Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 10&8. 19 Frá aðalfundi Loftleiða - LOFTLEIÐIR Framhald af bls. 32 er þetta nýjung að félagið sé rekið með tapi. Stjórain hefur gætt ítrasta sparnalðar í öllum rekstri og hef- ur þegar gert margvíslegar ráð- stafanir til frekari sparnaðar á þessu ári. Fjárhagsáætlun fyTÍr öll umboð og starfsstoðvar ligg- ur þegar fyrir og verður mánað- arlega fylgzt með afkomunni á hverjum stað og þess gætt að áætlanir standist.“ ,,Eftir langvarandi samninga- þóf og margvíslega tregðu af hálfu skandinavísku landanna, tókst loks fyrir atbeina forsætis- ráðherra, Bjarna Benediktsson- ar, að ná endanlegum samning- um um þessi flugréttindi. Aðalatriði samninganna eru: Loftleiðir mega fljúga 3svar í viku til Skandinavíu frá 1. april til 31. október með 160 farþega hámark og 2svar í viku frá 1. nóvember til 31. marz me'ð 114 farþega." Næstur tók til máls frkvstj. Loftleiða, Alfreð Elíasson. Hann sagði m.a.: Vetraráætlun Loftleiða 1967 var í gildi fyrstu 4 mánuði árs- ins og síðustu 2, en sumaráætlun frá 1. maí til 31. október, eða sex mánuði um aðalannatímann. Flugvélar félagsins flugu sam- tals 1362 ferðir fram og til baka til útlanda, 810 ferðir milli Is- lands og Evrópu, þar af 495 með RR-flugvélum og 315 ferðir með DC-6B. Tiil Bandaríkjanna voru flognar 562 ferðir, eingöngu með RR-vélum félagsins og markar slíkt nokkur tímamót. Á árinu 1967 voru DC-6B vélar félagsins notáðar í áætlunarferðum héðan til Skandinavíu, Stóra-Bretlands og Hollands, auk allmargra leigu ferða til Evrópulanda, aðallega Spánar. RR-vélarnar flugu aðal- lega í áætlunaTflugi milli Luxem borgar og New York og um tveggja mánaða skeið til Bret- lands og Skandinavíu, auk nokk- urra leiguferða. Á árinu var flog ið samtals x 16,468 klst. Þar af flugu RR-flugvélarnar 12,552 stundir, sem er 17% aukning frá árinu áður. DC-6B vélarnar 3,770 stundix, sem er nær helmingi minna en árið áður, og leiguvél- ar 146 stundir. Að jafnaði flugu RR-vélarnar 9—10 klst. á sólar- hring en DC-6B vélarnar 5:45 klst., og er þá miðað við þann dagafjölda sem þær voru til taks. Fjórða RR-vélin kom úr lengingu um mána'ðarmótin marz —apríl, en hinar þrjár voru í notkun allt árið, allar lengdar. Á árinu voru fluttir 185,600 arðbærir farþegar eða 12% fleiri en árið áðxxr. Þar af voru farþeg- ar í áætlunarflugi 176,'024, en í leiguflugi 9,576. Þess má láta getið að um mitt árið 1967 komst farþegatala félagsins frá upp- hafi yfir 1 milljón. Hinir svo- nefndu SOP-farþega, sem hér hafa viðdvöl á ferð sinni austur eða vestur um haf, voru 10,240 á sl. ári, qða um 10% fleiri en árið áður. Starfsmenn félagsins voru í árslok 1967, 1090, þar af unnu 716 hérlendis og 375 erlendis. • Félagið greiddi hérlendum starfs mörrnum bónus kr. 4,400,000.00 eins ®g síðasti a'ðalfundur sam- þykktL í lok ræðu sinnar sagði Alfreð Elíasson: „Félagið hefir nú fækkað tveim viðkomustöðum. Það eru Helsing fors og Amsterdam. Þessir við- komustaðir hafa að vísu ekki gefið neinn verulegan hagnað, en sá þröngi stakkur sem Bretar og