Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1'96S. 3 Jón Auðuns dómpróf.: Handleiisla — Heilagur andi Frumkristnin er einhver furðulegasta kynslóð, sem á jörðu hefir lifað, og í trú henn- ar á handleiðslu andans er að finna lykilinn að leyndardóm- inum um þann ótrúlega kraft, sem hún er gædd, hið dæmalausa hugrekki hennar andspænis of- sóknum, hættum og dauða. Hér var ný kynslóð á ferð, sannfærð um að hún væri leidd af æðra váldi, undir daglegri vernd æðri veruleiká. Og þessi veruleiki var andinn, heilagur andi, sem kristnu mennirnir fundu að var daglega að leiða þá, daglega að stjórna þeim, dagtega að (bera sjiálfum sér vitni. Og andinn bar sér vitni í lífi þessa fólks einkum með tvennu móti: Ýmist með táknum og kraftaverkum, eða sem hand- leiðsla, kærleiksfull, vísdómsrík. Af lifandi lindum þessarar reynslr drukku menn ótæpt, og þeir sóttu þangað þrek til að lifa em hetjur og deyja þannig, að blóðugan kranz píslarvæitis- dauðans 'báru iþeir eins og sig- ursveig. Jörðin var þeim veruleikur. Á henni stóðu þeir föstum fót- um. En ekiki eini veruleikinn, því að yfir þeim hvelfdist him- inn, sem heilagur andi bar vitni, ýmist með kraftavexkum, duilsýnum', lækningum og vitr- unum, — eða með þeirri hljóðu handleiðslu, sem var kærleifcs- rík og viturleg, þótt hún leiddi þá stundum inn á vegi, sem þeir höfðu ekki ætlað sér sjálfdr að ganga. Nú eru 19 aldir liðnar. Hvað eigum við nú af þessum heilaga arfi, þessari helgu glóð? Við eigum mik'iu meira en nóg af lítt skiljanlegum „skýr- ing'um“ á heilögum anda ,en , þekkjum við kraft hans? Kirkja hvítasunnukynslóðax- innar er í stórum vanda, stórri þrengingu stödd. „Lituðu“ þjóð- irnar hafna kristindóminum í ríkari og ríkari mæli, sumpart raunar af andstöðu við vestræn yfirráð og afskiptasemi og vest- ræna menningu, aðra en tækni- menninguna. Og í kristnum heimi gerast göturnar að helgi- dómunum grasi vaxnar og færri og færri þiggja aðra þjónustu kirkjunnar en hin svokölluðu prestsverk. Kirkjan þokar fyrir öðrum öflum í nú'tímaþjóðfé- lagi. Þeir sem kirkjunni unna sjlá þetta, en ótrúlega mangir telja það leið til úrbóta, varnar og sófcnar, að endurvekja gömul, stirnuð form í gatsiitnum kenni setningum, gömlum söng og sið- um og fánýtum klæðaiburði við helga þjónustu. Aftur í gráa forneskju er leitað eftir göml- um götum, sem nýrri kynslóð er ætlað að ganga. Sumar barna- legar sálir finna í þessu ein- hverja fróun, en dettur nokkr- um í ai'vöru í hug, að þetta fá- nýta fálm leið.i nútímamenn að i þéim lindum, sem frumkristnin drakk af sinn þrótt, sitt undra- verða þrek, sína sterku sann- færingu um handleiðslu andans? Hefir þú enga reynslu um slíka handleiðslu? Þreifar þú aldrei á þeirri hendi, sem þig leiðir? 