Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1968. 44 menn einir á segl- bátum yfir Atiantshaf Observer-keppnin hefst Eric Tabarly, franski sjóliðsforinginn, sem sigraði í Observer- siglingunni 1964 og sló þá hraðamet Sir Francis Chichesters, við líkan af þrefaldrl skútu sinni, „Pen Duick IV“. Klukkan ellefu fyrir há- degi í dag hefst í Plymouth á suðurströnd Englands geysimikil kappsigling, sem brezka stórblaðið Obaerver gengst. fyrir á fjögurra ára fresti. Mikill fjöldi seglbáta af ýmsum stærðum og gerð- um tekur þátt í keppninni, en hún er fólgin í því, hver verður fyrstur til Newport á Rhode Islands í Bandaríkjun- um. Aðeins einn maður sigl- ir hverjum báti yfir Atlants hafið- Bruce Dalling frá Suður-Afr- iku. Það varpar talsverðum skugga á keppnina, að einn þairra manna, sem tilkynnt hafa þátttöku sína, Arthur Piver frá Kaliforníu, er nú talinn af, eftir að bandaríska strandgæzlan hætti leit sinni. Piver lagði af stað hinn 17. marz sl. frá San Francisco til San Diego einn á báti sín um. Hann bjóst við að ná til hafnar hinn 22. apríl, en ekkert hefur til hans spurzt. Piver þekkti Kyrrahafið vel. Hann hafði farið í margar siglingar frá vesturströnd Ameríku allt til Hawai-eyja og Nýja-Sjálands. En hann hafði alltaf siglt með áhöfn með sér svo að þetta var fyrsta för hans einn á báti. Hann var góður sjómaður og einn fremsti seglbátateiknari í heimi. Fregnin um Piver grúfði eins og ský yfir Plymouth undanfarnar vikur. Margir keppendanna hafa dvalizt þar nokkurn tíma og undirbúið ferðina. Þar hefur rikt mikil spenna og menn hafa mjög skipzt á tilgátum um það, hver muni sigra í keppninni. Tapi Pivers minnti menn á hættur úthafsins. Greina mátti í augum margra keppenda löngun til að launa hafinu lambið gráa fyrir þetta ótímabæra grimmd arverk. Margir þeirra þekktu Piver vel og báru virðingu fyrir honum sem siglingar- manni og uppfinningarmanni og seglbátasmið. Kannski var ekki vanþörf á því að minna á þær hættur, sem fylgja því að sigla einn um úthöfin. Eftir hnattsigl- ingu Sir Francis Chichesters og Alecs Roses hafa menn tekið að líta á þá, sem sigla einir um höfin, eins og venju lega dauðlega menn. En þeir skömmu á siglingu frá San Francisco til San Diego. eru líka miklu meira en það. Það eru brautryðjendur á sviði mannlegra afrefka. Það er mjög hættulegt og erfitt að sigla einn svona langa leið, og hver maður, sem það reynir, á Skilið aðdáun. Einn hinna sigurstrangleg- ustu er 29 ára gamall Suður- Afríkubúi, Bruce Dalling. Hann er mjög geðfelldur mað ur og hefur notið mikilla vin sælda enskra blaðarfianna og í dacj keppenda. Eftir öll blaðaskrif in um Olympíuleikana, er er hann verðugur fulltrúi suður-afrískra íþrótta. Hann er mpög áhugasamur og hef ur einsett sér að reyna að sigra, þótt hann hafi ekki í frammi neinar yfirlýsingar þess efnis. Sigling hans frá Suður-Afríku til Englands virðist hafa tekizt vel. Dalling er þeirrar skoðun- ar að einfaldur seglbátur muni vinna keppnina. Bátur hans hefir einn skrokk, er 50 fet að lengd og nefnist „Voor trekker". Einvígi það, sem í vændum er milli einfaldra og margfaldra siglara, er eitt helzta umræðuefnið í sigling arheiminum. Margir sérfræð ingar telja, að Observer- kappsiglingin muni leiða mál ið til lykta. Tólf þrefaldir siglarar og fjórir tvöfaldir bátar höfðu verið skráðir til keppni fyrir nokkrum dögum, en geign þeim eru 27 einfaldir siglarar af ýmsum gerðum. Það vakti mikla athygli, þeg ar