frændumir í Skandinavíu hafa saumað okkur gerir þetta nauðsynlegt. A‘ð endingu vil ég beina þeim tilmælum mínum til starísmanna og stéttarfélaga að þau stilli kröf um sínum í hóf því takmörk eru á því hve mikinn kostnaðar- auka félagið getur borið." Skýrslu stjórnarinnar lauk með með ræðu varaformannsins, Sig- urðar Helgasonar, framkvæmda- stjóra Loftleiða í New York. Hann sagði m.a. ,,Reikningar félagsins verða nú bornir upp og skýrðir. Það hefur að undanförnu verið venja að lesa upp reikningana, en ég vona áð fundarmenn samþykki að þess sé ekki þörí, þar sem reikningarnir liggja nú frammi hjá fimdarmönnum. Komi fram sérstök ósk xxm þá aðferð að lesa þá up er sjálfsagt að gera það. Mun ég þá víkja að reikningun xim almennt og gefa skýringar á þeim. Niðurstöðutölur á efna- hagsreikningi eru 1,403,385,119.52. Veltxxaukning hefxxæ orðið nokkur eins og fram kemur, en veltan varð 1,027,827,000 krónxxr, en var árið áður 949,420,000 krónxxr. Veltuaukning er minni en flutn- ingaaukningin, og munar þar aðallega að me'ðaltekjur fyrir hvern fluttan farþega hafa lækk- að. Eins og fram kemur er rekstr- artap félagsins á árinu kr. 36,640 549, þ.e.a.s. þá upphæð vantar til að fullar afskriftir náist, en þær hafa á árinu numið kr. 219,682, 291, Það er eðlilegt að spurt sé hvað valdi. Ein aðalástæðan er síhækkandi kostnaðxxr á öllxxm sviðum, samfara lækkandi með- altekjum fyrir hvern fluttan far- þega. Stjórn félagsins var endxxr- kjörin, en hana skipa Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elíasson, Einar Árnason, Kristinn Olsen og Sigurður Helgason. - DE GAULLE Framhald af bls. 1 kvæðagreiðslunni í þinginu um vantraxxststillögu stjórnarandstöð unnar, en þar sigraði stjórnin með ellefu atkvæða mun. Ekki stóð Capitant við orð sín að fullu, hann sathjá við atkvæðagreiðsl- una og sagði svo af sér þing- mennsku fyrir gaullista. Rey- mond Marcellin, óháður lýðveld- issinni, sem áður hefur gegnt embætti ráðherra, er sér um efna hagsáætlanir, var skipaður inn- anríkisráðherra í stað Fouchets og hefur þá um leið með hönd- um yfirstjórn lögreglunnar. Fræðslumálaráðherra var skipað ur Francois Ortoli, sem áður stjórnaði hxisnæðismálaráðuneyt- inu og Yves Guena, sem verið hefur póst- og símamálaráð- herra, tók við embætti upplýs- ingamálaráðherra af Gorse. Við embætti Guena tekur André Bettencourt, ráðxmeytisstjóri. Ein mikilvægasta breytingin er sú, að þeir de Murville og Debre skipta um embætti. De Murville hefur verið utanríkis- ráðherra í tíu ár, lengur en nokk úr annar maður samfleytt í sögu Frakklands, en áður en hann hóf störf í utanríkisþjónustunni, var hann fjármálasérfræðingur. Hann hóf störf hjá fjármálaráðu- neytinu árið 1936, þá aðeins 23 ára að aldri. Þar hafði hann ár- um saman með höndum mikil- væg embætti. Er haft fyrir satt, að skipan hans í embætti fjár- málaráðherra falli í góðan jarð- veg meðal franskra fjármálasér- fræðinga; þeir telji, hann geti betur en Debre haft stjórn á fjár málum ríkisins við slíkar aðstæð ur, einkum gjaldeyrismálunum. Debre hefur verið