Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1968. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. f lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. FRAKKLAND Á ÖRLAGASTUNDU r|e Gaulle Frakklandsforseti ^ hefur ákveðið að bjóða byltingunni byrgin. Hann hefur fyrirskipað þingrof og nýjar kosningar til franska þjóðþingsins innan 40 daga. Jafnframt hefur forsetinn lýst því yfir að hann muni gera nauðsynlegar ráðstaf- «anir til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu. í ræðu sinni lýsti de Gaulle því yfir, að hann hefði um- boð frá þjóðinni til þess að stjórna. Hann kvað einræði kommúnista nú ógna Frakk- landi. Gerð hefði verið til- raun til þess að neyða þjóð- ina til þess að gefast upp fyr- ir ofbeldinu. Hinn aldni for- seti skoraði síðan á alla Frakka að standa vörð um fimmta lýðveldið og framtíð Frakklands. Ræða de Gaulle fól í sér alvöruþrungna aðvörun til frönsku þjóðarinar, og hótun gagnvart andstæðingum hans og stjórnar hans. Eftir er nú að vita hvort hinn gamli hershöfðingi hefur sama vald " yfir þjóð sinni nú og oft áð- ur. Sú sögulega staðreynd verður ekki sniðgengin að de Gaulle hefur á valdatíma sín- um tekizt að sameina frönsku þjóðina betur en flestum öðrum stjórnmála- mönnum hennar á þessari öld. En ýmislegt bendir til þess að stór hluti frönsku þjóðarinnar sé nú orðinn þreyttur á stórmennsku hans og margvíslegum sérvizkuleg- um tiltektum. De Gaulle hef- ur lagt megin áherzlu á að hefja Frakkland á ný til stór- veldisaðstöðu. Hann hefur * eytt ógrynni fjár til þess að framleiða atomsprengju og með andstöðu sinni gegn inn- göngu Bretlands og fleiri landa í Efnahagsbandalag Evrópu hefur hann torveld- að efnahagslega samvinnu Evrópuþjóða. Viðleitni hans til þess að grafa undan grund velli sterlingspunds og doll- ars hefur borið vott mikilli skammsýni. En nú er svo komið að franski frankinn riðar til falls í umróti þeirrar byltingar, sem andstæðingar ^de Gaulle hafa efnt til. Frakk land stendur í dag á örlaga- stundu. Milljónir manna eru í verkföllum, útflutningsfram leiðsla landsins er lömuð, sam göngukerfið í molum og al- gjör upplausn ríkjandi í þjóð- félaginu. Það þarf vissulega enginn að fara í grafgötur um það, að þetta ástand er kommún- istum hagstætt. De Gaulle hefur þess vegna séð sér leik á borði að ógna frönsku þjóðinni með einræði komm- únista, ef stjórn hans yrði felld. Þess vegna má vel vera að þær kosningar, sem nú hefur verið efnt til í Frakk- landi framlengi enn valda- tímabil hins gamla hershöfð- ingja, þrátt fyrir margvísleg mistök hans og stjórnar hans. FYRSTI NÚTÍMA ÍSLENDINGURINN TTinn 30. maí sl. voru 200 ár “ liðin frá því að Eggert Ólafsson drukknaði í Breiða- firði, ásamt konu sinni og fylgdarliði. íslandssagan greinir svo frá þessum hörm- ungaratburði: „Veturinn 1767—68 dvöld- ust þau hjónin í Sauðlauks- dal, því að ekki er þá enn lok- ið húsagjörð á Hofsstöðum á Snæfellsnesi, en þar hafði Eggert sett saman bú. Um vorið bjóst Eggert að flytjast búferlum austur yfir Breiða- fjörð. 30. maí 1768 lagði hann út frá Skor á Barðaströnd með konu sína, búslóð ' og fylgdarlið á tveimur skipum. Skall þá á ofviðri mikið með furðu miklu hafroki er skip- in voru komin um viku sjáv- ar frá landi. Sneri þá annað skipið aftur, en hitt er Egg- ert stýrði hélt áfram og hvarf í særokið og spurðist ekki til þess síðan. Fórust menn all- ir er á skipi voru, og svo fjár- hlutur, þar á meðal margt bóka og handrita Eggerts. Hefur sá mannskaði einna mestur orðið er Eggert Ólafs- son drukknaði aðeins 42 ára að aldri.