Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 32
I - víða á INIorður- og IM-austurlandi FERIA-OC FARANGURS ALMENNAR TRYGGINGARg PÓSTHÚSSTRÆTI S> SÍMI 17700 AUGLYSINGAR SÍMI 22*4.80 LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1968 Erfitt ástand sjávarþorpum VÍÐA á Norðurlandi og Norð- austurlandi er ástand mjög slæmt vegna erfiðra samganga og hefur lítið sem ekkert verið róið vegna hafíss. Mbl. hafði í gær tal af tveimur fréttaritara sinna, sem gjörla þekkja ástandið í sínu byggðarlagi og spurðist fyrir um ástand og horfur. Ragnar Guðjónsson í Vopna- firði sag'ði, að allt væri nú þar að verða matarlaust, þar hafði ekki komið skip í tvo mánuði. Vanalega hafa verið stundaðar hákarlaveiðár frá Vopnafirði, en nú eru aðeins komnir á land 3 hákarlar, en 50 á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi er hér algjört, sagði Ragnar, vegna þessa á- stands og horfir ekki vel fyrir skólafólki, sem nú er að koma frá prófborði. Ekkert er fyrir þetta fólk að gera, svo að ekki blæs byrlega. Eftir því sem ég hef fregnáð úr nágrannabyggð- unum mun svipað ástand víðast hvar. Á Hofsósi hefur ekkert verið róið í langan tíma að því er Björn Jónsson í Bæ símar. Kalt er þegar vindur er á norðan og Hótíðafundur í Hafnnríirði f DAG verður haldinn hátíða- fundur í bæjarstjórn Hafnarfjarð ar í tilefni þess, að liðin eru 60 ár frá því Hafnarfjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi. í bæjarráðs- samþykkt um þennan hátíða- fund segir á þessa leið: Framhald á bls. 19 eru sjómenn að taka upp hrogn- kelsanet sín, sem þeir hafa verið að bjarga úr sjó. ísinn hefur heldur lónað frá, en þó virðist vera mikil ísþilja til vesturs og norðurs. Vonandi stendur þetta til bóta bráðlega. Gunnar Thoroddsen á fundi með blaðamönnum í gær. — Ljósm.: Ól. K. M. Gunnar Thoroddsen hefur kynn- ingar- og fundarferðir út um land Skýrði frá kosningarundirbúningi á fundi með blaðamönnum i gær GUNNAR Thoroddsen og kona hans munu á næstunni fara út um land í kynningar- og funda- ferðalag. Verða fundir haldnir í öllum landsfjórðungum. Þetta kom fram á fundi með blaða- mönnum, sem Gunnar Thorodd- sen boðaði til í gær. í upphafi fundarins sagði Gunnar Thoroddsen, að tilefnið væri það að hann telji eðlilegt og æskilegt að tíðindamenn blaða og útvarps, og þar með al- menningur, fái upplýsingar um það, sem sé á döfinni af hans hálfu og stuðningsmanna hans í kosningabaráttunni. Gunnar Thoroddsen sagði, að n.k. þriðjudag fari hann ásamt konu sinni í kynningar- og fundaferðalag út um land. „Leiðin liggur fyrst til Snæfelis- ness, í mitt gamla kjördæmi, en ég var þingmaður Snæfellinga í mörg ár“, sagði Gunnar. Ákveðnir hafa verið fundir í Stykkishólmi 4. júní, á Hellis- sandi 5. júní, Vestmannaeyjum 6. júní, ísafirði 7. júní, Blöndu- ósi 8. júní, Siglufirði 9. júní, Akureyri 10. júní, Egilsstöðum 11. júní, Höfn í Hornafirði 12. júní og á Akranesi 13. júní. Framhald á bls. 31 Fyrsti órekstur eitir H-dag FYRSTI árekstur í Hafnarfirði eftir H-dag var um hálf-níuleytið í gærkvöldi, er þrjár bifreiðar lentu saman. Tvær þeirra, frá Reykjavík og Sauðárkróki ,voru kyrrstæðar á Hraunsholti. Kom þá að þriðja bifreiðin merkt G. Ók hún aftan á Sauðárkróksbifreiðina, sem hentist á Reykjavíkurbifreiðina. Allar bifreiðarnar voru á hægri vegarbrún og skemmdir urðu ekki teljandi. Rekstrartap Loftleiða rúmar 36 millj. Bandaríkin hæsta sölulandið Benedikt Gröndal og Kjartan Thors. Benedikt Gröndal form. Vinnuveitenda ÞAÐ kom fram á aðalfundi Loft- leiða í gær, að rekstrartap félags ins á árinu 1967 nam 36.640.549: — kr. þ.e.a.s. þá upphæð vantar