fjármálaráð- herra frá 1966. Meðal þeirra, sem sitja áfram í ráðherrastólum sínum auk George Pompidous, forsætisráð- herra, eru t.d. André Malraux, hinn kunni rithöfundur og list- sögufræðingur Frakka og forn- vinur de Gaulle, en hann er menningarmálaráðherra; Pierre Messmer, landvarnarráðherra og Edgar Faure, landbúnaðarráð- herra, en Maurice Schumann, sem hefur haft embætti ráðherra, er fjallar um vísinda- og kjarn- orkurannsóknir og geimvísindi öll, tekur nú við félagsmálaráðu- neytinu . Gengi frankans tryggt. Eitt af síðxxstu verkum fráfar- andi stjórnar var að gera róttæk- ar ráðstafanir í fjármálalífi lands ins, með það fyrir augum að tryggja gengi frankans. Um mið- nætti sl. tóku gildi nýjar hömlur á gjaldeyrissölu til ferðamanna. Var tilkynnt, að gjaldeyrir, sem fara mætti með úr landi, yrði um sinn takmarkaður við eitt þús- und franka á ári, á hvern ein- stakan ferðamann, en jafnframt tékið fram, að látið verði af- skiptalaxist, þó menn hafi með sér allt að því 250 franka í vasa- peningum til viðbótar. Sextán aðrar ráðstafanir voru gerðar, m.a. varðandi utanríkisviðskipti, framleiðsluleyfi, lánagreiðslur til iðnaðar og verzlunar og fjárfest- ingu erlendis. Talsmaður Frakklandsbanka sagði, að stjórnin væri staðráðin að viðhalda hinu opinbera gengi frankans, sem væri 4.937 dollar- ar þó svo það kostaði, að geíigið yrði á gullforða eða taka yrði erlend lán í því skyni. Gjaldeyrisráðstafanir stjórnar- innar eru fyrst og fremst gerðar til að stemma stigu fyrir að pen- ingar flæði úr landinu. Ekki hafa verið settar neinar hömlur á venjulegar gjaldeyrisgreiðslur. Fjármálasérfræðingur óháða báðsins ,,Le Monde“, Paul Fabra, segir, að Frakklandsbanki muni ekki kaupa af erlendum bönkum franka, sem þeir hafi keypt á gjaldeyrismörkuðum utan Frakk lands; þeir muni þá tilneyddir að selja franka sína á óhagstæðara gengi en hinu opinbera, ef þeir ætla að losa sig við franska mynt. Þetta ætti einnig, segir Fabra, að hvetja franska ferða- menn til að kaupa erlendan gjald eyri heima á opinberu gengi, þar sem það yrði þeim hagstæðara en að kaupa hann erlendis. Búizt er við fleiri ráðstöfunum á sviði efnahagslífsins, nokkrar eru þegar boðaðar á laugardag- inn kemur. Ekkert hefxxr verið um það sagt, hversu lengi þær eigi að gilda. Vinna sumsstaðar hafin. Yfirleitt benda ,þær fregnir sem frá Frakklandi hafa borizt í dag, til þess, að forsetanum hafi með ræðu sinni í gær tekizt að draga nokkuð úr ólgunni í þjóð- lífinu, sem hefur í um tvær vik- ur verið því sem næst lamað af völdum verkfalla. Víða af land- inu bárust þær fréttir til Parísar í dag, að verkamenn hefðu hafið vinnu á ný og þess voru dæmi, að verkamenn færu fram á lög- regluvernd til þess að fá að vinna í friði fyrir herskáxxstu og öfga- íyllstu starfsfélögum þeirra, er halda vildu verkfallinu áfram. Mest var þetta þó í smærri fyr- irtækjum og verkstæðum, en til dæmis í Alsace-héraði komst líf- ið að verulegu leyti í eðlilegt horf í dag, að undanskildum járn- brautarferðum, sem enn lágu niðri. Póstur var í dag borinn út