'Hafa þau atvik aldrei orðið í lífi þínu, að þú gazt ekki annað en séð, að lífsþráðurinn þinn var spunnin hendi, sem ekki var höndin þín, og lífsvoð- in þín ofin, þótt þú værir ekki vefarinn sjálfur? Eða getur þú við nána attiug- un annað en séð, hvernig and- inn hefir starfað, leiðbeint, stýrt framþróun kynslóðanna? Lífs- I móðan hefir með öruggum þunga hnigið hljóðlega fram. Öld hefir komið af öld og kynslóð af kyn- slóð. Þessa miklu sögu eiga aliir að geta lesið. En færri lesa letr- ið hulda bak við atburðarásina, söguna sem frumkristnin las um heil. anda og handleiðslu hans. Þetta voru vordagar, dásam- legir vordagar. En 19 aldir eju liðnar og margt er orðið breytt. Að ýmsu eðlilega. Öll ytri form eru mannaverk sem eiga, ef vel er, að endurnýjast með hverri nýrri kynslóð. Það er feigðax- merki, bæði á kirkjunni og öðr- um stofnunum, ef leita þarf aft-_ ur í aldir eftir leiðum fyrir nýja^ kynslóð. Það er alvörumál, og þó eink- um það, ef kraftur andans kenn- ist ekki í kirkjunni. Þá verða hin ytri form líkt og rómversku vatnsleiðslurnar frægu, sem eru fagurt meistaraverk að horfa á, en flytja ekki droþa af lifandi vatni lengur! Þá frjósa læknir, og lindir mannshjartans þorna, trúræn hrifning hættir, hugljómun deyr. Þá tapast þeir töfrar, seip engin mannssál, engin kynslóð má að ósekju missa. Rannsóknarleiöangur. Finnskur kór í heimsókn HINGAÐ tii lands er kominn finnski kórinn Helsingin Laulu (söngvarar Helsingforsbæjar), og syngur í Háskólabíói í dag, laug- ardag kl. 4 e. h. Helsingin Laulu er nú á hljóm leikaferð um Norðurlönd og Eist. land og er söngskemmtun í Há- skólabíói liður í henni. Belsinigin Laulu er 50 radda blandaður kór. Kórinn hefur leitazt við að kynna áheyrend- um sínum lítt þekkt verk og þá fyrst og fremst verk finnskra tónskálda. Kórinn hefur fengið Ærábæra dóma. Stjórnandi kórs- ins er Kauli Kalhoniemi. Á hljómleikunum á laugardag verður flutt ýmislegt það falleg- asta úr finnskri kórmúsík, m. a. lög eftir Sibelius, Palmgren, Madetoja og Kuula, ásamt nokkrum finnskum þjóðlögum. — Leika í Hótel Sögu á þriðiudagskvöldið LOS Angeles Brass Quintett- inn er nú staddur í Reykja- vík, á vegum Lúðrasveitar Reykjavikur. Mun hann halda hljómleika í Hótel Sögu á þriðjudagskvöld kl. 9. Fréttamaður fann þá að máli niðri í Ríkisútvarpi ásamt ungri konu, frú Miles Anderson, sem þeir sögðu vera fóstru sína. Þeir félagarn ir, sem allir eru ýmist heima- eða heimsfrægir í tónlistar- heiminum, að sögn Þorkels Sigurbjörnssonar, voru, að eig in sögn að sækja í sig veðrið fyrÍT útvarpsupptöku eftir há- degfð. — Eruð þið búnir að leika lengi saman? — Þrjú ár, við erum nokk- urskonar samvinnuhreyfing. Jafnrétti, frelsi og bræðra- lag! — Hver leikur svo á hvaða hljóðfæri í sveitinni? — Stevens á trompet, Maríó Guarneri á trompet, Ralp Pyle á franskt horn, Miles Anderson á trombone (bás- únu) og Roger Bobo á túbu. — Hvað ætlið þið að hafa langa viðdvöl hérna? - — ■ ' H — Við förum héðan á fimmtudag. — Hvað verður á efnis- skránni? — Prelúdía í e-moll eftir Bach, svíta eftir Pezel, Can- zóna nr. 5 eftir Gabrieli, svíta nr. 1 eftir Wilder og í þessu verki fær hver einstakur leikari aðalhlutverk. Síðan ætlum við að hafa hlé. Eftir hlé leikum við svo 3 kaprísur eftir Paganini, músík fyrir blásarakvintett eftir Schuller, og k'úntett eftir Malcolm Arnold. Forstöðunefnd sýningar Myndlistarfélagsins í sýningarsal Menntaskólans. Myndlistarfél. opnar sýningu i Menntaskólanum á laugardag farinn a Vatnajökul I MORGUN lagði upp hinn ár- legi vorleiðangur Jöklarannsókn arfélags Islands til mælinga á Vatnajökli. Eru núna í förinni 14 manns undir