Morgunblaðið - 01.06.1968, Side 5

Morgunblaðið - 01.06.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1968. 5 SUIVNUDAGAR í SÓLARLÖNDUIli Vinsœlar utanlandsferðir með íslenzkum fararstjórum Margra ára reynsla og miklar vinsældir tryggja farþegum okkar snuröulaust ferða- lag undir leiðsögn reyndra fararstjóra sem árum saman hafa farið sömu ferðir. Á síðasta ári komu meira en 3000 ánægðir farþegar heim úr SUNNU-ferðum. Við auglýsum sjaldan, því ánægðir viðskiptavinir komnir heim úr vel heppnuðum og skemmtilegum SUNNU-ferðum eru bezta auglýsing okkar. Nú þegar er mikið pant- að í margar ferðir. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN Brottfarardagar: 7. júlí — 11. júlí — 4. ágúst — 8. sept — 15. sept. — 12 dagar, verð kr. 14.400. Stuttar og ódýrar ferðir, sem gefa fólki tæki færi til að kynnast þremur vinsælum stórborg- um Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. M illjónaborgin London er tilkomumikil og sögu- fræg höfuðborg stórveldis með víðfrægt ske mmtana- og menningarlíf. Amsterdam er heill- andi fögur borg með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo er borgin við sundið, Kaupmannahöfn, þar sem íslending ar una sér betur en víðast hvar annars staðar á erlendri grund. Kynnizt Kaupmannahöfn í sumarbúningi með Tívólí og ótal aðra skemmti- staði. Þar er einnig hætgt að framlengja dvölina í ferðalok. Þessi stutta og ódýra ferð hefur notið mikilla vinsælda og vaxandi með hverj u ári. I fyrra voru farnar fimm slíkar ferðir og komust færri en vildu. Fararstjórar: Jón Sigurbjörnsson, Gunnar Eyjólfsson og Klemenz Jónsson. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 23. ágúst. — 17 daga ferð. — Verð kr. 22.840. Þessi ferð hefur verið farin svo til óbreytt í sjö ár og jafnan við miklar vinsældir, enda fólk komið heim með óbrotgjarnar minningar. Hé r gefst fólki tækifæri til að kynnast nokkrum fegurstu stöðum í Evrópu í rólegri ferð. Flog ið er til Parísar og dvalizt þar í borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Frá París er flog ið til Sviss, skroppið í skemmtiferð suður yfir fjallaskörðin til Ítalíu. Frá Sviss er farið fljúgandi til Rínarlanda og dvalizt í fjóra daga við ána Rín í Rudesheim, einum frægasta skemmtanabæ Rínarlanda. Þar er haldin vínhátíð og krýnd víndrottning. Farið er í ökuferðir um R ínarhéruð og siglt á fljótinu með skemrntileg- um farþegaskipum. Fararstjóri: Jón Helgason. EDTNBORGARHATÍDIN Brottför 24. ágúst — 7 daga ferð- — Verð kr. 8. 900. — Þessi vinsæla ferð hefur verið farin á hverj u ári í sex ár og jafnan fullskipuð. Fara all- margir árlega, enda er Edinborgarhátíðin ein mikilfenglegasta listahátíð álfunnar. Auk þess er Edinborg mjög fögur borg og ánægjulegt að dveljast þar sólheita síðsumardaga. Farið er í skemmtiferðir upp í hálendi Skotlands og hin fögru vatnahéruð, en jafnan komið heim á hótel í Edinborg að kvöldi. Hægt er að framlengja dvölina og skreppa til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson leikari. ÍTALÍA í SEPTEMBERSÓL Brottför 1. september — 21 dagur. — Verð kr. 27. 600.— Þessi lúxusferð er mun ódýrari en aðrar hlið stæðar ferðir vegna hagstæðra viðskiptasamn- inga SUNNU á Ítalíu. — Flogið er til Mílanó og ekið þaðan um fegurstu byggðir Íta/líu. Með- al annars komið til Feneyja hinnar „fljótandi borgar“ ævintýra, söngs og sögu. Róm eru helgaðir fimm dagar, því að margt er að sjá. Frá Róm liggur leiðin suður um Napóli, Pompei og Sorrento, sigit með einu glæsilegasta hafskipi heims, risaskipinu Michaelangelo 43 þús. smálestir að stærð, til Cannes á frönsku Rivi erunni og ekið til Nizza, þar sem dvaliizt er síðustu daga ferðarinnar. Frá Nizza er flogið heim með viðkomu í London, þar sem hægt e<r að framlengja ferðina ef óskað er. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. NEW YORK OG ÍSLENDINGABYG GÐIR VESTURHEIMS Brottför 29. júlí. — 16 dagar — Verð kr. 28.700. Flogið til New York og haldið þaðan flugleiðis eftir nokkurra dag viðdvöl til Norður-Da- kota, þar sem heimsóttar eru nokkrar meðal elztu byggða íslendinga í Ameríku, en þar bygg- ir enn heilar sveitir svo til einigöngu fólk af íslenzku bergi brotið. Þaðan er ekið norður til Winnipeg og dvalizt í nokkra daga í Nýja ís landi. Farþegar takaþátt í hátíðahölidum ís- lendingadagsins í Gimli við Manitobavatn- St anzað nokkra daga í New York á heimilieið. Far ið til Washington og að Niagarafossum. Fararstjóri: Jón Heigason. PORTÚGAL — SPÁNN — ÍTALÍA OG SKEMMTISIGLING Brottför 11. október — 20 dagar. — Verð kr. 3 4.800. — Þessi vinsæla ferð hefur verið farin nokkur unianfarin ár og er ferð hinna vandlátu, sem margt vilja sjá. Flogið til Lissabon og þaðan eftir tv o daga til Madeira. Síðan verður siglt þaðan með glæsilegasta hafskipi ítala Michaelangelo t :1 Kanaríeyja, Gíbrail'tar, Majorka, SiJkileyjar og Napólí. Dvalizt í Sorrento, Róm og Feneyj um á Ítalíu ogflogið heim með dvöl í London. Fararstjóri: Jón Helgason. JÓNSMESSUFERÐ TIL NORÐUR LANDA og SKOTLANDS. Brottför 21. júní. — 16 dagar. — Verð kr. 18.700. — Vinsæl ferð sem farin hefur verið árlega með mikilli þátttöku. Flogið til Bergen. E^íð og aiglf um hin föginu fjalla- og fjarðaibyggðiir Vestur-Noregs, heimahéruð íslenzku landnáms- mannanna. Dvalizt í Osló, Kaupmannahöfn, og að lokum tvo daga í Glasgow, þar sem fólk hefur frjálsan tíma og fer í stutta ferð um vatnahéruð skozku hálandanna. Fararstjóri: Jón Helgason. KAUPMANNAHÖFN — (Hamborg) — EDINBORG Brottför 12. september. — 10 dagar. — Verð k r. 9.400. — Þessi ódýra og vinsæla haustferð er farin árlega. Ferðin er svona ódýr vegna þess að SUNNA leigir flugvél til fararinnar. Dvalizt í hinni glaðværu Kaupmannahöfn, skroppið í tvo daga til Hamborga-r og stanzað í tvo daga í Edinborg á heimleið. Þótt enn sé langt þangað til ferðin verður farin, þá eru margir búnir að panta sem voru með í fyrra. Fararstjóri: Árni Waag. ÆVINTÝRAFERDIN TIL AUSTURLANDA Brottför 6. október. — 21 dagur. — Verð kr. 28.900. — Þeir mörgu, sem hafa tekið þátt í þessum ævintýraferðum SUNNU til dularheima Austurlanda, eiga ^estir nógu sterk orð til að lýsa þeim.undrum og furðum, sem fyrir augu ber. Flogið til London og þaðan til Aþenu, þar sem dvalizt er í tvo daga. Flogið áfram til Beirut, þar sem skoðaðir eru leynd- ardómar þessarar frægu borgar vegamóta í Austurlöndum nær. Heimsóttir persneskir teppasalar í fríhöfninni. Frá Beirut er flogið til Karió dvalizt á góðu hóteli á bökkum Nílar. Frá Kairó er flogið til Jerúsalem, dvalizt þ/,r í fimm daga og skoð- aðii aliir helztu sögustaðir Biblíunnar. Frá Jerúsalem er flogið til London og hægt að framlengja dvöl þar, ef óskað er. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. /ESKULÝDSFERDIR séra Ólafs Skúlasonar Fyrir nokkrum árum stofnaði þáverandi æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar til þeirrar nýbreytni að efna til ódýrra æskulýðs- ferða tái útlanda, eims og lengi hefur tíðkazt með nágranna- þjóðunum. Fynr þremur árum fór séra Ólafur Skúlason fyrstu æskulýðsferðina á vegum SUNNU, í samvinnu við æskulýðs- nefnd. Vtgna þess hve þessar ferðir hafa orðið vinsælar jafnt af hinu unga fólki sem aðstandendum þeirra höfum við nú skipulagt þrjár slíkar ódýrar æskulýðsferðir í sumar. Majorka og London. 17 dagar. 