“ Bak við þessa stuttorðu frásögn sögunnar lá mikil harmsaga. Með láti Eggerts Ólafssonar var frá fallinn í blóma lífsins mikill lærdóms- maður og fjölfræðingur, glæsilegur foringi íslenzkrar endurreisnarbaráttu. Hann hafði þegar unnið það afrek að rita ferðabók sína og Bjarna Pálssonar, enda þótt hún kæmi ekki út fyrr en nokkrum árum eftir dauða hans. Efnahagsleg endurreisn íslands, fegrun móðurmálsins og vakning íslenzks þjóðar- metnaðar var æðsta mark hans og mið. Ræktun lands- ins varð að koma fyrst. Hann yrkir Búnaðarbálk en leggur Skúla Magnússyni jafnframt lið í baráttunni fyrir aukinni fjölbreyttni íslenzkra atvinnu vega. Forkosningunum lýkur á þriðjudag Humphrey og IMixon líklegastir sem forsetaefni flokkanna Forleiknum að forsetakosn ingunum i Bandarikjunum er nú að Ijúka. Síðustu forkosn- ingarnar verða á þriðjudag, og eftir þær beina forsetaefn in spjótum sínum að óháðum fulltrúum, sem kjörnir hafa verið til að sækja flokksþing- in í ágúst, og reyna að fá þá fylgis við sig. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru all flókn ar, og því ef til vill ástæða til að skýra í nokkrum orð- um undirbúninginn, forkosn- ingar, útnefningu fulltrúa á flokksþingin og kjör forseta- efna á flokksþingunum. Það hefur ýmsum þótt und arlegt að nú virðist Hubert H. Humphrey varaforseti Mk legasta forsetaefni demókrata við kosningarnar í nóvember, þótt lítið hafi borið á nafni hans þegar úrslit hafa verið birt úr forkosningunum. I forkosningunum hafa þeir að- altega áttst við Robert Kenn- edy öldungadeildarþingmaður frá New York, og Eugene McCartlhy öldungardeildar- pingmaður frá Minnesota. Hafa þeir skipt á milli sín þeim fulltrúum, sem kjörnir hafa verið í forkosningunum, en Humphrey tiltölulega fá atkvæði hlotið, enda hvergi í kjöri. Kjósendur hans hafa þurft að rita nafn hans inn á kjörseðlana, sem sumsstað- ar er mjög flókið. Sigur í forkosningum er prýðileg auglýsing fyrir fram bjóðanda, en forkosningarn ar í heild ráða litlu um það, hver kosinn verður frambjóð andi flokks síns á flokksþing inu. Flokksþingin sækja full- trúar allra 50 ríkja Banda- ríkjanna, mismunandi margir eftir íbúafjölda ríkjanna o.fl. og auk þess frá höfuðborg- inni Washington, Puerto Rico Guam, Jómfrúareyjum, og landræmunni méðfram Pan- amaskurði, þar sem Banda- ríkin fara með stjórn. Aðeins 14 ríki og höfuðborgin Wash- ington velja hinsvegar full- trúa á flokksþingin með for- kosningum. Þar sem ekki eru forkosningar, eru þingfulltrú ar valdir á héraðsþingum flokksdeildanna, eða sérstök- um nefndum falið að skipa þá. í mörgum rílkjum eru skipaðir fulltrúar á flokks- þingin, sem eiga að heita ó- bundnir, og önnur ríki senda nefndir á flokksþingin, sem bundnar eru einhverjum fram ámanni viðkomandi ríkis, rík isstjóra eða öldungadeildar- þingmanni. Er hvorttveggja gert til að fulltrúarnir hafi óbundnar hendur á flokks- þinginu og þurfi ekki að taka neinar ákvarðanir fyrirfram, en oftast er þó vitað að hverj um frambjóðendanna nefnd ir þessar helzt hallast. Það er meðal þessara ó- háðu sendinefnda, sem Hump hrey hefur safnað sér fylgi, meðan helztu keppinautar hans, Kennedy og McCarthy, hafa staðað í kosninga- baráttu fyrir forkosningam- ar. Humphrey, tilkynnti fram boð sitt það seint að hann gat ekki tekið þátt í neinum og vann McCarthy þar mik- inn sigur. Byggði hann sókn sína á gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar Johnsons for- seta, aðallega að því er varð- aði styrjöldina í Vietnam, sem átti ekki miklum vinsældum að fagna meðal almennings í hafði haldið uppi samskonar Bandaríkjunum. Kennedy hafði haldið uppi