tjáði MbL Ekki er enn búið að sleppa og yfir- leitt hefur alls staðar borið í húsi. Einlembdum ám hefur þó verið sleppt, en tvílembdum er enn gefið hey og á meirihluti bænda nóg enn, m.a. fyrir kým- ar. Bændur hafa líklegast not- að helmingi meiri fóðurbætir en í fyrra. Fóðurbætisnotkun þá var þó mikil. Undanfarin tvö dægur hefur gróðri farið vel fram. í fyrri- nótt rigndi eftir langvarandi Litlu lömbin Ieika sér ast hvar beitt á tún, sem grænka nú sem óðast. Síðustu dagana hefur nærri verið unnt að heyra og sjá grasið spretta. Góð viðri mikið er í Eyjafirði 16 til 17 stiga hiti nætur sem daga. Ekki bjóst Víkingur við að mikið yrði um fyrningar, en hins vegar taldi hann að hvergi yrði um heyskort að ræða. Réði hann það af því, að heyflutningar væru engir um héraðið, enda hey dýr hjá þeim sem væru af- lögufærir. Virðist kominn mikill búhugur í menn og þeir byrjað- ir að setja niður kartöflur í stór um stíl. Áburðarflutningar eru í fullum gangi. Mikill vorhugfctr er í mönnum, en einhver smá- klaki er enn í jörðu á stöku stað. Jóhannes Sigfinnsson á Gríms stöðum í Mývatnssveit taldi að sauðburður hefði gengið vel. Hagstætt tíðarfar hefði verið undanfarin dægur og úthagi tek inn að grænka. Fjalldrapi og annar viður er og farinn að laufgast. Er við ræddum við Jóhannes var nokkur stormur og var vatnið sem verið hefur á ísi að brjóta hann af sér. Bjóst hann við að þá myndi hlýna enn meira. Allt fé hefur borið í húsum, Aukinn straumur ferða- manna til Islands — 4 ferðaslcrifstofur hefja samvinnu um iunanlandsferðir MBL. hafði samband við nokkr- ar ferðaskrifstofur í gær og innti þær eftir fréttum af sumarstarfi þeirra í innanlandsferðum. Allar skrifstofumar búast við auknum straumi erlendra ferðamanna til íslands í sumar. Það kom m.a. fram hjá ferðaskrifstofunum að í gær stofnuðu 4 ferðaskrifstofur til samvinnu um fyrirgreiðslu Útsýn hefur fengið umboð á íslandi fyrir hina heimsfrægu ferðaskrifstofu American Ex- press og annast m.a. fyrir hennar hönd móttöku skemmtiferða- skipsins Argentína, sem kemur hingað 6. ágúst. Ingólfur sagði að það mætti búast við mun fleiri ferðamönn- um til landsins á þeirra vegum Stærsta skemmtiferðaskipið, sem kemur hingað til lands fyrir farþega Loftleiða hérlendis, en ferðaskrifstofurnar eru: Út- sýn, Sunna, Zoega og Ferðaskrif- stofa ríkisins. Eftirfarandi upplýsingar feng- um við hjá 3 ferðaskrifstofum. Aukning erlendra ferðamanna. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur annazt fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna í vaxandi mæli á síð- ustu árum, bæði móttöku ein- staklinga og hópa, að því er Ing- ólfur Guðbrandsson tjáði Mbl. í gær. Meirihluti ferðamanna Út- sýnar eru Bretar. Undanfarin ár hefur Útsýn haft á boðstólum „12 daga á íslandi", en þær ferðir innihalda m.a. 3 daga dvöl í Reykjavík með kynn- isferðum um borgina og einnig ferð að Gullfossi, Geysi og Þing- völlum. í framhaldi af því er 9 daga hringferð um ísland með bifreiðum og flugvélum. Útsýn heldur uppi 6 ferðum af þessu tagi í sumar og vandar til þeirra í hvívetna. miðað við fyrra ár, ekki sízt á vegum American Express. Innanlandsferðir í fyrsta sinn hjá Sunnu. Ferðaskrifstofan Sunna stend- ur í fyrsta skipti í sumar fyrir ferðum innanlands og á skrifstof- an von á hópum ferðamanna. All margir hópar munu koma frá Bandaríkjunum og Bretlandseyj- um, eða um 200 manns. Margir af væntanlegum hóp- um Sunnu eru náttúruskoðendur og í sambandi við það hefur ferðaskrifstofan skipulagt eins til þriggja daga ferðir hérlendis í náttúruskoðun, fugla, jarðlög, grös o.fl. Einnig á skrifstofan von á mörgum almennum ferðamönn- um fyrir utan hópa. Sunna byrjaði að taka á móti erlendum ferðamönnum 1. maí s.l. og hefur gert það stöðugt síð- an m.a. hefur verið farið með ferðafólkið að staðaldri að Geysi og Gullfossi eftir að greiðfært varð þangað. Flestir ferðamenn Sunnu, sem áhuga hafa á náttúruskoðun munu koma til landsins í júní og byrjun júlí. p Möguleiki er á því, að Suhna taki á móti skemmtiferðaskipi í sumar, en það er ekki afráðið ennþá. Það sem af er ferðavertíðinni hafa innanlandsferðir Sunnu