í Angouleme í Mið-Frakklandg í fyrsta sinn í tvær vikur. Síð- asta verkefni Yves Guena í em- bætti póst- og símamálaráðherra var að skora á starfsmenn í þess- um greinum að hefja vinnu á ný og var líklegt talið, að viðbrögð yrðu jákvæð. Tvö olíufélög tilkynntu í dag, að þau mundu hefja afgreiðslu á olíu og benzíni í dag. í stórfyrirtækjum landsins var hinsvegar ekkert unnið en sam- staða verkamanna ekki eins öfl- ug og áður. Leiðtogar stærstu verkalýðsfélaganna hafa til- kynnt, að þeir séu reiðubúnir að hefja á ný samningaviðræður við stjórnina um launamál verkamanna; þeirra á meðal Ge- orges Seguy, framkvæmdastjqfi OGT, sem kommúnistar stjórná. Sagðist hann ekkert hafa á móti viðræðum á ný, ef stjórnin og at- vinnurekendur vildu ljá máls á viðunandi tilslökunum. Enn- fremur kvaðst hann ekkert mundu gera til þess að koma í veg fyrir væntanlegar kosning- ar. Seguy átti aðild að samkomu- laginu við stjórnina á mánudag- inn, er hún féllst á 10% launa- hækkun til verkamanna. Þeir neituðu hinsvegar að staðfesta samkomulagið. Stúdentar hafa ekki látið að sér kveða í dag, hvorki í París né annarsstaðar. Samband þeirra hafði ráðgert mótmælaaðgerðir í kvöld, föstudagskvöld, að talið var, en AP hefur fyrir satt, að verkalýðsleiðtogarnir hafa feng- ið þá til að hætta við þær og sagt, að kæmi til átaka, mundi ekki aðeins kylfum beitt heldur og byssukúlum. Herlið viðbúið. Ýmsar fregnir hafa í dag flog- ið um herflutninga í Frakklandi, Talsmaður vestur-þýzka land- varnarráðuneytisins upplýsti, að 2000 franskir hermennu hefðu fengið skipun um að vera við- búnir að hverfa heim til Frakk- lands fyrirvaralaust, ef með þyrfti. Þegar hefur ein flutninga- herdeild verið send þangað til að sjá um flutningaþjónustu á Par- ísarsvæðinu. Talsmaður ráðu- neytisins, Gúnter Diehl, skýrði fréttamönnum í Bonn frá þessu í dag og því með, að de Gaulle NÝLEGA hafði Kvenfélag Hall- grímskirkju happdrætti til ágóða fyrir kirkjuna. Varð árang urinn sérstaklega góður. Ein- staklingar og fyrirtæki veittu margháttaðan stxiðning af mik- illi rausn. Á síðasta fundi ákvað félagið að gefa til kirkjubyggingarinnar tvö hundruð þúsund krónur af ágóða happdrættisins. Jafnframt ætlar það að annast um kaup á hljóðfæri í félagsheimilið nýja. Það er nýmæli í starfi kven- félagsins, að á síðasta aðalfundi, er haldinn var í vor, var sam- þykkt tillaga þess efnis, að fé- lagið skyldi hefja undirbúning að því að koma upp heimili fyr- ir aldrað fólk úr söfnuðinum. Skal sjóðsstofnun í þessu skyni undirbúin í samvinnu við sókn- arpresta Hallgrímskirkju. Gert er ráð fyrir, að sjóður þessi verði efldur með gjöfum og áheitum, og bárust nokkrar gjaf- ir þegar á fundinum. Skýrslur sýna, að aldrað fólk er orðið svo margt í þessum borgarhluta, að þörfin er orðin mjög aðkallandi. Það kom greinilega fram á fund hefði komið í skyndi'heimsókn til Baden Baden síðdegis á miðviku dag, áður en hann fór til sveita- seturs síns — en eins og menn minnast eflaust, var ekkert um ferðir forsetans vitað í nokkrar klukkustundir þennan dag. Nú er