Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1«68. fT i f í Víðtæk lóðahreinsun hefst eftir hvítasunnu Á næstunni mun fara fram hin árlega lóðahreinsun Reykjavíkur borgar. Borgarstj. sagði á blaða- mannafundi sínum sl. fimmtudag, að hún yrði auglýst eftir helgi. Verður þessi lóðahreinsun mjög víðtæk, og fyrir tekið hverfi eftir hverfi. Verður gengið mjög ríkt eftir því að menn hreinsi lóð ir sínar. Þá hefur verið stofnuð fegrunarnefnd, er stuðla skal að því að borgarbúar leggist á eitt um að halda borginni hreinni. í fegrunarnefndinni eiga sæti fulltrúar frá fjórum félagssam- tökum, Arkitektafélagi Islands, Félagi Garðyrkjumanna, Húseig- endafélaginu og Húsmæðrafélagi Reykjavikur. Frá borginni eiga sæti Gunnar Helgason, borgar- fulltrúi, sem er hvatamaðux áð stofnun nefndarinnar, Gísli B. Björnsson teiknari og Hafliði FÉLAGSLÍF Valsfélagar Hlutaveltan ákveðin sunnu- daginn 9. júní í íþróttahúsinu að Hlíðarenda. Félagar verið sókhbarðir og samtaka við söfnun og undirbúning allan. Skilið munum sem fyrst að Hlíðarenda. Valur. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Kristileg samkoma sunnud. 2. júní kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7 e. m. Allir velkomnir. Jónsson garðyrkjustjóri, sem er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Borgarstjóri gat þess, að borg- in ætti von á tveimur hreingern- ingartækjum, þvottabíl með há- þrýstisprautu og nýjum götusóp- ara. Ætti tilkoma þessa-ra tækja mjög að bæta aðstöðu borgarinn- ar til hreinsunar á götum. Þá sagði borgarstjóri, að borgin ætti sífellit í erfiðíeikum vegna skúrabygginga, er byggðir væru í trássi án leyfis og skipulags. Væri erfitt að fylgjast nógu náið með þessum byggingum, en þær hefðu mjög gjarna í för me'ð sér alls kyns óþrif, auk þess sem skúramir væru yfirleitt til mikill ar óprýði. Aðspurður sagði borgarstjóri, að ekki væri í ráði að reisa skolp hreinsunarstöð fyrst um sinn. Hingað hefði komið finnskur sér fræðingur er kannað hefði hugs- anleg not stöðvarinnar og þá sér- staklega í sambandi við Fossvogs ræsið. Hefði í ljós komið, að ekki væri nauðsyn hreinsistöðvar og auk þess væri hún mjög dýr. Hins vegar væru næg verkefni framundan, m.a. þyrfti að veita skolpinu í Elliðaárvognum helzt út fyrir Laugarnestanga. Er spurt var, hvers vegna ekki hefði enn verið fjarlægð tæki sem notuð voru við byggingu Reykjavíkurhafnar á sínum tíma, sagði borgarstjóri, að borgaryfir- völd hefðu í huga samstarf vi'ð flugvallastjórn Reykjavíkurflug- vallar um gagngera hreinsun á flugvallasvæðinu, enda væri ekki vanþörf á því, að fegra umhverfi flugbrautanna. Tvo til þrjá menn helzt véina línuveiðum vantar á 140 lesta bát til fiskveiða við Grænland. Farið verður mánudags- kvöldið 3. júní frá Grundarfirði. Upplýsingar í síma 93-8618 og 93-8643. Frá skólunum að Laugarvatni Notkun vélknúinna báta fyrir landi Laugarvatns er bönnuð. BAÐKER Nokkur gölluð pottbaðker verða seld næstu daga. öd. 