gengið mjög vel og lofa góðu, að sögn Árna Waage hjá ferðaskrif- stofunni. Örugglega helmingi fleiri en í fyrra. Zoéga-nafnið hefur nú í 112 ár verið tengt ferðamálum á íslanSi og eftir fjögur ár eru 100 ár liðin síðan Ferðaskrifstofa Zoéga h.f. tók að sér umboð á íslandi fyrir elztu og eina stærstu ferðaskrif- stofu heims, The Cook & Son Ltd. í London. f sumar koma hingað tíu skemmtiferðaskip á vegum Ferðaskrifstofu Zoéga h.f. og Geir Zoéga tjáði Morgun- blaðinu, að hann byggist við helmingi fleiri erlendum ferða- mönnum til íslands í sumar en í fyrra, ef ekki fleirum. Sagði Geir, að á vegum skrif- stofu hans hefðu aldrei komið jafn mörg skip, jafn margir ein- staklingar og jafn margir hópar og þegar hafa tilkynnt komu sína í sumar. Er þegar orðið erfitt að fá hótelpláss fyrir erlent ferða- fólk, jafnvel þó aðeins sé um ein- staklinga að ræða. Sagði Geir, að skrifstofa hans hefði nokkrum sinnum orðið að neita pöntunum nú. Fyrsta skemmtiferðaskipið á vegum Ferðaskrifstofu Zoéga h.f. í sumar kemur 11. júní frá Banda ríkjunum og fyrsta skipið frá Evrópu kemur daginn eftir. Eru þrjú skemmtiferðaskip þegar bú- in að tilkynna komu sína sum- arið 1969 og farið er að ræða um ferðir skemmtiferðaskipa til ís- iands sumarið 1970. Flestir ferðamennirnir, sem hingað koma á vegum Ferðaskrif stofu Zoéga h.f. eru frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og Þýzka- landi og sagði Geir, að aukningin væri nokkuð jöfn frá þessum þremur löndum. — Ljósm.: Sv. Þorm. sagði Jóhannes, en strax, er leið á sauðburð var tið orðin það góð að allt fór að ganga miklu betur. Hey eru nægilega mikil, en menn hafa sparað þau mjög með fóðurbæti. Jóhannes taldi mikla hættu á kali í túnum, en taldi þó það ekki hafa komið vel í ljós enn. Veturinn í vetur var mjög slæmur að hans áliti, mikil frost en lítill snjór. Halldóra Gunnlaugsdóttir hús- freyja á Ærlæk í Norður-Þing- eyjarsýslu sagði sauðburð langt kominn og hefði hann gengið vel. Undanfarnir dagar hafa ver ið mjög góðir hvað tíðar- far snerti og grænkar nú grund in óðum. Menn eiga almennteitt hvað smávegis eftir af beyjum, en fóðurbætisnotkun hefur ver- ið geysileg og eiga bændur erf- itt með að standa við fjárskuld- bindingar sínar. Ekki hefur fé verið sleppt nema nokkrum gemlingum. Far- ið verður að bera á hvað úr hverju, en vegir eru nú nær all ir orðnir vel færir. Ragnar Guðjónsson í Vopna- firði sagði sauðburð hafa gengið vel, enda hefði veður verið með afbrigðum gott og engir kvillar komið fram. Fé er enn í húsum, en að undanförnu hetfur verið hiti og logn í þrjár vikur og gróður kominn áleiðis. Fyrsta skúrin kom í nótt og færði hún líf í tún og bala, sem grænka nú með hverjum deginum. Yfirleitt er hiti milli 15 og 18 stig og hefur verið svo í marga daga. f Breiðdal hefur sauðburður gengið vel, en hefur allur farið fram í húsum, að því er Páll Guðmundsson á Gilsárstekk tjáði okkur. Byrjað er að sleppa einlembdum ám. Síðustu dagar hafa verið mjög góðir, andstætt við það sem var fyrr í mánuð- inum. Tíðarfar í mai hefur verið mjög kalt, en nú síðustu dægur hefur komið næturþoka og rign- ing og grænkar nú jörð ört. Ekki er tilfinnanlegur skortur á heyjum, en bændur hafa keypt mikinn fóðurbæti og hefur hann vegna auðTar jarðar og góðs tíð- nýtzt betur en vonir stóðu til, arfars. Hafísinn er nú horfinn héðan af Breiðdalsvíkinni. Egill Jónsson á Seljavöllum sagði, að sauðburður hefði geng- ið vel, en menn hafa að sjálf- sögðu haft allt fé í hús- um. Hann hófst í Öræfum upp úr mánaðarmótum apríl-maí, en ann ars staðar hefst hann um miðjan maí og er hann langt kominn núna og er sums staðar að Ijúka þessa dagana. Aðeins hefur gróið fyrir í Ör- æfum, en þó munar það ekki miklu. Nú síðustu daga hefur gróðri fleygt mjög fram, en þó er hann ekki nægilegur handa lambfé, enda má segja að nær allt fé í sýslunni sé á gjöf enn. Ég mundi gizka á, sagði Egill, að útlitið væri fremur gott nú í sauðburðarlok. Að vísu hefux veturinn verið mjög kostnaðar- samur hvað fóðurbætiskaup snertir, en hey hafa verið næg undir flestum kringumstæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.