Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR I. JÚNÍ 1968, /■ Tilkynning frá Heilsuverndarstöðinni að Sólvangi Hafnarfirði. Ákveðið hefur verið að bólusetja við mænuveiki alla þá, sem þess óska, á aldrinum 16 — 50 ára og heima eiga í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaup- staðar og Garðahrepps og hafa ekki verið bólu- settir gegn mænuveiki á síðustu 5 árum. Bólusett verður að Sólvangi alla virka daga, nema laugardaga frá kl. 10 — 12 f.h. á tímabilinu 5. —22. júní n.k. gegn 30 króna gjaldi. Stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjalda, samkvæmt gjaldheimtuseðli 1967, sem féllu í gjald- daga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1968. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 40. gr. alm. tryggingarlaga, lífeyristrygg- ingargjald atvinnurekenda skv. 28. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, alm. tryggingasjóðs- gjald, tekjuútsvar, eignaútsvar, aðstöðugjald, sjúkra samlagsgjald, iðnlánasjóðsgjald, launaskattur og iðnaðargjald. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framan- greindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavík, 1. júní 1968. Borgarfógetaembættið. J0HN8 - MMILLE glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2%” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hi. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. Fjaðrir, fjaðrablöff, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 . Sími 24180 .... Ný Champion-kerti CHAMPION | geta minnkað eyðsluna um I0°fo CHAMP10H Allt á somo stflð ! Champion-kraftkveikjukertin eru með „Nickel Alloy“ neistaoddum, sem þola mun meiri bruna og endast því miklu lengur. Með ísetningu nýrra Champion-kerta eykst aflið, ræsing verður auðveldari og benzíneyðslan eðlileg. Þetta eru staðreyndir, sem bílstjórar þekkja og því kaupa þeir Champion- kraf tkveik j uker tin. Notið aðeins Jboð bezta, Champion-kraft< kveikjukertin. H.f. Egill Vilhjálmsson Lnuaavoa 118 ■ Sfimi 2-22-40 REYKJADALUR Sumardvölin hefst fimmtudaginn 6. júní. Lagt verður af stað í Reykjadal frá Sjafnargötu 14 kL 2. Farangur barnsins sendist á Sjafnargötu 14 fyrir hádegi miðvikudaginn 5. júní. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Garðeigendur Brekkuvíðir, gljávíðir, birki, fagurlaufamispill, rauðblaðarós og fleira í limgerði. Útsala í Keflavík Guðleifur Sigurjónsson garðyrkjumaður. Garðyrkjustöðin GRÍMSSTAÐIR Hveragerði. MERCl'RY 1955 Til sölu er Mercury 1955, 8 cyl., sjálfskiptur, 2ja dyra, hard-top. Bifreiðin er í góðu standi, nýsprautuð. Til sýnis að bifreiðaverkstæði okkar að Sólvallagötu 79 næstu daga. BIFREIÐASTÖÐ REYKJAVÍKUR. Sími 11588. Söluslarf í sumor Viljum ráða röskan mann til sölustarfa úti á landi og á Reykjavíkursvæðinu í sumar. Mjög auðseldur söluvarningur og góð sölulaun. Nauðsynlegt að hafa bíl til umráða. Þeir sem hafa áhuga á þessu sendi umsóknir til Morgunblaðsins ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, merkt: „Góð sölulaun — 8753“. LITAVER PLASTINO-KORK GRENSÁSVEGI22-24 »30280-32262 Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. Finnski kirkjukórinn Meiluhden Kirkko Kuoro frá Helsingfors, heldur tónleika í Dómkirkjunni kl. 5 s.d. á hvítasunnudag. Stjórnandi: Ilka Kuusisto. Einleikari á orgel Uka Kuusisto. Einsöngvarar: Matti Salminen, Enni Syrjála og Usho Salimi. Aðgöngumiðar á 100 krónur við innganginn. FINNSKI SAMKÓKINN ,,Helsingin Laulu" frá Helsingfors heldur samsöng í Háskólabiói laugardaginn 1. júní kl. 16.00. Stjórnandi: Kauli Kallioniemi. Einsöngur: Enni Syrjálá. Aðgöngumiðasala í Bókabúð Sigfúsar Eymunds- sonar og Bókaverzlun Lárusar Blöndal Skólavörðu- stíg og Vesturveri og við innganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.