forustu Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, og verður ferðazt um jökulinn í tveimur snjóbílum, Jökli II og Gusa Guðmundar Jónassonar. í förinni eru nú þrír menn frá Raunvísindastofnun Háskólans, I þeir Bragi Agnarsson, efnafræð- I ingur og eðlisfræðingarnir Þor- valdur Búason og Páll Theodórs- son, en þeir ætla að gera grunn- vatnsmælingar samskonar og þeir gerðu á Langajökli fyrr í vor og taka sýnishorn af jöklin- um með þar til gerðum bor. Einnig eru í förinni Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, sem er listilegur ljósmyndari og rússneskur maður, Sokoloff sem er sérfræðingur í jökla- og vatna fræði og hefur verfð að kynna sér þau mál hér í vetur. Og að öðru leyti félagar úr Jöklafélag- inu, sem annast ýmiskonar störf í þessum rannsóknarleiðangri. Er ætlunin að reyna að fara víða um jökulinn, bæði á Austur- Jökulinn, á Bárðarbungu, og í Kverkfjöll og skipta verður liði svo bílarnir geti flutt mælinga- menn á fleiri staði í einu. Og að sjálfsögðu verður komið í Gríms vötn, þar sem skáli Jöklafélags- ins er á mfðjum jökli. Lagt var af stað snemma í morgun og ætlunin að reyna að komast yfir Tungnaá á Hófsvaði seint í kvöld eða nótt, þegar bráðnun er minnst, því leysingar eru byrjaðar og þá getur áin orðið ófær trukkunum, sem V flytja snjóbílana inn í Tungnár- botna. Reiknað er með að ferðin taki hálfan mánuð. MTNDLISTARFÉLAGIÐ opnar sýningu í Menntaskólasalnum kl. 16 í dag. Á sýningunni verða 52 myndir eftir 15 málara, LEIÐRETTIIMG I Lesbók Mbl., sem fylgir blað- inu í dag er meinleg prentvilla. Á bls. 8, 1. dálki, 2. línu að neðan stendur þjóðlífi, en á að vera þjóðfífli. Leiðréttist þetta hér með. Að geffftu tilefni AÐ gefnu tilefni vil ég undirrit- aður taka fram, að þau ljóð, sem birzt hafa í Þjóðviljanum að undanförnu, eru ekki eftir mig, heldur nafna minn. Guðmundur Hallvarðsson, og verður hún opin frá 1.-9. júní. Myn'dirnar voru að visu henigd ar upp á m'9ðvilkuidag og var þá opið og sömiU'leiðils á fimmibuidag, en gert verður síðan hilé fram yfir hádegi á laiugardag vegna prófa, sem nú standa sem hæst. Málaramir, sem, miyndiir eága á sýningunni em Jóhannes Kjarval, sem forstöðuneifnid sýn ingarinnar sagði vera heiðiurs- gest, og hafði hann alltaf sýnt með þeim frá byrj'Uin, Eyjóflifur Eyfells, Finnur Jónsson, Guð- miundur Karl Ásbjörnisson, Guð mundur Hermannsisen, Guinnar Hjal’taison, Belga Weiisshappel Foster, Börður Haraldlsson, Helgi Guðmundsson, Jón Gumn arsison, María H. Ólatfsdóttir, Pétur Fri'ðrik Sigurðsson, Ragn ar Páil F.inarsison, Silg. K. Árna son og Sveinm Bj'örnisisom. John Ogdon. John Ogdon hjó Tónlistnr- iélnginu JOHN Ogdon, enski píanistinn, sem lék með sinfóníuhljómsveit- inni sl. fimmtudag, leikur nú tvisvar fyrir meðlimi Tónlistar- félagsins, næstkomandi þriðjudag og miðvikudag, í Austurbæjar- bíói. Verketfnin sem Qgdon spilar eru eftir Bach, Beethoven, Ravel og Liszt. Hér er um tónlistarvið- burð að ræða og var listamannin um fagnað ákaft á sinfóníutón- | leikunum. Los Angeles Brass Quintet, Stevens, Mario Guarneri, Ralp Pyle, Miles Anderson, frú Anderson og Roger Bobo. Los Angeles Brass quintet hér r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.