Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1968. Stúlka óskast til að annast símavörzlu. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Ekki yngri en 18—20 ára. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON, heildverzlun Borgartúni 33 — Sími 24440. Til sölu Einbýlishús við Sunnuflöt í Garðahreppi. Húsið er á 2 hæðum, kjallari 80 ferm. Hæðin 160 ferm. auk bifreiðageymslu fyrir 2 bifreiðir. Selst fokhelt. Til greina koma skipti á 4ra—5 herb. íbúð í Reykja- vík eða nágrenni. Upplýsingar í síma 33963 og 31117 í dag og næstu daga. Aðalfundur Veiðilundar verður haldinn mánudaginn 3. júní. Hefst kl. 2 síðdegis í húsi formanns í Veiðilundi Miðfellslandi, Þingvallasveit. STJÓRNIN. Einstaklingsíbúð við Sólvallagötu til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 42309 næstu daga. NÝKOMIÐ stórglæsilegt úrval af búsáhöldum frá Rubbermaid J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. svo sem: uppþ vot t ag rindur uppþ vot ta b akjkar grimdur f. potthlemima skaLskálar f. grænmieti bollahengi poittaslieikjuT bakkar í skúffur borðmottur ísbox tau'körfur w.c. burstar sápubakkar baðkarsmottur o. m. fl. snúningsbakkar f. verkfæri smávöriu í ísskápa í eldihússkápa - AFMÆLI Framhald af bls. 22 Aðalsteinn, á Freyjugötu 9 ásamt föður sínum og fjölskyldum. Gúðsótti og vinnusemi var það veganesti, sem þau systkinin fengu með sér að heiman út í lífsbaráttuna og hefir það reynzt þeim vel. Aðalsteinn var ekki hár í loft- inu þegar hann hófst handa til vinnu, sem verzlunarmaður. Er hann hafði stundað þá atvinnu í nokkur ár, vildi svo til að Póst- húsið hér í Reykjavík vantaði bréfbera og fékk Aðalsteinn það starf og hefir hann nú gegnt störfum sem póstmaður um 23 ára skeið. Aðalsteinn ávann hér miklar vinsældir í starfi sínu sem bréf- beri og þegar pósthúsið þurfti á sérstökum manni áð halda, sem annast gæti útburð póstsend- inga, svokallaðra hraðboðasend- inga, sem verður að bera út strax og þær koma á pósthúsið, en mega ekki bíða eftir næsta útburði, þá varð Aðalsteinn fyr- ir valinu, og það má með sanni segja, að hann hafi ekki brugðizt því trausti sem honum var sýnt með þeirri rá’ðstöfun, aldrei lát- ið sig vanta Vegna veikinda eða annars, og jafnvel á stundum ekkert sumarleyfi getað tekið vegna þess að erfitt hefir verið að fá mann í skarðið. PLYMOUTH í fararbroddi í H-umferö Enn einu sinni var bíll frá CHRYSLER í fararbroddi — það var PLYMOUTH VALIANT sem var fyrsti bíllinn sem fór yfir í hægri umferð á íslandi. „Hið sögulega augnablik, þegar Valgarð J. Briem, formaður Framkvæmda- nefndar, ekur fyrstur manna yfir til hægri fyrir framan Fiskifélagshúsið við Skúlagötu“, segir á forsíðu Tímans, 28. 5. 1968, með þessum myndum. DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í gæðum. DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í endingu og akstri. DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í útliti og frágangi. DODGE og PLYMOUTH eru í fararbroddi í vinsældum á Islandi Verið í fararbroddi — veljið yður DODGE eða PLYMOUTH 1968. ^ CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL h.f. Hringbraut 121 — sími 10600. Glerárgötu 26, Akureyri. Hann er ávallt glaður og reif- ur þótt starfið sé oft erfitt og hann verði að vera úti í hvaða veðri sem er á mótorhjólinu sínu og aldrei hefir honum hlekkzt á í starfi sínu. Vinnudagurin er langur, því áð þegar hann hefir lokið störf- um í póstinum á kvöldin er hann vaktmaður á Gesta- og sjó- mannaheimili Hjálpræðishersins hér í borg fram á miðnætti, en því starfi hefir hann gegnt nú hin síðari ár. Hann er dyggur liðsmaður í Hjálpræðishernum eins og fjöl- skyldan öll, og hefir starfað í mörg ár í sunnudagaskóla hers- ins auk þess sem hann er trumbuslagi í lúðrasveit hers- ins. Kvæntur er Aðalsteinn ágætri konu af norskum ættum, Guð- rúnu að nafni og eiga þau hjón- in tvær dætur. Aðalsteinn er ákaflega vinsæll maður, bæði hjá stéttanbræðr- um sínum og yfirmönnum, svo og hjá öllum Eilmenningi, og hygg ég áð þeir séu ekki margir Reykvíkingar, sem ekki kannast við litla hraðboðann, eða hafi einhverntíma séð hann á hjól- inu sínu þeytast um borgina, sem nú er orðin svo stór, að hann kemst ekki yfir hana alla og verða því bifreiðastjórarnir að taka þau bréf, sem lengst eru frá miðborginni. Þeir verða því áreiðanlega margir, sem hugsa hlýlega til Aðalsteins á þessum tímamótum ævi hans og árna honum heilla með ýmsu móti. Persónulega þakka ég þér, góði vinur, fyrir trygga vináttu og gó'ða vinkynningu á liðnum árum og óska þér blessunar urottins um ókomin ár. B. Þ. 2 stúlkur — New York Tvær stúlkur óskast til heimilisverka í sama húsi í úthverfi N.Y.-iborgar. Hús móðirin vinnur úti í eigin fyrirtæki. Æskilegt að önn- ur kunni eitthvað til mat- arigerðar. Kaup eftir sam- komulagi. Fargjöld greidd fram og tfl baka, ef um semst. Umsóknir með upp- lýsingum sendist afgr. Mbl. fyrir 10. júní merktar „2 stúlfeur 5058“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.