það spurðist að Erij^Tab- arly, sem vann kappsigling- una 1964, á einföldum báti sínum „Pen Duick III“, hefði ákveðið að skrá sig til leiks á mjög nýstárlegum, þreföld um báti sínum „Pen Duick IV“. Báturinn var sjósettur fyrir aðeins þremur vikum og þótt Tabarly sé frábær sigl- Alain Gliksman ingamaður, verður að draga mjög í efa að honum takizt að vinna keppnina á þessum báti. Franski sjóliðsforinginn fékk þá hugmynd að smíða þrefaldan siglara eftir Fast- net-!kappsiglinguna í fyrra- Pen Duick IV. er 65 feta löng, hin lengsta af öllum bát unum, og menn velta því fyr ir sér hvort einn maður geti yfirleitt ráðið við slíkt fer- líki þá 3000 mílna leið, sem liggur yfir Atlantshafið. Fyrir Skömmu var ekki vit að fyrir víst, hve mangir bát ar mundu taka þátt í Observ er-kappsiglingunni, því að þátttakendur verða að færa sönnur á það, að þeirra hafi áður siglt einir 500 mílna vega lengd, — en 44 munu hafa látið skrá sig til keppni. Observer-kappsiglingin hef- ur vakið geysilega athygli um allan heim. Faðir Dallings skrifaði blaðinu bréf og sagði að áhugi Suður-Afríkumanna væri mjög almennur. Observ er hafa borizt fyrirspurnir frá nokkrum löndum, og Frakkar leggja allt sitt þjóð arstolt í keppnina. Sá kepp- enda, sem einna mest hefur borið á að undanförnu, er Frakkinn Alain Gliksman. Gliksman er ritstjóri tíma- rits siglingarmanna, Neptune Nautisme. Bátur hans, „Nep- tune“, er 60 feta langur og var smíðaður sérstáklega fyr ir keppnina. Aðrir keppendur hafa mikið álit á bátnum og skipstjóranum, sem er aðlað- andi og lítillátur, þótt hann hljóti að vita að hann hefur 'talsverða möguleika á því að verða fyrstu að lokamarkinu í Newport. Báturinn er með einföldum skrokki og mjög rennilegur og fallegur ásýnd- um, en þó velta menn því einnig fyrir sér, hvort það sé nokkrum manni kleift að stýra svo stórri skútu yfir úthaf- ið. • Það er milkið um dýrðir í Plymouth í dag, enda eru siglingamenn frá 10 löndum komnir þangað til að fylgjast með upphafi Observer-kapp- siglingarinnar. Skátamót í Krísuvík SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar heldur að venju vormót nú um hvítasunnuna. Mótið verður haldið í Krýsuvík og er hið 28. í röðinni. Það verður sett föstu- daginn 31. maí klukkan 22 og stendur fram á annan í hvíta- sunnu. Mót þessi hafa jafnan verið fjölsótt og eru allar líkur á að svo verði enn. Á þessu skátamóti verða sér- stakar dróttskátabúðir og að nokkru leyti sérdagskrá fyrir dróttskáta. Þá verða einnig fjöl- skyldubúðir, en þær voru mjög vel sóttar á síðasta vormóti. Þar sem nýbúið er að taka upp hægri umferð hér á landi, verð- ur þetta mót að nokkru leyti mið að við það. Einstaklingskeppni og ýmislegt fleira verður á dag- skránni, sem reynir á kunnáttu og hæfni í umferðinni. Varðeldar verða á laúgardags- og sunnudagskvöld og verður þar vafalaust glatt á hjalla ef að venju lætur. Varðeldurinn á sunnudagskvöldið verður opinn öllum sem vilja, en oft hafa á annað þúsund manns verið á þessum Hraunbúavarðeldum. Mótsgjald er kr. 300 og fyrir það fá þátttakendur m.a. móts- merki og mótsblöðin, sem verða fjögur, kvöldhressingu (kakó og kex) og mjólk alla mótsdagana. Einnig verða farnar kynningar- og skoðunarferðir á mótinu, þátt takendum að kostnaðarlausu. Um morguninn á hvít.asunnu- dag verður helgistund, og klukk an tvö þann sama dag verður mót ið opnað fyrir almenning Frá skátamóti í Ilelgadal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.