Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1968. 11 Tónleikar: Bakari óskast Samsöngur Geysis frá Akureyri LAUGARÁSBAKARÍ Laugarásvegi 1. Sex ár eru liðin frá því að karlakórinn „Geysir“ frá Akur- eyri heimsótti höfuðborgina sfðast. Söngstjóri var þá Árni Ingimundarson, en harm hafði tekið við kórnum af föður sínum, Ingimundi Árnasyni, sem stofn- aði „Geysi“ og gerði úr honum einn af beztu kórum lanðsins. Söngurinn bar þá enn um margt sama svip og verið hafði í tíð Ingimundar. En nú hefur „Geys ir“ fengið nýjan söngstjóra, Jan Kisa, tékkneskan tónlistarmann, sem búsettur er og starfar á Akureyri. Og nýir siðir koma með nýjum herrum. Sá Geysir, sem lét til sín heyra í Gamlabíói í Reykjavík fyrra laugardag, er vart þekkjanlegur fyrir sama kór og þeir feðgar stjórnuðu. Enda eru að sjálfsögðu fáir einir eftir af þeim mönnum, sem mestaja svip settu á hópinn á'frUr fyrr undir forystu Ingimundar. Hitt veldur þó meiru, að nú er kórinn tekinn nýjum tökum, bæði um söngstíl og sérstaklega þó efnis- vaL íslenzkir karlakórar hafa fram á síðustu ár að mestu samið sig að svonefndri norrænni hefð í karlakórssöng. I því felst það meðai annars, að viðfangsefnin, sem flest hafa verið af norræn- um rótum runnin, háfa yfirleitt verið „alvarleg“ tónlist og söng- urinn sjálfur hefur borið sama svip: Það hefur með cfðrum orð- um verið litið á karlakórssöng- inn sem tilraun til „alvarlegrar“ músíkiðkunar, en ekki aðeins til gamans í glöðum félagsskap. Af þessu leiðir aftur, að meiri kröf- ur hafa verið gerðar til karlakór anna hér um norðurslóðir en víð- ast annars staðar, enda hefur karlakórssöngur hvergi náð meiri þroska. Á Islandi var þa'ð svo um langt skeið, að varla var um vandaðri tónlistarflutning að ræða en söng karlakóranna, þegar þeim tókst bezt. Eftir því sem tónlistarstarfsemi hér hefur orðið umfangsmeiri og fjölbreytt arL hefur hlutur karlakóranna í henni að sjálfsögðu orðið tiltölu- lega minni, en þó skipa hinir fremstu þeirra enn veglegan sess í íslenzku tónlistarlífL En nú virðist hin norræna kór sönghefð vera á undanhaldi, þótt margt — og sumt merkilegt — hafi verið gert henni til viðhalds og eflingar. Jafnvel í Svíþjóð, þar sem hún hefur til þessa stað ið föstum fótum, hneigjast sumir kórarnir — einkum þó þeir, sem minna eiga undir sér — að „létt- um“ viðfangsefnum af dægurlaga kyni, og má það ef til vill teljast eðlilegt tímanna ákn. En vel verð ur að halda á slíku efni, bæði um búning og meðferð, ef það á að verða kórnum til framdráttar til lengdar. Söngskrá „Geysis" á þeim tón- leikum, sem hér um ræðir, bar sterkan svip þessarar stefnu. Þar æg'ði saman dægurlögum og þjóð lögum úr ýmsum áttum, éinsöngs lögum innlendum og erlendum og lögum úr amerískum söng- leikjum; þar kom líka fram stef úr sinfóníu og kór úr óperu, en sárafá eiginleg karlakórslög. Ut- setningar á þessu efni voru mjög misjafnlega smekklegar, sumar hnittilegar, en aðrar miður, svo sem á lagi Þórarins Jónssonar „Norður við heimsskaut". Á karlakórslögum Þórarins sjálfs er snilldarhandbragð sem kunnugt er, og er því mikill ábyrgðar- hluti að láta einsöngslög hans sæta slíkri meðferð að honum fornspurðum. „Geysir" hefur enn sem fyrr góðum röddum á að skipa, þótt ekki virtist raddblærinn í heild að þessu sinni jafnast á við það sem bezt var á'ður. En vera má að þar hafi gætt eðlilegra þreytu merkja í lok erfiðrar söngferðar. Einsöngvarar með kómum voru Sigurður Svanbergsson, Jóhann Konráðsson, Jóhann Daníelsson, Jóhann Guðmundsson, Aðal- steinn Jónsson og Lárus Haralds son, og fóru allir