á að fullar afskriftir náist, en þær námu 219.682.291:— kr. á árinu. Veltuaukning varð nokkur hjá félaginu, en þó minni en flutningaaukningin, því að tekjur fyrir hvern meðalfarþega lækk- uðu. Hæsta söluland Loftleiða voru Bandaríkin, þar var selt fyrir 490 milljónir, næsthæst var Þýzkaland, þar var selt fyrir 144 milljónir. Félagið fækkaði tveim- ur viðkomustöðum á árinu, Helsingfors og Amsterdam. Far- i þegar á árinu voru 185.600 eða 12% fleiri en árið áður. Starfs- menn félagsins voru við árslok 1090. Hér á eftir eru rakin nokkur meginatriði af fundi Loft leiða í gær: Aðalfundur Loftleiða vegna reikningsársins 1967 var haldinn í gær í Hótel Loftleiðir. Formað- ur félagsstjórnar, Kristján Guð- laugsson hrl. setti fundinn og kvaddi Gunnar Helgason hdl. til áð stjórna honum og Guðmund STJÓRN Vinnuveitendasambands íslands kom saman til fundar í Tjarnarbúð í gær. Formaður, Kjartan Thors, setti fundinn og gat þess í upphafi, að eins og fundarmönnum væri kunnugt, gæfi hann ekki kost á sér til end- urkjörs. Þakkaði hann stjórnar- mönnum góð störf, vináttu og traust. í stjórn voru kosnir: Benedjtt Gröndal, formaður, Ingvar Vil- hjálmsson, varaformaður. Aðrir í framkvæmdanefnd: Jón H. Bergs, Óttarr Möller og Svejnn Guðmundsson. Benedikt Gröndal þakkaði Kjartani Thors frábær störf í þágu vinnuveitendasamtakanna og í sama streng tóku Óttarr Möller, Björgvin Sigurðsson og Karvel Ögmundsson. W. Vilhjálmsson tii að rita fund- argerð. í upphafi ræðu sinnar minntist stjórnarformaður starfsmanna fé- lagsins, sem látizt höfðu á árinu. í yfirgripsmikilli ræðu komst hann síðar m.a. þannig að orði: „Reksturinn á síðasta ári gekk að flestu leyti vel og vænti stjóm in því sæmilegrar afkomu. Raun in varð hinsvegar allt önnur og Framhald á bls. 19 Kjarval kveður gamla skálann Á sýningu í Listamannaskálanum verður happdrœfti um eitt málverka hans MBL. hefur frétt að Félag ís- lenzkra myndlistarmanna, Ragn- ar Jónsson í Smára o. fl. séu að undirbúa mikla málverkasýningu á Kjarvalsmyndum í Listamanna skálanum og að sýningin verði opnuð um næstu helgi. Mun þetta líklega verða síðasta sýning meistara Kjarvals í Listamanna- skálanum, sem brátt á að víkja. Hefur Ragnar víða leitað hófanna meðal manna, sem eiga myndir eftir Kjarval, vegna þessarar sýn íngar. Ragnar Jónsson sagði þetta rétt vera er Mbl. hafði tal af hon- um í gær. Sýningin yrði til styrktar Kjarvalshúsi á Mikla- túni og sagðist Ragnar hafa snúið sér til ýmissra kunnra manna og beðið um að fá Kjarvalsmyndir þeirra til sýningar. Ragnar kvað stórt og fallegt Kjarvalsmálverk verða happdrættisvinning á sýningunni, sem verða mun mjög nýstárleg. Stórtjón á bryggju á Hofsósi Bæ, Höfðaströnd, 31. maí: — í gærkvöldi var sunnan- strekkingur og komst þá skrið á ísinn út Skagafjörðinn. Rak um 2 km ísbreiðu upp að höfn- inni á Hofsósi og lenti hluti af henni á hafnarbryggjunni. Þetta er karabryggja fyllt grjóti og plan steypt yfir. Isinn braut fremsta karið í bryggjunni, sem er um 14 metra langt, og virð- ist það gerónýtt. Hefur ísinn farið innundir planið og er nú stærðarísjaki inni í bryggjunni, sem ber uppi gólfið, er hlýtur að falla þegar hann þiðnar. Þrír bátar voru við bryggj- una, er ísinn rak að, og sakaði þá ekki. Menn og bílar, sem á bryggjunni voru, gátu forðað sér. Tjónið hefur ekki verið met- ið, en talið er að það sé vart undir hálfri annarri milljón. í gærkvöldi rak mikinn ís út fjörðinn eins og áður segir, en þó er þar enn talsvert íshrafl. Út að sjá er samfelld ísbreiða. Gróðri fer nú ört fram til iandfl ins- Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.