'JóAawisson & SmjUÁ k.!J. Sími 24244 (3 iím\) Gróðrarstöðin Garðshorn tilkynnir: Mjög góðar limgerðisplöntur á kr. 10.00, 15.00 og 20.00. Víðir, birki o. fl. GRÓÐRARSTÖÐIN GARÐSHORN FOSSVOGI. \ Leikflokkur frá Þjóðleikhús- inu fer héðan á annan í hvíta- sunnu í leikför til Norður- landa. Fyrst verður sýnt í Helsinki, þá Stokkhólmi og loks Oslo. Sýndur verður Galdra-Loftur, eftir Jóhann Sigurjónsson. — Myndin er af leikflokknum, sem fer utan. ;(Samtal við þjóðleikhússtjóra um för þessa verður birt eftir helgina). FERMING FERMINGARRÖRNí Grundar- fjarðarkirkju, hvítasunnudag 2. júní. DRENGIR: Bárður Orri Þorsteinsson, Innri Gröf. Jóhannes Finnur Halldórsson, Hrannarstíg 5 . Ólafur Hans Ólafsson, Grundargötu 16. Páll Guðfinnur Harðarson, Hömrum. Ragnar Rúnar Jóhannsson, Kvarná. Sigurður Ágúst Þórðarson, Grundargötu 11. Sturlaugur Laxdal Gíslason, Hamrahlíð 5. STÚLKUR: Guðrún Hlíðkvist Bjarnadóttir Ytri Gröf. Halldóra Karlsdóttir, Eyrar- vegi 17. Hallveig Guðjónsdóttir, Grundargötu 8. Jóhanna Þórarinsdóttir, Borgarbraut 2. Sigríður Einarsdóttir, Grundargötu 15. Sigurjóna Ólöf Högnadóttir, Borgarbraut 9. Sæunn Jeremíasdóttir, Grundargötu 44. Fermingarbörn í Setbergs- kirkju annan hvítasunnudag 3. júní. Torfi Rúnar Kristjánsson, Skallabúðum. Þráinn Jökull Elisson, Setbergi. Kaflisola í Garðaholti Á ANNAN í hvítasunnu, 3. júní n.k., efnir Kvenfélag Garða- hrepps til kaffisölu í Samkomu- húsinu í Garðáholti og hefst hún að lokinni hátíðaguðsþjónustu í Garðakirkju kl. 2 e.h. Ágóði af kaffisölunni rennur til styrktar kirkjunni. Mörgum hefur það orðið mikil ánægja að kirkja í Görðum var endurreist. Enginn aðili áfcti þar eins stóran hlut og félagar í Kvenfélagi Garðahrepps, enda urðu konurnar þær fyrstu til að hefja það starf og hafa ávallt stutt kirkju sína og starf safn- aðarins af miklum drengskap. Hið sama verður og sagt um stuðning félagsins við ýms menn ingar- og líknarmálefni. Að baki alls þessa starfs liggur góðhug- ur og fórnfýsi, sem mér er ljúft að þakka. Það er fagurt í Görðum á góð um og björtum degi og margir leggja þangað leið sína til að njóta hins fagra útsýnis og á- nægjulega umhverfis. Eg hvet fólk til þess að leggja leið sína að Görðum á annan hvítasunnu dag og drekka síSdegiskaffið hjá Kvenfélagi Garðahrepps. Bragi Friðriksison. Séra Friðriks minnzt í Akranesskirkju JÓN M. Guðjónsson, sóknarprest ur á Akranesi minntist séra Friðriks Friðrikssonar í tilefni af 100 ára afmælinu, sl.- sunnudag (Sjómannasunnudag) í ræðu sinni hér í kirkjunni. Séra Friðrik var heiðursborg- ari Akraness, og raunar var Akra nes starfsvettvangur og uppá- halds dvalarstaður hans í fjölda- mörg ár. — Hér var hann mikils metinn og elskaður sem annars- staðar, af ungum jafnt sem öldn- um. Hann hélt síðustu ræðu sína í stól Akraneskirkju á Pálma- var sá sami og áður. — Meðfylgj andi mynd er frá þeim atburði, sem gerðist ári áður en hann íézt. H.J.Þ. Konur Megrunarleikfimi fyrir konur á öllum aldri. Fimm vikna kúr. Aðeins tíu konur í hverjum flokki. Dagtímar — kvöldtímar. Góð húsakynni. Böð á staðnum. Konum einnig gefinn kost- ur á matarkúr eftir læknis- ráði. Prentaðar leiðbeiningar fyrir heimaæfingar. Nú er rétti tíminn til að grenna og fegra líkamann fyrir sumarleyfin. Tímapantanir eftir kl. 2 alla daga í síma 8 37 30. Jazzballettskdli Báru Stigahlíð 45. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og Dodge bifreiðar með framdrifí er verða sýndar að Grensásvegi 9 mið- vikudaginn 5. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Hafnarfjörður Byggingafélag alþýðu hefur til sölu 3ja herb. íbúð við Selvogsgötu. Félagsmenn sem vilja neyta réttar síns sendi um- sóknir um íbúð þessa fyrir 6. júní n.k. til formanns félagsins. STJÓRNIN. Til sölu Glæsilegt veiðihús við góða laxveiðiá. Leiguréttur fyrir tvær stangir til 10 ára getur fylgt með í kaupum. Upplýsingar gefur ÞORSTEINN JÚLÍUSSON, HDL., Laugavegi 22, sími 14045. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.