laglega með hlutverk sín. Undirleikari var Philip Jenkins. enskur píanóleik ari, sem verið hefur kennari við Tónlistarskóla Akureyrar. Það kom hér fram, þótt í litlu væri, sem áður er kunnugt að hann er frábær píanóleikari, og væri gam an að fá áð kynnast list hans betur við ákjósanlegri skilyrðL Karlakórinn „Geysir“ er alltaf aufúsugestur í Reykjavík, og hverju því, sem hann hefur fram að færa, er jafnan vel tekið. Að þessu sinni hefði það flest eins vel getað verið komið sunnan og austan úr Bæheimsbyggðum eins og norðan úr Eyjafirði. Á söng- skránni var til dæmis ekkert lag eftir Björgvin Guðmundsson, Jó- hann Ö. Haraldsson eða Áskel Snorrason, svo áð aðeins þrjú Akureyrartónskáld séu nefnd. Að sumum lögum þeirra hefði þó verið meiri fengur en flestu því, sem nú stóð á efnisskránni. Af slíku efni fæst allstaðar nóg. „Geysir“ á hér — ekki sízt meðal söngmanna — marga góða vini, sem jafnan fagna endurfundum. En þeir mundu harma það, ef Geysismenn sjálfir gleymdu for- tíð sinni og forustuhlutverki með al íslenzkra — og þá sérstaklega norðlenzkra —- karlakóra. Jón Þórarinsson. Þurfið þér sérstðkdekk fyrir H-UHFERD ? Nei,aðeins góð. Gerum fljótt og vel við hvaða dekk sem er, seljum GENERAL dekk. hjólbaröinn hf. Laugavegi 178 * sfmi 35260 ÚTS'ÝNARFERÐIR: ÓDÝRAR ÚRVALSFERÐIR Harðangursf jörður — Bergen. Suður-Svíþjóð — Kaupmannahöfn Glasgow og skozka hálendið. 14 dagar. — Brottför 16. júlí. Vinsælasta Norðurlandaferðin. FARSEÐLAR — HÓTELPANTANIR I T — FERÐIR EINSTAKEINGSFERÐIR Sífellt fleiri einstakllngar og fyrirtæki leita til ÚTSÝNAR með allt, sem viSkem- ur ferðalögum þelrra. ÚTSÝN hefur 12 ára reynslu í að veita yð- ur þjónustuna, sem þér þarfnist, án þess að það kosti yður nokkuð aukalega. Verið velkomin i hóp hinna mörgu, sem hafa sannfærzt um, að viðskiptin við ÚTSÝN er lykillinn að ánægjulegu og vel heppn- uðu ferðalagi. ALASSIO — heillandi baðstaður á ítölsku Rivierunni og býður einnig tækifæri til fjölbreyttra ferðalaga, t.d. til Monte Cario, Genua, Rapallo, Porto Fino o. fl. 11 daga dvöl á völdu hóteli með fullu fæði og til viðbótar 4 dagar í LONDON. Brottför 26. júlí og 9. ágúst. RÓM — SORRENTO — LONDON Dvalist 3 daga í Róm, „borginni eilífu" og viku í Sorrento við fegurð Napolíflóans, og farið í ferðir þaðan til Pompei, Capri, Amalfi o. fl. — 4 dagar í LONDON. Brottför 16. ágúst og 30. ágúst. GRIKKLAND 12 dagar í LOUTRAKI, sem er yndislegur baðstaður um klukkustundarferð frá Aþenu. Kynnisferðir til sögufrægustu staða Iands- ins. Siglt með 26. þús. tn. skemmtiferða- skipi um Adríahaf. 4 dagar i LONDON. Brottför 13. sept. — Ferð með kostakjörum. SPÁNARFERÐIR: ÚTSÝN býður fjöibreyttasta úrvalið af Spánarferðum, sem flestar eru að verða upppantaðar: LLORET DE MAR — vinsælasti og skemmtilegasti baðstaðurinn á Costa Brava um klukkustundarferð frá Barcelona. Val- in hótel. Fararstjóri Útsýnar, Ottó Jónsson, dvelst á staðnum. 3-4 daga dvöl í LONDON þykir ómissandi í þessum ferðum. Brottför: 18. júni, 26. júlí 16. ágúst, 23. ágúst, 30. ágúst, 6. sept. 13. sept. MALLORCA: Brottför 12. júlí, 6. sept. BENIDORM Einn fegursti og eftirsóttasti baðstaður á meginlandi Spánar. — 15 dagar — 4 dagar í LONDON. — Brottför 20. sept. TORREMOLINOS Vinsælasti baðstaðurinn á Costa del SoL 15 dagar — 4 dagar í LONDON. — Brott- för 20. sept. MIÐ-EIHÓPUFERÐ KAUPMANNAHÖFN — RÍNARLÖND SVISS — PARÍS 18 dagar: — 5.—23. ágúst. Eins og áður — fjölbreyttasta og vandaðasta ferðaúrvalið — ÖTSVN SIMAR: 20-100 og 2-35-10 Austurstræti 17 FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.