Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ lí>68. 31 732 skammbyss- ur og 7 véíbyssur — hafa verið afhentar lögreglunni, sem gefið hefur út 385 byssuleyfi fyrir áður ólöglegum rifflum Á FUNDI með blaðamönnum er Bjarki Elíasson, yfirlögreglu þjónn og Ásgeir Thoroddsen, fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu boðuðu til í gær, kom það fram að ráðuneytið hefði ákveðið í samráði við saksóknara að fram lengja tilkynningarfrest á ólög- legum skotvopnum til 15. júni. Er þetta gert vegna þess, að enn ila, er hafa ólögleg skotvopn undir höndum og vill hún gefa mönnum kost á að skila þeim án þess að til kæru komi. í gær höfðu lögreglunni í Reykjavik borizt alls 112 skamm byssur og 4 vélbyssur, en tvær höfðu borizt áður en auglýst var um frestinn, er átti að hafa runn ið út á miðnætti í nótt, hefði ekki komið til hálfsmánaðar fram lengingar eins og áður er sagt. Menn hafa komið með öll ó- lögleg skcftvopn, sem þeir hafa haft undir höndum, þ.á.m. rifla, sem ekki hafa verið á skrá. Hafi þessir menn uppfyllt öll skil- yrði fyrir byssuleyfi hafa þeir fengið að halda byssum sínum og fengið leyfi fyrir þeim. Alls hefur lögreglan þannig veitt leyfi fyrir 385 rifflum og hagla- byssum. Ásgeir Thoroddsen las upp upplýsingar um fjölda óleyfi legra skotvopna, sem skilað Gunnor Thoroddsen Framhald af bls. 32 Gunnar Thoroddsen og frú Vala munu mæta á fundum þess um og einnig er ráðgert, að halda síðar fundi á Sauðárkróki, Sel- fossi, í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, auk Reykjavíkur. Gunnar Thoroddsen sagði að á fundum þessum yrðu flutt nokk ur ávörp stuðningsmanna hans og auk þess muni hann flytja ávarp. Kvaðst hann fúslega svara fyrirspurnum, ef þær kæmu fram á fundunum. Gunnar Thoroddsen sagði, að varðandi útvarp og sjónvarp vildi hann taka fram, að út- varpsráð hafi ákveðið að hvor frambjóðandi komi fram í þrem- ur þáttum. í>ann 19. júní komi frambjóðendur fram í viðtals- þætti sem hljóðvarpað og sjón- varpað verður samtimis. Þá muni frambjóðendur flytja ávörp í hljóðvarpi og sjónvarpi þann 28. júní og loks hafi útvarps- ráð samþykkt, að sérstakir 30- 40 mínútna þættir verði fluttir í hljóðvarpi og sjónvarpi og verði þeir undirbúnir af stuðnings- mönnum frambjóðenda. Gunnar Thoroddsen sagði, að fram tiil þessa hefði kosninga- undirbúningurinn fyrst og fremst beinzt að því, að koma á fót skrifstofum og trúnaðar- mannakerfi. Þá hefðu kornið út 3 tölublöð af blaðinu „Þjóðkjör" og eitt af blaðinu „Unga fólk- ið“. Sé ætlunin að Þjóðkjör komi út vikulega fram að kosningum. Aðspurður kvað hann ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að koma á fund með Kristjáni Eldjám og svara þar spurning- um blaðamanna. Þökkum öllum sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför, Rutar, dóttur okkar. Hrafnhildur og Davíð Haraldsson, hafði verið í stærstu kaupstöð- um landsins. í Hafnarfirði hafði verið skilað 5 skammbyssum og 7 rifflum, en eigendurnir kærðu sig ekki um að eiga þá. Þá hefur verið tilkynnt um 2 vopnasöfn, en enn hefur ekki verið ákveðið, hvort þau verði gerð upptæk, eða byssurn- ar gerðar óvirkar á eihhvern hátt. f Kópavogi hefur verið skilað 3 skammbyssum og 3 áður en auglýst var eftir ólöglegum skot vopnum. Einnig hafa komið í ljós 3 vélbyssur. Á Akureyri hefur verið skil- að 8 skammbyssum. f Keflavík hefur komið fram ein skammbyssa. Vopnin, sem gerð hafa verið upptæk í lögreglustöðinni í Reykja vík. — Ljósm.: Sv. Þorm. Allar vélbyssurnar, sem kom- ið hafa fram á landinu eru frá stríðsárunum, 2 eru úr þýzkum flugvélum, er skotnar voru nið- ur yfir Jan Mayen og Norð- menn báðu einstaklinga fyrir til geymslu. Ásgeir Thoroddsen kvað í und irbúningi að samræma reglurum byssuleyfi, en þær eru all mis- munandi á landinu. T.d. er víða á slóðum rjúpunnar leyfi veitt mönnum allt að 16 ára. Þá er víða leyfi veitt út á nafn, en ekki byssu, svo sem er í Reykja- vík. f ráði mun að hafa svipað- ar reglur og gilda í Reykjavík, þ.e. að leyfi sé veitt á byssu, en reglugerðin um meðferð skot- vopna mun og öll í endurskoð- un og verða viðurlög þyngd að mun. Núgildandi reglugerð er fná árinu 1936. Erlend Idntaka vegna framkvæmdaáætlunar SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var undirritaður í London lánssamn- ingur milli ríkisstjórnar íslands og Hambros Bank um 2 millj. sterlingspunda lán (274 millj. kr.) vegna framkvæmdaáætlunar ársins 1968. Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, undirritaði samninginn í umboði fjármála- ráðherra og Mr. Charles Hambro fyrir Hambros Bank. Verðbréfin, sem seld verða í London, bera 8 1/2% vexti, og er söluverð þeirra 98% nafn- verði. Lánstími er 25 ár, og er lánið afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Raunverulegir vextir eru 8,7%. Dr. Jóhannes Nordal sagði í símtali við Mbl. í gær a'ð aðstæð- ur á alþjóðlegum lánamarkaði hefðu versnað jafnt og þétt síðast liðin 2 ár. Þarna væri fyrst og fremst um að ræða afleiðingar af gjaldeyriserfiðleikum Breta og Bandaríkjamanna, en eins og kunnugt hefðu New York og London verið einu stóru alþjóð- legu peningamarkaðirnir um jang an aldur. Vegna greiðslujöfnu'ðar hefðu margvíslegar hömlur verið settar á lántökur. Hafi það kom- ið niður á öðrum þjóðum, m.a. Norðurlöndunum. Bankastjórinn gat þess, að allar lántökur á peningamarkaðinum í London væru háðar leyfum, og leyfi hefði yfirleitt ekki verið veitt til annarra en samveldis- landanna um nokkurra ára skeið. „Ég tel að Bretar hafi sýnt mjög mikinn skilning me'ð því að leyfa að lán þetta yrði boðið út í Lond on eins og nú standa sakir,“ sagði dr. Jóhannes. Mbl. spurði um álit hans á því, hvers vegna Bretar hefðu leyft þessa lántöku. Sagði hann að miklu myndi um valda, að við værum á sterlingsvæðinu og mik ið af viðskiptum okkar verið um London og enska banka, en einn ig myndu Bretar hafa haft í huga, að vfð hefðum lent í ó- venjulegum erfiðleikum, sem gerði okkur nauðsynlegt að leita lánsfjár erlendis. Um kjörin á láni þessu sagði bankastjórinn, að því yrði að sjálfsögðu ekki neitað, að lán þetta væri með mun hærri vöxt- um en lán, sem ísland hefði áður tekið, en ástæ'ðurnar til þess væru alkunnar, hin mikla og al- menna hækkun vaxta í flestum löndum undanfarin ár. Aðspurð- ur kvað hann ekkert útlit fyrir að þeir færu lækkandi á næst- unni. Þá benti hanrt einnig á, að hinir margvíslegu efnahagsörðug leikar, sem margar þjóðir hafa átt við að stríða að undanförnu, hefðu skapað óróa og vantraust, sem bæði hefði orka'ð á vexti til hækkunar og gert lánsútboðin erfið. Hinsvegar skipti það miklu máli að lánstíminn væri óvenju- lega langur og lánið afborgunar- laust fyrstu 5 árin. — Forkosningamar Framhald af bls. 16 Afdrifaríkur ósigur. Oregon kýs ekki nema 35 fulltrúa á flokksþing demó- krata, en alls sitja þingið 2.622 fulltrúar. En ósig- ur Kennedys þar hafði af- drifaríkar afleiðingar. Eins og einn bandarísku frétta- mannanna komst að orði, þá var þetta fyrsti ósigur Kenn- edy-ættarinnsir, og hann sýndi að „Bobby“ gat tapað. Þetta var mikið áfall fyrir Kennedy, og ekki talið lík- legt að hann eigi sér upp- reisnar von fyrir þessar kosn ingar, hvað svo sem verður fyrir kosningarnar 1972. Það var McCarthy, sem felldi Kennedy í Oreg- on. Hlaut McCarthy um 45% Fiskeskákmótið hefst á morgun MINNINGARMÓT Taflfélags I Reykjavíkur um prófessor Will- | ard Fiske verður sett á morgun í Tjamarbúð kl. Z e.h. Mun þá formaður T.R. Hólmsteinn Stein- grímsson bjóða gesti velkomna, en síðan flytur menntamálaráð- herra dr. Gylfi Þ. Gíslason ávarp. Einnig mun sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi Carl Rolwaag flytja ávarp. Síðan mun Geir Hallgrimsson borgarstjóri opna mótið formlega með því að leika fyrsta leik mótsins. Skákstjóri er Guðmundur Arn laugsson, rektor. í fyrstu umferð mun áreiðan- lega vekja mest athygli þeirra Szabo og Vasjukoff. Þá verður einnig athyglisvert að fylgjast með skák Uhlmanns og Ostojic og Freysteins og Guðmundar. Aðrir sem tefla saman eru Addi- son og Jón Kristinsson, Byrne og Jóhann, Andrés og Taimanoff, Ingi R. og Bragi, og Benóný og Friðrik. Önnur umferð verður tefld á sama stað á annan í hvítasunnu kl. 6 e.h. Nýja varðskipið reynist vel — segir Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgœzlunnar Morgunblaðið hringdi til Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar í gær, en hann er sem kunnugt er í Álaborg að taka við nýja Ægi Landhelgisgæzlunnar. Pétur sagði m.a.: Við voru í reynsluför á skip inu frá kl. 6.30 í gærmorgun til kl. 2 sl nótt. Það er margt sem þarf að reyna og prófun einstakra tækja er ekki lokið enn. Er stöðugt unnið að því að yfirfara skipið, en ætlunin er að halda héðan í næstu viku. Við spurðum Pétur hvernig honum virtist skipið og sagði hann að þa'ð reyndist í alla staði ágætlega. I dag hefði verið farið yfir ýmis tæki í því og enn væri eftir að yfir- fara radar og nokkur fleiri tæki. Allt hefði gengið sam- kvæmt áætlun og ef ekkert sérstakt kæmi fyrir héldi varð skipið úr höfn áleiðis til Is- lands 7. eða 8. júní. atkvæða, en Kennedy 39% og er trúlegt að McCarthy hafi þótt sigurinn sætur. Þótt þeir Kennedy og McCarthy hafi um margt verið sam- mála, og báðir byggt herferð- ir sínar á gagnrýni á Viet- namstefnu stjórnar Johnsons, hafa þeir ekki verið tengd- ir neinum vináttuböndum. Var almennt álitið að eftir fyrstu atkvæðagreiðslu á flokksþingi demókrata í haust, þegar ljóst væri orð- ið að keppnin stæði milli Kennedys og Humphreys, þá færi McCarthy þess á leit við sína fulltrúa að þeir kysu Humphrey. í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek er birtur listi yf ir fulltrúafjölda hvers ríkis á flokksþingi demókrata í á- gúst, og hvern frambjóðenda talið er að þeir kjósi. Kem- ur þar í ljós að Humphrey eru reiknuð 1.279? atkvæði, Kennedy 713?, McCarthy 280 en 394 afckvæði eru talin ó- viss. Þess ber þó að geta að í þessum útreikningi vikurits ins eru Kennedy talin öll at- kvæði Oregon og Kaliforníu. Hann hefur þegar tapað at- kvæðum Oregon, og ókosið er í Kaliforníu. En þótt Kenn- edy vinni yfirburðasigur í Kaliforníu, og hljóti alla 174 fulltrúana þar, er augljóst að það nægir honum engan veg- inn. Það er við þessa útreikn- inga Newsweek að athuga, að marg getur breytzt á þeim tæpu þremur mánuðum, sem framundan eru þar til flokks þing demókrata verður hald ið í Chicago. Fari friðarvið- ræður í Vietnamdeilunni út um þúfur, eða bíði Banda- ríkjamenn mikinn ósigur í Vi- etnam, getur það að sjálf- sögðu orðið til þess að draga úr fylgi Humphreys. Eins má gera ráð fyrir því að ef mik- ið verður um kynþáttaóeirð- ir í Bandaríkjunum í sumar, muni þær hafa áhrif á skoð- anir þingfulltrúanna. En eins og málin standa í dag er Humphrey öruggur um sigur á flokksþinginu. Republikanar. Erfitt er að dæma um það hverjar verða niðurstöður flokksþings republikana. Ge orge Romney ríkisstjóri í Michigan gafst upp fljót- lega eftir að forkosningar nóf ust. Nelson Rockefeller ríkis stjóri í New York var lengi í vafa. Svo ákvað hann að gefa kost á sér, en hætti aft- ur við framboð. Þegar loks hann skipti enn um skoðun var það of seint til að taka þátt í nokkrum forkosningum. Richard Nixon fyrrum vara- forseti hefur því setið einn að forkosningunum, og hlotið þar flesta full'trúana. Það vakti þó athygli, að daginn sem Rockefeller gaf endan- lega kost á sér sem forseta- efni voru forkosningar í Massachusetts, og þótt Rocke feller væri þar ekki í kjöri, gátu stuðningsmenn hans rit- að nafn hans á kjörseðilinn með þeim árangri að hann hlaut flest atkvæði, John Volpe ríkisstjóri, sem almennt hafði verið spáð sigri, varð annar, og Nixon í þriðja sæti. Þótt Rockefeller hafi orð- ið síðbúinn, og allar likur bendi til þess nú að Nixon verði kjörinn frambjóðandi republikana á flokksþingi þeirra í Florida í ágúst, get- ur margt gerzt enn. Rocke- feller hefur beitt sömu bar- dagaaðferðum og Humphrey, og baint máli sínu til flokks- leiðtoganna. Og hann bendir þeim óspart á það að flokk- ur republikana er mun fá- mennari en flokkur demo- krata, sem þýðir það að til að vinna forsetakosningarn- ar verður frambjóðandi flokksins að höggva í fylk- ingar bæði demókrata og ó- flokksbundinna. Telur Rocke feller sjálfan sig færari um það en Nixon, og bendir, máli sínu til sönnunar, á nið- urstöður skoðanakannana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.