upplýst að hann hafði rætt við yfirmann franska herliðsins í V- Þýzkalandi, Jacques Massau, og jafnframt tryggt sér stuðning herforingja, svo framarlega sem hann héldi sig innan ramma stjórnarskrárinnar, að því er NTB segir í dag. Diehl upplýsti ennfremur, að Bonnstjórninni hefði verið til- kynnt fyrir níu mánuðum, að franska stjórnin ætlaði að kalla heim 8000 menn af liði sínu í V- Þýzkalandi, — er telur um 60.000 manns, — til þess að koma á lagg irnar nýrri herdeild í Austur- Frakklandi. Frá Brússel hermá fréttir í dag, að fránskir hermenn hafi hætt þátttöku í sameiginlegum æfing- um hermanna frá Frakklandi, Belgíu og Luxembxxrg og haldið að frönsku landamærunum. Aðr- ar fregnir herma, að 500 manna lið hafi fengið skipun um að að halda til Nancy-héraðs. Fyrir utan París er vitað, að herlið og skriðdrekasveitir eru til taks og í nótt fóru fótgönuliðs- og skrið- drekasveitir um borgina. Er full- yrt á trúverðugum stöðum í Par- ís, að því er NTB segir, að tvær skriðdrekasveitir hafi verið flutt ar frá V-Þýzkalandi til Parísar- svæðisins og sömuleiðis tvær sveitir fallhlífarhermanna, er voru í suðvesturhluta Frakk- lands. Ekkert hefur verið stað- fest um þetta opinberlega; tals- menn varnarmálaráðuneytisins segja aðeins að herflutningar þessir séu eðilegir á þessum árs- tíma. Ótti um átök Þótt öldurnar hafi lítillega lægt í Frakklandi í dag, óttast margir að lítið þurfi til, að allt blossi upp á nýjan leik. Frönsku blöð- in eru á einu máli um, að ekki þurfi nema lítinn neista til þess að kveikja stórt bál. Báðir aðilar hafi nú dregið sig i hlé um hríð og sezt á sprengjur sínar, en lít- ið þurfi til að þær springi. Hinsvegar kemur víða fram í blöðum, að borgarar eru mjög orðnir þreyttir á ástandinu, hægri blaðið „L’Aurora" segir t.d. að fjöldi franskra manna og kvenna, sem lausir séu við öfga- skoðanir, hafi engan áhuga á sí- endurteknum kröfum og átökum. Þetta fólk vilji fá að njóta réttar síns til að vinna í friði og búa við sæmilegt öryggi í stað þess að mega hvenær sem er búast við ofbeldi á götum úti og vald- beitingu lögreglu. inum, að kvenfélagskonur hafa trú á, að stofnun þessa sjóðs muni síður en svo draga úr söfn- un til sjálfrar kirkjubyggingar- innar, sem öll þjóðin er aðili að. - HÁTÍÐAFUNDUR Framhald af bls. 32 Bæjarráð samþykkir að boðað verði til aukafundar 1 bæjar- stjórn laugardaginn 1. júní n.k. í tilefni 60 ára afmæli Hafnarfjarð arkaupstaðar og leggur svohljóð- andi tillögur fyrir fundinn: í tilefni þess að liðin eru 60 ár síðan Hafnarfjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi og varð sér- stakt lögsagnarumdæmi sam- þykkir bæjarstjórn að láta halda áfram ritun sögu bæjarins til árs ins 1968 á kostnað bæjarsjóðs. Samtímis verði endurprentaður og gefinn út að nýju 1. hluti af sögu Hafnarfjarðar, sem náði til ársins 1933. Bæjarráði og bæjar- stjóra er falið að sjá um fram- kvæmdir á samþykkt þessari og hafa umsjón með verkinu. 200 þús kr. gjöt til Hallgrámskirkju Sjóðstofnun fyrir aldrað fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.