samskonar gagnrýni á stjórnina, en ekki var þó búizt við því að hann færi út í baráttu um forseta- framboðið að þessu sinni. Reiknuðu flestir með því að hann ætlaði sér framboðið ár ið 1972. Eftir fyrsta sigur Mc Carthys boðaði Kennedy ti'l fundar með fréttamönnum og tilkynnti þeim að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér. Var þessari ákvörðun Kenn- edys misjafnlega tekið, og Richard Nixon forkosningum, og hefur það væntanlega verið viljandi gert. Hann hefur hinsvegar ferðazt mikið um Bandarík- in, og rætt við flokksleiðtoga. Er talið að Humphrey hafi nú þegar tryggt sér fylgi 1 000 — 1.200 fulltrúa á flokksþinginu, en til að ná út nefningu sem forsetaefni demókrata þarf hann 1.312 at kvæði. Álitið hafði verið að Johnson forseti gæfi kost á sér til endurkjörs, en þegar hann neitaði að vera í kjöri, færðist stjórnarliðið og flokksvélarnar yfir á Hump- hrey, og virðist sá stuðning- ur ætla að nægja. „Bobby“ skerst í leikinn. Fáir spáðu McCarthy miklu fylgi, er hann hóf bar- áttu sína í vetur, en hann varð fyrstur til þess að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata. Þá var enn álitið að Johnson forseti yrði í kjöri þótt hann hefði ekki tilkynnt neitt um hugsalegt framboð. Fyrstu forkosningarnar voru í New Hampshire 12. marz, Hubert H. Humphrey töldu sumir einkum stuðn ingsmenn McCarthys, að hann ætlaði að notfæra sér undirbúning og reynzlu Mc- Carthys, og taka við barátt- unni eftir að McCarthy hafði haslað honum völl. Eftir að Kennedy tók virk an þátt í kosningabaráftunni, hefur hann stöðugt verið að vinna á, það er að segja þar til kom að forkosningunum í Oregon. Eftir sigra hans í forkosningunum í Indiana og Nebraska 7. og 14. maí, töldu flestir að Kennedy hefði fyr- ir fullt og allt gert út af við McCarthy. Voru þá að- eins eftir forkosningar í Or- egon, 28. maí, og Kaliforníu, 4. júní, sem talið var að Kenn edy ætti tryggan sigur í. Sjálfur sagði Kennedy fyrir Oregon-kosningarnar að hann yrði að sigra bæði þar og í Kaliforníu, ef hann ætti að eiga möguleika á útnefn- ingu sem forsetaeifni á flokks þinginu. Framhald á bls. 31 Eggert Ólafsson hefur ver- ið kallaður fyrsti nútíma ís- lendingurinn. En hann var jafnframt náttúruskáld, sem kvað um landið, blómin og fuglana. Það syrti yfir íslandi þeg- ar Eggert Ólafsson „ýtti frá kaldri Skor“. En af nafni hans og fordæmi mun standa ljómi langt fram um aldirn- ar. ÍSAL OG STARFS- MENN ÞESS rpalsverður úlfaþytur hefur -*■ orðið út af því, að í drög- um að lögum fyrir félag starfsmanna ísal var gert ráð fyrir, að félagið kæmi fram sem samningsaðili um kjaramál. Mun ekki hafa ver- ið haft samráð við önnur launþegasamtök um stofnun þessa félags, og þau hafa þess vegna ályktað sem svo, að framhjá heildarsamtökum launþega ætti að ganga og jafnvel að vinnuveitendur starfsmanna ísals hyggðust hafa áhrif á gerðir starfs- mannanna í þessu efni. * ' I Þetta hefur nú rækilega verið leiðrétt, og ætti ekki að þurfa að eyða að þessu máli fleiri orðum, enda ljóst, að hafi einhverjum dottið það í hug að vinnuveitendur gætu ráðið skipulagsmálum laun- þega, eins og málum er hátt- að á íslandi, þá er slíkt ein- ungis til að brosa að. Hins vegar er það vafalaust hag- kvæmast fyrir alla aðila, að starfsmenn ísal verði sem flestir í einu launþegafélagi, ef samkomulag yrði um það. LEIORÉTTIIMG I FRÉTT í blaðinu í gær var sagt að drengurinn, sem drukknaði í Tunguá, hefði verið sonur hjón- anna á Iðunarstöðum, en hann var sonur konunnar þar af fyrra hjónabandi. Leiðréttist þetta hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.