3. júlí. kr. 9.800. — Flogið beint til Majorka og dvalizt þar á stúdentagarði, þar sem sundlaug er í garðinum. Farið í skemmti- og skoðunar- ferðir, siglt og synt. Stanzað í tvo daga í Lon-don á heimleið- Fararstjóri: Séra Ólafur Skúlason. Danmörk — Stokkhólmur og sænsku dalirnir, 15 dagar. 18. júlí, kr. 10.900. — Flogið til Kaupmannahafnar og dvalizt þar í nokkra daga. Far- ið með lest tii Stokkhólms og dvalizt þar. Siglt um skerja- garðinn. Þaðar. er haldið til dalanna og dvalizt í nokkra daga á sænsku æskulýðsheimili við hið undurfagra Siljanvatn. Fararstjóri: Unnur Halldórsdóttir safnaðarsystir. Danmörk — Noregur — Svíþjóð, 15 dagar, 11. júlí, kr. 9.800. — Flogið til Danmerku-r og ekið þaðan til Noregs. Dvalizt á æsku- lýðsheimili við Óslófjörð. Farið um Svíþjóð og dvalizt nokkra daga í Kaupmannahöfn. Flogið heim. Fararstjóri: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Danmörk — Þýzkaland — Holland, 21 dagur, 27. júní, kr. 11.800. Flogið til Kaupmannahafnar. Ekið um Fjón og Jótland til Þýzkalands Dvalizt í Rínarlöndum. Komið til Hollands og dvalizt í Kaupmannahöfn síðustu daga ferðarinnar. Flogið heim. Fararstjóri: Séra Björn Jónsson. MAJORKA — LONDON 17 DAGAR Brottfarardagar: 5. júní — 19. júní — 3. júlí — 17. júlí — 31. júlí — 14 ágúst (fullbókað) — 28. ágúst (fullbókað) 11. sept- ember (fullbókað) — 25. september — 9. október — 23. októ- ber. Verð frá kr 9-800. — Við getum boðið þessar ferðir á ótrúlega lágu verði vegna þess að vinsældir þeirra leyfa, að teknar séu á leigu heilar flug- vélar, sem flytja farþegana á milli áfangastaða, og hótelin veita SUNNU beztu fáanleg kjör vegna þess að skrifstofan ger- ir samninga til margra ára fyrir rúmlega 100 gesti allt árið um kring SUNNU-ferðir til Majorka eru beztu og hagkvæmustu hvíldar- og skemmtiferðir sem íslendingar eiga völ á. Veðurfar er óbrigð- ult, skemmtanalíf fjölbreytilegt, náttúrufegurð mikil og tæki- færi gefst til að draga sig í hlé ú-r ferðamannastraumnum, ef þess er óskað, til lítilla sveitaþorpa með sérkennilegum spænskum svip Búið er á glæsilegum baðstrandarhótelum með einkasundlaug- um og baðl með hverju herbergi aðeins 7 kílómetra frá mið- borginni í Palma, höfuðborg eyjarinnar sem telur liðlega 200 þúsund íbúa af hálfri milljón eyja-rskeggja. Hótelin bjóða góð- an mat og viðurkennda spænska þjónustu. Það sem skipuleg þjónusta getur ekki veitt, sér náttúran um, sólskinið, sjórinn og lifsgleðin. Þið komið aftur endurnærð á sál og líkama. Þið fljúgið á fjórum tímum beint til Majorka og njótið leið- sagnar og fyrirgreiðslu ágætra fararstjóra og skrifstofu okkar á Majorka. Þér getið valið um dýrlega aðbúð á beztu hótelum í þremur verðflokkum eða dvöl í lúxusíbúðum og getið feng- ið bíl með Nú þarf enginn lengur að fara til Spánar með „bill- legum" erlendum ferðaskrifstofum. íslenzkar ferðir henta fs- lendingum bezt, og við gerum okkur ekki ánægða nema með það bezta. Skrifstofustjóri í Palma: Daði Runólfsson. í SLNNUFERÐIJM eru eingöngu notuð góð hótel. Flogið lengstu leiðirnar og ekið eingöngu þar sem landslagsfegurð er mest. Kjörorð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar farþega. Við gefum sjálfunr okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu sem reynt hafa SUNNU-ferðir og velja þær aftur ár eftir ár. Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða — og vandið valið. Biðjið um ná- kvæma ferðaáætlun og pantið snemma, því yfirleitt komast aldrei allir sem vilja í SUNNU-ferðir. Það eru ferðir, sem. fólk getur treyst. FERMSkRIFSTOFM SUIMIMA Bankastræti 7 — Símar 16400 og 12070.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.